Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 65

Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 65 BREF TIL BLAÐSINS Um mannréttindi biskups og annarra Frá Jóni Ögmundi Þormóðssyni: NÝLEGA skrifaði kona í Morgun- blaðið að þjóðkirkjunni hefði ekki tekist aðleysa mál biskupsins yfir íslandi. Ástæða er til að benda á að hér er á ferðinni grundvallar- misskilningur um eina af þeim meginreglum sem íslenska réttar- ríkið hvílir á. Þjóðkirkjan á hvorki að rannsaka né dæma um ætluð brot presta á almennum hegning- arlögum fremur en t.d. félög ein- stakra starfsstétta um ætluð brot félagsmanna sinna á sömu lögum. Kirkjuyfirvöld reyndu fyrir sér í þessum efnum á miðöldum, sem kunnugt er, meira af kappi en for- sjá, og ættu galdrabrennur þeirra tíma að vera víti til varnaðar, ekki síst í brennigleri fjölmiðlanna nú og um alla framtíð. Mál af þessu tagi á að bera undir rétta aðila. En ekki er nóg að leita til réttra aðila. Það þarf að gera það á rétt- um tíma, helst strax ef um ætluð alvarleg brot er að ræða, til að fremur sé unnt að leiða hið sanna í ljós— og þá jafnvel leiðrétta mis- skilning ef um slíkt er að ræða. Er ekki fulllangt gengið að halda þvi fram að um 1980 hafi ekki þýtt fyrir konur að gera réttar ráðstafanir vegna ætlaðra alvar- legra brota á hegningarlögunum? Sami aðili hélt því einnig fram í Morgunblaðinu nýlega að biskup- inn hefði ekki getað sannað sak- leysi sitt í þessu máli. Hér er einn- ig um að ræða grundvallarmis- skilning því að byggt er á þeirri meginreglu í vestrænum réttarríkj- um að sönnunarbyrði um sekt vegna ætlaðs brots hvíli á ákæru- valdinu. Sakborningar þurfa því ekki að sanna sakleysi sitt og eru taldir saklausir þar til sekt þeirra telst sönnuð fyrir réttum dómi. Svo mikil áhersla er lögð á að saklaus- ir séu ekki sakfelldir að því er jafn- vel haldið fram í þessum ríkjum að betra sé að tíu sekir sleppi en einn saklaus sé sakfelldur. En hvað með staðfestu í fram- burði um ætlaða ávirðingu? Ég minnist þá konunnar heimsfrægu sem hélt því statt og stöðugt fram um áratugaskeið að hún væri Anastasía, dóttir Nikulásar Rús- sakeisara. Það kom svo loks í ljós við erfðarannsóknir að hún var ekki dóttir keisarans. Staðfesta konunnar nægði ekki. Og hvað með framburð fleiri en eins sem getur almennt talist styrkja framburð? Þá minnist ég máls frá 1961 sem ég las um í afbrotafræði í lagadeild Háskóla íslands og hef aldrei getað gleymt. Tólf menn í Svíþjóð játuðu á sig morð. Lögreglan gerði sig þó ékki ánægða með þetta heldur fann þann þrettánda og það var morð- inginn. Framburður tólfmenning- anna dugði sem sé ekki. Glæpir eru ekki gamanmál en fullyrðingar þar að lútandi einar og sér teljast ekki sönnun og sum- ar þeirra er hvorki unnt að sanna né afsanna. Sé ekki leitað réttra leiða en slíkar fullyrðingar endur- teknar nógu oft getur slíkt falið í sér mannréttindabrot sem er held- ur ekki gamanmál. Grundvallar- réttindi biskups sem annarra manna mega aldrei gleymast. JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON, lögfræðingur. Aðeins í 3 daga ÚTSALA - ÚTSALA 40-50% AFSLÁTTUR Dæmi um verð: Áður Nú Dömupeysa 4.890 2.990 V-háls peysa 3.790 2.290 Silkijakki 5.590 2.790 Blússa langerma 2.790 1.690 Herraskyrta 2.690 1.590 Tactel bolur 2.890 1.690 Sett bolur+pils 4.690 2.790 Skokkur 3.890 2.290 Pils 2.890 1.790 Þröngar buxur 2.990 1.790 Dömubuxur 3.990 2.390 Belti 1.590 990 Hálsklútur 990 490 »t@2T Síðumúla 13, sími 568 Opið frá kl. 10.00-1 beurer beurer 1 i______i þýsk gæðavara Beurer) rafmagnshitapúðar, og hitateppi. Yfir 40 ára reynsla hér á landi. Fæst í apótekum, kaupfélögum og raftækjaverslunum um allt land. 75 ára reynsla (Qæurer) á framleiðslu. Qpið VIRKA DAGA kl. 12-18 ®..f jólapakkann handa allri fjölskyldunni ~k líttu ó verðin hér að neðan -k .mikið úrval af vöru á ótrúlegu verði Snúrusfýrðir bílar kr. 950,- smábílar kr. 180,- dúkkur kr. 500,- Múmínálfahús kr. 4800,- Yess drengjaarm- bandsúr kr, 3500,- E'legal barnahúfur kr. 490,- síðkjólar kr. 2990,- dömukjólar kr. 1600,- sokkar kr. 50, Chantelle undirfatasett kr. 1000,- armbönd frá kr. 600,- dömu og herrapeysur frá kr, 990,- þrír 14k gullhúðaðir skartgripir að eigin vali kr. 1990,- handmáluð glervara frá kr, 300,- stofuklukkur kr. 7600,- jóladúkar kr. 790,- Kertajólaseríur kr. 490,- borðklukkur kr. 1500,- borð- speglar kr. 1500,- úrval af jólabókum frá kr. 200,- i barnakjólar kr. 1200,- bílabraut kr. 999,- Martines ^ skólatöskur kr. 1400,- svartar vatteraðar úlpur með loðkraga kr. 3990,- barnaskíðagallar kr. 1900,- skíða- vettlingar kr. 500,- seríur kr. 125,- koparvara frá kr. 200,- jólaskraut (6 kúlur og toppur) kr. 390,- korktöflur á vegg kr. 400,- vönduð herra og dömuúr frá kr. 1600,- Gott verð jólamatinn Mikil gæði * handa öllum Lambakjöt, svínakjöt, hangikjöt, síld, reyktur og grafinn lax, humar. rœkjur, kartöflur, laufabrauð, jólakökur, tertur, ný og kœst skata, hákarl, saltfiskur, harðfiskur og margt, margt fleira. -og þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvalinu. Einnig antikvara og antikhúsgögn á frábæru verði ^ Konidu í Kolaportið -þar sem allt fæst í jólapakkann og jólamatinn á góðu verði * Jólahús oq jólabílar JWB. Okeypis • «m3B± leiktæki alla virka daga kl. 12-18 K*fPport "r:e r opið JOIA KOLAPORTIÐ * -I íka P.M t.B B ST. Vm S ■ l>8 Kltil ióla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.