Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jólatréð
frá Hamborg
KVEIKT var á jólatrénu frá
Hamborg á Miðbakkanum við
Reykjavíkurhöfn föstudaginn
13. desember sl. Starfandi
sendiherra Þýskalands, dr.
Alexander Olbrich, afhenti tréð
Hannesi Valdimarssyni,
hafnarsljóra, að viðstöddum
framkvæmdastjóra Þýsk-
íslenska verslunarráðsins,
Kristínu S. Hjálmtýsdóttur og
Páli Kr. Pálssyni, formanni
ÞIV. Þetta er í 31. skiptið sem
jólatré er sent frá Hamborg.
Jólatréð var sent 2. desember
með Viktartindi, sem er í eigu
Eimskipafélagsins, frá Ham-
borg til Reykjavíkur og kom til
landsins 11. desember, skip-
stjórinn var Þjóðverjinn Carst-
en Jebsen. Félagssamtökin í
Wikingerrunde í Hamborg og
Hamburger Gesellschaft e. V.
sem hafa annast jólatrésgjöfina
síðastliðin 30 ár bejttu sér fyrir
því að tréð færi til íslands en
gefandinn er að þessu sinni
sölu- og auglýsingastofa hafn-
arinnar í Hamborg „Hafen
Hamburg Werkaufsförderung
und Webung e. V.“ - dr. Hans
Ludwig Beth. Stjórnarformað-
ur Wikingerrunde er Hans Her-
mann Schliinz, og sendir hann
bestu jólaóskir til Reykvíkinga
og allra Islendinga í Hamborg.
I fyrra var 30. jólatréð af-
hent sem var sérstaklega til-
einkað Þýsk-íslenska verslun-
arráðinu sem var nýstofnað í
október 1995 en hefur nú þegar
þroskast töluvert og stækkað í
meira en 110 félaga í báðum
löndum. ÞIV er að stefna að
því að halda sérstakan þýskan
jólamarkað í tengslum við af-
hendingu trésins á komandi
árum.
Fyrsta jólatréð frá Hamborg
kom til Reykjavíkur með m/s
Isborgu árið 1965. Eimskipafé-
lag Islands hf. hefur í öll skipt-
in flutt tréð endurgjaldslaust
til Reykjavíkur. Sá skipstjóri
hjá Eimskipafélaginu sem oft-
ast hefur flutt Hamborgartréð
til Reykjavíkur er Erlendur
Jónsson en hann hefur flutt 18
tré á jafnmörgum árum. Arleg
afhending trésins er þakklætis-
vottr.r til íslenskra sjómanna
fyrir matargjafir til barna í
Hamborg á árunum eftir seinni
heimsstyijöldina.
Morgunblaðið/Þorkell
Reyklausir bekkir og nemendur í grunnskólum verðlaunaðir
ísleifur A.
Pálsson
Andlát
ÍSLEIFUR
A. PÁLS-
SON
LÁTINN er í Reykjavík ísleifur A.
Pálsson verslunarmaður, 74 ára að
aldri. ísleifur var skrifstofustjóri
Samlags skreiðarframleiðenda á
fyrstu starfsárum þess á sjötta ára-
tugnum og átti þátt í að byggja upp
Skreiðarsamlagið sem sölusamtök á
sviði skreiðarviðskipta.
Isleifur var síðar fulltrúi í sendi-
ÁTTA bekkjardeildir 8. bekkjar
I grunnskólum landsins og 60
níundu og tíundu bekkingar
hlutu viðurkenningu Tóbaks-
varnanefndar og Krabbameins-
félags Reykjavíkur fyrir að segja
nei við tóbaki. Yfirskrift tóbaks-
varnaátaksins var Tikk, takk,
tóbak, nei takk! Bekkimir fengu
að launum myndskreytta há-
skólaboli og einn þeirra, 8. F í
Tóbak,
nei takk!
Hagaskóla, tók við verðlaunum
sínum í gær eins og sést á mynd-
inni. Einstaklingar hlutu að laun-
um úr með mynd og áletruninni
Morgunblaðið/Þorkell
„reyklaus framtíð" á skífunni.
Auk 8. bekkjar F í Hagaskóla
hlutu eftirtaldar 8. bekkjar-
deildir verðlaun: 8. bk Hall-
ormsstaðaskóla, 8 bk Grunn-
skóla Reyðarfjarðar, 8. HS
Foldaskóla, 8. bk Steinsstaða-
skóla og 8. RR Njarðvíkurskóla.
Einstaklingsverðlaun dreifðust
víða um land en verðlaunin
verða afhent í viðkomandi skóla.
*
Arekstur á
gatnamótum
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
vitna að árekstri, sem varð á
mótum Miklubrautar og Grens-
ásvegar miðvikudaginn 11. des-
ember sl. um kl. 19.30 um
kvöldið.
Toyotu, LU-922, var ekið
norður Grensásveg og beygt til
vinstri áleiðis vestur Miklubraut
og Daihatsu, R-18153, var ekið
suður Grensásveg á hægri ak-
rein, Bílarnir skullu saman á
gatnamótunum, en ökumenn-
irnir eru ekki á eitt sáttir um
tiidrögin.
Þeir sem veitt geta upplýs-
ingar eru beðnir um að hafa
samband við rannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Slagsmál í
Tunglinu
MAÐUR gaf sig fram við lög-
reglu í miðbæ Reykjavíkur að-
faranótt sunnudags eftir bar-
smíðar og högg á skemmtistaðn-
um Tunglinu. Hann var alblóð-
ugur í framan og missti meðvit-
und skömmu eftir að hann hafði
látið vita af sér. Hann var flutt-
ur á slysadeiid. Tildrög málsins
voru að átök hófust milli tveggja
manna. Þriðji maðurinn, sem
komið hefur við sögu lögreglu
áður, kom öðrum þeirra til að-
stoðar og endaði á því að sparka
í höfuð fórnarlambsins. Lög-
reglu var vísað á mennina á
skemmtistaðnum og voru þeir
fluttir á lögreglustöð.
Búðarþjófar
gripnir
ELLEFU manns voru staðnir
að hnupli í Reykjavík um heig-
ina. Fjögur þessara tilfella urðu
í Kringlunni og voru þjófarnir
allir á aldrinum 13-14 ára en á
öðrum stöðum var um að ræða
eldra fólk. Samtals hefur lög-
reglu borist á fjórða tug til-
kynninga um hnupl það sem
af er mánuðinum. Að sögn lög-
reglu er mun meira um búðar-
þjófnaði fyrir jól en á öðrum
árstímum en jafnframt eru
kaupmenn meira vakandi og því
fleiri sem nást.
Jólamatnum
stolið
BROTIST var inn í tvær
geymslur í fjölbýlishúsum um
helgina. í öðru tilvikinu var öll-
um jólamat og_ gosi flölskyldu
einnar stolið. í hinu tilvikinu
höfðu þjófarnir á brott með sér
meira en tuttugu kíló af folalda-
kjöti. Einnig var brotist inn í
bakarí við Fálkagötu á aðfara-
nótt mánudags og stolið 6-7
þúsund krónum.
Hollendingur flutti inn 964 E-pillur og 58 g af kókaíni
6 ára fangelsi og
2 milljónir í sekt
ráði Bandaríkjanna auk þess sem
hann gegndi ýmsum verslunar- og
skrifstofustörfum. Ennfremur
stundaði hann ýmis almenn störf til
sjós og lands. Hann starfaði um
skeið við eigin atvinnurekstur á sviði
skreiðarútflutnings og heildsölu.
ísleifur A. Pálsson fæddist í Vest-
mannaeyjum 27. febrúar 1922, sonur
hjónanna Matthildar ísleifsdóttur og
Páls Oddgeirssonar, kaupmanns og
útgerðarmanns þar. Hann lauk prófi
frá Verslunarskóla íslands 1942 og
stundaði nám í verslunarfræðum við
Rider College í New Jersey í Banda-
ríkjunum. Hann kvæntist 1946 Ág-
ústu Jóhannsdóttur dóttur hjónanna
Magneu D. Þórðardóttur og Jóhanns
Þ. Jósefssonar, alþm. og ráðherra.
ísleifur og Ágústa eignuðust þtjá
syni. Þau slitu samvistir.
ísleifur A. Pálsson andaðist á
gjörgæsludeild Landspítalans að
morgni laugardagsins 14. desember
sl. Utför hans verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
19. desember.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt hollenskan mann á þrítugs-
aldri, Lahouari Sadok, í 6 ára fang-
elsi og til greiðslu tveggja milljóna
króna í sekt vegna innflutnings á
964 E-pillum og rúmum 58 grömm-
um af kókaíni.
Maðurinn var handtekinn í nóv-
ember, eftir að lögreglunni höfðu
borist vísbendingar um að íslenskur
maður ætti von á stórri sendingu
fíkniefna til landsins frá Hollandi.
Við leit í farangri Hollendingsins
fannst. innrömmuð mynd, pökkuð í
gjafapappír. Við nánari athugun
kom í ljós að í rammanum voru fal-
in fíkniefni, 58,1 gramm af kókaíni
og 964 E-pillur.
Við yfirheyrslur hjá lögreglu bar
maðurinn að útlent fólk hefði keypt
fyrir hann farseðilinn og hann hafi
átt að fá peninga fyrir að flytja mynd-
ina til landsins. Pakkann hafí hann
átt að afhenda á veitingastað í Reykja-
vík og myndi íslensk stúlka gefa sig
fram við hann þar. Hann hefði vitað
að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum,
en ekki hvað það væri. Hann hefði
tekið myndina og glerið úr ramman-
um, en ekki séð neitt óeðlilegt.
Óttaðist hefnd
Maðurinn kvaðst ekki vilja segja
til fólksins sem lét hann fá pakk-
ann, af ótta við hefndaraðgerðir sem
beindust gegn fjölskykldu hans í
Hollandi. Fyrir dómi sagði hann þó,
að hann væri tilbúinn til að gefa
lögregiunni í Hollandi upp þessi
nöfn, ef hann fengi tryggingu fyrir
því að fólkið yrði látið gjalda fyrir
gerðir sínar og að fjölskyida hans
yrði vernduð fyrir hefndaraðgerðum.
Maðurinn bar einnig, að hann
hefði verið hér á landi í viðskiptaer-
indum. íslendingar þeir, sem tengd-
ust manninum hér á landi og voru
m.a. með honum þegar hann var
handtekinn, báru af sér allar sakir
í málinu.
Frásögnin yfirvarp eitt
1 niðurstöðu dómarans, Péturs
Guðgeirssonar, segir að maðurinn
hafi viðurkennt að hann hafi grunað
að eitthvað ólöglegt væri falið í
myndinni. Framburður hans hafi
verið óstöðugur og frásögn hans um
tilganginn með ferðinni hingað, þ.e.
að hann hafi verið í viðskiptaerind-
um, væri harla ótrúverðug og engin
trúleg gögn eða vitnisburðir styddu
hana. „Álítur dómarinn að hún sé
yfirvarp eitt og að ákærði hafi vitað
hvað væri fólgið í myndarammanum,
bæði hve mikið væri þar af fíkniefn-
um, hvað þau væru hættuleg og eins
að þau væru flutt inn til þess að
verða seld mörgum mönnum gegn
verulegu gjaldi," sagði dómarinn og
taldi refsingu hæfilega 6 ára fang-
elsi, auk tveggja milljóna króna sekt-
ar og upptöku á fíkniefnunum. Þá
var Hollendingurinn dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað, þar með
talin saksóknarlaun, 50 þúsund
krónur, og laun veijanda, 50 þúsund
krónur.