Morgunblaðið - 20.02.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 20.02.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samanburðarathugun BHM á kjörum háskólamenntaðra og annarra hópa Lægri ævitekjur og nei- kvæð arðsemi af menntun Áætlaðar ævitekjur félaga í VR, BSRB, BHM, SV ocj FVH, smnkv, Atraikn. BHM fsV'krónur Ríki“^sm' s. 1 BSRB Taxtalai111/ \ Félagsmenn í VR Ríkisstarfsm. ÍBHM Verkfræðingar í opinb. þjðn. Verkfræðingar á alm. mark. Viðskipta- fræðingar dagvinnulaun 52.101.229 Skattar 6.250.805 71.100.592 13.900.405 66.012.898 15.843.347 109.305.780 31.344.426 136.010.064 42.096.212 129.122.513 39.028.591 Námslán 0 0 3.851.747 3.600.097 3.466.134 3.484.068 Nettó laun 45.850.424 57.200.187 46.317.804 74.361.257 90.447.719 86.609.855 Núvirtmeð 2% 28.248.799 34.574.608 26.500.871 41.253.767 51.334.444 49.870.519 Heildarlaun 76.590.021 Skattar 16.110.581 99.287.284 25.249.043 93.755.841 25.083.648 144.809.903 45.639.238 155.020.460 49.750.254 154.316.718 49.172.382 Námslán 0 0 3.602.872 3.470.215 3.423.223 3.439.382 Nettó heildarlaun 60.479.441 74.038.240 65.069.321 95.700.449 101.846.984 101.704.954 Núvirtmeð 2% 37.000.019 43.063.992 36.987.093 53.823.630 57.935.615 58.319.700 STÓR hópur háskólamanna í þjón- ustu hins opinbera hefur mun lægri ævitekjur en starfsmenn sem ekki hafa farið í langskólanám. Til lengd- ar mun þetta valda því að háskóla- menn munu ekki ráða sig til starfa hjá opinberum aðilum. Þess í stað munu háskólamenn Jeita starfa hjá einkafyrirtækjum á íslandi eða jafn- vel finna sig knúna til að flýja íand. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Birgis Björns Siguijónssonar, hag- fræðings BHM, og Vigdísar Jóns- dóttur, hagfræðings Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðnga, um ævi- tekjur og arðsemi menntunar. Skýrslan var kynnt á miðstjórnar- fundi BHM á miðvikudag. í útreikningum hagfræðinganna er gerður samanburður á áætluðum nettóævitekjum ákveðinna starfs- hópa sem hafa ekki aflað sér háskóla- menntunar og þeirra sem hafa há- skólamenntun að teknu tilliti til skatta, endurgreiðslu námslána og mismunandi tímasetninga á inn- komnum launum. Bent er á í skýrsl- unni að langskólagengnir hafa styttri starfsævi en aðrir launamenn. Ævi- tekjur þeirra koma á færri árum en hjá öðrum og árstekjur þeirra verða þess vegna að vera mun hærri en annarra ef þeir eiga að ná sambæri- legum ævitekjum og aðrir. Einnig er bent á að skattkerfið tekur hærri skatt af þeim sem fá tekjur sínar á styttri tíma og að langskólagengnir starfsmenn verða að taka lán til að íjármagna tekjulausu árin auk ýmiss annars námskostnaðar. Af þeim sök- um verði árstekjur og ævitekjur þeirra að vera mun hærri en annarra til að ná sömu nettólaunum. Ein af forsendum útreikninganna er sú að tekjur einstaklinga sem koma fyrr á starfsævinni eru meira virði en tekjur í framtíðinni og eru því allar tekjur sem samanburðurinn nær til núvirtar, þ.e. færðar til sama dags og miðaðar við 2% ávöxtunar- kröfu. Fram kemur í útreikningunum að núvirtar ævitekjur háskólamanna innan BHM eru um fjórfSungi lægri en félagsmanna í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur, þegar miðað er við dagvinnulaun. Er þá tekið tillit til rýmri lífeyrisréttinda ríkisstarfs- manna, og laun þeirra hækkuð um 5,5% af þeim sökum í útreikningun- um. Verg heildarlaun VR-félaga eru einnig mun hærri eða um 16% miðað við þessar forsendur. „Þetta sýnir að 19 ára gamall einstaklingur, sem ætlar að taka ákvörðun um starfs- vettvang út frá væntanlegum fram- tíðartekjum, ætti ekki að miða við að taka starf hjá ríki ef hann leggur út í langskólanám, a.m.k. eins og launakjör háskólamanna í ríkisþjón- ustu eru nú,“ segir í skýrslunni. 6% munur á ævitekjum BHM-fólks og félaga í BSRB Einnig kemur í Ijós að ævitekjur háskólamanna innan BHM miðað við dagvinnu eru mun lakari en ævitekj- ur annarra ríkisstarfsmanna innan BSRB, sem ekki fjárfesta í háskóla- menntun og er munurinn um 6%. Þá kemur fram að verkfræðingar, hvort heldur sem er í opinberri þjón- ustu eða á almennum markaði, bera mun meira úr býtum og hafa allt að tvöfalt hærri ævitekjur en há- skóiamenn innan BHM. Þannig hafa verkfræðingar í opinberri þjónustu um 20% hærri ævitekjur en ríkis- starfsmenn í BHM ef eingöngu er miðað við dagvinnulaun. Verkfræð- ingar á almennum markaði hafa tæplega 50% hærri ævitekjur en rík- isstarfsmenn í BHM miðað við dag- vinnulaun. Ef borin eru saman taxtalaun skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna hjá sjúkraliðum, lögreglu- mönnum, hjúkrunarfræðingum og framhaldsskólakennurum kemur á daginn að núvirtar ævitekjur hjúkr- unarfræðinga og framhaldsskóla- kennara eru mun lægri en hliðstæð- ar tekjur sjúkraliða og lögreglu- manna. Ef ævilaun hjúkrunarfræð- ings með full starfsréttindi eru nú- virt miðað við 2% ávöxtunarkröfu eru nettólaun hans á heilli starfsævi 25,7 millj. kr., nettólaun sjúkraliða 26,4 millj. kr. nettólaun lögreglu- manns 30,8 millj. og framhalds- skólakennara 26,1 millj. Neikvæð arðsemi menntunar í skýrslunni eru einnig birtir út- reikningar yfir arðsemi menntunar og er það gert með því að reikna út svokallaða innri afkastavexti fjárfestingar í menntun. Er lagt mat á arðsemina út frá mismun tekna á hveijum tíma milli háskóla- mannsins og hins ófaglærða en gengið er út frá að hann hafi hafið störf 19 ára. „Þegar bornir eru sam- an þeir möguleikar að taka kjör eins og bjóðast félagsmönnum VR eða fara í langskólanám og starfa sem ríkisstarfsmaður á kjörum fé- lagsmanna BHM, er ljóst að af- kastavextir menntunar eru afar neikvæðir. Það sýnir sig að laun BHM-manna þurfa að meðaltali að hækka um 42,5% til að arðsemi fjár- festingar þeirra í menntun verði 0%,“ segir í skýrslunni. Fimm slys að meðaltali á dag í fyrravetur þegar hálka var í Reykjavík Fjarvistir frá starfi vegna hálkuslysa Námsmenn (1 dagur) Fjarvistarmismuninn er skýrður með þrennum hætti: -námsmenn eru í vinnu hjá sjálfum sér -nám er almennt líkamlega áreynslulítið -námsmenn hljóta almennt bata fyrr vegna aldurs 20 milljónir í vinnutap á ári ALLS leituðu 520 einstaklingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur á sex mán- aða tímabili vegna hálkuslysa, frá 1. nóvember 1995 til 1. maí 1996, þrátt fyrir mildan vetur. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum rannsóknar á hálkuslysum sem gerð var til að kanna hversu algeng þau séu, eðli þeirra og kostnað fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Ríflega helmingur hinna slösuðu voru útivinnandi einstaklingar, um fjórðungur námsmenn en þar á eftir komu ellilífeyrisþegar, öryrkjar og heimavinnandi. Utivinnandi ein- staklingar voru að jafnaði 13 daga frá störfum vegna meiðsla en náms- menn eingöngu einn dag frá skóla. Forsvarsmenn rannsóknarinnar gera ráð fyrir að til hálkuslysa megi rekja 20 milljóna króna kostnað ár- lega í fjarvistum útivinnandi ein- staklinga frá störfum á höfuðborgar- svæðinu, eða 15 ársstörf. Þorrí slasaðra konur Konur voru í meirihluta þeirra sem leituðu til slysa- og sjúkravaktar Sjúkrahúss Reykjavíkur á umræddu tímabili, vegna áverka sem orsökuð- ust af hálku utanhúss, eða í 57% til- vika en karlmenn í 43% tilvika. Þijú hálkuslys voru að jafnaði daglega yfir rannsóknartímabilið, sem var 181 dagur, en svokallaðar hálkuaðstæður miðað við hálkuslys í Reykjavík voru skráðar í 55% til- vika, eða í 97 daga. Fimm hálkuslys voru þannig að jafnaði daglega við hálkuaðstæður. Flest voru slysin í febrúar, eða 173 talsins, janúar, eða 130 og í desember, eða 121. Algengast var að slysin gerðust við frístundaiðkan, eða 65%, í 15% tilvika var um að ræða ferðir til eða frá vinnu, vinnu- slys í 10% tilvika og slys á leið til eða frá skóla sömuleiðis í 10% til- vika. Mikill meirihluti þeirra sem slös- uðust þegar þeim varð fótaskortur í hálku voru gangandi vegfarendur, eða 89%, þar af voru 12% hlaupandi þegar slys bar að höndum. Áverkar eftir umferðarslys sem eingöngu mátti rekja til hálku voru skráð í 8% tilvika, þar af var tæpur helming- ur akandi einstaklinga óreyndir öku- menn undir tvítugsaldri. Meðalaldur hjá konum var 42 ár en 40 ár hjá körlum. Fjölmennustu aldurshóparnir voru á milli 10-20 ára, eða 84 einstaklingar, og milli 40-50 ára, eða 83 einstaklingar. Þrátt fyrir fjölmennustu aldurshóp- ana voru slysalíkur mestar hjá fólki á aldrinum 60 til 70 ára, þegar tek- ið er mið af hveijum þúsund íþúum. Sex sinnum meiri líkur voru á að fólk á þeim aldri hlyti áverka vegna hálkuslysa en fólk undir tíu ára aldri. Flest slys við heimahús Flest slys voru tilgreind við heima- hús og fyrirtæki, eða samtals rúm- lega heimingur slysanna, en ekki á umferðargötum eða gangstígum sem voru vettvangur slíkra slysa í 29% tilvika. Fram kom við rannsóknina að flest slysin áttu sér stað þegar frysti skyndilega með tilheyrandi ísingu á jörðu, en þeim fækkaði með auknum snjó. Flestir þeirra sem varð hált á svellinu voru óviðbúnir hálku og gerðu ekki viðeigandi varúðarráð- stafanir, á sama tíma og fólk virtist meðvitaðra um hálku í snjó. Beinbrot voru alvarlegustu og jafnframt algengustu áverkar, þar sem fólk bar fyrir sig hendur við fall. Með brot greindust 33% þeirra sem um ræðir og voru 60% allra brota handleggsbrot og þar af 38% framhandleggsbrot. Á eftir brotum kom tognun, eða í 28% tilvika, mar í 20% tilvika, sár í 10% tilvika, lið- hlaup í 2% tilvika og liðbandsslit í 1% tilvika, en í 5% tilvika voru áverk- ar óþekktir eða annarrar tegundar. Alls voru 8% slasaðra lögð á sjúkrahús í kjölfar slyss og að jafn- aði var hver innlagður í 6 daga á sjúkrahúsi. Tilkynnt um grun- samlegar heimsóknir ÁRVÖKULL íbúi við Hrísateig tilkynnti um grunsamlegar heimsóknir manna í fyrrakvöld, en þeir gengu í hús og kynntu sig sem starfsmenn innheimtu- deildar Ríkisútvarpsins. íbúanum fannst grunsamlegt hvernig mennirnir báru sig að við það sem þeir sögðu vinnu sína og hafði þess vegna sam- band við lögreglu, eflaust minn- ugur frásagna af óprúttnum svikahröppum sem reyna að féfletta grandalausa borgara undir yfirskini flársöfnunar fyr- ir líknarfélög eða óþokkum sem eigra um íbúðarhverfi til að undirbúa innbrot. Laganna verðir mættu á vett- vang þar sem umræddir menn kváðust ætla að koma aftur og tiltóku ákveðinn tíma í því sam- bandi. Eftir nokkra bið knúðu viðkomandi aðilar dyra að nýju síðar um kvöldið og mættu þá lögreglu, sér að óvörum. Eftir- grennslan hennar leiddi hins vegar í ljós að um starfsmenn ríkisútvarpsins var að ræða, og því ljóst að frásögn þeirra var sannleikanum samkvæmt. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu eru um átta starfsmenn á launum hjá inn- heimtudeild við að banka uppá hjá fólki sem ekki er skráð fyr- ir sjónvarpi, til að kanna hvort slík tæki leynist á heimili þess. Samkvæmt upplýsingum deildarinnar fundust ríflega 2.000 óskráð tæki í fyrra. Negldi fyrir dyrnar KVARTAÐ var um ónæði í fjöl- býlishúsi í Breiðholti um klukk- an hálf fjögur í fyrrinótt. Þegar lögreglan athugaði málið kom í ljós að hávaðinn stafaði af barsmíðum frá einni íbúðinni og nánari eftirgrennslan leiddi í Ijós að þar var á ferð húsráð- andi, kona, sem var að negla fyrir dyr íbúðar sinnar. Hún gaf þá skýringu á þess- um nætursmíðum að hún óttað- ist að maður hennar kæmi heim aftur, en hann hafði brugðið sér af bæ. Eftir viðræður við lögreglu hætti hún frekari barsmíðum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þykir ljóst að talsvert hafi gengið á í samskiptum hjónanna áður en til þessa at- viks kom. Þá var brotist inn í íbúð við Laufengi síðdegis í fyrradag og höfðu þjófarnir sjónvarp, síma og skartgripi á brott með sér. Málið er í rannsókn. Allar kröfur á Ratvís ehf. greiddar SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur greitt samtals 456 þús- und krónur vegna ferðaskrif- stofunnar Ratvíss ehf., en skrif- stofan hefur lagt inn leyfi sitt til reksturs ferðaskrifstofu. Ráðuneytið auglýsti eftir kröfum frá þeim, sem keypt höfðu farmiða af ferðaskrifstof- unni án þess að hafa getað nýtt sér þá eða fengið þá endur- greidda. Frestur til að skila inn kröfulýsingu var gefinn til 24. janúar síðastliðins og bárust kröfur um samtals 456 þúsund krónur, sem þegar hafa verið greiddar. i > \ í I »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.