Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 35
LISTIR
Vandaður orgelleikur -
áhugavert prógram
TÓNLIST
Illjómdiskar
ORGELLEIKUR
Björn Steinar Sólbergsson leikur á
orgel Akureyrarkirkju. Johann Se-
bastian Bach, Páll Isólfsson, Hafliði
Hallgrímsson, Eugene Gigout, Carles
Marie Widor, Louis Vierne. Upptaka
fór fram í Akureyrarkirkju 30. júlí
- 2. ágúst 1996. Upptaka og hljóð-
vinnsla: Halldór Vikingsson. Þessi
útgáfa er samstarfsverkefni Skrefs
og Akureyrarkirkju. Allur ágóði af
sölu þessarar geislaplötu rennur til
styrktar orgelsjóði Akureyrarkirkju.
Fermata hljóðritun. Skref - íslenskir
tónlistarmenn. Dreifing: Japis.
BJÖRN Steinar Sólbergsson er
fæddur á Akranesi (1961), lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskólanum og
sama ár lauk hann 8. stigi í orgelleik
frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar,
þar sem Haukur Guðlaugsson var
aðalkennari hans. Stundaði fram-
haldsnám á Ítalíu hjá James E.
Goéttche, sem nú er organisti Pét-
urskirkjunnar í Róm. Þaðan lá leiðin
í Tónlistarháskólann í Rueil Mal-
maison (í útjaðri Parísar), þar sem
aðalkennari hans var Susan Landale,
og útskrifaðist með einleikaraprófi í
orgelleik 1986. Björn Steinar tók við
stöðu organista og kórstjóra við Ak-
ureyrarkirkju haustið 1986 og kennir
jafnframt orgelleik við Tónlistarskól-
ann á Akureyri. Hann hefur haldið
fjölda einleikstónleika hér heima og
erlendis, m.a. á Ítalíu, Frakklandi,
Þýskalandi, Englandi, Norðurlöndum
og víðar. Hann hefur leikið einleik
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
Kammerhljómsveit Akureyrar, einnig
leikið fyrir útvarp og sjónvarp.
Á þessum hljómdiski er Björn
Steinar með mjög áhugavert pró-
gram, meistara Bach og eigin (fínar)
umritanir á Búrlesku og Intermezzo
Páls ísólfssonar og umritun Hauks
Guðlaugssonar á Máríuversinu. Síðan
kemur áhrifamikil tónsmíð Hafliða
Hallgrímssonar, Hugleiðing um
„Ummyndun krists á fjallinu" (1995
- samið í tilefni af endurvígslu org-
els Akureyrarkirkju og tileinkað org-
anistanum). Síðan koma verk eftir
þtjú aldamótatónskáld frönsk, Eug-
ene Gigout (Scherzo og Toccata),
Carles Marie Widor (úr orgelsinfóníu
nr. 5 í F-dúr, Allegro cantabile og
mögnuð Toccata) og loks ákaflega
fallegar og sterkar tónsmíðar eftir
Louis Vierne (úr „Pieces de Fanta-
isie“ - Clair de lune og Carillons de
Westminster).
Ekki fer á milli mála að Björn
Steinar er með betri organistum,
a.m.k. hér um slóðir. Leikur hans
virðist bæði agaður og djúpt hugs-
aður, ber á allan hátt vott um skól-
aða tækni og mikla tilfinningu fyrir
hljóðfærinu - sem og verkunum.
Hljóðfærið sjálft (49 radda) var á
sínum tíma stærsta orgel landsins
þar til Klais-orgelið í Hallgríms-
kirkju var vígt (1992). Voidugt
hljóðfæri og hljómgott.
Eindregið mælt með þessum
hljómdiski - og ekki verra að ágóð-
inn rennur til styrktar orgelsjóði
Akureyrarkirkju. Hljóðritun ágæt.
Oddur Björnsson
Þú Ámesþing, ég elska nafnið þitt
TÓNLIST
Hljómdiskar
NÚ HORFA STJÖRNUR
Karlakór Selfoss. Stjómandi Olafur
Siguijónsson. Undirleikari Helena
Káradóttir. Einsöngvarar Loftur
Erlingsson og Sigurdór Karlsson,
Sigurður Karlsson og Jónas Lillien-
dahl. Lítill kór: Gunnai' Þórðarson
(1. tenór), Sigurdór Karlsson (2. ten-
ór), Ingvar Guðmundsson (1. bassi),
Helgi Helgason (2. bassi). Hjóðfæra-
leikarar: Olafur Þórai-insson (gitar),
Gunnar Jónsson (trommur), Smári
Kristjánsson (bassi), Grétar Geirsson
(harmonikka). Upptökusijóm og
hljóðblöndun Ólafur Þórarinsson.
Upptökur fóra fram í apríl, maí og
október 1996 í Hveragerðiskirkju og
Selfosskirkju. Framleiðandi Mynd-
bandavinnslan/ Tocano music as.
ÞETTA er fyrsti hljómdiskur
Karlakórs Selfoss, en hann hefur að
geyma ljóð og lög sem kórinn hefur
flutt á undanförnum árum. Kórinn
var stofnaður 2. mars 1965 á Sel-
fossi og fyrsti söngstjóri var Guð-
mundur Gilsson, organisti við Sel-
fosskirkju. Á seinni tímum eru vor-
tónleikar fastur liður kórsins sum-
ardaginn fyrsta og aðventutónleikar
í Selfosskirkju ásamt öðru tónlistar-
fólki. Einnig hefur kórinn haldið tón-
leika víða um landið og söngferðir
hafa verið farnar til Wales, Færeyja
og Skotlands. Núverandi söngorgel-
leik hjá Guðmundi Gilssyni, Glúmi
Gylfasyni (einnig söngstjórn), Hauki
Guðlaugssyni og Antonio Corveiras.
Ólafur hefur verið organisti Villinga-
holtskirkju frá 1963 og stjórnað
Karlakór Selfoss frá 1990.
Söngskráin spannar allt mögulegt
frá ástaróðum til Árnesþings og Fló-
ans til Violettu, Huldu og Ljúfu
Önnu, þ.á m. vögguljóð og hugljúfar
náttúrustemningar, með stuttum
stans í Rússíá (Gamla gryfjan, þjóð-
lag), Finnlandi (Finnlandia), Þýska-
iandi (Af stað héldu paurar, þjóðlag)
og USA (Angels watching over me,
negrasálmur). Prógramið endar á
alþýðlegu nótunum - á gömlum og
góðum slögurum, líflega og skemmti-
lega sungið með ágætum undirleik
lítillar hljómsveitar í útsetningu Ólafs
Þórarinssonar, en hann útsetti einnig
undirleik við Violettu. M.ö.o. ijöl-
breytt söngskrá, „eitthvað fyrir alla“.
Um kórinn er svipað að segja og
um flesta aðra karlakóra, söngurinn
góður en sætir varla miklum tíðind-
um. Eingönvarar eru ágætir, þó
hefði ég vænst meira af Lofti Erl-
ingssyni miðað við söngmenntun og
reynslu, en kannski gefur lagið ekki
tilefni til meiri tilþrifa. Undirleikur
góður, einnig upptaka.
Oddur Björnsson
Falleg tónlist
sem ég hef
gaman af
ÞORSTEINN Gauti Sig-
urðsson píanóleikari send-
ir nú frá sér hljómdisk
sem hefur að geyma
hljóðritanir Ríkisútvarps-
ins með leik hans ásamt
Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Þorsteinn lauk ein-
leikaraprófi árið 1979 frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík og hélt til fram-
haldsnáms við Juilliard School of
Music í New York. Hann hefur
leikið með fjölda sinfóníuhljóm-
sveita, til að mynda Finnsku út-
varpshljómsveitinni í Helsinki,
Norsku útvarpshljómsveitinni í
Ósló. Þorsteinn Gauti hefur haldið
fjölda einleikstónleika og einnig
frumflutt mörg íslensk tónverk.
Árið 1993 sigraði Þorsteinn Gauti
Tónvakakeppni Ríkisútvarpsins.
„Þetta er falleg tónlist sem ég
hef gaman af að spila,“ segir Þor-
steinn Gauti, „Sergei Rachman-
inov var mikill píanisti og samdi
því mjög vel fyrir það hljóðfæri.
Hann samdi tónverk sem eru mis-
stór að umfangi, til að mynda
óperur, sinfóníur, kammerverk og
sönglög. Þekktastur er hann fyrir
tónlist sína sem skrifuð er fyrir
píanó, sem einleikshljóðfæri eða
með öðrum hljóðfærum.
Á hljómdiskinum eru tvö verk,
það er að segja Píanókonsert nr.
2 í c-moll og Rapsódía um stef,
eftir Paganini, op. 43. Það leið
langur tími á miili þess að hann
samdi þessi tvö verk. Píanókon-
sertinn er saminn á árunum 1900-
1901 og naut strax mikilla vin-
sælda en hins vegar er Rapsódían
skrifuð árið 1934 þegar tónskáldið
var 61 árs gamalt. Það var jafn-
framt fyrsta stóra verkið sem
hann sendi frá sér eftir nokkurra
ára hlé og jafnframt síðasta tón-
smíð hans fyrir þessa hljóðfæra-
skipan. Síðar vann hann með
danshöfundinum Fokine að gerð
balletts við rapsódíuna.
Yrkisefnið var sótt til
þjóðsögunnar um að fiðlu-
snillingurinn Paganini
hefði þegið hæfileika sína
frá djöflinum og greitt
fyrir með sál sinni.
í rússnesku bylting-
unni yfirgaf Rachman-
inov heimaland sitt og
flutti til Bandaríkjanna
þar sem hann kom sér vel fyrir.
Þó að hann hæfi að starfa á Vest-
urlöndum tapaði hann aldrei upp-
runa sínum né gleymdi hann rúss-
neskri tónlistarhefð.
Ég hafði aðeins um það bil þijá
mánuði til að æfa Rapsódíuna
áður en ég flutti hana og hún var
hljóðrituð. Píanókonsertinn flutti
ég opinberlega árið 1992 en hann
var síðan hljóðritaður 1995.
Mér fannst það ákveðinn áfangi
að senda frá mér þennan disk.
Ég hef lengi stefnt að því að senda
frá mér disk. Ég hef spilað það
mikið í gegnum tíðina og hljóðrit-
að þannig að það hlaut að koma
að þessu. Ég er líklega svona sein-
þroska. Margt af því efni sem ég
hef hljóðritað hefur mér ekki fund-
ist til þess fallið að gefa út. Það
er til nokkur fjöldi hljóðritana hjá
Ríkisútvarpinu. Ég vonast til að
hljóðrita meira á næstu árum og
þá jafnvel af öðru vísi tónlist. Ég
er með tvö verkefni í gangi núna
sem mjakast hægt áfram.
Mér finnst hljóðupptakan sér-
staklega vel heppnuð á þessum
diski. Upptökurnar eru þó ólíkar,
til dæmis finnst mér tónninn í
Rapsódíunni skýr og fallegur enda
stendur píanóið þar ögn framar
en í píanókonsertnum. Sinfóníu-
hljómsveitin leikur þarna mjög vel
og ég vil nota tækifærið til að
þakka öllum þeim sem standa að
þessari útgáfu. Sérstaklega þó
Leifi H. Magnússyni og fjölskyldu
fyrir ómetanlega aðstoð."
Þorsteinn Gauti
Sigurðsson
Forsetadótt-
ir stígur
dans
CHELSEA Clinton, dóttir Banda-
ríkjaforseta, er ein þeirra sem
tekur þátt í uppfærslu á Hnotu-
brjótnum, við tónlist Tsjaíkovsk-
ís, í Fairfax í Virginíu.