Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 28

Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR UNDANFARIÐ hafa orðið óvenju miklar umræður um skólamál á íslandi og má þakka það niðurstöðum sem birtar voru úr svokall- aðri TIMSS rannsókn. Rannsóknin var alþjóð- leg og í henni var leit- ast við að meta kunn- áttu barna í stærð- fræði og raungreinum. íslenskir nemendur komu álíka vel út úr könnuninni og nem- endur í nágrannalönd- um okkar en eru fyrir neðan meðallag ef bor- ið er saman við heild- ina. Sérstaklega er áberandi að árangur nokkurra Asíuþjóða á þessu sviði er mun betri en margra annarra. Forvitnilegt væri að sjá niðurstöður úr stærri könnun þar sem allar námsgreinar og færni, sem við viljum að grunnskólabörn tileinki sér, væru prófaðar. Menning okkar er um margt frá- brugðin menningu Asíuþjóða og hugmyndir fólks frá ólíkum menn- ingarsvæðum um hvað skipti máli í lífinu, stangast stundum á. Má þar t.d. nefna mannréttindamál. Kannski er það svo að í okkar upp- eldi og menntun sé meiri áhersla lögð á alhliða menntun og þroska á sem flestum sviðum en í Singapúr, þar sem nemendur náðu bestum árangri í TIMSS rannsókninni, sé meiri áhersla á að nemendur sér- hæfi sig í fáum greinum (sbr. grein Jóns Diðriks Jónssonar í Mbl. 29.1.). í grein sem birtist í News- week 3.2.’97 segir frá því að forsætisráðherra Singapúr hafi í ársbyij- un boðað að endurbæt- ur í skólamálum yrðu mikilvægasta verkefni stjórnar hans á næst- unni. Ástæðan er sú gagnrýni sem fram hefur komið á skóla- kerfið þar fyrir of mikla áherslu á stærð- fræði og raungreinar og algjöran skort á skapandi starf og þjálf- un fijórrar hugsunar. Þeir sem fjallað hafa um TIMSS rannsókn- ina hafa reynt að leita skýringa á lélegri frammistöðu ís- lenskra nemenda. Margar hug- myndir hafa þar verið settar fram og nú nýlega sú að lélegt námsefni ætti stóran þátt í vandanum. Það er alveg víst að námsefni á sinn þátt í því hversu vel eða illa nem- endum gengur að tileinka sér þá efnisþætti sem þeim er ætlað að læra, en væntanlega eru flestir sammála um að þar komi til marg- ir samverkandi þættir. í fyrsta lagi verðum við að minnast þess að nem- endur fá hér færri stundir í skóla en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Einnig má nefna skort á sérhæfðum kenn- urum i raungreinum, takmarkaðan tækja- og efnisbúnað til raun- greinakennslu í skólunum o.fl. Þess- ir þættir duga þó skammt ef grund- vallarþörfum barna um ást og ör- yggi, góðan andlegan og líkamleg- an aðbúnað er ekki fullnægt. Það þarf að skoða skóla- kerfíð í heild, segir Ingi- björg Ásgeirsdóttir, og gæta þess að jafn- vægi riki milli náms- þátta. Það er af hinu góða að sem flest- ir leiti skýringa á slakri frammi- stöðu nemenda í stærðfræði og raungreinum og að þeir sem gætu verið áhrifavaldar á þessu sviði skoði hvaða ábyrgð þeir bera hver um sig og með hvaða hætti megi auka þekkingu nemenda án þess að það bitni á öðrum þáttum sem við teljum mikilvæga í uppeldi og menntun. Námsgagnastofnun gefur út námsefni fyrir grunnskóla og dreif- ir því til skólanna. Til þess að sinna þessu hlutverki sínu fær stofnunin árlega fjárveitingu sem Alþingi ákveður. Það er því eðlilegt að hjá stofnuninni sé brugðist við og spurt: Hvað getum við gert? Við getum hvorki ráðið fjái-veit- ingum til stofnunarinnar né breytt námskrá en við verðum á hveijum tíma að forgangsraða verkefnum og reyna að meta hvað er brýnast að gefa út hveiju sinni. Annars vegar höfum við horft um öxl og velt því fyrir okkur hvort forgangs- röðin hefði átt að vera önnur, hvort meiri áhersla hefði átt að vera á endunýjun námsefnis i stærðfræði og raungreinum og þá minni á ein- hveijum öðrum sviðum. Hins vegar er horft fram á veginn og spurt hvort niðurstöður þessarar könnun- ar eigi að hafa áhrif á val verkefna hjá stofnuninni á næstunni? Þegar horft er á það námsefni sem hefur verið gefið út á undan- förnum árum er óhjákvæmilegt að spyija hvað af því hefði átt að víkja fyrir stærðfræði eða raungreina- efni. Væru íslensk skólabörn örugg- lega betur sett ef námsefni í þessum greinum væri nýrra, en gamalt og e.t.v. úrelt námsefni væri í notkun á öðrum sviðum? Staðreyndin er auðvitað sú að endurnýjun á náms- efni er of hæg. Það væri æskilegt að námsefni væri endumýjað á 5-10 ára fresti en fjárveitingar til námsefnisgerðar leyfa ekki svo hraða endurnýjun. Sumt af því námsefni sem er í notkun í skólun- um er um og yfir tuttugu ára. Grun- nefni í stærðfræði er á aldrinum 16-21 árs. Sem betur fer eru þó líka til nýlegir flokkar í stærðfræði sem koma til viðbótar grunnefninu og hafa að geyma verkefni til frek- ari þjálfunar á ýmsum sviðum stærðfræði, t.d. í reikningi, notkun vasareikna og þrautalausnum. Auk þessa má hér nefna um þijá tugi kennsluforrita í stærðfræði. Sumt af því námsefni sem gefið hefur verið út á undanförnum árum fjallar h'ka um ný svið sem ekki hefur verið til námsefni um áður en þykir nú sjálfsagt. Þar má t.d. nefna efni um umhverfisvernd, mannréttindi, fíknivarnir, umferð- arfræðslu og mannleg samskipti og samstarf. Einnig hefur hafist út- gáfa á kennsluforritum í mörgum greinum svo hægt sé að fara að nota þá kosti sem tölvurnar bjóða upp á í íslenskum skólum. Eins og áður er sagt eru það margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á námsárangur og óhugsandi að stakur þáttur eins og námsefni geti ráðið þar úrslitum þótt mikilvægur sé. Ef bæta á námsárangur þarf ekki síður að auka þann tíma sem ætlaður er til náms og kennslu. Ekki má heldur einblína á eina eða tvær námsgrein- ar og draga ályktanir af þeim. Það þarf að skoða skólastarfið í heild og gæta þess að jafnvægi ríki milli námsþátta. í skólanum eiga börn ekki bara að læra stærðfræði og landafræði, þau eiga líka að læra að vinna saman, að virkja sköpun- argáfu sína, að þroska siðferðis- kennd sína, tjá hug sinn bæði í rit- uðu og töluðu máli og ástunda lýð- ræðisleg vinnubrögð. Á því sem fram hefur komið í fréttum um skólastarf í Singapúr sýnist mér hugsanlegt að einhveiju sé þar ábótavant hvað varðar suma þess- ara þátta. Það væri óskandi að sú umræða sem orðið hefur um skólamál í kjöl- far TIMMS rannsóknarinnar verði til þess að aukin áhersla verði lögð á menntamál í heild sinni, að stærra hlutfalli af þjóðarútgjöldum verði varið til menntunar því það er auð- vitað líka umhugsunaratriði að Singapúrbúar veija 20% af ríkisút- gjöldum til menntamála (Enkarta ’97) en íslendingar 12% (Hagst. ísl.) Hér hefur því verið haldið fram annars vegar að margir þættir hafi áhrif á námsárangur og hins vegar að skólinn eigi að vera miðstöð al- mennrar menntunar þar sem ekki er einblínt á þekkingaratriði í ákveðnum greinum. Það er ekki þar með sagt að við eigum að vera sátt við það að börn- in okkar standist ekki samanburð þegar þekking þeirra er könnuð. Það getur ekki verið nóg að eiga stundum fallegustu konuna eða sterkasta karlmanninn að ekki sé talað um met í sykuráti. Hvernig væri að setja metnaðinn í að eiga raunverulega best menntaða æsku- fólkið? Höfundur er útgáfustjóri Námsgagnastofnunar. Ísland-Singapúr Áherslur í skólamálum _ Ingibjörg Ásgeirsdóttir SUNNUDAGINN 26. janúar hélt organ- leikari Kópavogskirkju, Örn Falkner, orgeltón- leika á nýtt orgel kirkj- unnar. Vegna fyrir- spurnar vil ég upplýsa eftirfarandi: Orgelið hefur 31 rödd og var smíðað af orgelsmiðju P. Bruhn & Son í Dan- mörku. Við upphaf org- elkaupanna fórum við Örn Falkner í kynnisför til Þýskalands, Dan- merkur og Svíþjóðar og skoðuðum alls 25 orgel í þeirri ferð. Áður höfðu verið skoðuð mörg org- el sem eru í kirkjum hér heima. í utanlandsferðinni kynntum við okkur m.a. tvær teg- undir sem ekki eru til hér á landi. Það voru hljóðfæri frá Metzler, sem er svissnesk orgelsmiðja, og sömu- leiðis frá Gronlund í Svíþjóð. Að lok- inni þessari ferð gátum við mælt með orgeli frá P. Bruhn. í lokin kom svo sóknarnefnd að málinu og Hauk- ur Viktorsson arkitekt. Örn hefur lokið 8. stigi í orgelleik með sérstaklega lofsverðri einknn prófdómarans, Harðar Áskelssonar. Það sem einkenndi tónleika Arnar er sérstakt næmi hans fyrir inni- haldi verkanna. Tónleikarnir hófust á hinum fagra sálmforleik „Liebster Jesu, wir sind hier“ og þar á eftir fylgdu fjórir aðrir sálmforleikir. Þeir voru allir leiknir af miklum innileik og skilningi. Síðan fylgdu á eftir „Dórísk tokkata" eftir Bach, „Prelú- día, fúga og tilbrigði í h-moll“ eftir César Frank og að lokum „Tilbrigði og fúga um Heil unserm König, Heil“ eftir Max Reger. Orgeltónleik- arnir voru frumraun Arnar og bar að vísu nokkuð á taugaóstyrk sem vænta mátti, en yfír þeim hvíldi list- rænn þokki. Ragnar Bjömsson, organleikari skólastjóri og einn af tónlistargagnrýnendum Morgunblaðsins, skrif- aði 29. janúar um nýtt orgel Kópavogskirkju pg leik Arnar Falkners. í upphafi greinar sinnar talaði hann m.a. um að meiri upplýsingar hefðu þurft að koma fram um hljóðfærið og organist- ann í efnisskrá tónleik- anna. Ég get að nokkru leyti verið sammála honum um það. í um- fjöllun sinni um hljóm orgelsins segir hann: „Ohætt er þó að segja að til eru fallega hljóm- andi raddir í orgelinu þótt ekki kynntist maður mörgum sólóröddum hljóðfærisins að þessu sinni, sem væntanlega eru þó til, því hljóðfærið mun hafa yfír 30 röddum á að skipa, en þar í liggur líklega veikleiki hljóðfæris og kirkjuskips" (tilvitnun lýkur). Nokkur af þeim verkefnum sem Örn vaidi sér til flutnings voru með sólóröddum. Valdi hann þær eftir því sem að honum hefur þótt hæfa í hveiju verki. Að sjálfsögðu eru þær miklu fleiri til. Ragnar er í vafa um það hvort notaðar hafi verið allar raddir hljóðfærisins í lokaverki tónleikanna og fannst að styrkur hefði ekki ver- ið nægur. Við þessum vafaatriðum hefði hann fengið svör hefði hann lagt leið sína í kirkjuna og kynnt sér orgelið, þá hefði hann haft hald- góðar upplýsingar í höndum fyrir umfjöllum sína. Þá hefði hann getað rökstutt betur hvað honum hefði fundist mega missa sín af röddum í orgelinu, en hann taldi það of stórt. Þar er ég honum algjörlega ósam- mála. Stærð orgels Kópavogskirkju og raddafjöldi var m.a. ákvarðaður með hliðsjón af því að um 3ja borða hljóðfæri með pedal er að ræða. Hér fer á eftir stærð nokkurra kirkna Á slíkt hljóðfæri, sem er í Kópavogskirkju, segir Haukur Guð- laugsson, er hægt að leika hin margvísleg- ustu orgelverk. miðað við fastan sætafjölda og fjöldi radda í orgelum þeirra: Kirkja Sæta- fjöldi Radda- fjöldi Kópavogskirkja 300 31 Bústaðakirkja 310 32 Hafnarfjarðarkirkja 300 30 Selfosskirkja 250 36 Akraneskirkja 200 32 Kristskirkja, Landakoti 270 36 Akureyrarkirkja 450 49 Hallgrímskirkja, Rvík 750 72 Á þessari upptalningu sést að ekki er um ýkja mikinn mun að ræða. Ekki hef ég heldur heyrt að menn telji þessi hljóðfæri of stór, né að þau séu of stór til þess að þau geti „sungið út“. Þá má vitna í þá reglu sem margir orgelsmiðir nota, að fyrir hver 100 sæti sé hæfilegt að hafa 10 raddir (einnig miða sum- ir við stærð kirkju í rúmmetrum). Orð þau sem Ragnar lét falla, að með orgelið yrði ekki aftur snúið, eru til þess fallin að gera sóknar- nefndir óöruggar í þeim málum sem þær hafa með höndum. Um hljóm og styrkleika hljóðfæris má margt segja og eru þar mjög mismunandi persónubundnar skoð- anir ríkjandi. Styrkleiki getur birst í þunga hljómsins (svo sem er í org- eli Fríkirkjunnar í Reykjavík sem hefur 38 raddir) eða jafnvel í hávaða sem flestum mun finnast óæskileg- ur. Orgel verður að vera hægt að nota við hinar ýmsu athafnir kirkj- unnar, bæði viðkvæmar athafnir svo og á hátíðastundu, svo að fjölbreytni í raddavali er ætíð af hinu góða. Það er rétt hjá Ragnari að kirkjan hefur lítinn enduróm til að bera, en að mínu mati hefur orgelsmiðnum, Karli August Bruhn, tekist að hanna hljóm orgelsins (intonera) þannig að þar hefur hljómfegurðin verið látin sitja í fyrirrúmi. Þá er smekkur fyr- ir styrkleika afar mismunandi. T.d. má skipta píanistum í tvo hópa, annar hópurinn vinnur að meiri og meiri styrkieika í hljóm og tóni en aðrir vinna tækni sína með fegurð ásláttarins í huga. Þá nær hver tónn sínum söng og tjáningu í samræmi við verkið og verð ég að segja að ég hef persónulega meiri ánægju af að hlusta á hina síðarnefndu. Eg tel þá meira að segja þjóna tónlistinni best. Stærð orgels þarf því ekki að vera bundin við styrkleika, heldur meiri fjölbreytni, sem best getur þjónað hinum kirkjulegu athöfnum sem eru af ýmsum toga. Á slíkt hljóðfæri, sem er í Kópavogskirkju er því hægt að leika hin margvísleg- ustu orgelverk. Mér verður einkum hugsað til þess að Ragnar hefur margoft leikið í heild hina 45 sálm- forleiki Bachs úr Orgelbiichlein. Ef hann léki sálmforleikina í Kópavogs- kirkju, er ég þess fullviss að þá myndi hann enga rödd vilja missa og vildi hafa orgelið í þeirri stærð sem það er. Hvert orgel er veröld út af fyrir sig og hefur mér oft fundist að ekki nægi að heyra í orgeli aðeins einu sinni, heldur verði að kynnast því á lengri tíma og við mismunandi að- stæður. Best kynnast menn orgelinu ef þeir halda á það tónleika og myndi ég hafa mikinn áhuga á því að Ragn- ar kynnti sér hljóðfærið á þann hátt. Ég get verið viss um að Ragnar hefur til að bera einlægan áhuga á því að góð orgel, bæði innlend og erlend, komi í kirkjur landsins og hvað mig sjálfan snertir er ég algjör- lega sama sinnis um það, en skoðan- ir okkar á orgelum eru að öðru leyti ólíkar svo og smekkur okkar. Á sl. vori kom hér þekktur þýskur orgelleikari, prófessor Gerhard Dic- kel, organisti við Michaeliskirkjuna í Hamborg, og lék hann á fimm mismunandi orgel, þar á meðal þijú ný (þetta voru orgelin í Digranes- kirkju, Fella- og Hólakirkju, Hall- grímskirkju, Dómkirkjunni í Rvk. og Fríkirkjunni í Rvk.). Eg bað prófess- or Dickel, sem hlutlausan aðila, að gera úttekt á þessum orgelum og þeirri umsögn myndi ég gjarnan vilja að sem flestir kynntust. Þar er farið mjög lofsamlegum orðum um hin nýju hljóðfæri okkar, ekki síst orgel Fella- og Hólakirkju, en þar taldi Ragnar að of miklu hefði ráðið „smekkur eins manns“, þ.e. undirrit- aðs. Ég vil bjóða Ragnari það að við hittumst við nokkur þau orgel sem hann hefur í tónlistargagnrýni fjall- að um og fá beinan rökstuðning við gagnrýni á hljómi og gerð hinna mismunandi orgela. Ég tel að á því eigi söfnuðir heimtingu af okkar beggja hálfu því það er söfnuðurinn sem fyrst og fremst nýtur hljóðfær- isins, en organistinn aftur á móti fær það vandasama hlutverk að spila þannig á orgelið að það njóti sín sem best. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að í hljómhönnuninni á báðum þeim hljóðfærum sem ég hef nefnt voru orgelsmiðirnir ráðandi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að þegar um góða hljómhönnuði er að ræða viti þeir best hvað hæfi kirkjunni. Þá álít ég einnig að sem mestum tíma skuli varið í þennan mikilvæga endapunkt verksins. Gagnrýni ætti að mínu mati jafn- framt að vera í formi kennslu, leið- beininga og uppörvunar. Fyrirsögn eins og „Mistök eða hvað?“ er vill- andi, þar sem tónlistargagnrýni fjall- ar að jafnaði um frammistöðu ein- hvers, en fyrirsögriin vísar vænt- anlega til orgelsins en ekki flytjand- ans. Ég trúi því að einlægur áhugi sé ávallt fyrir hendi hjá flytjandan- um að gera vel og áhugi á að út- breiða góða list. Þetta tel ég að beri að hafa í huga við hið geysiábyrgð- armikla starf sem hver gagnrýnandi gegnir. Styðjum því alla eftir megni á listabrautinni, þannig að þeir ávaxti pund sitt og leggi það á vog- arskálar menningarinnar. Höfundur er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Svar við gagnrýni Haukur Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.