Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Jólaóra- tóría Bachs í Akureyrar- kirkju JÓLASTEMMNING verður ríkj- andi í Akureyrarkirkju næstkom- andi laugardag, 21. desember kl. 17. þegar Kór Tónlistarskólans á Akureyri ásamt hljómsveit og ein- söngvurum flytur Jólaóratóríu Bachs. Aðgöngumiðar fást í Bókval og við innganginn og þar sem ekki verður um nema þessa einu tónleika að ræða er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem alira fyrst þar sem miðafjöldinn er takmarkaður. Óratórían er í raun jólaguð- spjallið í tónum og nú í fyrsta skipti fá Norðlendingar að njóta þess að íhuga og fagna jólunum með þess- ari tónlist. Texta varpað á tjald Verkið er flutt á frummálinu, en íslenskum texta í ljóðum Þor- steins Valdimarssonar verður varpað á tjald ásamt frægum mál- verkum úr tölvuvarpara frá Ný- heija. Hljóðfæraleikarar eru allir bú- settir norðan heiða en nokkrir sem eru við nám í Reykjavík eða erlend- is munu taka þátt í flutningnum. Meðal einsöngvara er Gunnar Guð- björnsson sem syngur hlutverk guðspjallamannsins. Stjórnandi á tónleikunum er Michael Jón Clarke. Aukasýningar hjá Leikfélagi Akureyrar á Dýrunum í Hálsaskógi Vel á sjötta þúsund gesta séð sýninguna LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi Dýrin í Hálsaskógi, eftir Thorbjörn Egner þann 19. októ- ber sl. Viðtökur áhorfenda hafa verið einstaklega góðar og nær uppselt á allar sýningar á leik- ritinu. Eftir 26. sýningu sl. sunnudag var tala áhorfenda komin vel á sjötta þúsundið. Vegna hinnar góðu aðsóknar og óteljandi fyrirspurna áhuga- samra leikhúsunnenda hefur verið ákveðið að hafa tvær auka- sýningar á Dýrunum í Hálsa- skógi, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. desember. Ingunn Jensdóttir leikstýrði Dýrunum í Hálsaskógi fyrir Leikfélag Akureyrar, Guðrún Auðunsdóttir hannaði Ieikmynd og búninga og Ingvar Björnsson lýsingu. Kristján frá Djúpalæk þýddi söngtextana í leikritinu og Hulda Valtýsdóttir leiktext- ann. Aðalsteinn Bergdal leikur Lilla klifurmús í þessari upp- færslu Leikfélagsins, Guðmund- ur Haraldsson er Mikki refur og Skúli Gautason Marteinn skógarmús. Einnig aukasýningar á Sigrúnu Astrós Vegna fjölda fyrirspurna hef- ur einnig verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar á Sigrúnu Astrós milli jóla og nýárs. Sú fyrri verður föstudaginn 27. desember og hin síðari mánu- daginn 30. desember. Þetta verða allra síðustu sýningar á þessu hlýja og gamansama leik- riti eftir breska leikskáldið Willy Russel. Sunna Borg frumsýndi einleik sinn, Sigrún Astrós, hjá LA 27. september sl. Sýningin sem er í leikstjórn Þráins Karlssonar og leikmynd Hallmundar Kristins- sonar, fékk góða dóma gagnrýn- enda og afbragðs viðtökur þeirra sem sáu. Leikritið heitir Shirley Val- entine á frummálinu en það var þýðandinn, Þrándur Thorodd- sen sem gaf aðalpersónunni nafnið Sigrún Astrós. Morgunblaðið/Kristján AKUREYRINGAR og nærsveitamenn hafa fjölmennt á sýningu LA á Dýrunum í Hálsaskógi. Aðal- steinn Bergdal leikur Lilla klifurmús og Guðmundur Haraldsson Mikka ref, sem hér reynir að ná taki á Lilla klifurmús. Kynferðisafbrotamálið á Akureyri Rannsókn á lokastigi _ Morgunblaðið/Kristján SVEINN Sigurbjörnsson, í Ártúni, sat ásamt sonarsyni sinum Sigurði Gauta Benediktssyni á loftinu og skáru þeir út laufa- brauð af miklum myndarskap. Fjölmenni í Laufási á sunnudag Jólaundirbúning- ur að gömlum sið Knattspyrnuhús Kostnaður 120-240 milljónir KOSTNAÐARMAT vegna byggingar knattspyrnuhúss sem gert var á Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hefur verið Iagt fram til kynn- ingar í framkvæmdanefnd Akureyrar og einnig hefur kostnaðarmat vegna yfir- byggingar skautasvells verið kynnt í nefndinni. íþrótta- og tómstundaráð mun fjalla um þessi mál á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Fram kemur í skýrslu verk- fræðistofunnar að yfirbygg- ing skautasvells kostar um 100 milljónir króna, en kostn- aður við byggingu knatt- spymuhúss er á bilinu 120 til 240 milljónir króna. Kostn- aðurinn fer eftir stærð hús- anna. Gengi hlutabréfa í Skinnaiðnaði Hækkaði um 183% UM síðustu áramót var skráð gengi hlutabréfa í Skinnaiðn- aði hf. 3,04 en í lok nóvem- ber sl. var gengið komið í 8,61. Hækkunin nemur 183%. Til samanburðar má geta þess að þingvísitala hluta- bréfa hækkaði um tæp 60% á sama tímabili. Fyrstu 11 mánuði ársins voru seld hlutabréf i Skinnaiðnaði fyrir tæplega 54,2 milljónir króna í 77 viðskiptum. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi fyrir- tækisins. RANNSÓKN í máli karlmanns á sextugsaldri á Akureyri, sem við- urkennt hefur kynferðisbrot gagn- vart þremur stúlkum á aldrinum 7, 8 og 9 ára, er komin á lokastig. Að sögn Björns Jósefs Arnviðarsonar, sýslumanns á Akureyri, er verið að vinna úr fyrirliggjandi gögnum en einnig hefur verið óskað eftir því að maðurinn sæti geðrannsókn. Björn Jósef segir að nokkur fjöldi manns hafi verið yfirheyrður við rannsókn málsins. „Það hefur verið reynt að hraða rannsókn eins og kostur er og eftir að henni lýkur TÖLUVERÐUR erill var hjá lög- reglu á Akureyri um helgina, en m.a. voru höfð afskipti af fjölda ungmenna sem ekki höfðu aldur til að drekka eða vera með áfengi. Talsvert magn af áfengi og bjór var tekið af þeim og því hellt nið- ur. Þá voru höfð afskipti af nokkr- um einstaklingum sem ekki kunnu fótum sínum forráð sökum ölvunar og voru tveir menn fluttir á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins eftir átök. Misnotkun á persónuskilríkjun var kærð og einn var kærður þar sem hann hafði borið áfengi með sér inn í vínveitingahús. Þrír hafa síðustu daga verið kærðir vegna búðarhnupls en nokkuð hefur borið á slíku í des- embermánuði. verður málið sent áfram til ríkissak- sóknara." Við húsleit hjá manninum fannst verulegur fjöldi af myndbandsspól- um og yfir 1.000 tölvudisklingar, m.a. með klámmyndum og þar á meðal barnaklámi. Þá fann lögregl- an myndband þar sem maðurinn hefur mök við stúlkubörn. Að undan- förnu hefur einnig verið unnið að því að skoða allt það myndefni sem fannst á heimili mannsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. janúar nk. Umferðaróhöpp í hálkunni Mikil hálka hefur verið á götum síðustu daga og urðu fimm minni- háttar umferðarslys og í þeim hlutu fjórir meiðsl sem ekki voru talin alvarleg. Alls urðu 17 óhöpp í umferðinni í liðinni viku og eigna- tjón talsvert. Ökumaður var kærð- ur fyrir of hraðan akstur innanbæj- ar, fjórir vegna meintrar ölvunar við akstur, einn fyrir að aka móti rauðu ljósi, þá voru ökumenn kærðir þar sem skráningarmerki vantaði á bifreið, ökuskírteini vant- aði, ökuljós voru í ólagi, öryggis- belti ekki notað, farþegar of marg- ir. Skráningarmerki voru tekin af sex ökutækjum vegna vanrækslu á skoðun og tveimur vegna van- goldinna tryggingagjalda. STARFSDAGUR var í Gamla bænum í Laufási sl. sunnudag og komu um 250-300 manns í heim- sókn til að fylgjast með jólaundir- búningi að gömlum sið. Ingibjörg Siglaugsdóttir, húsfreyja í Lauf- ási, stóð fyrir starfsdeginum, í samstarfi við sitt heimafólk, starfsfólks Minjasafnsins á Akur- eyri og fleiri. Þetta var í fyrsta sinn sem heimilisfólkið í Laufási stóð fyrir sérstökum starfsdegi á þessum árstíma en síðustu ár hefur verið staðið fyrir starfsdegi að sumar- lagi. Séra Pétur Þórarinsson sagði að starfsdagurinn hefði heppnast mjög vel og að mun fleira fólk hefði komið í heimsókn en búist var við. Tveir gamaldags jólasveinar komu við í Laufási á sunnudag, þeir Þvörusleikir og Giljagaur og stóðu þeir m.a. fyrir söng og dansi í kringum jólatréð heima við prest- bústaðinn. í Gamla bænum voru steypt tólgarkerti, kveikt var upp í gömlu hlóðunum og hangikjötið soðið og setið við jólaföndur. í baðstofunni var setið við tóvinnu og fólk skar út laufabrauð sem steikt var í eldhúsinu. Sérstakir gestir voru Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson en þau sungu íslensk jólalög fyrir viðstadda. Erill hjá lögreglu Afengisneysla, búða- hnupl og hálkuslys

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.