Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Olnnd sjálf-
stæðismanns
í MBL. hinn 12. des-
ember sl. birtist grein
eftir Guðjón Guð-
mundsson þingmann
Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi, þar sem
hann fjallar um það
sem hann nefnir
„kvótabrask" í sjávar-
útvegi. í greininni ger-
ir hann ýmsar alvar-
legar athugasemdir við
fiskveiðistjómarkerfið,
sumt af því get ég tek-
ið undir en annað í
greininni er illa rök-
stutt og ekki málefna-
legt. Það sem helst
vakti athygli mína í
grein Guðjóns er kafli sem hann
nefnir „Sirkus Framsóknar". Þar
leitast hann við að gera lítið úr
umræðum um sjávarútvegsmál á
flokksþingi Framsóknarflokksins,
reynir á aumkunarverðan hátt að
vega að formanni Framsóknar-
flokksins og gerir vægast sagt veik-
burða tilraun til þess að gera Fram-
sóknarflokkinn og einstaka þing-
menn hans tortryggilega. Þá hallar
Guðjón réttu máli í umfjöllun sinni
um flokksþingið. Hann segir m.a.
að margir fulltrúar á flokksþinginu
hafi orðið óánægðir með boðskap
formanns flokksins um sjávarút-
vegsmálin og þess vegna geyst í
ræðustól og helit fúkyrðum yfir
Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans
í sjávarútvegsmálum, þar að auki
Magnús
Stefánsson
segist hann byggja
þetta á ótilgreindum
fréttaflutningi! Ég veit
ekki hvað Guðjón á við
því ég kannast ekki við
að þetta hafi átt sér
stað á flokksþinginu
og þessi umfjöllun
hans er dæmi um ómál-
efnalegan málflutning.
Stjórnarandstaðan
í Sjálfstæðis-
flokknum
Guðjón, sem er einn
af öflugustu stjórnar-
andstæðingum Sjálf-
stæðisflokksins í sjáv-
arútvegsmálum og er
jafnframt flokksbróðir sjávarút-
vegsráðherrans, virðist þjást af
mikilli vanlíðan yfir vel heppnuðu
flokksþingi Framsóknarflokksins,
Flutningsmenn, segir
Magnús Stefánsson,
virðast ekki hafa mikinn
stuðning meðal
flokksbræðra.
þar sem fram fór mjög mikil og
málefnaleg umræða um sjávarút-
vegsmál og ekki síst um þau mál
sem hann ræðir um í sinni grein. í
niðurstöðum flokksþingsins er sér-
áPr
recision
movements
nákvæmni
L
RAYMOND WEIL
GENEVE
staklega fjallað um nokkur tiltekin
atriði sem taka þurfi til endurskoð-
unar í fiskveiðistjórnarkerfinu, m.a.
í þeim tilgangi að koma i veg fyrir
það sem Guðjón nefnir „kvóta-
brask“. Ég skora á hann að kynna
sér niðurstöður flokksþingsins bet-
ur en hann virðist hafa gert.
Málefnaleg umfjöllun
framsóknarmanna
í framhaldi af flokksþingi Fram-
sóknarflokksins og til þess að fylgja
eftir niðurstöðum þess hafa þing-
menn flokksins átt mjög málefnaleg-
ar og góðar viðræður við fulltrúa
hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Með
þessu vilja þingmenn flokksins eiga
gott og náið samstarf við þessa að-
ila í þeim tilgangi að fá fram stað-
reyndir m.a. varðandi „kvótabrask"
og frákast á fiski og hugmyndir
þeirra um nauðsynlegar lagfæringar
á fiskveiðistjómarkerfínu. Þessu
fmmkvæði hefur verið vel tekið af
þessum aðilum, enda mikilvægt að
þingmenn eigi gott samstarf við þá.
Er Guðjón í sirkusleik?
Það vakti óneitanlega athygli
þegar Guðjón ásamt öðrum þing-
manni Sjálfstæðisflokksins lagði
umrætt frumvarp sitt með róttæk-
um tillögum um breytingar á fram-
sali aflaheimilda fyrir Alþingi dag-
inn eftir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins. Það væri fróðlegt að fá
upplýsingar um það hvort flutnings-
menn fengu að bera tillöguna upp
á landsfundinum og þá hvaða við-
brögð hún hafi fengið. Út af fyrir
sig er frumvarpið eflaust flutt með
góðum ásetningi, enda í samræmi
við skoðanir þingmannsins. Hitt
vekur hins vegar athygli að flutn-
ingsmenn virðast ekki hafa mikinn
stuðning við tillöguna meðal flokks-
bræðra sinna og þegar þeir mæltu
fyrir frumvarpinu á Alþingi var
sjávarútvegsráðherra fjarverandi.
Málflutningur Guðjóns Guð-
mundssonar gagnvart framsóknar-
mönnum sem fram kom í fyrr-
greindri blaðagrein er hvorki sann-
gjarn né málefnalegur. Það er ekki
traustvekjandi þegar einstakir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
geysast fram með þessum hætti
gagnvart samstarfsmönnum sínum
í Framsóknarflokki, ekki síst þegar
fordómar og ólund virðast vera við-
komandi efst í huga.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins á
Vesturlandi.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Topptilboð DESTROn
■ ■ BOOTSáSHOIS^
Tegund: 1414
Verð: 2*995
Verð áður JZ*99lf
Stærðir: 36-41
Litir: brú nir,
svartir
Tegund: 1529
Verð: 2*995
Verð áður^Z*995"
Stærðir: 36-41
Litur: svartur
Tegund: 997
Verð: 2*995
Verðáður:Z*99^
Stærðir: 36-41
Litir: brúnir,
svartir
Tegund: 1419
Verð: 3*995
Verð áðunj9r99S~
Stærðir: 36-41
Litur: brúnn
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ijármagn í vaxandi mæli. Minna verður þá eftir til að sinna heil-
V / / • Veltusundi v/lnqólfstorq 1 oppskorinn simi5521212 ) brigðisþörfum fjöldans. Við viljum ekki, að þetta verði til að rýra gæði heilbrigðisþjón- ustunnar, heldur þarf að fara nýjar
Með vinsemd
og virðingu
HATTVIRTUR
heilbrigðismálaráð-
herra Ingibjörg
Pálmadóttir!
Lýðum má ljóst
vera, að þú situr í því
embætti ríkisstjórnar-
innar, sem hvað erfið-
ast er sinna svo að
öllum líki. Við bjóðum
fram liðsinni okkar við
þá þjónustu, sem við
vitum að þér er hjarta
næst: heilbrigðisþjón-
usta öllum Islending-
um til heilla.
Við sem tókum
höndum saman um að
koma áleiðis mótmæl-
um borgara gegn
„drögum að reglugerð
um skráningu og út-
gáfu markaðsleyfa
náttúrulyfja" , erum
ekki hagsmunaaðilar,
heldur áhugamenn
um, að heilbrigðiskerfi
okkar, sem hefur verið
talið eitt hið besta í
víðri veröld, geti
áfram sinnt hlutverki
sínu með sóma og
jafnvel bætt um betur.
Við höfum kynnt
okkur fyrrnefnd „drög
að reglugerð" og ger-
um okkur fyllilega
ljóst, að engan veginn er um full-
mótað plagg að ræða. En ekki er
ráð nema í tíma sé tekið. Að okkar
áliti væri slysalegt, ef reglugerð
kæmist á, sem ynni gegn hvoru-
tveggja i senn, þáttöku almennings
í eigin heilsuvernd og heilbriði-
skerfi, sem reynst hefur vel. Okkur
virðist eðlilegt, að fleiri en lyfja-
nefnd og heilbrigðisráðuneytið
komi að málinu áður en frá er
gengið.
I því felst ekki vanmat á hæfni
þeirra sem í embættum sitja, held-
ur virðist okkur lýðræðislegra, að
ítarleg umræða sé undanfari þess,
að fullmótuð reglugerð taki gildi,
sem þjónar heilsufarslegum þörf-
um þegnanna og ríkishagsmunum
í senn.
Við munum á næstu dögum fara
yfir drögin í því skyni að leggja
sitthvað jákvætt til málanna án
þess að í því felist vanmat á störf-
um opinberra aðila. Ætla má að
meiri íjölbreytni í umfjöllun leiði
til fleiri fijórra hugmynda, sem úr
má vinna öllum til góðs.
Við tökum heilshugar undir orð
Ragnhildar Helgadóttur, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, sem segir svo í heilbrigðisá-
ætlun 1987: „I heilbrigðisþjón-
ustunni á fólkið ekki að líta á sig
eingöngu sem neytendur. Hug-
myndin er að maðurinn verði þátt-
takandi í heilbrigðisþjónustunni
og honum sé ljóst, hvað hann get-
ur gert fyrir sig og hvað heilbrigð-
isþjónustan getur gert fyrir hann.
Heilbrigði er í dag að hluta
ákvörðunaratriði einstaklings og
fjölskyldna."
Við efumst ekki um, að núver-
andi heilbrigðismálaráðherra taki
undir orð þessa ágæta forvera síns.
Okkur er ljóst og efalaust ráð-
herranum líka, að enn hefur aukist
mikilvægi þess, að sem flestir
standi vörð um eigin heilsu. Sí-
hækkandi tilkostnaður, sem að
verulegu leyti stafar af fokdýrum
hátækniaðgerðum í þágu tiltölu-
Einar Þorsteinn
Asgeirsson
Ævar Ulfur
Jóhannesson Ragnarsson
leiðir til að draga úr
tilkostnaði án þess að
heilsufarslegu öryggi
sé ógnað.
Við vitum, að marg-
ir eru eðlishraustir og
halda heilsu til elliára
án þess að þurfa að
leita læknis. Enn eru
aðrir, sem veikjast
öðru hvoru af kvefi
eða öðrum kvillum, en
geta samt treyst því
að varnarkerfi líkam-
ans komi þeim í lag
af sjálfu sér. Slys geta
alltaf orðið. Þá skiptir
sköpum, að innri varn-
ir séu virkar. Fjórði hópurinn býr
einnig að innri vörnum, en grípur
samt til lausasölulyíja stundum,
og þá einna helst til að draga úr
ónotalegum einkennum, svo sem
hósta, höfuðverk eða magakveisu.
Þessum hópum öllum er sameig-
inlegt, að í rauninni erþað hið sjálf-
læknandi innra batakerfi, sem skil-
ar árangrinum.
í raun er það hið sjálf-
læknandi innra bata-
kerfi sem skilar árangr-
inum, segja þeir Ævar
Jóhannesson, Einar
Þorsteinn Ásgeirsson
-----?----------------------
og Ulfur Ragnarsson
í opnu bréfi til
heilbrigðisráðherra.
Svo mikilvægt er það kerfi, að
öll heimsins læknavísindi hrökkva
ekki til að kippa heilsunni í lag,
ef það lætur sig. Án þess væru öll
lyf ónýt. Án þess greri ekkert sár,
hvorki eftir slys né skurðaðgerðir.
Án þess færi öll innri stjórnun lík-
amans úr skorðum og dauðinn
væri vís.
Liggur þá ekki ljóst fyrir, að
heilbrigt varnakerfi er besta vörnin
gegn sjúkdómum?
Takist að kenna almenningi að
lifa lífinu þannig, að þetta kerfi
sé lifandi og virkt, er besti læknir-
inn alltaf á vakt innra með hverjum
og einum. Þessu tengist hagkvæm-
asta sparnaðarleiðin í heilbrigðis-
kerfinu. Langflestir gætu komist
af án lyfja og læknishjálpar, þann-
ig að meira fé gæti runnið til há-
tæknilegra aðferða, þegar í harð-
bakka slær. Að sjálfsögðu ber að
varast ofnotkun geysilega kostn-
aðarsamra hátækniaðgerða, sem
leitt gætu til þess, að almennri
þjónustu hnignaði vegna fjár-
skorts.
Það er fjórði hópurinn, sem fyrr
var nefndur, sem æskilegt er að
umrædd reglugerð þjóni með þeim
hætti, að óskaðleg náttúrulyf, sem