Morgunblaðið - 20.02.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Utanríkisráðuneytinu hefur verið send skýrsla að lokinni frumkönnun
Hagiiýt atríði
skoðuð vegna
sendiráðs í Japan
Sports Nippon
HJÁLMAR W. Hannesson, sendiherra Islands í Kína, stendur hér á milli þeirra
Setsuo Makiuchi, fyrrum stjórnarformanns Sports Nippon (til vinstri) og núver-
andi stjórnarformanns Sports Nippon, Koichi Mori. Þeir eru báðir styrktaraðilar
Vinafélags íslands og Japans. Sports Nippon er japanskt dagblað sem gefið er út
í einni milljón eintaka og birti það grein um undirbúning að stofnun íslensks
sendiráðs í Japan.
Tókýó. Morgunblaðið.
HJALMAR W. Hannesson, sendiherra ís-
lands í Kína, hefur verið á ferð í Japan
undanfarið. Hann hefur lokið frumkönnun
á möguleika þess að opna þar íslenskt sendi-
ráð og samið um það ítarlega skýrslu fyrir
utanríkisráðuneytið.
í viðtali við Morgunblaðið í Tókýó sagðist
Hjálmar fyrst og fremst hafa kannað ýmis
hagnýt atriði í tengslum við stofnun þessa
sendiráðs. Nefndi hann þar fyrst og fremst
athuganir á kostnaði við stofnun þess og
rekstur en einnig almenn samskipti við
stjórnvöld.
„Þá átti ég tvo fundi með aðilum frá jap-
anska utanríkisráðuneytinu. Japönskum
ráðamönnum höfðu borist fréttir af ára-
mótagrein Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra í Morgunblaðinu og fögnuðu þeir
áhuga íslenskra stjórnvalda á að stofna
sendiráð í Tókýó,“ sagði Hjálmar.
Nýstofnað
sendiráð Eistlands
Hjálmar kvaðst hafa rætt við sendiherra
hinna Norðurlandanna og eins sendiherra
Eistlands sem tók við nýstofnuðu embætti
fyrir um viku og hafi getað veitt honum
ýmsar hagnýtar ábendingar.
„Umboðsmaður Ferðamálaráðs íslands
og Flugleiða veitti margháttaðar upplýs-
ingar og eins þeir íslendingar sem hér eru
við störf. Auk þess hefur Raijiro Nakabe,
kjörræðismaður okkar íslendinga, aðstoðað
mig mikið. Síðast en ekki síst hef ég átt
mjög gagnlega fundi með stjómmálamönn-
um sem áhuga hafa á tengslum við ísland
og með mönnum úr viðskiptalífinu sem
tengjast íslandi á ýmsan hátt. Margir þeirra
eru virkir í Vinafélagi íslands og Japans,“
sagði Hjálmar.
Hjálmar taldi að með tilkomu sendiráðs
kæmu samskipti landanna til með að auk-
ast á öllum sviðum. Til útskýringar nefndi
hann að störf sendiráða Islands og almennt
allra sendiráða lytu að þremur málaflokkum:
í fyrsta lagi væru það stjórnmálasamskipti,
Japan og Island hefðu sömu stefnu í nokkr-
um lykilmálum sem okkur varða miklu.
Báðar þjóðirnar væru fískveiðiþjóðir og ættu
þar af leiðandi samleið í mörgum alþjóða-
stofnunum. Stofnun sendiráðs ætti eftir að
auka samskiptin á þessu sviði enn meira.
„í öðru lagi eru það samskipti á viðskipta-
sviðinu. Viðskipti Islands og Japans eru nú
þegar mjög umfangsmikil en eiga vonandi
eftir að eflast enn með tilkomu sendiráðs-
ins. Fastur punktur af þessu tagi verður
miðstöð fyrir upplýsingaöflun og myndun
nýrra tengsla og skapar auk þess mikið
hagræði fyrir þau fyrirtæki sem þegar eru
á markaðnum.
í þriðja lagi eru það menningarsamskipti
og þau koma tvímælalaust til með að efl-
ast. Það er mjög mikilvægt að koma menn-
ingu íslands á framfæri, ekki síst til þess
að auka áhuga ferðamanna á landinu. Al-
menn menningarsamskipti og alhliða land-
kynning ýta undir þennan áhuga. það er
það sem gerst hefur annars staðar,“ sagði
hjálmar.
Kostnaðarsöm sendiráð
Eins og flestir vita er Tókýó ein af dýr-
ustu borgum heims. Kostnaðurinn við rekst-
ur sendiráðs í Japan hefur því vakið tölu-
verðar umræður og menn hafa velt því fyr-
ir sér hvort siík útgjöld séu réttlætanleg.
Miðað við fjölda starfsmanna eru sendiráð
hinna Norðurlandanna hér í Japan yfirleitt
dýrustu sendiráð þeirra og því er líklegt að
svo verði einnig hvað sendiráð íslands varð-
ar, samkvæmt upplýsingum Hjálmars.
í Morgunblaðinu miðvikudaginn 8. janúar
kom fram að sendiráð íslands í Peking fái
53,1 milljónir íslenskra króna á fjárlögum
þessa árs. Sendiráðið í Tókýó yrði af svip-
aðri stærð og hefði á fimm starfsmönnum
að skipa. þ.e.a.s. sendiherra, sendifulltrúa,
íslenskum ritara, innlendum ritara og bíl-
stjóra sem jafnframt yrði aðstoðarmaður.
Þó er mjög líklegt að kostnaður yrði umtals-
vert meiri.
Fram kom í máli Hjálmars að oft hefur
verið á það bent að Islendingar séu mjög
háðir utanríkisviðskiptum, ekki síst við Jap-
an. Frá því sjónarmiði er mikilvægt að halda
uppi öflugri utanríkisþjónustu. Þrátt fyrir
nútíma samskiptatækni er ólíklegt að hún
geti komið í staðinn fyrir raunveruleg mann-
leg samskipti og nauðsyn þess að hitta
menn augliti til auglitis.
Þótt Japanir hafi enn ekki tekið ákvörðun
um það hvort þeir muni á gagnkvæmnis-
grundvelli opna sendiráð á íslandi hefur
verið bent á það að útaf fyrir sig hefði rekst-
ur sendiráðs Japans á íslandi í för með sér
umtalsverðar tekjur fyrir okkur. Að ónefnd-
um þeim ávinningi sem af starfseminni hlyt-
ist í formi hugsanlegra viðskipta og menn-
ingartengsla.
Auglýsing um
Klípu kærð
Telja upp-
lýsingar
villandi
HEILDVERSLUNIN Karl K.
Karlsson ehf. hefur sent Sam-
keppnisstofnun athugasemd
vegna sjónvarpsauglýsingar
Osta- og smjörsölunnar um við-
bitið Klípu.
Forráðamenn fyrirtækisins
telja að auglýsingin bijóti í
bága við 21. gr. samkeppnis-
laga þar sem hún gefi rangar
upplýsingar til neytenda. Gerð
er athugasemd við þá fullyrð-
ingu í auglýsingunni að „Klípa
sé einfaldlega fituminnsta við-
bitið, ofan á brauð."
í bréfi í Samkeppnisstofn-
unar er sýnt fram á með sam-
anburði upplýsinga um innihald
á umbúðum að Hellmann’s
majones, sem heildverslunin
hefur umboð fyrir, sé fituminna
en Klípa.
Fitumagn í „Hellman’s Low
Fat“ majonesi sé 5,9 g saman-
borið við 29 g í Klípu. Þá er
bent á að mettuð fita sé engin
í Hellmanns vörum en 16 g í
Klípu. Hitaeiningar séu 147 í
Hellmann’s en 295 í Klípu.
„Sé notaður sá mælikvarði
að skoða hlutfall hitaeininga
sem koma frá fitu (1 g fita =
9 hitaeiningar) er hlutfallið
36,12% í Hellmann’s Low Fat
en 82,37% í Klípu,“ segir í bréfi
heildsölunnar til Samkeppnis-
stofnunarinnar.
Karl K. Karlsson ehf. hefur
óskað eftir úrskurði Samkeppn-
isstofnunar um þetta mál.
Þingmenn fjalla um stöðu kvenna í stjórnmálum á Indlandi
FJÖGURRA daga ráðstefnu
Alþjóðaþingmannasambands-
ins (IPU) lauk í Nýju-Delhí sl.
þriðjudag með áskorun um að
hlutur kvenna á þjóðþingum
heimsins yrði aukinn verulega.
Frú Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti íslands, var
meðal aðalræðumanna ráð-
stefnunnar.
„Þetta er meðal merkileg-
ustu ráðstefna sem ég hef sótt,
ef ekki sú merkilegasta, vegna
þess að hér hefur verið stigið
mjög merkilegt skref. Hér hafa
komið saman sendinefndir frá
78 þjóðum, jafnmargir karlar
og konur, eins og beðið var um,
121 karl og 119 konur,“ sagði
Vigdís í samtali við Morgun-
blaðið.
„Ég hef aldrei á ævi minni -
og nú er ég búin að vera lengi
á jörðinni - heyrt jafnmarga
karla úr öllum áttum tala fyrir
málstað kvenna eins og hérna.
Það var svo mikil orka og eld-
móður hér alla þessa daga að
menn hrifust af því.“
Þingkonum
fjölgi
Um 250 þingmenn hvað-
anæva úr heiminum sóttu ráð-
stefnuna og Purno Sangma,
forseti neðri deildar indverska
þingsins, kynnti niðurstöðu
hennar á blaðamannafundi í
gær. Hann sagði að því sem
næst allir fulltrúarnir hefðu
sagt að í stjórnlögunum í ríkj-
um þeirra væri kveðið á um
jafnrétti karla og kvenna á öll-
um sviðum. Þeir hefðu hins
vegar allir staðfest að mikill
„Ein merkileg-
asta ráðstefna
sem ég hef sótt“
munur væri á
stj órnarskránum
og veruleikanum
hvað stjórnmálin
varðar. Hann
sagði niðurstöð-
una þá að stefna
bæri að því að
konur yrðu 30%
fulltrúanna á
þjóðþingum
heimsins, en þetta
hlutfall er nú að-
eins 11,7% sam-
kvæmt nýlegri
skýrslu þing-
mannasamban-
dsins.
Vigdís hélt erindi
á ráðstefnunni
Vigdís var beð-
in að halda eina af fjórum aðal-
ræðunum í upphafi ráðstefn-
unnar og fjalla um hvað áunn-
ist hefði eftir ráðstefnuna um
málefni kvenna í Peking fyrir
einu og hálfu ári. „Þetta átti
að vera mín sýn á það hverju
hefði miðað eftir Peking-ráð-
stefnuna, sem hafði það að
markmiði að styrkja konur í
heiminum almennt, ekki aðeins
til pólitiskra
starfa heldur
allra starfa og til
frelsis. Við vitum
að þessi helming-
ur mannkynsins
er heldur þústað-
ur. Þó við séum
svo lánsöm á
Norðurlöndum að
eiga frelsi, þá er
sjálfsagt fyrir
okkur sem lifum
betra lífi að
styðja af öllu afli
þá sem minna
mega sín á þessu
sviði.“
Vigdís kvaðst
hafa fengið ákaf-
lega góð viðbrögð
við ræðu sinni,
fengið bréf inn á hótel sitt í
Nýju- Delhí, og ræðunni hefði
verið sjónvarpað út um allt Ind-
land og víðar.
Konur í leiðtogastörfum
stofna samtök
í ræðunni skýrði Vigdís frá
því að ákveðið hefði verið að
stofna alþjóðleg samtök kvenna
í leiðtogastörfum. „Þetta eru
Vigdís
Finnbogadóttir
samtök kvenna sem hittust í
Stokkhólmi í fyrra á miklu
kvennaþingi þar sem konur
fjölluðu um heimsástandið. Þar
var ekki fjallað um kvenrétt-
indi, heldur hvernig konur líta
á heimsmálin. Við vorum þar í
góðri samvinnu við karla, en
ég er þeirrar skoðunar að við
eigum aldrei að vera einar á
kvennaþingum, heldur vera
með körlum eins og hérna í
Nýju-Delhí.“
„Allar konurnar í þessum
samtökum hafa verið fyrir-
myndir, þ.e.a.s. þær hafa sýnt
og sannað fyrir öðrum konum
að hægt er að treysta konum
fyrir störfum sem karlar hafa
verið í. Hlutverk samtakanna
verður að skiptast á skoðunum
um reynslu og hvaða sjónar-
horn þessar konur hafa á heim-
inn og brydda kannski upp á
því að vont versni ekki. Þessar
konur verða einnig í samstarfi
við karla og munu leita eftir
því að karlar séu ætíð með í
umræðunni. Á ráðstefnunni í
Stokkhólmi fengum við til
dæmis fulltrúa frá Alþjóða-
bankanum og OECD, Efnahags-
og framfarastofnuninni í París,
og víðar að, sem gaman var að
skiptast á skoðunum við.“
Leitað að aðsetursstað
fyrir samtökin
Vigdís sagði að á ráðstefn-
unni í Stokkhólmi hefði sér
verið falið að veita samtökun-
um formennsku meðan þau
væru að komast á legg. Samtök-
in eru að leita að aðsetursstað
en undirbúningsskrifstofan
hefur verið í Washington.