Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 HASKOLABIO / / Háskólabíó BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KEVIN BACON JASON PATRIC S LEE PERS Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 3, 5, 8 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. Martin Landau Jonat or»T ATH. BORN YNGRI EN FJÖGURRA ÁRA FÁ FRÍTT INN. BRIMBROT STARMAN ★ ★★ÁSBylgjan ★★★ ÁÞ Dagsljós „Brimbrot er ómissandi" ★ GB DV ★ ★★V2SVMBL SÝND KL. 6 og 9. DENNIS QUAID SEAN DRAG^NHHAPJ Dragonheart er bráðfyndin ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára I EKKI MISSA AF PESSUIV | Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd fyrir alla fjölskylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sígilda. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Ghita Sorbi* HAM: SÝND KL. 9 og 11. Stórkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar. Við innrás Þjóðverja í Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til að leggja niður vopn og síðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils í lífi Hamsuns.Aðalhlutverk Max von Sydow og Ghita Norby Svnd kl. 6 oq 9. HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Þrengt um þrettán göt XÐ afloknum nokkrum veisluhöldum við jóla- og áramótahlaðborð sjón- varpsstöðvanna, þar sem voru á sjötta tug smá-, for-, aðal- og eftirrétta, er okkur þessa helgina mestmegnis boðið á ný upp á gamlar kjöttægjur, létt- væga brauðmylsnu og heldur geijað bland. Einhver megrun er trúlega nauðsynleg en matur þarf samt að vera til í búðunum. Föstudagur Sjónvarpið ►21.10 Leiðir Daníels og Ágústu skerast nokkrum sinnum fyrir tilviljun og þau verða skotin þótt þau hafi bæði önnur járn í eldinum. Þetta er það sem vitað er um róman- tísku gamanmyndina Regnhlíf handa þremur (Un paragvs para tres) frá Spáni. Spurningin er: Hver er númer þijú undir regnhlífinni? Svar: Sá eða sú sem er ofaukið. Sjónvarpið ►23.30 Fyrirtveimur mánuðum eða svo sýndi Sjónvarpið gamanhasarmyndina Skaðræðisgripur eða Lethal Weapon, þar sem Mel Gib- son og Danny Glover léku skrýtið löggupar í ævintýrum. Nú er komið að framhaldinu Skaðræðisgripur II (Lethal Weapon II, 1989) sem - eins og framhalda er siður - reynir að slá út forverann en þynnir hann út í stað- inn. Og sögufléttan er enn lygilegri; skúrkarnir njóta dipiómatískrar frið- helgi. Góð afþreyingen ofbeldisfull. Leikstjóri er sem fyrr Richard Donner. ★ ★1/2 Stöð 2 ►13.00, 22.45 og 0.20- Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ^21.05 Phoebe Cates leikur flækingsstúlku sem fínnst á kornakri nærri Bristol á Bretlandi árið 1817 og kveðst vera Caraboo prinsessa í bandarísku ævintýrasatírunni Prins- essan (Princess Caraboo, 1994), sem byggð er á sönnum atburðum. Þessa hef ég ekki séð en mönnum ber saman um að hún sé prýðilega gerð og leikin - auk Cates af Jim Broadbent, Wendy Hughes, Kevin Kline, John Lithgow og Stephen Rea m.a. Leikstjóri er Michael Austin. Maltin gefur ★ ★ ★ og Martin og Potter líka (af fimm mögulegum). Stöð 3 ► 21 .05 Breski spaghetti- vestrinn Hnefafylli (A Fistful OfFin- gers, 1995) - beina þýðingin Hnefa- fylli af fingrum væri fyndnari titill - var gerður fyrir eina milljón íslenskra króna með hestum úr pappa og skóla- nemendum í aðalhlutverkum. Ég hef ekki séð þessa furðulegu skopstælingu en heimildir herma að hún beri vitni um töluverða hæfileika leikstjórans Edgars Wright. Stöð 3 ► 22.45 Kanadíski leikstjór- inn Patricia Rozema vakti mikla at- hygli fyrir áratug með frumraun sinni I Heard The Mermaids Singing, femín- ískri gamanmynd. í Náttmyrkri (When The Night Is Falling, 1995) daðrar hún við lesbíuerótík með sögu af konu, sem er prófessor við Kalvín- istaskóla og hyggst giftast samkenn- ara sínum, þegar hún fellur fyrir flöl- leikahússkonu. Maltin segir þetta skemmtilega mynd og gefur ★ ★ ★. Stöð 3 ►0.15 Eftir ofannefndar óhefðbundnar Stöðvar 3-myndir erum við komin á hefðbundnari veiðilendur stöðvarinnar með Föðurást (Thicker Than Biood), þar sem Peter Strauss leikur föður sem berst fyrir forræði sonar síns - jafnvel eftir að hann kemst að því að hann er ekki sonur hans. Miðlungs sjónvarpsdrama. ★ ★ SÝN ►21.00 Njósnaþrillerinn Áhugamaðurinn (The Amateur, 1982) er heldur slappur eltingaleikur Johns Savage við hermdarverkamenn- ina sem myrtu kærustu hans. Leik- stjóri Charles Jarrott. ★1/2 Laugardagur Sjónvarpið ►20.40 Bandaríski leik- stjórinn George Roy Hill (Butch Cassidy . .., The Sting) reyndi fyrir sér með rómantíska gamanmynd þar sem er Ástarævintýri (A LittleRo- mance, 1979) um unglingaástir í Par- ís. Sjarmerandi fis en fis samt. Fyrsta mynd Diane Lane og Sir Laurence Olivier er kostulegur sem gamall svindlari. ★★■Æ Sjónvarpið ►22.35 Casablancaer hún ekki þótt hún reyni það, pólitísk og rómantísk mynd Sidneys Pollack Havana (1990), þar sem Robert Red- ford og Lena Olin reyna að vera Humphrey Bogart og Ingrid Bergman á Kúbu Battistatímans. Dálítið þunglamalegt drama en ekki alls varn- að. ★ ★ 'h Stöð2 ►15.05 Einhver frumlegasti og persónulegasti leikstjórinn í Holly- wood, Tim Burton, á frumkvæðið og ýmsar hugmyndir að hreyfimyndinni Jólamartröð (The Nightmare Before Christmas, 1993) þótt hann leikstýri henni ekki sjálfur heldur Henry Selick. Hér rambar Hrekkjavökugaur inn í Jólaland og snýr þar öllu á annan endann. Bragðmikið augnakonfekt - og eyrna reyndar líka þar sem er tón- list Dannys Elfman. ★ ★ ★ Stöð 2 ^21 .20 Hjónin Ted Danson og Mary Steenburgen, sem við sáum síðast um jólin í tilkomumikilli sjón- varpsmynd um Ferðir Gúllívers, leika afar ólíka foreldra 11 ára drengs í Ökuferð til tunglsins (Pontiac Moon, 1994), en titillinn vísar til þess að faðirinn fer með drenginn i ferðalag sem hann stillir saman við fyrstu lend- ingu manna átunglinu árið 1969. Eg hef ekki séð þessa mynd Peters Medak en Maltin segir að 11 ára börn gætu haft gaman af henni og gefur ★ 'h, Martin og Potter segja að það lífleg- asta í myndinni sé hárkollan á Danson en gefa ★ ★ 'h (af fimm). Stöð 2 ►23.10 Dauðyflið hann Christopher Lambert og John Lone beijast við ninja-stríðsmenn í fárán- legri hasarmynd, Eftirförin (The Hunted, 1995). Algjört neyðarbrauð. Leikstjóri J.F. Lawton. ★ Stöð2 ►1.10 Leikstjórinn Abel Ferrara tekur einatt ofbeldishneigð amerískra kvikmynda út í afbrigðileg- ar öfgar en í Líkamsþjófar (Body Snatchers, 1995) endurgerir hann fræga vísindahrollvekju Dons Siegel (1956), sem Philip Kaufman hefur áður endurgert (1978). Sagan um það hvernig samfélag er smám saman gegnsýrt utanaðkomandi áhrifum - utan úr geimnum - hefur pólitískt tákngildi, sem Ferrara tekst að halda þokkalega til haga. Mörg mögnuð at- riði þótt heildaráhrifin séu ekki full- nægjandi. ★★1A Stöð 3 ►20.20 Kanadíski leikstjór- inn Sandy Wilson gerði árið 1986 prýðilega sjálfsævisögulega þroska- sögu, My American Cousin og í Líf og fjör (American Boyfriends, 1989) er söguhetjan Sandy orðin að unglingi og mætir í brúðkaup ameríska frænd- ans úr fyrri myndinni. Þetta framhald hef ég ekki séð en Martin og Potter gefa ★ ★ ★ '/2 og Maltin ★ ★. Stöð 3 ► 1.50 Kanadískar myndir setja nú ánægjulegan svip á dagskrá Stöðvar 3 þótt óþarfi sé að dæla þeim inn í bunum. Graham Greene leikur indjána vel enda er hann indjáni og í Clearcut (1992) berst hann við kana- díska pappírsverksmiðju sem leggur undir sig indjánaland með því að ræna forstjóranum. Martin og Pottergefa ★ ★ ★ og Maltin ★ ★ 'h. Leikstjóri Richard Bugajski. Stöð 3 ►23.20 í skugga morðingja (In The Shadow Ofa Killer)er löggudrama með Scott Bakula, þar SJÁ BLS. 68 Raggi Bjama og mættir aitur í góðu cdn Jökulsson i á Mímisbar. -þín saga!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.