Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 9

Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 9 FRÉTTIR Veiðiréttur í Haf- fjarðará skiptir um eigendur Ríkisráð staðfesti fjárlög Á SIÐASTA ríkisráðsfundi ársins 1996, sem haldinn var á gamlárs- dag, staðfesti forseti íslands m.a. fjárlög og lánsíj'árlög fyrir árið 1997. Þá var Kristjáni Skarphéðinssyni veitt embætti skrifstofustjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu frá og með 1. janúar en hann var áður deildarstjóri sama ráðuneytis. Einnig var Baldvin Tryggvasyni veitt lausn frá setu í orðunefnd sam- kvæmt umsókn, Jóni Júlíussyni var veitt lausn frá embætti sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni fyrir aldurs sakir og Þorkeli Helgasyni var veitt lausn frá embætti prófessors við HÍ samkvæmt umsókn. -----».».»---- Raunverð íbúð- arhúsnæðis 12% lægraen 1988 RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis hér á landi hefur farið lækkandi síðustu ár og er nú reiknað með að það hafi verið að meðaltali 12% lægra á árinu 1996 en árið 1988, miðað við vísi- tölu neysluverðs. Þetta kemur fram í Hagtölum mánaðarins, sem Seðla- banki íslands géfur út. Þar kemur einnig fram að reikna megi með að raunverð íbúðarhús- næðis hafi verið að meðaltali um 2% lægra á nýliðnu ári en í hitteðfyrra. Verð á íbúðarhúsnæði í Qölbýlishús- um á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið breyst frá síðari hluta ársins 1991. Fram kemur í Hagtölum að skuldir vegna húsnæðis hafa aukist verulega síðustu 15 árin eða frá því að vera um 15% árið 1981 í það að vera um 45% miðað við verðmæti húsnæðis árið 1995 og 50% af landsfram- leiðsiu það ár. GENGIÐ hefur verið frá samningi milli fyrirtækisins Akurholts ehf. og Oddnýjar Freyju Kristinsdóttur um kaup þess fyrrnefnda á helm- ingi jarðeigna við Haffjarðará og Oddastaðavatn á Snæfellsnesi annars vegar og helming stanga- veiðiréttar í ánni og vatninu hins vegar, en áin er ein af bestu lax- veiðiám landsins. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Einars Sigfússonar kaup- manns, sem er eigandi Akurholts. Lögum samkvæmt hefur Kolbeins- staðahreppi og Eyja- og Mikla- holtshreppi verið boðinn forkaups- réttur að jörðunum og rennur frestur þeirra til að ganga inn í samkomulagið út upp úr miðjum janúar. Ein besta laxveiðiá landsins „Málið á þann aðdraganda, að ég hef lengi haft áhuga á þessum jörðum og veiðiréttindum þeirra. Þá hef ég lengi þekkt þau hjónin Oddnýju Freyju og Pál G. Jónsson og þau hafa vitað af áhuga mín- um. Nú var sú staða einfaldlega komin upp að það hentaði báðum að ganga frá málinu og við geng- um frá kaupsamningi 15. desem- ber síðastliðinn. Alls kaupi ég tvær jarðir, Akurholt og Landbrot, en helming í fjórum, Stóra Hrauni, Höfða, Ytri Rauðamel og Ölvis- krossi. Óttar Ingvarsson, eigandi hins helmings jarðanna og veiði- réttarins á eftir sem áður helming á móti mér í fyrrnefndum jörðum og auk þess jarðirnar Skjálg og Gerðuberg," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar sagði enn fremur að hann myndi leggja áherslu á að halda rekstri árinnar í þeim farvegi sem verið hefur. Hann mun selja veiði- leyfi í verslun sinni Sportkringl- unni sem hann rekur ásamt eigin- konu sinni Önnu Sigþórsdóttur. Haffjarðará er sem fyrr segir ein besta laxveiðiá landsins og um langt árabil sú eina sem einungis fluguveiði hefur verið leyfð í. Fleiri ár hafa bæst í hópinn síðustu tvö sumur. Laxveiði á stöng í Haffjarðará á sér langa sögu og hófst snemma á öldinni er Thor Jensen festi kaup á jörðum við ána, friðaði hana fyrir netaveiði og leyfði einungis takmarkaða stangaveiði. Reisti hann tvö veiðihús við ána sem eru í hópi hinna elstu í landinu. Neðra húsið er notað enn í dag. Veitt er á 6-8 stangir í ánni og sumarveið- in sveiflast á bilinu 600 til 800 laxar. PCI lím og fuguefni — IV Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 s BALLETTSKOLI /r//s S/cÁe&isigr Skúlatúni 4 Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 14. janúar. Byrjenda- og framhaldshópar frá 4 ára. Innritun og upplýsingar í síma 553 8360. Endurnýjun og afhending skírteina í skólanum mánudaginn 13. janúar frá kl. 17-19. Meðlimir í félagi íslenskra listdansara. ÚTSALA - ÚTSALA Lokað í dag - útsalan hefst á morgun Allt á að seljast Verslunin hættir Laugavegi 97, sími 552 2555 HINN HEIMSFRÆGI SONGKVARTETT Eínstakt tækifæri! Tryggið ykkur miða tímanlega. Aðeins þessa einu helgi • föstudagínnlO. og laugardaginn 11. janúar 1997. Hver man ekki eftir þessum lögum: The Great Pretender - Red Sails in Tbe Sunset Smoke Gets in Yon Remember Htfhen - Never Know - Harfe Plotur þeirra hafa selst i hundruðum milljóna eintaka um allan S sKogarsveppasó, Útsalan er hafin TESS v neð k neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-18. AFSLATTUR SEM YLJAR ÞÉR -15% AF ÚLPUM VELKOMIN UM BORÐ Laugavegi 1 - sími 561 7760 SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30 tonna réttinda 13. jan. - 12. mars á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 7—11 Námgreinar og tímafjöldi samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins' s o. Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) 7. jan. -15 febr. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11 og annan hvern laugardag kl. 9-15. Inntökuskilyrði 30 tonna próf. Upplýsingar í símum 588 3092 og 898 0599 alla daga kl. 9-24. SIGLINGASKOLINN Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Sími 588 3092. Vatnsholti 8. VISA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.