Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 27 ERLEIMT Neitar að skrifa undir MICHAL Kovac, forseti Slóv- akíu, neitar að skrifa undir umdeild lög um undirróður gegn ríkinu en Evrópusam- bandið, ESB, og Bandaríkin hafa gagnrýnt þau sem and- lýðræðisleg. Skýrði talsmaður forsetans frá þessu í gær en lögin, sem minna á sams kon- ar lög á tímum kommúnista, kveða á um bann við að skipu- leggja mótmæli gegn stjórn- völdum og öðrum aðgerðum gegn ríkinu. Kovac neitaði að undirrita sams konar lög á síð- asta ári en ríkisstjórn Vladim- irs Meciars lagði þau fram öðru sinni, lítið breytt. Beinast þau aðallega gegn kröfum ungverska minnihlutans í landinu, 600.000 manns, um menningarlegt sjálfstæði. „Styijöld“ í Búdapest OFBELDIÐ í undirheimum Búpapest í Ungverjalandi hefur slegið öll fyrri met að sögn lög- reglunnar þar en á nýársnótt var skriðdrekabyssu beint gegn samkvæmi, sem eigendur og starfsfólk næturklúbbs efndu til. Svo vel vildi til, að sprengj- an sprakk ekki en talið er, að hún hefði annars orðið ijölda manns að bana. Mikið hefur verið um árásir á næturklúbba og slíka staði að undanfömu. Ekki mynd um West TALSMAÐUR breska fyrir- tækisins Portman Entertain- ment Group sagði í gær, að það hefði engin áform um að gera kvikmynd um ævi fjölda- morðingjanna Fred og Rose- mary West. Tilefnið var, að lögskipaður skiptaráðandi í búi þeirra seldi fyrirtækinu réttinn til að gera um þau kvikmynd en það hefur valdið mikilli hneykslan um allt land. Hefur ríkisstjórnin heitið að endur- skoða lög um valdsvið skipta- ráðenda. Tapie sakað- ur um mútur FRANSKA blaðið Le Monde sagði í gær að knattspyrnufé- lagið Marseille hefði notað rúman millj- arð króna til að múta leik- mönnum ann- arra liða á ár- unum 1987- 1993 og hag- ræða þannig úrslitum leikja. Fjár- mála- og stjórnmálamaðurinn Bernard Tapie var stjórnar- formaður félagsins. Loftárásir á Kúrda TYRKIR gerðu loftárásir á búðir kúrdískra skæruliða í Norður-írak í gær og tyrk- neskar hersveitir héldu áfram sókn gegn þeim á landi. Segj- ast Tyrkir hafa fellt 72 skæru- liða síðan á mánudag og að- eins misst tvo hermenn sjálfir. Meira en 12.000 manns hafa fallið í þessu stríði Tyrkja og Kúrda síðustu 12 árin. Ríkisfjölmiðlarnir í Serbíu undir hæl Slobodans Milosevic forseta Reynt að kæfa mótmæli með þögn Belgrad. Reuter. RÍKISSJÓNVARPIÐ í Serbíu, RTS, hélt uppteknum hætti um áramótin og skýrði ekki frá fjölda- fundi stjórnarandstæðinga í mið- borg Belgrad á gamlárskvöld. Talið er að fundurinn hafi verið sá fjöl- mennasti frá upphafi mótmælanna fyrir nær 50 dögum, alls hafi 250.000 manns verið á götunum. Sjónvarpið sagði að „nokkrir Belgrad-búar“ hefðu komið saman og fagnað áramótunum en sýndi myndir frá hefðbundnum fjölda- samkomum í New York, London og fleiri milljónaborgum í öðrum löndum. „RTS er helsti framleiðandi skáldskapar í landinu okkar,“ sagði einn af mótmælendunum í Belgrad. Slobodan Milosevic forseti lét á aðfangadag flytja tugþúsundir stuðningsmanna sinna frá sveita- héruðum til Belgrad til að láta þá taka þátt í aðgerðum til stuðnings sér og stjórn sinni. Ætlunin var að hundruð þúsunda manna yrðu á götunum en stjórnarandstæðingar voru langtum fjölmennari og kom til slagsmála þar sem einn lét lífið. „Hvað er að gerast?“ spurði elli- lífeyrisþegi örvæntingarfullur er hún sá þúsundir stjórnarandstæð- inga ganga í fylkingu í áttina til sín. „Eg vissi ekki að nokkur væri óánægður með ríkisstjórnina okk- ar. Enginn sagði okkur að hér gæti komið til vandræða." Stjórnarandstæðingar segja að hugmynd Milosevic muni hafa allt önnur áhrif en hann hugði, fólkið sem sent var til höfuðborgarinnar hafi nú sagt grönnum sínum frá því sem sé að gerast í Belgrad og tíðindin breiðist út um landið. Sjálf- stæða timaritið Vreme, sem túlkar sjónarmið stjórnarandstöðunnar, berst lítið til sveitahéraðanna og sendingar útvarpsstöðvarinnar B-92 ná aðeins til Belgrad og næsta nágrennis. Upplag Vreme hefur tvöfaldast á skömmum tíma, er nú um 60.000 og talið er að 700.000 til ein millj- ón manna hlusti á B-92 að stað- aldri, áður voru hlustendur um 300.000. Ingvar Helgason hf. og Bílheimar ehf. bjóða uppá rekstrarleigu nýrra bifreiða. Komið og fáið allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Ingvars Helgasonar hf. og Bilheima ehf. y Engin útborgun aðeins mánaðarlegar afborganir. ✓ Fjármagn er ekki bundið í bifreið. ✓ Engin áhætta vegna endursölu bifreiðar. ✓ Hefðbundið viðhald og þjónusta er innifalin. ✓ Reglulega er skipt um bifreið svo alltaf er ekið á nýrri bifreið. / Leigugreiðslur með vsk frádráttabærar frá tekjuskatti og vsk fæst endurgreiddur. ©Helgason hf. Sími 525 8000 Bilheimar ehf Scevarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.