Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 13 Morgunblaðið/Golli Jólaös í pósthúsum MIKIL ös einkennir pósthúsin seinustu vikur fyrir jól, á þeim tíma sem þorri almennings ákveður að senda skyldmennum og kunningjum kveðjur, hvort sem þeir eru búsettir innanlands eða úti í heimi. Fleira streymir þó inn og út úr pósthúsunum en hin sígildu jólakort, því fólk freistar þess gjarnan að senda fjarstöddum ástvinum um- fangsmikla böggla sem geyma yfirleitt gjafir og islensk mat- væli. Ekki er úr vegi að benda á i þvi sambandi að nú eru síðustu forvöð að senda slíkar góðgerðir til útlanda, eigi þær að komast tímanlega til skila fyrir hátíðina. * ANDARLIFRARTERRINE „FOIE GRAS MEÐ FÍKJUMARMELAÐl * RJSTAÐUR HUMARÁ SÍTRÓNURISÓTTO MEÐ PARMEGGIANÓ TUILLES * GRÆNERTUSEYÐI MhÐ GElTAOSTSRAViOLl * DÁDÝRÁSTEINSELJURÓTARMAUKI OG SÚKKULAÐIHINDBERJASÓSU * CRÉME BRULÉE * BANANA'OG SÚKKULAÐI NAPOLÉONS MEÐ ANANAS'TRÖNUBERJA COMPOT OG DÖKKRI ROMM SABAYONNE 6.950 KR. Breytingar á Þróunarsjóðsfrumvarpi Frestur til úreld- ingar krókabáta framlengdur ★ ★ ★ FREST þann, sem eigendum krókabáta á að gefast til að láta úrelda báta sína með aðstoð Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins, á að fram- lengja fram til 1. júlí 1997, eða- um hálft ár umfram það sem gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um Þróunarsjóðinn, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta er meðal þeirra breytinga, sem meiri- hluti sjávarútvegsnefndar hefur lagt til að gerðar verði á frumvarp- inu. Árni R. Árnason, Sjálfstæðis- flokki, mælti fyrir breytingartillög- unum við aðra umræðu frumvarps- ins_ á Alþingi í gær. í nefndarálitinu kemur fram, að hinn 1. desember sl. lágu fyrir 53 óafgreiddar umsóknir um úreld- ingu krókabáta, þar af 24 vegna sóknardagabáta, en samkvæmt lögunum geta eigendur krókabáta sótt um styrk úr Þróunarsjóði fyr- ir allt að 80% kostnaðarins við úreldingu. „Ljóst er að sóknardög- um margra krókabáta mun fækka verulega á næsta fiskveiðiári vegna mikillar veiði á árinu 1996,“ segir síðan. Því þykir rétt, að mati meirihluta sjávarútvegsnefndar, að gefa eigendum þeirra báta kost á fresti fram á mitt næsta ár til að óska eftir úreldingu. Innheimtu þróunarsjóðsgjalds af fiskvinnslu hætt Tillögur meirihlutans ganga auk þess út á að árið 1996 verði síðasta árið sem fiskvinnslunni verði gert að greiða til Þróunar- sjóðsins, einnig að útgerðir skuli greiða i sjóðinn til ársins 2008 en ekki 2005 eins og gert er ráð fyr- ir í frumvarpinu. „Er þetta lagt til þar sem lengri gildistími er nauðsynlegur til þess að sjóðurinn geti staðið við þær skuldbindingar sem á hann munu falla vegna úreldingar skipa og fiskvinnslu- húsa, smíði hafrannsóknaskips og yfirtöku skuldbindinga Atvinnu- tryggingasjóðs og Hlutafjár- sjóðs,“ sagði Árni. Með afnámi þróunarsjóðsgjaldsins af fisk- vinnslunni er, að sögn Árna, geng- ið til móts við nýjar álögur á fisk- vinnslustöðvar sem orsakast af hækkun tryggingagjalds, sem ákveðin hefur verið með laga- frumvarpi um jöfnun trygginga- gjalds, en það var einnig tekið til annarrar umræðu í gær. Minni hluti nefndarinnar styður þau áform að fjármagna nýtt haf- rannsóknaskip með þróunarsjóðs- gjaldi, og tillögu meirihlutans um að hætt verði að innheimta gjaldið af fiskvinnslunni, en setur „allan vara á varðandi hringl með önnur ártöl í frumvarpinu og hefur litla trú á að sólarlagsákvæði frum- varpsins haldi.“ O R H ÉT T. i K' ANDARLIERARTERRINE „FOIE GRAS“ MEÐ FÍKJUMARMELAÐI 1.195 KR KÁLFACARPACCIO MEÐ POMMERY PASTA OG TARRAGON JUICE 925 kr. BARRI LIE DE VIN MEÐ KRISTÖLLUÐUM TÓMÖTUM OG TÓMATSABAYONNE 9ÍS KR RISTAÐUR HUMARÁ SÍTRÖNURISOTTO MEÐ PARMEGGIANO TUILLES 1.395 KR LAMBARIFJUR MEÐ SOUFFLE, GRILLUÐUM KARTÖFLUM OG PAPRIKUÓLIFU SÓSU 2.200 KR. lií DÁDÝRÁ STEINSELJURÓTARMAUKI OG SÚKKULAÐIHINDBERJASÓSU 3.995 kr NAUTALUNDIRMEÐ SNIGLUM í CHÁTEAUNEUF DU PAPE OG ROQUEFORT RJÓMASÓSU 2.700 KR STOKKAN DARBRINGA MEÐ RÚSl'NUM, VALHNETUM OG KONÍAKS-MADEIRA „EPICE“ SÓSU 3.390 KR SMÁKJÚKLINGUR „POUSSIN“ MEÐ KARDIMOMMUM, APPELSÍNUM OG KREMUÐU SAVOYKÁLI 2.450 KR : EF TIRRÉTTIR SÚKKULAÐI DUMPLINGS MEÐ MALTÍS 650 KR ^ BANANAOG SÚKKULAÐI NAPOLÉONS MEÐ ÁNANAS-TRÖNUBERJA COMPOT OG ÐÖKKRI ROMM SABAYONNE 'fefe 675 KR NOUGAT RJÓMAIS Á PÁSSION APRÍKÓSUCOULIS 640 KR „ M GRÆNERTUSEYÐI MEÐ GEITAOSTSRAVIOLI 650 KR R BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700 Jansport síöan 1967 Jansport er stærsti framleiðandi bakpoka í heiminum í dag. 26.000 pokar á dag alla daga ársins segir það sem segja þarf. HREYSTI gerist umboðsaðili Jansport á íslandi 1996 itt á þurru! Þið eruð örugg a botninum! Níðsterkur gúmmísólabotn sér um að halda öllu þínu þurru. JÓLAPAKKAVÆNAR HREYSTI VERSLANIR LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNN119 - S.5B8-1717
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.