Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kringlubíó
opnað
KRINGLUBÍÓ, hið nýja kvik-
myndahús Sambíóanna í Kringl-
unni, var opnað með viðhöfn ann-
an í jólum með Evrópufrumsýn-
ingu á kvikmyndinni Ransom með
Mel Gibson í aðalhlutverki. I kvik-
myndahúsinu eru þrír sýningar-
salir sem taka samtals rúmlega
700 manns í sæti og eru sérstök
rými fyrir fatlaða í hjólastólum
íöllum sölunum. Að sögn Alfreðs
Arnasonar, markaðsstjóra Sam-
bíóanna, sýndu kvikmyndaáhuga-
menn nýja bíóinu mikinn áhuga
og seldust aðgöngumiðar í
stærsta sýningarsalinn upp á
fimmtán mínútum. Formleg
vígsla kvikmyndahússins verður
næstkomandi mánudag.
_ Morgunblaðið/Halldór
ÁRNI Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, og Guðný Björnsdóttir, eiginkona hans, ásamt sonum sínum, Alfreð Árnasyni, t.v., og Birni
Árnasyni, við opnun Kringlubiósins annan í jólum. Mikil og glæsileg flugeldasýning var í tilefni af opnun Kringlubíósins.
Launakönnun Félagsvísindastofnunar meðal félagsmanna í VR
Meðallaun um 157
þúsund á mánuði
LAUN VR-FELAGA
skv. könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember 1996.
Úrtak: 1.500 manns.
I heildsöluverslun
í þjónustu
í iðnaði
í smásöluverslun
Meðaltal allra
Mánaöar-
laun
kr. 171.439
159.719
156.035
134.529
157.305
Meðal-
vinnutími,
st. á viku
46,75
46,50
45,74
46.50
45.51
408
267
Fjölskyldu-
tekjur
(þús. kr.)
Tekjur eftir
menntun
(þús. kr.)
Alit á yfirmönnum
eftir launum # ^
s?
o?
aP
&
Hæstu laun 7,3 14,7 22,7 29,9
Þriðji fjórðungur 29,3 25,0 26,6 23,9
Annar fjórðungur 34,1 33,8 28,1 26,6
Lægstu laun 29,3 26,5 22,7 19,6
Kröfur gerðar ^
í vinnu *
*
/
*
é
/
Karlar 12,4 21,3 24,7 41,7
Konur 24,6 28,4 23,7 23,2
3 V.
| E3
£ ‘co 'O
? c:
2
CD
'2
S
co
2:
'ÍU
co
162 <d162
o
§ c
a
S :o ?
2 ^ 3
|| |
CO V3 </)
« « SJ
2 2 3:
GREIDD laun félagsmanna í
Verzlunarmannafélagi Reykjavík-
ur, sem eru í fullu starfi, eru
157.305 kr. að meðaltali á mánuði
samkvæmt könnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands gerði
fyrir VR í seinasta mánuði. Meðal-
laun starfsmanna sem könnunin
tók til eru auk fastra launa yfir-
vinnulaun, akstursgreiðslur og
önnur hlunnindi.
Meðallaun félagsmanna í VR
eru nokkuð mismunandi eftir at-
vinnugreinum. í ljós kom að með-
allaun starfsfólks í iðnaði eru rúm
156 þús. kr. á mánuði, í smásölu-
verslun eru meðallaunin hins veg-
ar rúm 134 þús. kr, í heildverslun
rúm 171 þús. og í þjónustugrein-
um eru meðallaun á mánuði tæp
160 kr. Samtals voru 1.500 manns
í úrtaki könnunarinnar en haft var
samband við þátttakendur í gegn-
um síma.
Meðaliaun VR-félaga eru tals-
vert hærri samkvæmt könnun Fé-
lagsvísindastofnunar en fram kom
í kjarakönnun sem VR gerði fyrr
í vetur en í henni var stuðst við
niðurstöður kjararannsóknar-
nefndar. Skv. kjarakönnun VR
voru meðallaun félagsmanna um
134 þús. kr. á mánuði að meðtal-
inni yfirvinnu en í þeirri könnun
voru greiðslur fyrir akstur og önn-
ur hlunnindi ekki meðtalin.
Meðallaun lægst launaða
hópsins 92 þús.
Þegar laun þátttakenda í könn-
un Félagsvísindastofnunar eru
sundurgreind kemur í ljós að með-
allaun þess fjórðungs launþega í
VR sem eru lægst launaðir eru tæp
92 þúsund kr. á mánuði en meðal-
laun 25% félagsmanna sem eru
með hæst heildarlaun eru tæp 245
þúsund kr. á mánuði.
Mismunandi langur vinnutími
skýrir að nokkru mismunandi
heildarlaun starfsmanna eftir at-
vinnugreinum. Skv. könnun Fé-
lagsvísindastofnunar er með-
alvinnutími félagsmanna innan
VR, sem eru í fullu starfí, 45,5
stundir á viku. Vinnutíminn er að
jafnaði stystur í þjónustugreinum
eða 43,5 stundir en lengstur í
heildsölu- og smásöluverslun eða
46,5-47 stundir á viku að jafnaði.
Fjölskyldutekjur 241 þús.
að meðaltali
Svarendur voru einnig beðnir
um að gefa upp fjölskyldutekjur,
þ.e. samanlagðar tekjur starfs-
manns og maka. Könnunin leiddi
í ljós að fjölskyldutekur voru að
meðaltali 241 þús. kr. á mánuði.
Fjölskyldutekjur þess fjórðungs
starfsmanna sem voru með
minnstar tekjur voru rúm 115
þúsund kr. á mánuði að meðaltali.
I næst tekjulægsta hópnum námu
fjölskyldutekjur rúmum 190 þús.
kr. á mánuði, í næsthæsta tekju-
hópnum voru fjölskyldutekjur að
meðaltali 267 þús. kr og í hópi
þess fjórðungs félagsmanna sem
höfðu hæst meðallaun voru fjöl-
skyldutekjumar að meðaltali rúm-
ar 408 þús. kr. á mánuði.
Félagar með grunnskóla- eða
háskólanám með hærri laun
Lítilsháttar munur er einnig á
meðallaunum félagsmanna í VR
eftir menntun. Kom í ljós skv.
könnuninni að launþegar sem
höfðu eingöngu lokið grunnskóla-
námi voru með 162.409 kr. í með-
allaun á mánuði. Meðallaun fólks
sem lokið hafði verknámi voru
152.784 kr., meðallaun þeirra sem
lokið höfðu sérskólanámi voru
153.932 kr. og félagsmenn sem
lokið höfðu háskólaprófi voru með
162.390 kr. í heildarlaun á mán-
uði að meðaltali skv. könnuninni.
Minna álit á yfirmönnum
meðal hinna lægst launuðu
Þátttakendur í könnuninni voru
einnig beðnir um að svara því
hversu miklar kröfur væru gerðar
til þeirra í vinnunni. Kom þá í ljós
umtalsverður munur á svörum
kynjanna. Um fjórðungur kvenna
og um 12% karla eru í hópi þeirra
sem segja að hvað minnstar kröfur
séu gerðar til starfa þeirra en í
hópi félagsmanna sem sögðu að
miklar kröfur væru gerðar til
þeirra í vinnunni voru tæplega 42%
karla samanborið við um 23%
kvenna.
Svarendur voru einnig beðnir
um að láta í Ijósi álit sitt á yfir-
mönnum sínum og hvort þeir teldu
þá góða eða slaka stjórnendur.
Þegar svörin voru borin saman við
meðallaun starfsmanna kom í ljós
að stærsti hluti félagsmanna sem
töldu yfírmenn sína slaka stjórn-
endur tilheyrðu jafnframt hópi
þeirra sem voru með lægstu laun-
in. Um 30% svarenda sem höfðu
mest álit á yfírmanni sínum voru
hins vegar jafnframt í hópi þeirra
sem fengu hæstu meðallaunin.
Andlát
ÁGÚST JÓNSSON
SKIPSTJÓRI
ÁGÚST Jónsson, fyrr-
verandi skipstjóri hjá
Eimskipafélagi Is-
lands, lést 26. desem-
ber sl., 70 ára að aldri.
Ágúst fæddist 2.
ágúst 1926, sonur
hjónanna Jóns Kristj-
ánssonar, læknis í
Reykjavík, og Emilíu
Sighvatsdóttur. Hann
varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1947 og
lauk farmannaprófi
frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1952.
Ágúst starfaði eftir það hjá Eim-
skipafélagi íslands sem stýrimað-
ur og síðar skipstjóri á ýmsum
skipum félagsins. Hann varð að
hætta sjómennsku 1978 vegna
heilsubrests.
Ágúst tók mikinn þátt í félags-
störfum, var í Oddfellow, en afi
hans, Sighvatur Bjarnason banka-
stjóri, var einn stofnenda Odd-
fellow-hreyfing-
arinnar á íslandi. Ág-
úst var einnig í Kiw-
anis-klúbbi Seltjarn-
arness og í sóknar-
nefnd Seltjarnarnes-
kirkju um skeið.
Hann lék hand-
knattleik í Víkingi á
yngri árum og var
alla tíð mikill Víking-
ur og gegndi trúnað-
arstörfum fyrir félag-
ið. Ágúst var heiðrað-
ur af færeysku land-
stjóminni 1974 með
heiðursmerkinu
„Bundinn er bátleysur maður“ eft-
ir að áhöfn ms. Múlafoss hafði
bjargað áhöfn færeyska skipsins
Kóngshafn úr sjávarháska.
Ágúst var tvíkvæntur. Fyrri
eiginkona hans var Jónina Guðný
Guðjónsdóttir og eignuðust þau
tvö börn, Boga og Emilíu. Þau
skildu. Eftirlifandi eiginkona hans
er Margrét Sigurðardóttir.
Andlát
ÞÓRÐUR ODDSON
LÆKNIR
ÞÓRÐUR Vilberg
Oddsson læknir lézt á
aðfangadag, áttatíu og
sex ára að aldri.
Þórður fæddist 23.
september 1910 í
Ráðagerði á Seltjarn-
arnesi, sonur hjónanna
Odds Jónssonar, hafn-
sögumanns í Reykja-
vík. og Guðríðar Þórð-
ardóttur. Þar ólst
Þórður upp til níu ára
aldurs er hann flutti
með föður sínum á
Stýrimannastíginn í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1932 prófi í læknis-
fræði frá HÍ 1940 og stundaði
framhaldsnámvið St. James Hosp-
ital í London 1949.
Þórður var settur staðgengill
læknis á Hólmavík 1935, var sett-
ur héraðslæknir í Ögurhéraði
1938, í Þistilfjarðarhéraði
1942-50, í Kleppjárnsreykjahéraði
1950-64, á Akranesi 1969-75 og
var starfandi læknir í Reykjavík
1975-89.
Þórður sat í stjórn Kaupfélags
Langnesinga, Sparisjóðs Þórshafn-
ar, var formaður hafnarnefndar
Þórshafnar, sat í skólanefnd Þórs-
hafnarskólahverfís og í skólanefnd
Reykholtdalsskóla-
hverfís 1952-58.
Árið 1943 fékk
Þórður, annar tveggja
íslenzkra héraðs-
lækna, jeppabifreið til
afnota í læknisferð-
um, og voru þetta
fyrstu jepparnir sem
íslendingar eignuðust.
Lýsti Þórður jeppan-
um sem sérstöku
þarfaþingi við eftiðar
aðstæður norður á
Langanesi.
Árið 1942 kvæntist
Þórður Sigrúnu Aðalheiði Kærne-
sted^en hún lézt 1991. Synirþeirra
eru Óli Hörður, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, Oddur, rannsóknar-
maður hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, og Jón, hús-
amsmíðameistari í Svíþjóð. Stjúp-
sonur Þórðar var Ámundi Ámunda-
son, blikksmiðjueigandi í Reykjavík,
en hann lézt snemma á þessu ári.
Dóttir Þórðar og Guðnýjar Jónínu
Sigurbjömsdóttur er Erla Jóhanna,
félagsmálafulltrúi í Reykjavík; son-
ur Þórðar og Olgu Bergmann
Bjamadóttur er Þórður Bergmann,
bmnavörður á Keflavíkurflugvelli.
Barnabörn Þórðar em tuttugu og
fímm.
,
>