Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 59
\
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 59
MORGUNBLAÐIÐ
I -------------------------------------
Elín Birgitta var gædd eftir-
minnilegum mannkostum og reynd-
ist vinsæl í hópi skólafélaga sinna
sem nú sakna hennar sárt.
Fyrir hönd kennara og starfs-
manna Foldaskóla votta ég fjöl-
skyldu Elínar Birgittu dýpstu sam-
úð. Blessun fylgi minningu hennar.
Ragnar Gíslason.
Elsku Elín Birgitta, nú ertu farin
úr þessu lífi, það er ekki spurt um
tíma né aldur. Við biðjum Guðs
blessunar sálu þinni og geymum
vináttu okkar í hjartanu. Við send-
um fjölskyldum og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margs er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
/ friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
( Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Elínar Birg-
ittu Þorsteinsdóttur.
Valgerður og Guðmundur.
Þegar við systkinin fréttum af
( andláti frænku okkar vorum við
| harmi slegin. Það að setjast niður
, og skrifa minningargrein um þann
sem stendur manni svo nærri, er
svo erfitt en gerir manni það einnig
ljóst hversu lífið er dýrmætt og
hvað maður fer oft á mis við tíma
með fjölskyldunnni og er þess í stað
að velta sér upp úr lífsgæðakapp-
hlaupinu.
Elín var aðeins sextán ára gömul
þegar hún var tekin frá okkur. En
1 við trúum því að henni sé ætlað
I eitthvað meira annars staðar. Á
| þessum sextán árum gaf hún okkur
margar minningar. Skatan hjá
ömmu og afa á Nesinu er okkur
mjög minnisstæð þar sem fjölskyld-
an kom öll saman á Þorláksmessu.
Einnig það þegar við frænkurnar
fórum saman í einnar viku sumar-
búðir í Ölver. Svo og heimsókn mín
til hennar þegar hún var búsett í
Danmörku.
Svo þegar Elín flutti til Danmerk-
ur með mömmu sinni og Alla, Palla
og Ágústi litla, héldum við sam-
bandinu við með bréfaskriftum.
Bréf hennar voru oftast löng og
skemmtileg aflestrar. Alltaf gat
hún séð eitthvað gott við lífíð og
tilveruna.
Elín var ævintýramanneskja,
brosmild og falleg stelpa. Einnig
var var hún alveg einstaklega barn-
góð og réð oft á tíðum furðuvel við
bræður sína og reyndar öll systkin-
in sín.
Elsku Hildur, vertu sterk; sorgin
er eitthvað sem við þurfum að læra
að lifa með, ekki endilega að yfír-
vinna. Missirinn er mikill en hún
Elín mun alltaf lifa í hjarta okkar.
Elsku Hildur og Alli, Steini og
Lára og systkini, amma og afi á
Nesinu, Guð gefi ykkur öllum styrk
og veiti ykkur huggun í þessari
miklu sorg.
Eva Hlín, Hulda,
Guðrún og Alfreð.
Ég vaknaði við þær sorglegu
fréttir að vinkona mín, Elín Birg-
itta, væri látin. Ég hélt að það
gæti ekki verið því að ég hafði tal-
að við hana fyrr um nóttina. Ég
beið eftir að vakna upp af þessum
sorglega og óþægilega draumi, en
ég var ekki sofandi, þetta var að
gerast.
Ég heyrði fyrst talað um Elínu
eftir að nokkrir vinir mínir héðan
frá Eyjum höfðu farið til Reykaj-
MINIMINGAR
víkur 17. júní og kynnst Elínu. Þau
sögðu að hún væri ekkert venjuleg,
hún væri svo indæl og skemmtileg.
Þá vissi ég strax að mig langaði
til að kynnast henni. Ég kynntist
henni svo á þjóðhátíðinni og við
skemmtum okkur svo vel. Ég
komst fljótt að því að krakkarnir
höfðu á réttu að standa, hún var
sérstök. Hún flutti til Eyja stuttu
seinna og við urðum fljótt vinkon-
ur. Það var svo gaman að heim-
sækja hana, alltaf líf og fjör, hleg-
ið og talað.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast Elínu þó ekki hafi ég
fengið að njóta þess að hafa hana
hjá mér lengur.
Það er ekki spurt um tíma eða
aldur þegar Guð kallar okkur til sín.
Elsku vinkona. Það er svo skrýt-
ið að hafa þig ekki í vinnu, að geta
ekki talað og spilað við þig í kaffi-
tmanum, og að geta ekki horft á
fallega brosið þitt og lífsglatt og
skínandi andlit þitt.
Takk fyrir samverustundirnar og
vinskapinn.
Guð blessi minningu Elínar Birg-
ittu og hjálpi foreldrum hennar,
systkinum og öðrum vandamönnum
gegnum sorgina og söknuðinn.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elva Björk Einarsdóttir.
Elsku Elín.
Ég vil þakka þér fyrir allar yndis-
legu stundirnar, sem við áttum sam-
an. Þú varst alltaf svo brosmild og
komst öllum í kringum þig til að
brosa. Ég vona að þú hafir það
gott og að þér líði vel. Þú átt alltaf
stað í hjarta mínu.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur,“ segir máltækið.
Elín, ég sakna þín, við sjáumst.
Þín
Margrét Dögg.
Elsku Elín mín.
Aldrei hef ég skrifað bréf sem
ég vissi að ekki yrði lesið af viðtak-
anda. Aldrei hefði mig órað fyrir
að það yrði til þín. Mig langar al-
veg óskaplega að skrifa eitthvað
viturlegt, eitthvað sem sýnir hvem-
ig vinkona þú varst, hversu mikið
þú hafðir að gefa og eitthvað sem
sýnir fram á hve dýrmæt þú varst
mér. Því miður er erfitt að koma
þannig löguðu í orð, sem segja allt.
Við kynntumst fyrir tilviljun í
íslenskuskólanum í Kaupmanna-
höfn fyrir um það bil fjórum árum.
Við urðum ágætis vinkonur, betri
og betri með tímanum. Við hringd-
um hvor í aðra á milli helganna
þegar við hittumst í íslenskuskólan-
um og alltaf höfðum við jafnmikið
að segja. Það leið ekki á löngu áður
en okkar reglulegu helgarheim-
sóknir hófust hvorrar til annarrar
og alltaf var jafnskemmtilegt,
manstu eftir ,joðunum“, diskótek-
unum þegar ég fór með þér í skól-
ann og þegar við settum allt álegg
innan úr ísskáp á franskbrauðið og
borðuðum það í hádegismat?
Við skrifuðumst á þegar önnur
fór til íslands í frí og það voru sko
bréf. Það var svo þannig að þú flutt-
ir á undan mér til Islands, en skrif-
in héldu áfram. Við ákváðum að
talast við á dönsku þegar ég flutti
til íslands, því að þú hélst því fram
að þú værir farin að kalka á fram-
burðarsviðinu. Þegar ég svo loksins
flutti til íslands höfðum við ekki
tíma til að hittast, en hittumst þó
stundum í Kringlunni eða mætt-
umst í strætó; önnur á leiðinni út
en hin inn. Einu sinni birtist þú
heima hjá mér í Keflavík með vin-
konu þinni, en þar sem ég var ekki
heima spjallaðir þú bara við
mömmu, svona varst þú alltaf; op-
in, glöð og öllum, sem ég þekkti
og kynntust þér, Iíkaði vel við þig.
Það var í vor að ég sá þig fyrir
utan Kringluna og ég kallaði á þig
en þú heyrðir ekki í mér, ég lét það
ekki á mig fá og hugsaði að ég
myndi skrifa þér bréf frá Danmörku
þar sem ég ætlaði að eyða sumrinu.
Það var þegar ég sá þig síðast og
það var í gær, þegar ég las sunnu-
dagsmoggann, að mér varð ljóst að
ég myndi aldrei sjá þig aftur.
Þangað til í gær trúði ég að allir
hlutir gerðust því að þeir ættu að
gerast, já, þangað til í gær. Ég
veit ekki hvernig þú yfirgafst þenn-
an heim, en ég veit að það er pláss
fyrir þig enn ... og verður alltaf.
Ég votta foreldrum þínum, fóst-
urforeldrum og systkinum innilega
samúð mína.
Endurminningin merlar æ
í mána silfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi Qarlægðar,
gleðina jafnar, sefarsorg.
Svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Höf. ók.)
Þín vinkona að eilífu,
Þórdís Þórhallsdóttir.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
í dag sit ég heima og á erfitt
með að trúa því að ég sé að kveðja
góða vinkonu og félaga, Elínu Birg-
ittu. Ég kynntist Elínu í sumar er
hún flutti til Vestmannaeyja. Elín
flutti á Hásteinsveginn í kjallarann
á Héðinshöfða eins og húsið er
kallað. Besta vinkona mín býr á
efri hæðinni og tókst mikill vinskap-
ur með okkur þremur. Varla leið
sá dagur að maður kíkti ekki „nið-
ur“ til Elínar.
Það var auðvelt að kynnast El-
ínu, enda átti hún marga vini. Það
skipti ekki máli hver stóð fyrir utan
hurðina, hún bauð honum inn. Ég
man ekki eftir Elínu í öðru en góðu
skapi og síhlæjandi. Enda ófá hlát-
urköstin sem við tókum. Aðeins
tveimur dögum áður en þú kvaddir,
þegar við Ásdís klipptum á þér
hárið og lituðum. Þú skoðaðir ekki
hárið fyrr en við vorum búnar að
klippa það. Þú fórst að skellihlæja,
og hláturinn þinn, sem var svo
smitandi, kom okkur til þess að
hlæja. Svo vorum við allar farnar
að grenja úr hlátri. Ég veit ekki
alveg af hvetju, en það var allavega
erfitt að hætta.
Það er svo ósanngjarnt að þú
varst tekin frá okkur, það var svo
margt sem þú ætlaðir að gera, svo
margir draumar sem áttu eftir að
rætast. Svo mörg ókláruð verkefni.
En eins og sagt er þá eru vegir
Guðs órannsakanlegir.
Ég á ekki erfitt með að trúa því
að svona falleg og góð sál eins og
þú varst, sé komin á æðra tilveru-
stig.
Ég á eftir að sakna þín mikið
og það verður skrýtið að koma ekki
til þín á kvöldin í smáspjall. í hjarta
mínu verður alltaf skarð sem aðeins
þú getur fyllt upp í. Það er aðeins
eitt skref milli lífs og dauða, þitt
var bara of stutt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér, þó að það hafi aðeins
verið í stuttan tíma. Og ég vil þakka
þér fyrir að hafa verið vinur minn.
Þá vissi ég fyrst hvað tregi er og tár
sem tunguna heftir - bijósti veitir sár.
Er flutt var mér sú feigðarsaga hörð
að framar ei þig sæi’ég hér á jörð.
Er flutt var hin sára sorgarfregn
- er sálu mína og hjarta nísti í gep
að þú hefðir háð þitt hinsta stríð
svo harla fjarri þeim sem þú varst blíð.
(Höf.ók.)
Elín, ég mun aldrei gleyma þér.
Ég votta öllum vinum og vanda-
mönnum mína dýpstu samúð.
Birgit Jóhannsdóttir,
V estmannaeyjum.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
andaðist föstudaginn 13. desember.
Pálína Júlíusdóttir, Andrés K. Guðlaugsson,
Þórunn J. Júliusdóttir, Kristján Örn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
PÉTUR MAGNÚSSON,
Miklubraut 5,
Reykjavík, (
lést á heimili sínu aðfararnótt 15. desember.
Sigurveig Hauksdóttir,
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Helgi Hjálmtýsson, i
Sigurveig Þórhallsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn,
INGÓLFUR HUGO BENDER,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 18. desemberkl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Júlfana Bender.
+
Konan mín og móðir okkar,
GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. des-
ember.
Útförin verður gerð frá Áskirkju mánu-
daginn 23. desember kl. 13.30.
Jóhannes Zoéga,
TómasZoéga, Fríða Bjarnadóttir,
GuðrúnZoéga, Ernst Hemmingsen,
Benedikt Jóhannesson, Vigdís Jónsdóttir,
Sigurður Jóhannesson, Solveig Sigurðardóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
JÓHANN ÓLAFUR JÓNSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Fjóluhvammi 1,
Hafnarfirði,
sem lést 10. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 18. desember kl. 13.30.
Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir,
Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir,
Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir,
Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Fr. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
KRISTÍNAR SIGVALDADÓTTUR
frá Þórunnarseli.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
PETRU ÞÓRU JÓNSDÓTTUR,
Hrauntungu 6,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks St.
Jósefsspítala og kórs Söngskólans.
Pétur Auðunsson,
Guðrún Óla Pétursdóttir,
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ragnheiður Pálsdóttir,
Hinrik Pétursson, Erla Margrét Margeirsdóttir
og barnabörn.