Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR Gott að vita • GRÁFÍKJUR er mjög gott að mýkja með því að leggja þær í heita mjólk með sykri og láta þær liggja í 8-20 klukkustundir. Varast ber að borða of mikið af gráfíkjum því þær geta valdið niðurgangi hjá þeim sem kunna sér ekki hóf. • AFGANGS osta má frysta og safna saman. Síðan er tilvalið að nota afgangana í ofnrétti, pasta- rétti eða hrísgrjónarétti. • JARÐARBER ætti að þvo áður en græni stilkurinn er fjarlægður. Annars lekur vatn inn í sárið og dregur úr beijabragðinu. Jarðarber verða bragðmeiri ef sykri er stráð yfir þau og sítrónusafa og þau látin standa við stofuhita í um klukku- stund áður en þau eru borðuð. Til hátíðarbrigða er mjög gott að bæta við svolitlu rauðvíni eða örfáum edik- dropum. Við það skerpist beijabragð- ið og mjög góður safí myndast. Þess þarf þó að gæta að nota ekki of mikið rauðvín eða edik. 4 msk. af rauðvíni eða 1 tsk. af ediki er mátu- legt fyrir um 250 g af beijum. • SMJÖR ætti alltaf að láta mýkj- ast við stofuhita áður en það er notað í bakstur. Egg ættu einnig að standa við stofuhita í minnst hálftíma eftir að þau eru tekin úr ísskáp og áður en þau eru notuð í bakstur. • ÞEGAR krem eða fylling er sett milli botna átveggja eða fleiri laga köku, þarf fyllingin að vera nægi- lega mjúk til að hægt sé að dreifa úr henni án þess að skemma köku- botnana. Sé hún of hörð má mýkja hana með því að velgja hana yfir vatnsbaði eða þynna hana lítillega. Auðveldara er að setja fyllingu á botna sem hafðir eru á pappaspjaldi. Buxur Gallar Jakkar Skór SPÖRTHUS REYKJAVÍKUR uu'.ivuyi ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 511 2200 SEGLAGERÐIN KULDAjAKKI úr MegaTex. Vatns- og vindheldur með frábærri útöndun, þétt einangrun úrVALTHERM, sérstyrking á öxlum og olnbogum, hetta í kraga, sérvasar með góðum lokum. Tveirlitir. ... Aðeins kr.I J.OUU Þægilegar göngubuxur. Verð frá kr. I 1.700 <œmon Hágæða gönguskór með Sympatex. Verð frá kr. 6.980 16. desember 1996 eru keypt hlutabréf fyrir 130.000 kr. Útborgun er 20% eða 26.000 kr. Eftirstöðvarnar, 104.000 kr., dreifastá 12 mánuði með boðgreiðslum. Fyrirtæki Landsbréf Fjárvangur VÍB Vextir og færslugjöld 9,9% vextir, 600 kr. færslugjald = 6.206 kr. Heildarkostnaður v. hlutabr.kaupa 9,5% vextir, engin færslugjöld = 5.763 kr. 135.763 kr. Kaupþing 10,5% vextir, engin færslugjöid = 6.464 kr. 9,5% vextir, 1,5% kostnaður = 6.841 kr. Kaupþing Norðurlands 9,5% vextir, 1,5% kostnaður = 7.099 kr. 136.464 kr. 136.841 kr. 136.841 kr. Hlutabréf keypt með boðgreiðslum Líklegt að fjárfest- ingin borgi sig ÝMSIR eru um þessar mundir að velta fyrir sér hlutabréfakaupum en ef einstaklingur kaupir hlutabréf fyrir 130.000 krónur fær hann skattaafslátt upp á tæplega 43.600 krónur. Eigi fólk ekki reiðufé til að kaupa hlutabréf fyrir bjóða fyrir- tækin upp á boðgreiðslur til allt að tveggja ára ef því er að skipta. Haft var samband við nokkur fyrirtæki og þau beðin að setja upp dæmi fyrir einstakling sem ætlar að kaupa hlutabréf fyrir 130.000 krónur. Hann borgar út 20% kaup- verðs en afgangurinn dreifist á boð- greiðslur til tólf mánaða. Kaupin fóru fram hinn 16. desember síðast- liðinn og fyrsti gjalddagi eftirstöðva er 1. febrúar árið 1997. Flest fyrirtækin bjóða viðskipta- vinum sínum hinsvegar upp á að borga minna út en 20%, algeng tala er 10% eða jafnvel ekkert. Vakin skal athygli á að tölurnar í töflunni sem fylgir gefa alls enga vísbend- ingu um ávöxtun einstakra hiuta- bréfasjóða. Kaupi hjón hlutabréf fyrir 260.000 krónur fá þau um 87.000 krónur í skattaafslátt. Ef einstaklingur kaupir hlutabréf fyrir um 130.000 krónur fær hann ná- lægt 43.000 krónur í skattaafslátt. Óll fyrirtækin nema Búnaðar- bankinn gátu sett upp dæmi sem þetta en þar átti eftir að ganga frá endanlegri útfærslu á boðgreiðslu- fyrirkomulagi en kjörin áttu að sögn Árna Jóns Árnasonar að minnsta kosti að vera sambærileg og annars- staðar. Hlutabréf skila hærri ávöxtun en skuldabréf „Fólk þarf að fara varlega í þess- um efnum. Ef verðið á hlutabréfum hækkar eða stendur í stað er skatta- afslátturinn jákvæður. Ef hlutabréf- in lækka verulega þá er hugsanlegt að skattaafslátturinn fari í að vinna upp tapið á lækkuninni", segir Tóm- as Örn Kristinsson rekstrarhag- fræðingur og ritstjóri Vísbendingar þegar spurningin er lögð fyrir hann hvort borgi sig að kaupa hlutabréf til að fá skattaafslátt. „Þeir sem eru að koma nýjir inn á hlutabréfamarkað tel ég að ættu endilega að kaupa í sjóðum en ekki einstökum fyrirtækjum vegna þess að ef fólk á bara hlutabréf í einu fyrirtæki verður áfallið meira ef lækkun á hlutabréfum á sér stað heldur en ef áhættan er dreifð í ýmsum fyrirtækjum eins og tíðkast í sjóðunum." Tómas segir að hlutabréfamark- aðurinn sé óútreiknanlegur en ljóst sé þó að hlutabréfakaup með skatta- afslætti hafi skilað verulegri ávöxt- un undanfarin ár. „í sjóðunum er áhættan minni en ef allur hlutabréfamarkaðurinn myndi lækka er áhættan fyrir hendi og það má ails ekki gera lítið úr henni sem slíkri. Skattafrádráttur veitir á hinn bóginn meira svigrúm gagnvart lækk- un á hlutabréfamörkuðum." Tómas bendir á að erlendis hafí hlutabréf skilað hærri ávöxtun en skuldabréf. „Miðað við reynslu að utan geta orðið stórar sveiflur á hlutabréfamörkuðum t.d. eins og varð í Bandaríkjunum árið 1987 þeg- ar hlutabréfaverð hrapaði. Það er þó óhætt að segja að miðað við það sem gerist erlendis ætti að vera til- tölulega lítil hætta á að varanleg lækkun yrði á hlutabréfamarkaði sem þýddi að þessi fjárfesting borg- aði sig ekki . Stóra pastabókin Jafnvel pasta í eftirrétt STÓRA pastabókin heitir matreiðslubók sem komin er út á vegum Skjaldborg- ar. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er þar eink- um fjallað um pasta, saga þess rakin og lesendum bókarinnar kennt að búa til eigið pasta. Bókin er þýdd úr ensku. Henni er skipt í kafla, súpur og forréttir eru í fyrsta kaflanum, þá salöt, léttir réttir, aðalréttir og að síðustu koma eftirréttir. 90 g súpupasta 450 ml mjólk 45 g strósykur 1 tsk. kakó Eflaust er pasta ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar talað er um eftirrétti en nokkrar slíkar uppskriftir er að finna í bókinni, m.a. þessa. Súkkulaóirjómi Helenu 1 msk. heitt vatn 140 ml rjómi, léttþeyttur stór dós perur rifið súkkulaói til skrauts Sjóðið pastað við hægan hita í mjólk og sykri þar til það er mjúkt. Hrærið af og til og gætið þess að ekki sjóði upp úr. Hellið pastanu svo í skál og kælið það. Bræðið smjörið í potti og steikið sesamfræ- in. Blandið léttþeyttum ijómanum varlega saman við pastað og kælið. Berið fram með niðursoðnum perum og rifnu súkkulaði. Prófa má að nota aðra ávexti í staðinn fyrir perur. LA BAGUETTE DEILIR JÓLUNUM MEÐ YKKUR OG BÝÐUR 15% AFSLÁTT AF FRÖNSKUM KÖKUM Smábrauð 26 kr. stk. • Baguette 200 gr 105 kr. stk. • Grænmetis 907 gr. frá 120 kr. Lasagne • Pizzuf^ Grænmetisréttir1 Kjötréttir *^roquette • Bökur LA BAGUETTE frystivöruverslun og heildsölubirgðir, GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. Nýtt Hreinsun fylgir Öllum stökum jökkum, svo og jakkafötum sem keypt eru hjá Sæv- ari Karli fylgir hreinsun og pressun eftir þrjá mánuði. Sævar Karl Óla- son eigandi verslunarinnar segist senda viðskiptavinum sínum bréf eftir þrjá mánuði þar sem hann spyr hvernig fötin reynist og býður upp á þessa þjónustu. - kjurni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.