Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 22
22 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarandstæðingar láta enn að sér kveða í Belgrad
Oeirðalögregla tekur
hart á mótmælendum
Reuter
SERBNESK óeirðalögregla ræðst gegn mótmælendum í mið-
borg Belgrad að kvöldi aðfangadags.
SLOBODAN Milosevic, forseti
Serbíu, fyrirskipaði hundruðum
óeirðalögreglumanna að koma í
veg fyrir mótmæli í miðborg
Belgrad á annan dag jóla. Eru
þetta harkalegustu aðgerðirnar
sem gripið hefur verið til gegn
stuðningsmönnum stjórnarand-
stöðunnar. Beittu lögreglumenn-
imir táragasi og háþrýstislöngum,
auk þess sem þeir voru vopnaðir
rifflum og skjöldum. Annar leið-
togi mótmælenda, Vuk Draskovic,
hvatti þá til að sýna stillingu, sagði
að Milosevic myndi nota hvaða
tækifæri sem gæfíst til að grípa
til harkalegra aðgerða gegn mót-
mælendum.
„Við höfum um það áreiðanleg-
ar upplýsingar að miðstöð hryðju-
verka vilji koma af stað miklum
átökum í von um að að minnsta
kosti einn lögreglumaður láti lífíð,
svo að þeir geti fyrirskipað alls-
heijarárás á okkur,“ sagði
Draskovic.
Að kvöldi jóladags lét Milosevic
kalla til fjölda lögreglumanna til
að gæta stuðningsmanna sinna en
það leiddi til átaka á milli lögreglu
og stjórnarandstæðinga. Slösuðust
59 í þeim. Á fimmtudag gekk lög-
reglan enn ákveðnari til verks
þótt við færri væri við að eiga
sökum kulda. Gerðu fjölmargir
borgarbúar hróp að lögreglunni
vegna þessa.
Þagað yfir dauða
stjórnarandstæðings
Að kvöldi aðfangadags lést 39
ára gamall maður sem hafði slas-
ast illa í átökum mótmælenda og
lögreglu í byijun vikunnar. Ekki
var sagt frá því fyrr en á annan
dag jóla, þar sem læknum var skip-
að að þegja yfir dauða mannsins.
Sama dag var haft eftir heimild-
armönnum innan stjórnarinnar að
Milosevic hygðist draga úr aðgerð-
um gegn mótmælendum vegna
krafna stjórnvalda á Vesturlönd-
um. Hann hefði sýnt fram á að
hann ætti sér stuðningsmenn og
hann leitaði nú leiða til að viður-
kenna kosningasigur stjómarand-
stæðinga. Annað hvort myndi
hann boða til nýrra kosninga í vor
eða viðurkenna kosningasigurinn
frá því í nóvember. Forsetinn hafi
vanmetið mátt stjórnarandstöð-
unnar og hafi gert sér grein fyrir
því að engin von sé til þess að
mótmælunum Iinni.
í ræðum sínum hefur Milosevic
forðast að styggja námsmenn sem
SUHARTO, forseti Indónesíu, skor-
aði í gær á landsmenn sína að sýna
hver öðrum umburðarlyndi en síð-
ustu daga hefur múgur manns,
aðallega ungir múslimar, farið um
götur í bænum Tasikmalaya á Vest-
ur-Jövu og brennt kirkjur kristinna
manna og verslanir í eigu fólks af
kínverskum ættum.
Hundruð hermanna gættu friðar-
ins í Tasikmalaya í gær en óeirðim-
ar í fyrradag brutust út vegna frétta
um, að lögreglumaður hefði mis-
þyrmt múslimskum kennara.
Fyrstu uppþotin urðu hins vegar
í október þegar múslimi, sem sakað-
ur var um guðlast, leitaði hælis í
kristinni kirkju. Þá voru 25 kirkjur
brenndar til grunna á Austur-Jövu.
Suharto, forseti fjölmennasta
múslimasamfélags í heimi, sagði í
ávarpi sínu, sem var sérstaklega
ætlað kristnu fólki í þjónustu ríkis-
eru íjölmennir á meðal mótmæl-
enda og hafa stjómmálaskýrendur
getið sér þess til að með því von-
ist hann til þess að reka fleyg á
milli þeirra og stjómarandstöð-
unnar og ijúfa samstöðuna.
ins og í hemum, að svo væri guði
fyrir að þakka, að tekist hefði að
binda enda á óöldina. Kvaðst hann
viss um, að sanntrúað fólk kynni
að hafa stjórn á sér en varaði við
hópum, sem kyntu undir úlfúð milli
trúflokka.
Ráðist á Kínveija
Um 80% af 200 milljónum íbúa
Indónesíu em múslimar en önnur
helstu trúarbrögðin njóta fullrar
viðurkenningar. Hefur leiðtogi fyöl-
mennustu múslimasamtakanna í
landinu fordæmt ofbeldið og hvatt
til stillingar.
Auk þess að ráðast á kirkjur og
skóla kristinna manna réðst múgur-
inn einnig á verslanir og annað
húsnæði í eigu fólks af kínverskum
ættum. Er það mjög umsvifamikið
í efnahagslífínu og því vinsælt skot-
mark ýmissa hópa.
Lebed
stofnar
flokk
ALEXANDER Lebed, sem var
áður æðsti embættismaður ör-
yggismála í Rússlandi, kvaðst
í gær hafa
stofnað nýjan
flokk sem yrði
„þriðja aflið“ í
rússneskum
stjórnmálum.
Hann sagði að
nokkrir bank-
ar, fyrirtæki
og auðugir
einstaklingar hefðu boðist til
að fjármagna flokkinn, sem
hann nefnir „Rússneska þjóðar-
og repúblikanaflokkinn".
„Við ætlum að leita eftir
stuðningi lítilla og meðalstórra
fyrirtækja, stórra einkafyrir-
tækja, hersins, hergagnafram-
leiðenda og menntamanna,"
sagði Lebed og bætti við að
nokkra mánuði tæki að ganga
frá stefnuskrá flokksins.
Frakkar
hætta eftir-
litsflugi
FRAKKAR sögðust í gær ætla
að hætta þátttöku í eftirlitsflugi
yfir svæðum Kúrda í norður-
hluta íraks sem þeir hafa tekið
þátt í frá Persaflóastyijöldinni
árið 1991. Þeir sögðust hafa
ákveðið þetta þar sem Kúrdum
stafaði ekki hætta af íraska
hemum. Þeir ætla hins vegar
að halda áfram að taka þátt í
eftirliti yfír suðurhluta Iandsins
með Bandaríkjamönnum og
Bretum.
Havel af
sjúkrahúsi
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, var útskrifaður af sjúkra-
húsi í gær eftir skurðaðgerð
vegna lungna-
krabbameins
2. desember.
Havel dvelst á
heimili sínu í
Prag og gert
er ráð fyrir að
hann ávarpi
þjóð sína á ný-
Havd ársdag en búist
er við að ræðan verði styttri en
venjulega.
IRA hugðist
myrða Karl
prins
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA)
hugðist myrða Karl Bretaprins
og Díönu prinsessu á rokktón-
leikum í Lond-
on árið 1983,
að sögn New
York Times í
gær. Blaðið
sagði að Sean
O’Callaghan,
fyrrverandi
liðsmanni IRA,
hefði verið
skipað að koma sprengju fyrir
á hóteli hjónanna en hann hefði
verið uppljóstrari fyrir lögregl-
una og skýrt henni frá áformun-
um. Til að koma í veg fyrir að
uppljóstrarinn yrði afhjúpaður
var því lekið í bresk blöð að
O’Callaghan væri eftirlýstur
vegna áforma um að myrða
breskan ráðherra. O’Callaghan
fór þá úr landi og of seint var
fyrir IRA að senda annan mann
til London.
Svipti sjálfa sig og tvær aðrar kon-
ur lífi með handsprengjum
Skýringin lík-
lega geðræn
vandamál
Frankfurt. Reuter.
LÖGREGLAN í Frankfurt í
Þýskalandi sagði í fyrradag, að
konan, sem svipti sig lífi með
handsprengjum og tvær konur
aðrar við miðnæturmessu á
aðfangadagskvöld, hefði átt við
geðræn vandamál að stríða og
verið undir læknishendi.
Talið er, að konan hafí aðeins
ætlað að deyða sjálfa sig en
ekki áttað sig á sprengjumætt-
inum.
Talsmaður lögreglunnar
sagði, að konan, sem var 49
ára gömul, hefði skilið fyrir ári
og hefði maðurinn hennar fyrr-
verandi forræði yfír níu ára
gamalli dóttur þeirra. Fyrir sjö
árum hefðu þau hjónin orðið
fyrir því að 18 ára gamall son-
ur þeirra stytti sér aldur með
því að kasta sér fyrir lest og
hefði konan aldrei náð sér eftir
það áfall. „Svo virðist sem hún
hafi viljað fylgja syni sínum
eftir í dauðann," sagði talsmað-
ur lögreglunnar, Manfred Feist,
en ungi maðurinn lét lífíð
skammt frá kirkjunni þar sem
harmleikurinn átti sér stað á
jólanótt.
Systur létust
Tvær konur, systur, 59 og
61 árs að aldri, sátu næstar
konunni í kirkjunni, sem er í
hverfinu Sindlingen í Frank-
furt, og létust þær báðar þegar
konan sprengdi tvær hand-
sprengjur, sem hún var með
innanklæða. Þrettán aðrir
kirkjugestir slösuðust og sumir
alvarlega, þar á meðal 12 ára
gömul stúlka og móðir hennar.
Var stúlkan komin yfir það
versta í fyrradag en þá var enn
tvísýnt um líf móður hennar.
Hnipraði sig saman yfir
sprengjurnar
Konan hafði bundið sprengj-
urnar á maga sér og áður en
hún sprengdi þær laut hún
áfram og hnipraði sig saman
þar sem hún sat aftast í kirkj-
unni.
Þykir það benda til, að hún
hafi ekki ætlað að fyrirkoma
öðrum en sjálfum sér en ekki
áttað sig á hve sprengjurnar
voru öflugar.
Nokkurn tíma tók að bera
kennsl á konuna því sprengingin
lék hana svo illa, að engin
fíngraför var hægt að taka.
Missti hún höfuðið en fólk þekkti
hana af andlitsmyndum, sem
lögreglan birti.
Rannsókn lögreglunnar bein-
ist nú að því hvar konan komst
yfir handsprengjumar en þær
voru líklega framleiddar í Júgó-
slavíu.
Lögreglan hefur ekki gefíð
upp nafn konunnar en dagblaðið
Bild sagði, að hún hefði heitið
Heidrun-Erika J. en nefndi ekki
eftirnafnið.
RÚSTIR kaþólskrar kirkju í Tasikmalaya eftir að múslimskur
múgur hafði brennt hana til grunna. Að minnsta kosti tvær
manneskjur týndu lífi í óeirðunum.
Kirkjur kristinna manna
brenndar í Indónesíu
Suharto hvetur
til stillingar
Tasikmalaya. Reuter.
Karl prins