Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjómælingar íslands vara við mikilli sjávarhæð við stórstreymi
Nauðsynlegt að fylgj-
ast vel með veðurspá
Sjávarflóð í Reykjavík
26. janúar tiM 1. febrúar 1997
Mesta flóðhæð
4,7 metrar kl. 7:37
Deilt um kynn-
ingu á stóriðju-
möguleikum
SPÁÐ er allt að 4,7 metra flóðhæð
áttunda til tíunda febrúar næst-
komandi, sem er mesta reiknanleg
flóðhæð fyrir Reykjavík, en þar
er meðalstórstraumsflóð 4,0 metr-
ar. Sjómælingar íslands vekja sér-
staka athygli á þessari miklu sjáv-
arhæð og benda á nauðsyn þess
að fylgjast vel með veðri samfara
stórstreymi í þeim höfnum og á
þeim stöðum sem þekktir eru fyrir
flóðahættu, eins og víða er við
strendur Suður- og Suðvestur-
lands.
Eitt millibar breytir
flóðahæð um sentímetra
í flóðaspá Sjómælinga íslands
er miðað við meðalioftþrýsting,
sem er um 1.013 millibör við yfir-
borð sjávar, og kemur frávik frá
meðalloftþrýstingi fram í flóðhæð
til aukningar við lægri loftþrýsting
og Öfugt.
Reiknað er með að eitt millibar
breyti flóðhæð um einn senti-
metra. Langvarandi hafáttir geta
einnig aukið flóðhæð.
Flóðhæð gæti orðið um fimm
metrar á þriðjudagsmorgun
Guðmundur Hafsteinsson, veð-
urfræðingur á Veðurstofu íslands,
segir útlit fyrir tiltölulega rólegt
veður og sæmilega háan loftþrýst-
ing að morgni sunnudagsins 9.
febrúar þegar spáð er 4,7 metra
flóðhæð, þannig að þann dag sé
ekki ástæða til að óttast flóð.
„Hins vegar benda spár til þess
að nokkuð djúp lægð fari norður
yfir austanvert landið á mánudag-
inn og það er rétt að fylgjast mjög
vel með því hvernig henni reiðir
af, það er hvort hún verður eins
djúp og nú lítur út fyrir, eða ná-
lægt 950 miilibörum. Eins og horf-
ir nú gæti orðið hvöss norðanátt
á Norðurlandi aðfaranótt þriðju-
dagsins og því helst ástæða til að
vera á varðbergi þá,“ segir Guð-
mundur.
Búist er við 60
sentímetra hækkun
Sé gert ráð fyrir því að 950
millibara djúp lægð fari yfir landið
á þriðjudagsmorgun bætast sam-
kvæmt áðurnefndri reiknireglu um
það bil 60 sentimetrar við áætlaða
flóðhæð, sem er 4,4 metrar klukk-
an 9.05, og yrði því um 5,0 metr-
ar. Guðmundur segir þó ástæðu
til að slá marga varnagla, þar sem
veðurspá geti enn breyst.
NOKKRAR deilur spunnust á Al-
þingi í fyrradag um hvernig staðið
hefði verið að kynningu á íslandi
fyrir erlenda íjárfesta á sviði stór-
iðju.
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalags og
óháðra, gerði í utandagskrárum-
ræðu að umtalsefni bækling Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins
og Landsvirkjunar, MIL, frá því í
janúar 1995 og sagði að þar væri
því haldið fram að hér á landi stæði
til boða lægsta orkuverð í Evrópu,
einhver lægsti launakostnaður,
lægstu skattar á fyrirtæki og að
hér gætu erlend fyrirtæki gengið
í umhverfisvænar orkulindir hindr-
analítið af skriffinnsku og leyfis-
veitingum.
Rétt sagt frá
aðstæðum á Islandi
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði að umræddur bækling-
ur Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar væri
ágætis kynningarrit fyrir Island
og í honum væri sagt bæði satt
og rétt frá um aðstæður á íslandi
þegar bæklingurinn var gefinn út.
Sagði hann að um staðhæfingar
um orkuverð á útsölu væri það að
segja að samningar um orkusölu
til stóriðju hefðu bætt hag Lands-
virkjunar mjög mikið og átta millj-
arða króna hagnaður væri af nýj-
um samningi við Isal og þetta
leiddi til þess að orkuverð í landinu
gæti lækkað. Þá sagði iðnaðarráð-
herra það alrangt að verið væri
að lofa erlendum fyrirtækjum
starfsleyfi með lágmarks mengun-
arkröfum.
Ástæðulaust að gera
starfsemi MIL tortryggilega
Margir þingmenn blönduðu sér
í umræðuna og sagði Geir H. Ha-
arde, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokks, að fullkomlega
ástæðulaust væri að gera starfsemi
Markaðsskrifstofunnar tortryggi-
lega. Skrifstofan hefði starfað ötul-
lega að markmiðum sínum en því
miður hefði ekki tekist eins og
vonast hafí verið til að draga hing-
að erlenda fjárfesta til samstarfs.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Alþýðubandalags og
óháðra, sagði að spurningar um
samningsstöðu um orkuverð hlytu
að vakna þegar boðið væri upp á
lægsta orkuverð í Evrópu, og sagði
hann að með þessu lagi væru
menn að leggja af stað á hnjánum '
í hvaða samningaviðræður sem )
vera skyldi.
Samið við Friðþjóf
hf. á Eskifirði
Lægra
álag fyr-
ir frysta
loðnu
FRIÐÞJÓFUR hf. á Eskifírði
og Verkalýðsfélagið Árvakur
hafa undirritað vinnustaða-
samning sem tekur til vinnu
við loðnufrystingu. Sigurður
Ingvarsson, formaður Árvak-
urs, segir að samningurinn
feli ekki í sér kauphækkun frá
eldri samningi.
Breytingar á
vaktatilhögun
Sigurður sagði að samning-
urinn fjallaði um ýmis atriði
varðandi vinnutilhögun í Frið-
þjófi og einkum varðandi
vinnu við loðnuvinnslu, sem
fyrirtækið hefur lítið verið í
fram að þessu.
Hann sagði að samið hefði
verið um álag fyrir frysta
loðnu, sem væri 250 kr. á tím-
ann fyrir loðnu á Rússlands-
markað og 300 kr. fyrir verð-
mætari loðnu. Jafnframt hefði
verið samið um að breyta vin-
nutíma á þann veg að í stað
8-10 tíma vakta yrði unnið á
tveimur 11 tíma vöktum.
Féllust ekki á
óbreyttan samning
Sigurður sagði að það álag
sem samið hefði verið um í
loðnufrystingu væri heldur
lægra en sá taxti sem unnið
var eftir samkvæmt eldri
samningi.
Forsvarsmenn Samherja,
sem nýlega keyptu sig inn í
rekstur Friðþjófs, hefðu ekki
fallist á óbreyttan samning.
Slæmt ástand bygginga Sjúkrahúss Reykjavíkur
Endurbætur á öldr-
unardeild gengu fyrir
RÍKIÐ hefur veitt verulegt fjár-
magn til endurbóta á öldrunardeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur að Landa-
koti á þessu ári eða um 120
milljónir króna. Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra segir því
óhjákvæmilegt að önnur meiri-
háttar viðhaldsverkefni sjúkra-
hússins verði út undan.
Elstu byggingar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru illa farnar og lek-
ur jafnvel inn á gjörgæsludeild í
mikilli rigningu. Fram kom hjá
Ólafi Erni Arnarsyni lækni að fjár-
framlag ríkisins til viðhaldsverk-
efna sjúkrahússins hefði ekki verið
hækkað undanfarin ár. Sam-
kvæmt lögum um heilbrigðisþjón-
ustu ber hlutaðeigandi sveitarfé-
lagi að greiða 15% af framlagi
ríkissjóðs til meiriháttar viðhalds
og tækjakaupa sjúkrahúsa, en
rekstrarkostnaður er einungis
greiddur af ríkinu.
Að sögn Kristínar Á. Ólafsdótt-
ur formanns stjórnar Sjúkrahúss
Reykjavíkur er reglan því sú að
ríkið ákveður í fjárlögum þá upp-
hæð sem fer til viðhalds Sjúkra-
húss Reykjavíkur en við það fram-
lag bætist sjálfkrafa 15% frá
Reykjavíkurborg. Þannig sé það í
raun ríkið sem ráði upphæð fram-
lags til viðhaldsverkefna.
Skyldan er fyrst og
fremst við sjúídingana
Kristín segir ennfremur í sam-
tali við Morgunblaðið að stjórnend-
ur Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi
margoft gert þingmönnum ítar-
lega grein fyrir fjárþörf sjúkra-
hússins á undanförnum árum, nú
síðast á fundi með þeim í nóvem-
ber. „En því miður höfum við ekki
fengið það fé á fjárlögum þessa
árs sem þyrfti til að koma húsun-
um í eðlilegt horf,“ segir hún.
Aðspurð um það hvort komið
hafi til álita stjórnar að færa fé
frá öðrum kostnaðarliðum sjúkra-
hússins til viðhaldsverkefnanna
segir hún að það hafi alls ekki
komið til greina. „Þótt við höfum
þungar áhyggjur af ástandi hús-
anna er skylda okkar fyrst og
fremst sú að sinna þeim sjúku sem
koma á spítalann, en eins og
kunnugt er hefur einnig skort fé
til að gera það eins og við vildum.“
Gísli Hermannsson forstöðu-
maður rekstrar- og viðhaldssviðs
Sjúkrahúss Reykjavíkur segir að
sú fjárhæð sem spítalinn hafi til
viðhaldsverkefna á þessu ári dugi
einungis til nauðsynlegs viðhalds
á spítalanum innanhúss. „Við
veigrum okkur við að fara út í
dýrar framkvæmdir utanhúss á
meðan við sjáum ekki fram á að
hafa fjármagn til að klára þær.“
Aðalræðis-
maðurlslands [
heiðraður \
í New York
• STURLA Siguijónsson, aðal-
ræðismaður Islands í New York,
New Jersey,
Connecticut og
Rhode Island,
var heiðraður af
Ameríska-norr- k
æna félaginu í
New York, í *
húsakynnum
Landkönnuðar-
félagsins, á dög-
unum í tilefni
þess að hann
hefur nýtekið
við starfi aðalræðismanns.
Sturla hefur gegnt ýmsum |
störfum fyrir utanríkisþjónustuna
undanfarin ár, en auk þess að
gegna starfi aðalræðismanns er |
hann sendiráðunautur fastanefnd-
ar íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Hann er kvæntur Elínu Jóns-
dóttur og eiga þau fjögur börn.
Tíðindalítill fundur Verkamannasambands og vinnuveitenda hjá ríkissáttasemjara
Rætt um launa-
lið eftir helgi
BJÖRN Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands íslands,
segir að á samningafundi vinnu-
veitenda og sambandsins í næstu
viku verði látið reyna á hvort ein-
hver grundvöllur sé fyrir sam-
komulagi um launalið samninga.
Deiluaðilar ræddust við á fundi
hjá ríkissáttasemjara í gærdag og
var fundurinn tíðindalítill, að sögn
Björns Grétars.
Vinnuveitendur hafa ekki
boðað nýjar tillögur
Björn Grétar sagði að vinnuveit-
endur hefðu ekki boðað að þeir
myndu leggja fram nýjar tillögur
á næsta samningafundi. Menn
hefðu hins vegar orðið sammála
um það í gær að gera alvarlega
tilraun til að takast á við launalið
samninga á næsta fundi.
Hann sagði að ef ekkert gerðist
á þeim fundi hlytu félögin að þurfa
að endurmeta stöðu málanna og
ræða baráttuaðferðir í sínu bak-
landi.
Formenn landssambanda Al-
þýðusambands íslands hafa enn
ekki gengið formlega frá kröfu-
gerð á hendur stjórnvöldum.
Áherslumunur á milli
landssambandanna
Áherslumunur hefur verið milli
landssambandanna um kröfurnar.
Verkamannasamband íslands hefur
viljað leggja alla áherslu á að knýja
fram launahækkanir félagsmanna
í viðræðum við vinnuveitendur sína,
en Samiðn og Rafiðnaðarsamband
íslands telja að breytingar á skatta-
lögum séu forsenda fyrir kjara-
samningum við vinnuveitendur.
>
í
i
i
I
i
\-