Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar. FRÁ útisvæði Sundhallar Selfoss þar sem framkvæmdir eru í fullum gangi. Útisvæði sund- hallar útbúið Selfossi - Selfosskaupstaður og G- Verk á Selfossi hafa undirritað samning um framkvæmdir við úti- svæði Sundhallar Selfoss. Um er að ræða alútboð þannig að verktaki sér um alla þætti verksins, jafnt hönnun sem verklegar framkvæmdir. Fyrir þennan samning hefur verið samið um að greiða kr. 48,4 milljónir kr. Verktími framkvæmdanna er mjög skammur en verkinu skal lokið í síð- asta lagi 14. júní nk. Þessi háttur er hafður á til þess að nýta sumarið sem er helsti aðsóknartími laugar- innar. Byggð verður ný útilaug, 25 sinn- um 12'/2 metri að stærð, einnig verð- ur byggð barnalaug, 120 fermetrar að stærð, með barnarennibraut, leik- tækjum og vatnsrennibraut sem er 44’/2 metri löng og tæplega 5 metra há. Einnig verður sett upp eimgufu- bað sem verður steypt bygging með áföstum sturtuklefa. Að sögn Guðmundar Ingvarsson- ar hjá G-Verk eru framkvæmdir að mestu í höndum heimamanna. „Við verðum að halda okkur vel að verki því það er stutt þangað til að hér verður opnað glæsilegt sundlaugar- svæði," sagði Guðmundur. Margir komið að undirbúningi Karl Björnsson bæjarstjóri sagði við undirritun samningsins að margir menn hefðu komið að undir- búningi þessa verks en þáttur Sig- mundar Stefánssonar, yfirmanns sundhallarinnar, hefði verið ómet- anlegur og til mikils sóma. Hann sagði einnig að framkvæmdir við bygginguna myndu ekki auka skuldir bæjarins á þessu ári. Þess má geta að Selfossveitur færðu Selfossbæ 5,3 millj. að gjöf sem verja á í framkvæmdir við Sundhöll Selfoss. Aukin verkefni hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal Sænskt fyrirtæki kynnir sér Hrísmjólk FJÓRAR bragðtegundir af Hrís- mjólk sem Mjólkursamlagið í Búð- ardal hóf að framleiða á síðasta ári hafa fengið góðar viðtökur neyt- enda, að sögn Sigurðar Rúnars Frið- jónssonar mjólkursamlagsstjóra. Eitt stærsta matvælaframleiðslufyr- irtæki Svíþjóðar hefur áhuga á að fá leyfi til að framleiða Hrísmjólk. Rekstur Mjólkursamlagsins í Búðardal gekk vel á síðasta ári. Samlagið fékk þá aukin verkefni, í kjölfar lokunar Mjólkursamlags Borgarljarðar í Borgarnesi, og nú er unnið úr allri innveginni mjólk í samlaginu. Hrísmjólkin gengið vel „Við höfum verið að ganga í gegnum miklar breytingar vegna aukinna verkefna,“ segir Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlags- stjóri í Búðardal. Eftir að samlaginu í Borgarnesi var lokað fluttist fram- leiðsla á Engjaþykkni, sýrðum ijóma og skyri í Búðardal. Sigurður Rúnar segir að vel hafi gengið að ná tökum á framleiðslunni ef frá eru taldir ákveðnir byijunarörðug- leikar í skyrinu. Samlagið hefur sérhæft sig í framleiðslu á sérostum, Brie og Yiju, og gengið vel. Það hefur einn- ig reynt fyrir sér í ýmsum sérvörum undanfarin ár og er árangur þeirrar vinnu að skila sér með framleiðslu á Hrísmjólk sem hófst á síðasta ári og fengið hefur mjög góðar viðtök- ur, að sögn samlagsstjórans. Það hefur leitt til þess að sænska fyrir- tækið Procordia Foods, einn stærsti framleiðandi og dreifingaraðili mat- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason SÝRÐUR rjómi er ein af þeim tegnndum sem voru fluttar frá Borgarnesi í Búðardal á síðasta ári. Hér er Sigurður Rúnar Friðjónsson samlagsstjóri við stæðu af sýrðum rjóma. væla þar í landi, óskaði eftir að fá að kynna sér framleiðsluna. Sigurð- ur Rúnar segist ætla að taka á móti Svíunum enda geti það opnað möguleika á sölu þekkingar til Sví- þjóðar eða skipti á upplýsingum. Meira eftir hjá okkur „Það verður meira eftir hjá okk- ur,“ segir Sigurður Rúnar þegar hann er spurður að því hvaða þýð- ingu það hafi fyrir fýrirtækið að framleiða úr allri innveginni mjólk á svæðinu og hætta að flytja óunna mjólk til Reykjavíkur. Hann segir að ágætis afkoma sé við fram- leiðslu á sérvörunum, þótt sam- keppnin sé auðvitað töluverð. Þá segir Sigurður Rúnar að auk- in verkefni styrki samlagið í harðn- andi samkeppni, bæði innanlands og utan. „Við verðum að svara aukinni erlendri samkeppni með aukinni hagræðingu og framboði af hollum og góðum vörum á góðu verði,“ segir Sigurður Rúnar. Morgunblaðið/Sig. Fannar. KJARTAN Olafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráð- herra, og Þorsteinn Pálsson, framkvæmdasljóri KÁ. Fyrir framan þá er karfa með íslenskri pariku. Stefnan sett á Snæ- fellsnes Flateyri - Um þessar mundir er haldið námskeið í siglingafræði í Grunnskóla Flateyrar, á veg- um Farskóla Vestfjarða. Kenn- ari er Magnús Hringur Guð- mundsson, bóndi. Þegar fréttaritara bar að garði voru menn önnum kafnir við að átta sig á hugtökum eins og misvísun, segulskekkju og hvernig komast mætti frá Akranesi til Snæfellsness á sem skemmstum tíma á góðum degi. Menn gáfu sér þó tíma til að líta upp eitt augnablik frá út- reikningum sínum og brosa framan í myndavélina. Málþing um nátt- úrunýtingn MÁLÞING um náttúrunýtingu á Norðurslóðum og alþjóðlegt um- hverfí verður haldið á Hótel KEA á Akureyri 14. febrúar. Umhverfis- ráðuneytið og Samvinnunefnd um norðurmálefni standa fyrir þinginu. Tilgangur með málþinginu er að stuðla að gagnrýninni umræðu um umhverfismál. Forsenda slíkrar um- ræðu er skilningur á hnattrænum breytingum, félagslegum og efnis- legum sem móta framtíðarmöguleika íslendinga sem þjóðar. Þessar breyt- ingar, sem geta þegar til lengri tíma er litið stofnað mannlífi og náttúru í hættu, er að mestu af mannavöldum og sama gildir um þá erfiðleika sem veiðimenn villtra spendýra á norður- slóðum hafa staðið frammi fyrir. Samband garðyrkjubænda kynnir vetrarræktað grænmeti Ný papríka á markað Selfossi - Samband garðyrkju- bænda efndi til kynningar á fram- leiðsiu garðyrkjubænda í verslun KÁ á Selfossi. Með tilkomu raflýsingar í gróðurhúsum er garðyrkjubændum nú kleift að koma vöru sinni mun fyrr á markað en áður. íslendingar eru nú fyrstir í Norður Evrópu til þess að setja ferska papriku á mark- að svo snemma árs en það er raflýs- ingin sem gerir það mögulegt. Gúrk- ur eru nú framleiddar allt árið um kring og nýir tómatar verða þremur mánuðum fyrr í verslanir framvegis. Kjartan Olafsson, formaður Sam- bands garðyrkjubænda, segir að ís- lenskt grænmeti sé í hæsta gæða- flokki, allt framleiðsluferlið sé um- hverfisvænt og það sé helsti styrkur íslensk græmetis í samkeppni við ótollað, innflutt grænmeti. Neytendur vilja íslenskt Aðspurður um verð á nýju fersku grænmeti sagði Kjartan að það væri ekki sambærilegt við t.d. paprikur og gúrkur sem fluttar eru inn frá Kanaríeyjum. „Verðið er lægra á grænmetinu frá Kanarí, en fram- leiðsluferlið þar og gæðin á græn- metinu standast engan veginn sam- anburð við gæðin hjá íslenskum framleiðendum, enda hefur það sýnt sig að neytendur velja frekar ís- lenska grænmetið," sagði Kjartan. Hann sagði þó að á næstunni væri von á papriku frá Hollandi og verðið á henni yrði að öllum líkindum hærra en á þeirri íslensku. Guðmundur Bjamason, landbún- aðarráðherra, sagði við þetta tilefni að mikilvægt væri að halda áfram á umhverfisvænni braut framleiðsl- unnar. Hann sagði ennfremur að með tilkomu raflýsingar í gróðurhús sköpuðust 100 ný störf í garðyrkju þá mánuði sem að öðrum kosti væri ekkert framleitt. Morgunblaðið/Egill Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.