Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 26

Morgunblaðið - 28.12.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kla hafín VERULEG áhrif á end- urvakn- ingu klassíska tímabilsins í Englandi var „the grand tour“ eða hin svokallaða stór- ferð. Það hafði tíðkast í aldaraðir að synir efnaðra breskra aðals- manna ferðuðust til meginlandsins til að kynna sér framandi menningu. Þetta var nokkurs konar framhalds- nám og liður í menntun þeirra. Þessi stórferð gat tekið upp undir fimm ár og höfðu þeir leiðsögumenn og kenn- ara í fylgd með sér. Þeir höfðu að- gang að glæsilegum höllum, heimil- um og skoðuðu fornminjar og borgir í Frakklandi og á Ítalíu. Það voru í þættinum í dag fjallar Sigríður Ingv- arsdóttir um endur- vakningu klassíska tímabilsins í Bretlandi. ekki einungis fomir klassískir munir eftir þekkta lista- menn sem þeir sáu heldur fylgdust þeir með nýjum hræringum í bygg- ingarlist, hús- gagnalist, mynd- list, bókmenntum og stjómmálum. Hápunktur ferðar- innar var Italía þar sem þeir skoð- uðu klassískar minjar. Þegar heim var komið höfðu þeir oft í fóram sín- um dýrindis söfn af fornminjum og aðra fágæta listmuni. Oft byggðu þeir sýningarhallir til að hýsa þessa dýrgripi þar sem þeir vora sýndir vinum og vandamönnum. Þegar leið á öldina vora þessar ferð- ir oft ekki annað en skemmtiferðir en höfðu veraleg áhrif á að fága smekk þessara ungu manna og áttu stóran þátt í að endurvekja klassíska stflinn sem náði mikilli útbreiðslu í Bretlandi. Það leið ekki á löngu áður en sjónarmiða ferðalanganna fór að gæta í þjóðfélaginu, svo um munaði í ræðu og riti. Margir þeirra höfðu metnað að vanda til hönnunar svo um munaði og skapa sérstæðan vandaðan enskan stfl. Þeir gátu skapað sér svo sterka aðstöðu, ef þeir á annað borð kunnu að laga ifum þjóð- að keppst var um þjónustu þeirra og krafta og lítt spurt um kostnað. Innblástur frá Palladin Um 1714 hófst í Englandi svokall- aður palladismi í byggingar- og hús- gagnalist. Innblásturinn var sóttur til renaissance-forma feneyska húsa- meistarans Andrea Palladio, þótt hann væri látinn fyrir 140 áram og að mestu gleymdur í heimalandi sínu. Forgöngu um innleiðslu palladis- manns var Richard Boyle Burlington lávarður (1695-1753). Hann heillaðist af verkum Palladó í gegnum húsasmeistarann Colen Campbell (1676-1729) sem hafði byggt fyrsta húsið í palladískum stfl í Englandi. Burlington hélt síðan í stórferð og dvaldist lengst á Italíu og kynnti sér eftir föngum rit Róm- verjans Vitravíus, Paladó, og Inigó Jones. Þegar heim kom reisti Burlington Chiswick-höll í Piccadilly 1725, sem er í ytra útliti stæling á palladískri höll frá Vicenza, en ólík í grandvall- aratriðum. Þannig er hún ekki eins frá öllum hliðum, súlnaverandir að- eins á fram og bakhlið. Salir era misstórir og lagðir, líkt og í róm- versku baðhöllunum. Húsið átti að vera safn fágætra listmuna eigand- ans sem hann hafði m.a. flutt með sér frá meginlandinu. Burlington vildi endurvekja klassískan stfl með ritum Palladíós, að viðbættum fom- leifarannsóknum. í palladískum stíl var lögð áhersla á jónískar súlur og súlnaverandir og regluskipun. Það leið ekki á löngu áður en fjöldi halla og sveitasetra vora reist sem stældu Chiswick-höll Burlingtons. Palladisminn fór sigurfór um Eng- land á umi'æddu tímabili. Frægð Richards Burlingtons jókst um allan helming þegar hann gaf út ritgerð Vitruvius Britannicus eftir_ Colen Campbell og bók Isaac Wareðs „The Complete Body of Architecture" eft- ir að umrædd rit höfðu veraleg áhiif á palladismann eða enduivakningu klassísmans. í þessum ritum var að finna teikningar af klassískum bygg- ingum og hýbýlum sem áttu eftir að vera stældar aif byggingarmeisturam og handverksmönnum. Palladisminn fór sigurför um England og megin- landið og náði fljótlega til nýlenda í N orðm'-Ameríku. Eylling / tísku Klassíski stíllinn kom þó ekki fram í enskri húsgagnalist fyrr en um 1720, en þá komst gylling í tísku, sem var notuð í húsgögnum og speglum. Þama gætti áhrifa frá inn- anhúshönnuðinum William Kent Hvaða svefnmeðal er best? MAGNÚS JÓHANNSSON UEKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spumlng: Hvaða svefnmeðal er best og hvað má taka það lengi, spyi' fullorðinn maður sem á ákaf- lega erfitt með svefn. Er til ein- hver önnur aðferð til að vinna bug á svefnleysi? Svan Flestir fullorðnir þurfa á bilinu 6-8 klst. nætursvefn, böm þurfa meira og aldraðir minna. Svefnleysi er skilgreint sem of lít- ill svefn, en það er sem sagt mjög breytilegt eftir einstaklingum og aldri hver svefnþörfin er. Svefn- leysi getur einnig lýst sér á ýmsa vegu, sumir eiga erfitt með að sofna, sumir vakna um miðja nótt og vaka um hríð en aðrir vakna mjög snemma og geta ekki sofnað aftur. Nauðsynlegt er að átta sig á þessu öllu áður en leitað er heppilegra ráðstafana. Margir geta lagað eða losnað við svefn- leysi með því að gera ýmsar breytingar á lífi sínu og venjum og skulu hér nefnd ýmis atriði sem kunna að hjálpa: Ekki lesa eitthvað mjög spennandi eða horfa á slíkt í sjónvarpi skömmu fyrir svefn, forðast ber að fá sér blund yfir daginn, forðast mikla áreynslu eða geðshræringu skömmu fyrir svefn en hæfileg áreynsla yfir daginn hjálpar, heitt bað eða heitur drykkur fyrir svefn getur hjálpað, léttur göngutúr fyrir svefn hjálpar sum- um, forðast drykki sem innihalda koffeín (kaffi, te, kóladrykkir) að kvöldinu og sumir þola þá alls ekki. Sum lyf hafa örvandi áhrif og trafla þannig svefn og óhófleg áfengisneysla truflar svefn. Svefnleysi getur einnig stafað af kvillum og sjúkdómum eins og t.d. kæfísvefni, óróleika í fótleggj- um og sumum hormónatruflun- um. Einnig er algengt að þung- lyndi, kvíði og streita trufli svefn, einkum snemma morguns. Langvarandi notkun sumra lyfja, ekki síst svefnlyfja, getur truflað eðlilegt svefnmunstur og þannig valdið svefnleysi. Svefnlyf ætti ekki að nota nema til að hjálpa fólki að komast yfír einhverja tímabundna erfiðleika og alls ekki samfleytt lengur en 1-3 vikur í senn. Notkun svefn- lyfja á alltaf að stilla í hóf og nota minnstu mögulega skammta. Ekki er hægt að segja að eitt svefnlyf sé betra en önnur og fer val á svefnlyfi mikið eftir aldri viðkomandi einstaklings og því hvernig svefnleysið lýsir sér. Sumir hafa heyrt talað um lyfið melatónín sem er mjög vinsælt í Bandaríkjunum og er m.a. notað við svefnleysi. A ágæti þessa lyfs vantar rannsóknir og þær upplýs- ingar sem er að finna bera flestar merki auglýsingamennsku og skrums, og ber að gæta sín vel að taka slíkt ekki trúanlegt. Spurning: Hver er ástæðan fyr- ir táraþurrki og er hann læknan- legur? Svar: Þurrkur í augum er ekki óalgengur hjá eldra fólki, sér- staklega konum eftir tíðahvörf. Minnkuð táramyndun getur fylgt ellinni eins og þurrkur í slímhúð Augnþurkur annars staðar á líkamanum. Augnþurrkur getur einnig átt sér ýmsar aðrar ástæður og stundum er fólk með pirring og óþægindi í augum sem það heldur að sé augnþurrkur án þess að vera það. Sumir venja sig á að nudda augun í tíma og ótíma og við það getur skapast eins konar vítahringur vegna þess að slíkt nudd getur valdið ertingi og óþægindum sem kalla á meira nudd. Til að komast út úr slíkum vítahring þarf ein- beitingu og einnig getur hjálpað mikið að leggja heita bakstra á augun í 1-2 mínútur kvölds og morgna. Augnþurrkur getur ver- ið aukaverkun af lyfi sem sett er í augun eða lyfi sem tekið er inn og einnig getur verið um ofnæmi að ræða. Augnþurrkur getur verið merki um alvarlegan sjúkdóm, einkum þegar óþægindi frá liðum eða munnþurrkur eru einnig til staðar. í slíkum tilvikum getur verið um liðagigt, rauða úlfa eða Sjögrens-heilkenni að ræða og þá getur augnþurrkurinn valdið skemmdum á hornhimnu og sjón- skerðingu ef ekkert er að gert. Ef augnþurrkur eða erting í augum er til baga er full ástæða til að fara til læknis og fá úr því skorið um hvað sé að ræða. Líklegast er að læknirinn ráðleggi gervitár sem dreypt er í augun nokkrum sinnum á dag, eftir þörfum, og einnig eru til augnflögur sem stungið er undir neðra augnalok einu sinni á dag. Gervitár inni- halda efni sem gera táravökvann slímkenndari en áður, þannig að hann smyr og þekur augun betur. Augnflögumar leysast hægt og hægt upp og hafa sömu áhrif á táravökvann og gervitár en end- ast mun lengur. • Lescndur Morgunhlafísins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móli sjmrninguin á virkuni dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.