Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bak við brosið LAUGARDAGINN 23. nóvember sl. ritar Þorvaldur Gylfason grein í Lesbók Morg- unblaðsins sem hann nefnir „brosandi land“. Megininntak greinarinnar er að lofa og prísa efnahags- stefnuna í Thailandi, og mikinn hagvöxt þar undanfarin ár, og hina miklu grósku sem lyft hafi lífskjörum al- mennings í áður óþekktar hæðir, eins og hann orðar það svo fjálglega. Við slíkar lýsingar er nú ýmislegt sem þarf nánari at- hugunar við. Þorvaldur talar lítið um stjórnarfarið í Thailandi, sem skýrir nú kannski þá þenslu sem þama er. Thailendingar, eða réttara sagt þau 20-30% sem öllu ráða, tala mikið um lýðræði, og eitt er víst að ekki vantar að nógu margir flokkar bjóða fram í kosningum, en sá galli er á gjöf Njarðar að venjulegt fólk lætur sig kosningar Kannski prófessorinn geti reiknað það út, seg- ir Guðmundur Daní- elsson, að milljónimar á götum borga Indlands hafi það að meðaltali nokkuð gott. litlu skipta, því það veit sem er að í raun ræður herinn öllu í þessu landi, með tilheyrandi spillingu, enda er kosningaþátttaka venjulega 20-30%. Sem dæmi um þetta ætl- aði forsætisráðherra sem komst til valda fyrir nokkrum árum að breyta tekjuskiptingu örlítið, þorra fólks í hag, en hann var umsvifalaust sviptur völdum og sendur í útlegð, en axlaskúfamir klipptir af einum herforingjanum svo það liti út sem hann væri í borgaralegum fötum, og hann settur í djobbið. Staðreynd- in er sú að þorri fólks hefur það lakara nú en yrir 10 árum, þrátt fyrir öll umsvifin, en áðurnefnd 20-30% þjóðarinnar maka krókinn ótæpilega. Öll mótmæli og kröfur um jafnari skiptingu tekna eru ekki tekin neinum vettlingatökum, svo sem venja er þegar um slíkt stjórn- arfar er að ræða. Þegar hluti námsfólks og aðrir voru með friðsamleg mótmæli fyrir nokkm, var herinn umsvifalaust sendur á vettvang og notaði venju- legan hrottaskap, svo hópur fólks lét lífið, og aðrir voru limlestir, en þegar mótmæli við slíkum aðferðum stjórnvalda fóru að berast frá Ástr- alíu, Nýja-Sjálandi og víðar að, rönkuðu einhveijir forvígismenn ferðamála í landinu við sér og sáu að þarna hafði orðið ansans klúður, þó hefðbundnum aðferðum væri beitt á liðið, þeim yfirsást nefnilega að þeir voru í beinni útsendingu á CNN. Þar sem prófessorinn er í greininni að bera saman Thailand og Island, þar sem stjórnun efna- hagsmála er íslandi mjög í óhag, er rétt að geta þess einnig að ekki er verkalýðshreyfingin að þvælast fyrir, og réttleysi fólks nánast al- gjört, og því vafalaust afar hag- stætt fyrir vinnuveitendur að gera kjarasamninga, enda talar prófess- orinn um mjög friðsamlegt ástand á vinnumarkaðnum. Þorvaldur talar um mikla erlenda fjárfestingu í landinu, sem reyndar er mest frá Japan. Japanir sáu sér leik á borði þegar Bandaríkjamenn fóru að gera þeim erfið- ara fyrir í verslunarvið- skiptum. Þá streymdi fjármagn frá Japan til Thailands þar sem verksmiðjur voru reist- ar í tuga og hundraða tali. Þar slógu Japanir nokkrar flugur í einu höggi, í fyrsta lagi er í gildi mjög hagstæður verslunarsamningur milli Bandaríkjanna og Thailands, en hann er nokkurskonar umbun fyrir þá staðreynd að Thailand er eina landið í þessum heimshluta (Filippseyjar áður) þar sem Banda- ríkjamenn gátu haft sína henti- semi, herflugvelli, flotastöðvar og annað slíkt, sem kom sér afar vel í Víetnamævintýrinu. Þessi sérstaki samningur gerir það nú að verkum að Japanir geta flutt vörur sínar til Bandaríkjanna og smeygt þeim inn um bakdyrnar þegar Kaninn er að reyna að loka aðaldyrunum, þ.e. sporna við afar óhagstæðum viðskiptum við Japani. Sem bónus fá svo Japanir afar ódýrt og rétt- indalaust vinnuafl, og einnig litlar sem engar kröfur um mengun- arvarnir. Þorvaldur ber saman Thailand og Kambódíu, sem hann segir hafa verið á svipuðu róli efna- hagslega fyrir nokkrum áratugum, en nú sé þar allt í kaldakoli. Hvers vegna ætli það sé nú? Rauðir Khmerar komust til valda í Kambódíu eftir Víetnamstríðið, og enn eru Khmerarnir við lýði, þó ekki séu þeir við stjórnvölinn, og tilvera þeirra byggist á því að þeir fá vopn og vistir gegnum Thailand, og eru því einn þátturinn í miklum hagvexti þar, en væru örugglega löngu úr sögunni ef thailensk stjórnvöld héldu ekki verndarhendi yfir þeim, enda höfuðstöðvar þeirra á landamærunum. Þannig hefur viðhaldist stanslaus ófriður í Kambódíu, svo varla er nú von á miklum umsvifum þar. Prófessorinn talar um menntun í Thailandi og fullyrðir að öll börn njóti grunn- skólamenntunar. Þetta eru því mið- ur staðlausir stafir. í fyrsta lagi hafa margir foreldrar ekki efni á að kaupa bækur og önnur gögn handa börnum sínum svo þau geti notið lágmarksmenntunar, en allt kostar peninga þarna, og því meiri peninga sem menntunin er meiri. Þá eru í norður- og austurhéruðum landsins einhverjar milljónir fólks sem stjórnvöld vilja helst ekkert vita af, enda talar þetta fólk alls- konar mál og mállýskur, svo ekki þykir taka því að púkka upp á slíkt lið. Þorvaldur segist ekki hafa komið til Thailands sl. 18 ár, og þvílík umskipti til hins betra, þannig séu tekjur á mann komnar upp j þriðj- ung af tekjum á mann á íslandi, einnig telur hann tekjuskiptingu þokkalega jafna, svona nífaldur munur á því lægsta og hæsta, hvernig sem það er nú fundið út. Mér þætti ekki ótrúlegt að að 18 árum iiðnum gæti prófessorinn heimsótt Thailand og séð fimmtug- faldan tekjumun með sama áfram- haldi, og að meðaltali hefði fólk það betra en íslendingar, þó ekk- ert hefði í raun breyst hjá þorra fólks, og við íslendingar í vondum málum eða hvað? Kannski fær pró- fessorinn í millitíðinni tækifæri til að heimsækja Indland, þar sem hann gæti reiknað út að milljónirn- ar sem liggja á gangstéttum borga Indlands með eitt skítugt teppi yfir sér hafi það að meðaltali nokk- uð gott. Höfundur starfar lyá Flugmálastjórn. Guðmundur Daníelsson Á góðu skriði, flugi, baki og bringu... ÞANN 23. nóvember birtist grein eftir þann ágæta sundgarp Guð- mund Harðarson í íþróttablaði Mogga. Vakti sú grein mikla athygli enda margt fróðlegt að lesa. Þótti mörgum sem hann hefði vísa hluti að mæla og rétt er að í flestu verður ekki mót- mælt ályktunum hans. Þetta greinarkorn er þó til þess skrifað að leyfa sér að svara einu atriði sérstaklega og til að ítreka annað. Nú skal það tekið fram að ég ætla ekki að ég hafi þá þekk- ingu á sundi sem Guðmundur hef- ur, né sögulega yfirsýn og því læt ég mér nægja að ræða síðustu örfá árin út frá grein hans. Gagnrýnin Guðmundur felldi í grein sinni harðan dóm yfir erlendum þjálfur- um og taldi menn: „ekki sammála um að árangur af starfi þeirra hafi verið eins mikill og vonir stóðu til.“ Nú kann að vera að hér sé um innanhússmál í Ægi að ræða og ég veit að sumir erlendu þjálfararn- ir voru misjafnir en ég held að t.d. SH og Keflavík eigi eftir að búa að starfi Klaus-Júrgen Ohk og Martins Ra- demacher um langt skeið nema þau hrein- lega klúðri málunum. Þeir eru meira en þjálfarar með góða grunnmenntun. Bæði Klaus og Martin eru með mestu menntun sem þýskir þjálfarar geta fengið og ég held að fáa þjálfara hafi ég séð hér á landi sem hafa gefið sig eins í starfið og þá tvo. Hins vegar eigum við fleiri góða íslenska þjálfara í dag en fyrir fimm árum, eins og Guðmundur nefnir. Þar held ég einmitt að sundhreyf- ingin njóti starfs útlendinganna. Landarnir fengu góða fyrirmynd um hvað þarf til að byggja upp gott félag og félögin sjá að þau þurfa þjálfara í fullu starfi en ekki aukavinnu, jafnvel búandi í öðrum sýslum. Slíkt gengur ekki hjá fé- lagi með metnað, hversu frábær sem þjálfarinn kann að vera. Og í þessu mælist árangurinn. Það er rétt sem Guðmundur segir að sum afrekin sem verið er að vinna í dag eru ekki á jafn háu plani og á blómaárunum hér áður fyrr, enda standa allmörg gömul Það er snautlegt, segir Magnús Þorkelsson, að afreksíþróttafólk skuli ekki metið að verðleik- um í skólastarfi. met ennþá. Þess er heldur ekki að vænta að þeir sundmenn sem voru komnir til þroska þegar þessir menn komu nái hærra en grunnur- inn leyfir. Samt falla metin eitt af öðru. Ætli Guðmundur gæti þó ekki fallist á það að fyrir Ó1 2000 eru nú fleiri sundmenn í sjónmáli en voru fyrir fjórum árum. Krakkar sem ekki eiga langan feril í lands- liðum. Ég áætla t.d. að frá Selfossi til Akraness megi tína til nöfn a.m.k. tíu til fimmtán ungmenna ef rétt er talið og líklega eru þau fleiri. Öll þurfa að vera í höndum góðra þjálfara, en fæst búa við þær aðstæður sem þau þyrftu. Þau komu sum til þessara þjálf- ara mjög ung eða þá til góðra metnaðarfullra íslenskra þjálfara, sem voru búnir að fá smjörþefinn af því sem gera þarf. Mér finnst til dæmis ekki ólíklegt að þeir yfir- burðir sem SH, Ægir og Keflavík sýndu í Bikarkeppninni bæði 1995 og 1996 séu byggðir á þeim grunni Magnús Þorkelsson Sameining félagsþj ónustu í héraði - bætt þjónusta ÞINGEYJARSÝSL- UR, Norður og Suður, eru víðfeðmar sýslur, til samans eru þær 18.230 kmz, eða 18% af íslandi í heild sinni. Á þessu svæði búa 6.548 íbúar (1. des. ’95). Þær eru fallegar, þar eru margar feg- urstu náttúruperlur landsins og þar býr gott fólk. Þetta ágæta fólk býr í samtals fjórt- án sveitarfélögum og 'fyrir vikið vill á stund- úm myndast hreppa- rígur. Þó er mikið að gerast í sameiningar- málum og má þess geta að héraðs- nefndir N- og S-Þingeyjarsýslu verða sameinaðar í eina héraðs- nefnd um næstu áramót. Fyrir réttum tveimur árum var engin skipulögð félagsþjónusta á svæðinu. Þar voru ýmist félags- málanefndir eða ekki og þar voru margar litlar barnaverndarnefndir. Barnaverndarnefndirnar voru sam- einaðar í tvær stórar, hvor í sinni sýslunni, í janúar 1995. Það var fyrsti vísirinn að skipulagðri félags- þjónustu á svæðinu. Á sama tíma var Húsavíkurkaupstaður að stofna embætti félagsmálastjóra og hóf undirrituð þar störf 1. maí það ár. Ásamt því að sinna starfi félags- málastjóra gerðist undirrituð starfsmaður beggja barnaverndar- nefnda. Bæði störfin voru mjög krefjandi þar sem ekki einungis var verið að taka á erfiðum mannlegum málefnum heldur var einnig verið að byggja upp nýja þjónustu. Margar hugsanir fóru í gegnum huga undirritaðrar þetta sumar og þetta haust um það hvernig mætti á sem bestan en jafnframt á sem hagkvæmastan hátt byggja upp og bæta félagsþjónustu á svæðinu. Staða félagsmálastjóra þjónaði ein- ungis Húsavík og þar kom fljótt í ljós að þörf væri á öðrum starfsmanni sem sinnti almennri félagsráð- gjöf. Félagsráðgjafi var því ráðinn til starfa við Félagsmálastofnun Húsavíkur í mars 1996. Húsvíkingar fengu því og fá nú góða félagslega þjón- ustu, en það sama gild- ir ekki um hin sveitar- félögin þrettán sem eftir eru á svæðinu. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög með skipulagðri félagsþjónustu tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúa sinna og stuðla að velferð þeirra á grundvelli samhjálpar. Það er mikil ábyrgð sem hvílir því á sveitarfélögum landsins og reynist mörgum litlum sveitarfélögum þungt verkefni. En til þess að tryggja það að ábyrgðin verði ekki of þung fyrir minni sveitarfélögin geta þau samkvæmt lögunum gert með sér sérstakt samkomulag um sameiginlega félagsþjónustu. Félagsþjónusta er dýr og sú stað- reynd hefur verið mörgum sveit- arfélögum þyrnir í augum. Sveitar- stjórnarmenn víða fullyrða að ekki sé þörf á félagsþjónustu og hræð- ast að bjóða hana þar sem talið er að þá fari snjóbolti að rúlla sem erfitt verði að stöðva með tilliti til fjárútláta. En hugsanaháttur sem slíkur vinnur gegn hagsmunum þegnanna og lögum samkvæmt skal þjónustan vera til staðar hvort sem hennar er þörf eða ekki. Þjón- ustan er e.k. öryggisnet, komi upp þörf fyrir hana. Með sameiginlegri félagsþjón- ustu margra sveitarfélaga, eins og t.d. þeirra fjórtán í Þingeyjarsýsl- Með sameiginlegri fé- lagsþjónustu, segir Soffía Gísladóttir, er tryggt að héraðið sé samkeppnishæft. um, má hagræða mjög og gera þjónustuna góða og skilvirka. Með sameiginlegri félagsþjónustu er íbúum héraðsins tryggður sami réttur. Með sameiginlegri félags- þjónustu er tryggt að héraðið sé samkeppnishæft ef við horfum til búsetu, því nútímamaðurinn gerir orðið kröfu um grundvallarþjón- ustu sem slíka þegar hugað er að búsetu úti á landsbyggðinni. Nú hefur skólaþjónustan í heild sinni flust yfir til sveitarfélaganna. Þar sameinuðust sveitarfélögin í Eyþingi um þjónustu. Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðin eru að vísu heldur víðfeðm til þess að þjón- ustan sé markviss og skilvirk og tel ég því skynsamlegra að Þingeyj- arsýslur sameinist um þá þjónustu. Félagsmálastofnun Húsavíkur er nú um áramótin að taka við málefn- um fatlaðra af hendi ríkisins fyrir N- og S-Þingeyjarsýslur (utan þriggja hreppa í S-Þing.) og þá er um leið kominn enn sterkari grundvöllur fyrir að sameina fé- lagsþjónustuna á svæðinu undir eina félagsmálastofnun. ... Markmiðið með þessu grein- arkorni mínu er að hvetja sveitar- stjórnarmenn i Þingeyjarsýslum, sem og á þeim svæðum sem eru í sömu sporum og við, að taka upp viðræður um sameiginlega félags- þjónustu til handa íbúum þeirra sveitarfélaga sem nú enn um ára- mótin 1996 - 1997 eru án hennar. Höfundur er fclagsmálastjóri Húsavíkur. Gísladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.