Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 66

Morgunblaðið - 03.01.1997, Síða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 HASKOLABIO / / Háskólabíó BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC S LEE PERS Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 3, 5, 8 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. Martin Landau Jonat or»T ATH. BORN YNGRI EN FJÖGURRA ÁRA FÁ FRÍTT INN. BRIMBROT STARMAN ★ ★★ÁSBylgjan ★★★ ÁÞ Dagsljós „Brimbrot er ómissandi" ★ GB DV ★ ★★V2SVMBL SÝND KL. 6 og 9. DENNIS QUAID SEAN DRAG^NHHAPJ Dragonheart er bráðfyndin ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára I EKKI MISSA AF PESSUIV | Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd fyrir alla fjölskylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sígilda. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Ghita Sorbi* HAM: SÝND KL. 9 og 11. Stórkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar. Við innrás Þjóðverja í Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til að leggja niður vopn og síðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils í lífi Hamsuns.Aðalhlutverk Max von Sydow og Ghita Norby Svnd kl. 6 oq 9. HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Þrengt um þrettán göt XÐ afloknum nokkrum veisluhöldum við jóla- og áramótahlaðborð sjón- varpsstöðvanna, þar sem voru á sjötta tug smá-, for-, aðal- og eftirrétta, er okkur þessa helgina mestmegnis boðið á ný upp á gamlar kjöttægjur, létt- væga brauðmylsnu og heldur geijað bland. Einhver megrun er trúlega nauðsynleg en matur þarf samt að vera til í búðunum. Föstudagur Sjónvarpið ►21.10 Leiðir Daníels og Ágústu skerast nokkrum sinnum fyrir tilviljun og þau verða skotin þótt þau hafi bæði önnur járn í eldinum. Þetta er það sem vitað er um róman- tísku gamanmyndina Regnhlíf handa þremur (Un paragvs para tres) frá Spáni. Spurningin er: Hver er númer þijú undir regnhlífinni? Svar: Sá eða sú sem er ofaukið. Sjónvarpið ►23.30 Fyrirtveimur mánuðum eða svo sýndi Sjónvarpið gamanhasarmyndina Skaðræðisgripur eða Lethal Weapon, þar sem Mel Gib- son og Danny Glover léku skrýtið löggupar í ævintýrum. Nú er komið að framhaldinu Skaðræðisgripur II (Lethal Weapon II, 1989) sem - eins og framhalda er siður - reynir að slá út forverann en þynnir hann út í stað- inn. Og sögufléttan er enn lygilegri; skúrkarnir njóta dipiómatískrar frið- helgi. Góð afþreyingen ofbeldisfull. Leikstjóri er sem fyrr Richard Donner. ★ ★1/2 Stöð 2 ►13.00, 22.45 og 0.20- Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ^21.05 Phoebe Cates leikur flækingsstúlku sem fínnst á kornakri nærri Bristol á Bretlandi árið 1817 og kveðst vera Caraboo prinsessa í bandarísku ævintýrasatírunni Prins- essan (Princess Caraboo, 1994), sem byggð er á sönnum atburðum. Þessa hef ég ekki séð en mönnum ber saman um að hún sé prýðilega gerð og leikin - auk Cates af Jim Broadbent, Wendy Hughes, Kevin Kline, John Lithgow og Stephen Rea m.a. Leikstjóri er Michael Austin. Maltin gefur ★ ★ ★ og Martin og Potter líka (af fimm mögulegum). Stöð 3 ► 21 .05 Breski spaghetti- vestrinn Hnefafylli (A Fistful OfFin- gers, 1995) - beina þýðingin Hnefa- fylli af fingrum væri fyndnari titill - var gerður fyrir eina milljón íslenskra króna með hestum úr pappa og skóla- nemendum í aðalhlutverkum. Ég hef ekki séð þessa furðulegu skopstælingu en heimildir herma að hún beri vitni um töluverða hæfileika leikstjórans Edgars Wright. Stöð 3 ► 22.45 Kanadíski leikstjór- inn Patricia Rozema vakti mikla at- hygli fyrir áratug með frumraun sinni I Heard The Mermaids Singing, femín- ískri gamanmynd. í Náttmyrkri (When The Night Is Falling, 1995) daðrar hún við lesbíuerótík með sögu af konu, sem er prófessor við Kalvín- istaskóla og hyggst giftast samkenn- ara sínum, þegar hún fellur fyrir flöl- leikahússkonu. Maltin segir þetta skemmtilega mynd og gefur ★ ★ ★. Stöð 3 ►0.15 Eftir ofannefndar óhefðbundnar Stöðvar 3-myndir erum við komin á hefðbundnari veiðilendur stöðvarinnar með Föðurást (Thicker Than Biood), þar sem Peter Strauss leikur föður sem berst fyrir forræði sonar síns - jafnvel eftir að hann kemst að því að hann er ekki sonur hans. Miðlungs sjónvarpsdrama. ★ ★ SÝN ►21.00 Njósnaþrillerinn Áhugamaðurinn (The Amateur, 1982) er heldur slappur eltingaleikur Johns Savage við hermdarverkamenn- ina sem myrtu kærustu hans. Leik- stjóri Charles Jarrott. ★1/2 Laugardagur Sjónvarpið ►20.40 Bandaríski leik- stjórinn George Roy Hill (Butch Cassidy . .., The Sting) reyndi fyrir sér með rómantíska gamanmynd þar sem er Ástarævintýri (A LittleRo- mance, 1979) um unglingaástir í Par- ís. Sjarmerandi fis en fis samt. Fyrsta mynd Diane Lane og Sir Laurence Olivier er kostulegur sem gamall svindlari. ★★■Æ Sjónvarpið ►22.35 Casablancaer hún ekki þótt hún reyni það, pólitísk og rómantísk mynd Sidneys Pollack Havana (1990), þar sem Robert Red- ford og Lena Olin reyna að vera Humphrey Bogart og Ingrid Bergman á Kúbu Battistatímans. Dálítið þunglamalegt drama en ekki alls varn- að. ★ ★ 'h Stöð2 ►15.05 Einhver frumlegasti og persónulegasti leikstjórinn í Holly- wood, Tim Burton, á frumkvæðið og ýmsar hugmyndir að hreyfimyndinni Jólamartröð (The Nightmare Before Christmas, 1993) þótt hann leikstýri henni ekki sjálfur heldur Henry Selick. Hér rambar Hrekkjavökugaur inn í Jólaland og snýr þar öllu á annan endann. Bragðmikið augnakonfekt - og eyrna reyndar líka þar sem er tón- list Dannys Elfman. ★ ★ ★ Stöð 2 ^21 .20 Hjónin Ted Danson og Mary Steenburgen, sem við sáum síðast um jólin í tilkomumikilli sjón- varpsmynd um Ferðir Gúllívers, leika afar ólíka foreldra 11 ára drengs í Ökuferð til tunglsins (Pontiac Moon, 1994), en titillinn vísar til þess að faðirinn fer með drenginn i ferðalag sem hann stillir saman við fyrstu lend- ingu manna átunglinu árið 1969. Eg hef ekki séð þessa mynd Peters Medak en Maltin segir að 11 ára börn gætu haft gaman af henni og gefur ★ 'h, Martin og Potter segja að það lífleg- asta í myndinni sé hárkollan á Danson en gefa ★ ★ 'h (af fimm). Stöð 2 ►23.10 Dauðyflið hann Christopher Lambert og John Lone beijast við ninja-stríðsmenn í fárán- legri hasarmynd, Eftirförin (The Hunted, 1995). Algjört neyðarbrauð. Leikstjóri J.F. Lawton. ★ Stöð2 ►1.10 Leikstjórinn Abel Ferrara tekur einatt ofbeldishneigð amerískra kvikmynda út í afbrigðileg- ar öfgar en í Líkamsþjófar (Body Snatchers, 1995) endurgerir hann fræga vísindahrollvekju Dons Siegel (1956), sem Philip Kaufman hefur áður endurgert (1978). Sagan um það hvernig samfélag er smám saman gegnsýrt utanaðkomandi áhrifum - utan úr geimnum - hefur pólitískt tákngildi, sem Ferrara tekst að halda þokkalega til haga. Mörg mögnuð at- riði þótt heildaráhrifin séu ekki full- nægjandi. ★★1A Stöð 3 ►20.20 Kanadíski leikstjór- inn Sandy Wilson gerði árið 1986 prýðilega sjálfsævisögulega þroska- sögu, My American Cousin og í Líf og fjör (American Boyfriends, 1989) er söguhetjan Sandy orðin að unglingi og mætir í brúðkaup ameríska frænd- ans úr fyrri myndinni. Þetta framhald hef ég ekki séð en Martin og Potter gefa ★ ★ ★ '/2 og Maltin ★ ★. Stöð 3 ► 1.50 Kanadískar myndir setja nú ánægjulegan svip á dagskrá Stöðvar 3 þótt óþarfi sé að dæla þeim inn í bunum. Graham Greene leikur indjána vel enda er hann indjáni og í Clearcut (1992) berst hann við kana- díska pappírsverksmiðju sem leggur undir sig indjánaland með því að ræna forstjóranum. Martin og Pottergefa ★ ★ ★ og Maltin ★ ★ 'h. Leikstjóri Richard Bugajski. Stöð 3 ►23.20 í skugga morðingja (In The Shadow Ofa Killer)er löggudrama með Scott Bakula, þar SJÁ BLS. 68 Raggi Bjama og mættir aitur í góðu cdn Jökulsson i á Mímisbar. -þín saga!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.