Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur Skilorðs- bundinn dómur fyrir misnotkun Þriðja veltan sl. 3 ár Fagradal. Morgunblaðið. FLUTNINGABIFREIÐ frá Austfrakt fullhiaðin kjöti og fiski fór út af veginum fyrir framan Víkurskála í Vík í Mýrdal á mið- vikudagskvöld. Þetta er þriðja veltan á jafnmörgum árum sem þessi bíll lendir í. Bíllinn var að koma frá Aust- fjörðum á leið til Reykjavíkur. Þegar bílstjórinn ætlaði að stöðva við Víkurskála, virðist sem hemlar tengivagnsins hafi gripið fyrr en hemlar bílsins með þeim afleiðing- um að bíllinn snerist og vait í brattan vegkantinn en mikil hálka var á veginum og rok í éljum. Bílstjórinn slapp nær ómeiddur en bíllinn var á mjög lítilli ferð þegar hann valt. Við fyrstu athug- un virðist bíllinn mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Vika er síðan tengivagninn kom úr viðgerð sem kostaði u.þ.b. 2 milljónir kr. Björgunarsveitarmenn í Vík voru kallaðir til aðstoðar við að afferma bílinn svo hægt væri að rétta hann við. Farmurinn virðist nær óskemmdur. BJÖRGUNARSVEITARMENN úr Vík aðstoða við að afferma bilinn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sagði si g úr nefnd vegna þóknunarinnar MAGNÚS Thoroddsen hæsta- réttarlögmaður hefur sagt af sér sem formaður úrskurðarnefndar um hollustuhætti. Ástæðan er sú að reikningur sem Magnús setti upp fyrir sín störf innan nefndar- innar samkvæmt sinni gjaldskrá var ekki viðurkenndur. Þess í stað var þóknun hans úrskurðuð af þóknunarnefnd og við svo búið sagði Magnús af sér. Nýr formaður hefur verið skipaður Sigurmar Albertsson hæstarétt- arlögmaður. „Þetta var úrskurðað af þóknunamefnd rétt eins og þegar verið er að úrskurða um þóknun til opinberra starfsmanna sem vinna í nefndum í vinnutímanum á fullu kaupi. Ég sætti mig ekki við þetta,“ sagði Magnús. Sigurmar var skipaður formað- ur nefndarinnar 24. janúar sl. Formaður er tilnefndur af Hæsta- rétti og umhverfisráðherra skipar í stöðuna. Kærunefnd Úrskurðarnefndin tekur til um- fjöllunar mál sem stjórn Hollustu- verndar ríkisins hefur fjallað um áður. Nefndin er kærunefnd sam- kvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Magnús hafði verið formaður nefndarinnar frá 1992 og kveðst hann hafa fengið greitt fyrir sín störf samkvæmt uppsettum reikn- ingi fram að því að nefndin flutt- ist frá heilbrigðisráðuneyti til um- hverfisráðuneytis. HÆ STIRÉTTUR dæmdi í gær mann í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á fimm ára dóttur sinni. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í héraðsdómi fyrir brot sitt. Mál þetta kom upp þegar stúlkan sagði starfsmanni leikskóla sögu sína og síðar endurtók hún frásögn um kynferðislega tilburði af hálfu föðurins, m.a. í viðtölum við sálfræð- inga. í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákærði hefur staðfastlega neitað þeim ásökunum sem á hann eru bornar í ákæru og móðir stúlk- unnar kveðst aldrei hafa orðið neins vör sem bendi til þess að þetta geti verið rétt. Séu samskipti ákærða og barna hans mjög góð og dóttir þeirra hænd að honum. Hæstiréttur kemst að þeirri niður- stöðu að staðfesta beri héraðsdóm varðandi sakarmat að öðru leyti en því, að óvarlegt þyki að fullyrða að verknaðurinn sem ákærða sé gefinn að sök hafi verið framinn utan einu sinni. Fram kemur að foreldrar stúlkunnar hafi búið saman án þess að hegðan hennar beri merki annars en að hún búi við gott atlæti, en viðkomandi yfirvöld hafi haft að- stöðu til að fylgjast með henni. Seg- ir í dómi Hæstaréttar að með hlið- sjón af aðstæðum og tilvísun til framangreinds um hagi ákærða og dóttur hans þyki mega skilorðsbinda refsingu hans. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Framsoknarflokkur styður ekki stefnu sljórnar ÁTVR FRAMSÓKNARFLOKKURINN mun ekki styðja stefnu stjómar ÁTVR um sölu á áfengi og tóbaki, að því er fram kom í máli Guðna Ágústsson- ar, þingmanns Framsóknarflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Skiptar skoðanir voru um málið í umræðunum meðal annarra þing- manna. Guðni sagði að ef fjármála- ráðherra styddi stefnu stjómar ÁTVR gerði hann það af óbilgirni og gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og tóbaksmálum sem kynnt var í desember. Guðni sagði að tillögur um verð- lækkun á léttum vínum og bjór stefndu að aukinni_ sölu á áfengi. Lækkað verð frá ÁTVR þyrfti þó ekki að skila sér í lækkuðu verði til neytenda því álagning væri fijáls á veitingastöðum. Guðni sagði að stjórn ÁTVR hefði algjörlega mis- skilið hlutverk sitt og það væri ekki á dagskrá Framsóknarflokksins að leggja niður ÁTVR eins og stjórn fyrirtækisins boðaði. „Hér verður engin glundroða- stefna keyrð í gegnum þingið. Fram- sóknarflokkurinn mun koma að þessu máli stefnufastur og öruggur og ég trúi því að hér náist fram far- sæl lausn sem sátt náist um,“ sagði Guðni. Alvarlegasta heilbrigðisvandamál heims Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalagsins, sem hóf umræðuna, sagði að tillögurnar vektu upp spurningar um stefnu rík- isstjórnarinnar í forvamamálum. „Hvaða stöðu telur hæstvirtur fjár- málaráðherra að þessi tillögugerð hafi í samhengi við verksvið heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra um forvamir og þá áætlun sem í gildi er um að draga úr áfengisnotk- un?“ sagði Steingrímur. Hann sagði að svo virtist sem sum- ir þingmenn gerðu sér það ekki ljóst að ofnotkun áfengis og tóbaksreyk- inga væri alvarlegasta heilbrigðis- vandamál heimsins. Hann sagði að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði ítrekað á undanförnum árum hvatt ríkisstjórnir heims til þess að taka sér aðhaldssama stefnu Norður- landanna, einkum Svíþjóðar, Noregs og íslands til fyrirmyndar, vegna þess að þessum þjóðum hefði tekist með miklu forvarnastarfi og að- haldssamri stefnu að ná meiri ár- angri í baráttu við þetta vandamál en nokkrum öðrum þjóðum í heimin- um. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að fylgt hefði verið stefnu sem mótuð hefði verið fyrir tíu árum um að semja við aðila um að reka útsöluverslanir ÁTVR og það væri gert víða um landið. Á næstunni mætti búast við því að verslanir yrðu opnaðar í Kópavogi og á Patreksfirði og yrðu þá tíu af 26 útsölustöðum sem væru í rekstri einkaaðila. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að endurskoða hvort vöruverðið þurfi endanlega að vera það sama allstaðar. Mér finnst koma til greina að sett verði mörk svo að um há- marks- og lágmarksverð verði að ræða í þeim tilgangi að hægt sé að móta stefnuna betur, opna verslanir og bæta þjónustuna víðar en hægt er ef ætlunin er einungis að ná há- marksarði af fyrirtækinu sem þó er eitt aðalatriðið í rekstri þess,“ sagði Friðrik. Hann sagði að fjármálaráðuneytið ætti aðild að vinnu að stefnu ráðu- neytanna í forvamamálum. „Það verður séð til þess að sú stefna sem ríkisstjórnin tekur í málefnum ÁTVR stangist ekki á við það sem kemur fram í yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar- innar frá því í desember um forvarna- mál,“ sagði Friðrik. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags, sagði að ástæða þess að hægt væri að selja smyglað áfengi á veitingastöðum og víðar án þess að ríkissjóður fengi nokkuð í sinn hlut, væri sú að fjármálaráð- herra hefði afnumið merkingar á áfengisflöskur. „Það er ekki nokkur leið að fylgj- ast með því að smyglað áfengi flæði um sali veitingahúsa um land allt í skjóli fjármálaráðherra því hann beitti sér fyrir því að merkingar voru afnumdar.“ Ögmundur sagði að sumir teldu að tap ríkissjóðs vegna sölu á smygl- uðu áfengi I veitingahúsum næmi allt að 250 milljónum króna sem er helmingurinn af öllu fjármagni sem rennur til forvarnamála á íslandi. Fj'árveiting til Vetraríþróttamið- stöðar Islands á Akureyri Fær 150 millj- ónir á 5 árum NÚ hillir undir að Vetraríþrótt- amiðstöð íslands á Akureyri fái umtalsvert fjármagn til fram- kvæmda á næstu árum. Að sögn Guðmundar Stefáns- son, bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins, voru ríkisstjórninni nýlega kynnt drög að samkomu- lagi, varðandi fjárveitingar til Vetraríþróttamiðstöðvarinnar. Þar er gert ráð fyrir að Akur- eyrarbær greiði 100 milljónir króna til verkefnisins á árunum 1998-2002, ef ríkið greiðir á móti 50 milljónir króna á sama tímabili. Guðmundur segir að ríkis- stjórnin hafí samþykkt að leggja fram þessar 50 milljónir á áður- nefndu tímabili en eftir er að ganga formlega frá málinu af hálfu bæjarins. „Ríkið fer vænt- anlega að greiða til Vetrar- íþróttamiðstöðvarinnar strax á næsta ári en bærinn byijar ekki að borga fyrr en árið 2000 og mun þá borga sína upphæð á þremur árum.“ Guðmundur segir að í upp- hafi sé hugmyndin að gera samning við Skautafélag Akur- eyrar í haust um að byggja yfir skautasvell félagsins við Kró- keyri. „Stjórn Vetraríþróttamið- stöðvarinnar mun svo gera til- lögur til bæjarstjómar um frek- ari ráðstöfun fjárins.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.