Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 61

Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 61 GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON + Guðmundur Þórarinsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1924. Hann lést á Land- spítalanum 29. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík 6. desember. „Viltu pylsu?“ „Nei,“ sagði óframfærinn unglingurinn, sem var þó í raun sársvangur. „Láttu nú ekki svona, ég býð þér,“ sagði Guð- mundur og náði í pylsu og gos. Þetta er kannski ekki merkilegt atriði en situr samt eftir í minning- unni. Unglingahópur frá ÍR var að koma af íslandsmóti innanhúss á Akranesi í febrúar 1971. Rútan hafði stöðvað við Botnsskálann í Hvalfirði og allir þustu að af- greiðsluborðinu, nema ég sem var eitthvað viðutan. Ferðapeningarnir höfðu víst verið fremur litlir, enda kom ég frá barnmörgu heimili. Þetta fór ekki fram hjá Guðmundi, sem var einstaklega naskur á líðan barna og unglinga. Hann var líka oft umkringdur krakkahópi á æfíngum, sem löðuðust að honum. Það eru áreiðanlega margir sem standa í þakkarskuld við hann fyrir hans góða innlegg í uppeldi þeirra. Eg á margar aðrar góðar minn- ingar af Guðmundi Þórarinssyni. -j- Bjarni Jónsson bygginga- ■ meistari fæddist í Tröð, Alftafirði vestra, 6. október 1908. Hann lést á Landspítalan- um 6. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 16. des- ember. Elsku Bjarni frændi. Mikið á ég eftir að sakna þín. Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga ekki eftir + Þorbjörg Sigurfinnsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 5. júní 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 27. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakairkju 7. desember. Þorbjörg Sigurfinnsdóttir eða Tobba eins og hún var alltaf kölluð er látin. Þetta líf hér á jörðinni er sjaldnast sanngjarnt, allt of snemma þurfum við að sjá á eftir fermingarsystur okkar yfir móðuna miklu. Þegar dauðinn kveður dyra hvarflar hugurinn að undarlegum tilgangi og hverfulleika lífsins. Einkanlega þegar fólk í blóma lífs- ins er kvatt úr heimi lifenda. Við verðum sár og jafnvel vonsvikin um stund. Við leitum skýringa en það verður fátt um svör. Við von- um og trúum að tilgangur með veru okkar hér og brottför héðan sé einhver æðri tilvera þar sem almættið ætli okkur annað og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkar samskipti byijuðu í gegnum Hljómskála- og Breiðholtshlaupin, sem hann stóð fyrir. Þessi hlaup voru mjög vinsæl meðal krakka og unglinga fyrir rúmum tveimur ára- tugum og höfðu mikið útbreiðslu- gildi. Er ég ekki frá því að þar hafi Guðmundur lagt grunninn að þeim uppgangi sem varð í milli- vegalengda- og langhlaupum á átt- unda áratugnum. Þessi hlaup voru meira en keppni, þau voru einnig félagslegt uppeldi. Sá sem stjórnaði gerði það af alúð og umhyggju, - við máttum hringja heim til hans eða koma til að fá að vita tímana ef okkur lá á. Þó svo ég keppti fyrir FH eftir 16 ára aldurinn skipti það engu máli, áfram mátti ég koma á IR-æfíngar og fá æfingaá- ætlanir hjá Guðmundi á Baldurs- götu 6. Það var að mörgu leyti merkileg íbúð, - þar voru íþrótta- blöð og skrifaðar arkir út um allt. Húsráðandinn var e.t.v. ekkert sér- staklega tiltektarsamur, en því meir iagði hann upp úr því að hvetja gestina til dáða, - efla með þeim dug og þor. Eg tók þátt í mörgum lands- keppnum erlendis þar sem Guð- mundur var landsliðsþjálfari. Þá var hann í essinu sínu, var allt í öllu - maðurinn sem gat reddað að koma á Laugateiginn oftar og hitta þig. Fyrstu kynni mín af höf- uðborginni voru þú og Hella og Laugateigur 5. Þar áttum við sem bjuggum fyrir vestan alltaf öruggt skjól ef á þurfti að halda, hvort sem taka þurfti kirtla úr hálsi, fara til augnlæknis eða erinda eitthvað annað. Til ykkar var alltaf gott að koma. Þið Hella voruð einn af föstu punktunum í tilverunni. Þú varst einstakur, með þitt meira hlutverk. Við ieitum að skýr- ingu til þess að sætta okkur við hið óumflýjanlega, tii að sættast við almættið og þá tilveru sem okkur er sköpuð. Um sanngirni er ekki spurt. Hjá okkur situr eft- ir minningin um fína stelpu. Tobba var ein af þeim alskemmtilegustu í okkar árgangi. Þegar árangur ’49 hittist komu í ijós þeir einlægu þættir í fari hennar, glaðværð, hnyttin tilsvör og hlýr persónu- leiki. Við sendum eiginmanni, sonum, unnustum þeirra og barnabörnum sem og bræðrum hennar og föður okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. árgangsins 1949. Andrés Sigmundsson. hlutunum ef á þurfti að haida. Guðmundur hafði gott lag á því að koma málum í gegn. Ég minn- ist þess þegar Portúgali sem hafði með mótahald að gera kom til hans og æsti sig mjög. Guðmundur gekk hinn rólegasti þétt að honum, teygði sig fram og hneppti efstu töluna á skyrtunni hans. Við þessu hafði Portúgalinn ekki búist og varð nú allur hinn rólegasti - gerðu þeir félagar síðan út um málin í miklu bróðerni. Þetta fannst mér góð taktík, sem sýndi jafnframt hversu gott mannlegt innsæi Guð- mundur hafði. Islensk fijálsíþóttahreyfing sér nú á bak öflugum liðsmanni, - manni sem hafði áhrif og breytti gangi mála. Fyrir mér er Guðmund- ur einn af þeim ^stóru" í fijáls- íþróttasögu okkar Islendinga. Ahrif hans voru mikil á framgang íþrótt- arinnar, sérstaklega á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma var hann allt í öilu hjá fijálsíþrótta- deild ÍR og gerði félagið að stór- veldi, en gaf sér jafnframt tíma til að aðstoða fjölmarga íþróttamenn úr öðrum félögum. Gott dæmi um umfang starfs Guðmundar hjá ÍR er að þegar Elías Sveinsson gekk úr ÍR í KR sagði hann í blaðavið- tali: „Ég gekk úr Guðmundi í KR.“ Með þessum fáu minningarbrot- um þakka ég Guðmundi Þórarins- syni fyrir samfylgdina. Aðstand- endum hans votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Sigurður P. Sigmundsson. skemmtiiega skopskyn, svolítið sér- lundaður en ákaflega grandvar og góður maður. Það mátti mikið af þér læra um heiðarleika og góðvild. Mér fannst yndislegt hvernig þú barst virðingu fyrir öllu sem lífs- andinn hrærir, hjálpaðir köngullón- um út sem villtust inn til þín, gafst smáfuglunum á veturna, áttir skemmtilegt samfélag við köttinn Mola í næsta húsi sem stundum kom í heimsókn og „kíkti á Mogg- ann“ með þér eða lét fara vel um sig á völdum stað, og auðvitað fékk hann trakteringar eins og allir sem heimsóttu þig. Þú áttir svo barns- lega fallega undrun og aðdáun gagnvart lífínu öllu, dýrum og nátt- úru. Þú áttir líka sérlega gott með að umgangast börn, náðir góðu sambandi við þau enda hændust þau gjarnan að þér. Þú lifðir lífinu þínu svo sannarlega af vandvirkni. Það var sérstök upplifun að fá þig með í bíltúr út í náttúruna eða bara um borgina, svo lærdómsríkt og gaman að sjá og upplifa lífið út frá sjónarhorninu þínu. Mér fannst ég eiga eftir að tala við þig um svo margt. Þú varst hafsjór fróðleiks um fortíðina, um fólkið okkar og lífið fyrir vestan í gamla daga. Kannski hefðum við aldrei náð að tala um það allt. Og nú ertu farinn. Svo sannarlega verður lífið fátæklegra án þín en þú hefur líka auðgað það í minningunni með lífi þínu og breytni. Elsku frændi, ég óska þér góðrar heimkomu úr ferðinni sem þú hefur nú lagt upp í og bið Guð að geyma þig og gæta þín og Hellu þinnar. Ég minn- ist þín með kærleik og þakklæti fyrir samverustundirnar okkar. Ingibjörg. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í dag, þriðjudaginn 16. desember, kl. 13.30. Þorsteinn Baldursson, Katrín Magnúsdóttir, Jón Baldursson, Vigdís Baldursdóttir, Sævar Baldursson, Helgi Baldursson, Ágústa Baldursdóttir, Hermfna Benjamínsdóttir, Axel Bender, Guðbjörg Marteinsdóttir, Kristinn Gislason, barnabörn og barnabarnabörn. BJARNI JÓNSSON ÞORBJÖRG SIG URFINNSDÓTTIR + Ástkær eiginmaður minn, PÉTUR SIGURÐSSON, Naustahlein 30, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 15. desember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, barnabarnabarns og annarra aðstandenda Ásthildur Jóhannesdóttir. t Faðir okkar, ÍSLEIFUR A. PÁLSSON, andaðist á gjörgaesludeild Landspítalans að morgni laugardagsins 14. desember. Útför hans verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 19. des- ember og hefst athöfnin kl. 13.30. Jóhann ísleifsson, Ólafur ísleifsson, Örn ísleifsson. + Útför ástkærrar dóttur okkar, fóstur- dóttur og systur, ELÍNAR BIRGITTU ÞORSTEINSDÓTTUR, Fannafold 147, Reykjavík, sem lést af slysförum þann 7. desem- ber, fer fram frá Dómkirkjunni i dag, þriðjudaginn 17. desember, kl. 13.30. Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Páll Aðalsteinsson, Ágúst Aðalsteinsson, Þorsteinn Ólafs, Lára Kristjánsdóttir, Þór Steinar Ólafs, Björg Magnea Ólafs, Kristján Már Olafs. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför BALDURS JÓNASSONAR, Aflagranda 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Lára Árnadóttir og aðrir aðstandendur. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÞÓRARINSSONAR, Miklubraut 58, Reykjavík. Jóhannes Þór Guðmundsson, Erla Lára Guðjónsdóttir, Kristín Ingibjörg Guðmundsdóttir, Viggó Hagalín Hagalínsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA BACHMANN, Bólstaðarhlfð 58, Reykjavik. Ingveldur Albertsdóttir Bachmann, Rúnar Bachmann, Guðrún B. Hauksdóttir, Petrína Bachmann, Sigríður Bachmann, Jón Egill Bergþórsson, Þórdís, Daníel, Inga, Skúli og Egill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.