Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 9 FRÉTTIR Veiðiréttur í Haf- fjarðará skiptir um eigendur Ríkisráð staðfesti fjárlög Á SIÐASTA ríkisráðsfundi ársins 1996, sem haldinn var á gamlárs- dag, staðfesti forseti íslands m.a. fjárlög og lánsíj'árlög fyrir árið 1997. Þá var Kristjáni Skarphéðinssyni veitt embætti skrifstofustjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu frá og með 1. janúar en hann var áður deildarstjóri sama ráðuneytis. Einnig var Baldvin Tryggvasyni veitt lausn frá setu í orðunefnd sam- kvæmt umsókn, Jóni Júlíussyni var veitt lausn frá embætti sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni fyrir aldurs sakir og Þorkeli Helgasyni var veitt lausn frá embætti prófessors við HÍ samkvæmt umsókn. -----».».»---- Raunverð íbúð- arhúsnæðis 12% lægraen 1988 RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis hér á landi hefur farið lækkandi síðustu ár og er nú reiknað með að það hafi verið að meðaltali 12% lægra á árinu 1996 en árið 1988, miðað við vísi- tölu neysluverðs. Þetta kemur fram í Hagtölum mánaðarins, sem Seðla- banki íslands géfur út. Þar kemur einnig fram að reikna megi með að raunverð íbúðarhús- næðis hafi verið að meðaltali um 2% lægra á nýliðnu ári en í hitteðfyrra. Verð á íbúðarhúsnæði í Qölbýlishús- um á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið breyst frá síðari hluta ársins 1991. Fram kemur í Hagtölum að skuldir vegna húsnæðis hafa aukist verulega síðustu 15 árin eða frá því að vera um 15% árið 1981 í það að vera um 45% miðað við verðmæti húsnæðis árið 1995 og 50% af landsfram- leiðsiu það ár. GENGIÐ hefur verið frá samningi milli fyrirtækisins Akurholts ehf. og Oddnýjar Freyju Kristinsdóttur um kaup þess fyrrnefnda á helm- ingi jarðeigna við Haffjarðará og Oddastaðavatn á Snæfellsnesi annars vegar og helming stanga- veiðiréttar í ánni og vatninu hins vegar, en áin er ein af bestu lax- veiðiám landsins. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Einars Sigfússonar kaup- manns, sem er eigandi Akurholts. Lögum samkvæmt hefur Kolbeins- staðahreppi og Eyja- og Mikla- holtshreppi verið boðinn forkaups- réttur að jörðunum og rennur frestur þeirra til að ganga inn í samkomulagið út upp úr miðjum janúar. Ein besta laxveiðiá landsins „Málið á þann aðdraganda, að ég hef lengi haft áhuga á þessum jörðum og veiðiréttindum þeirra. Þá hef ég lengi þekkt þau hjónin Oddnýju Freyju og Pál G. Jónsson og þau hafa vitað af áhuga mín- um. Nú var sú staða einfaldlega komin upp að það hentaði báðum að ganga frá málinu og við geng- um frá kaupsamningi 15. desem- ber síðastliðinn. Alls kaupi ég tvær jarðir, Akurholt og Landbrot, en helming í fjórum, Stóra Hrauni, Höfða, Ytri Rauðamel og Ölvis- krossi. Óttar Ingvarsson, eigandi hins helmings jarðanna og veiði- réttarins á eftir sem áður helming á móti mér í fyrrnefndum jörðum og auk þess jarðirnar Skjálg og Gerðuberg," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Einar sagði enn fremur að hann myndi leggja áherslu á að halda rekstri árinnar í þeim farvegi sem verið hefur. Hann mun selja veiði- leyfi í verslun sinni Sportkringl- unni sem hann rekur ásamt eigin- konu sinni Önnu Sigþórsdóttur. Haffjarðará er sem fyrr segir ein besta laxveiðiá landsins og um langt árabil sú eina sem einungis fluguveiði hefur verið leyfð í. Fleiri ár hafa bæst í hópinn síðustu tvö sumur. Laxveiði á stöng í Haffjarðará á sér langa sögu og hófst snemma á öldinni er Thor Jensen festi kaup á jörðum við ána, friðaði hana fyrir netaveiði og leyfði einungis takmarkaða stangaveiði. Reisti hann tvö veiðihús við ána sem eru í hópi hinna elstu í landinu. Neðra húsið er notað enn í dag. Veitt er á 6-8 stangir í ánni og sumarveið- in sveiflast á bilinu 600 til 800 laxar. PCI lím og fuguefni — IV Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 s BALLETTSKOLI /r//s S/cÁe&isigr Skúlatúni 4 Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 14. janúar. Byrjenda- og framhaldshópar frá 4 ára. Innritun og upplýsingar í síma 553 8360. Endurnýjun og afhending skírteina í skólanum mánudaginn 13. janúar frá kl. 17-19. Meðlimir í félagi íslenskra listdansara. ÚTSALA - ÚTSALA Lokað í dag - útsalan hefst á morgun Allt á að seljast Verslunin hættir Laugavegi 97, sími 552 2555 HINN HEIMSFRÆGI SONGKVARTETT Eínstakt tækifæri! Tryggið ykkur miða tímanlega. Aðeins þessa einu helgi • föstudagínnlO. og laugardaginn 11. janúar 1997. Hver man ekki eftir þessum lögum: The Great Pretender - Red Sails in Tbe Sunset Smoke Gets in Yon Remember Htfhen - Never Know - Harfe Plotur þeirra hafa selst i hundruðum milljóna eintaka um allan S sKogarsveppasó, Útsalan er hafin TESS v neð k neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-18. AFSLATTUR SEM YLJAR ÞÉR -15% AF ÚLPUM VELKOMIN UM BORÐ Laugavegi 1 - sími 561 7760 SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30 tonna réttinda 13. jan. - 12. mars á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 7—11 Námgreinar og tímafjöldi samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins' s o. Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) 7. jan. -15 febr. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11 og annan hvern laugardag kl. 9-15. Inntökuskilyrði 30 tonna próf. Upplýsingar í símum 588 3092 og 898 0599 alla daga kl. 9-24. SIGLINGASKOLINN Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Sími 588 3092. Vatnsholti 8. VISA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.