Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Boeing o g McDonnell Douglas kunngera samruna Stærsta flugiðnaðar- fyrirtæki heims Washington. Reuter. Boeing og McDonnell Douglas flug- iðnaðarfyrirtækin sögðu um helgina að þau hygðust sameinast í stærsta flugiðnaðarfyrirtæki heims sam- kvæmt samningi upp á um 13.3 milljarða dollara. „Þetta er að ég held söguleg stund í flugmálum og flugiðnaði," sagði Philip Condit, sem verður stjórnarformaður og aðalforstjóri hins sameinaða fyrirtækis, á blaða- mannafundi. Fyrirtækin hafa meðal annars framleitt flugvélar af gerðunum DC-3, B-52 og F-15, Apollo geim- förin og geimskutluna. Nýja fyrirtækið mun hafa aðset- ur í aðalstöðvum Boeings í Seattle og verður rekið undir hinu gamla nafni Boeings. Áætlað er að sala 1997 muni nema um 48 milljörðum dollara og aukast úr um 35 milljörð- um dollara í ár. Starfsmenn um 200.000 Starfsmenn hins nýja risafyrir- tækis verða um 200.000 og biðpant- anir þess eru 100 milljarða dollara virði. Það mun því hafa verulegt forskot á aðalkeppinaut sinn í smíði herflugvéla, Lockheed Martin Corp, og helzta keppinaut sinn í smíði áætlunarflugvéla, Airbus Industrie verkefnasamtök íjögurra Evrópu- þjóða. Að sögn fyrirtækisins munu fáir missa atvinnuna vegna samrunans. Hann muni hafa í för með sér „til- færslur" og búizt sé við að mestöll starfsemin fari fram á sömu stöðum og fyrr, meðal annars í St Louis, þar sem McDonnell Douglas hefur aðsetur. Samruninn verður að hljóta sam- þykki eftirlitsyfirvalda og fyrirtæk- in vona að það muni liggja fyrir um mitt næsta ár. „Um leið og við fáum samþykki stjórnvalda munum BOEING hlaut vottorð flugmálayfirvalda fyrir hina nýju Boeing 777- vél í apríl sl. Phil Condit aðalframkvæmdastjóri Boeing fylgdist með þegar samgönguráðherra Bandaríkjanna Frederico Pena óskaði Dale Hogarty, sem stýrði smíði Boeing 777, til hamingju með vélina. við hefjast handa og ganga frá samningnum," sagði Harry Stonecipher, sem verður forstjóri og rekstrarstjóri nýja fyrirtækisins. Samkvæmt samningnum fá hlut- SJÓNVARP UH GERVIHNÖTT VERTU ÞINN EIGIN DAGSKRÁRSTJÓRI Einstaklingsbúnaðiir 1.2 mtr. diskur, DIGITAL Ready nemi, 0.7 dB. Fullkominn stereo móttakari m/fjarstýringu og truflanasíu fyrir veikar sendingar. Verð frá kr. 39.900,- stgr. Erum einnig með búnað fyrir raðhús og fjölbýlishús á góðu verði elnet Auðbrekka 16,200 Kópavogur • Sími 554 - 2727 HVAÐ ER Hornitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ. ÞORGUÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 / 568 6100 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! hafar í McDonnell Douglas 0,65 hlutabréf í Boeing fyrir hvert hluta- bréf í McDonnell Douglas og þar sem hlutabréf í Boeing kostaði 96,75 dollarar á föstudag segja fyr- irtækin að samningurinn sé um 13.3 milljarða dollara virði. Condit og Stonecipher komust að samkomulagi í Seattle á þriðju- daginn og stjórnir fyrirtækljanna staðfestu það síðan. Vangaveltur um samruna hófust þegar tilkynnt var fyrr í þessum mánuði að Boeing hefði samþykkt að ráða McDonnell Douglas sem undirverktaka við smíði risabreiðþotu. Stonecipher sagði að fyrirtækin hefðu „sameiginlegar hugmyndir um þá stefnu sem þau ættu fylgja og teldu að þau yrðu fljótari að ná markinu í sameiningu en hvort í sínu lagi.“ Airbus aðalkeppinauturinn Eftir samrunann verður Airbus Industrie eini umtalsverði keppi- nauturinn í smíði stórra áætlunar- flugvéla. McDonnell Douglas hefur ekki verið keppinautur Airbus i smíði áætlunarflugvéla og Airbus hefur að miklu leyti tekið við þeim sess, sem McDonnell Douglas hefur skipað á því sviði, síðan samtökin voru stofnuð fyrir 25 árum. Boeing hefur forystuna, en McDonnell Dou- glas var í þriðja sæti. Condit sagði að McDonnell Dou- glas einbeitti sér að herflugvélum, en Boeing stæði vel í smíði áætlun- arflugvéla og smíðaði færri herflug- vélar. Um 48 milljarða dollara áætluð sala 1997 mun skiptast þannig að Boeing mun selja fyrir 34 milljarða dollara en McDonnell Douglas fyrir 14 milljarða dollara. Frábær sjónvörp á fínu verði MÐÍOBÆB ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 Sparisjóður vélstjóra myndavélavœðist ■I Securitas og Sparisjóður vélstjóra gerðu nýlega samning um að myndavélavæða útlbú bankans. Securitas býður mjög öruggar lausnir á viðráðanlegu verði. Öryggi í viðskiptum Sparisjóðsins hefur verið aukið til muna með myndavélaeftirliti Síðumúla 23 • 108 Reykjavík Sími: 533 5000 Hallgrímur Jónsson frá SparisjoÖi vélstjóra og Siguröur Erlingsson frá Securitas handsala samninginn. Veldu öryggi í stað áhættu ■ veldu Securitas I í í I ; > I I I I t » I 1 © & I +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.