Morgunblaðið - 20.02.1997, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN VILHJÁLMSSON
garðyrkjumeistari,
áðurtil heimilis f Brautarlandi 18, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 19. febrúar sl.
Hjörtur Þór Björnsson, Þórunn Halldórsdóttir,
Lárus Björnsson, Eygló Ragnarsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín,
MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR,
Fornhaga 13,
Reykjavfk,
lést á Landakotsspítala þriðjudaginn
18. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna.
Tryggvi P. Friðriksson.
t
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
MAGNEA ÁRNADÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést að kvöldi þriðjudagsins 18. febrúar í Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Svava Árnadóttir,
Halldóra Árnadóttir,
Guðrún Árnadóttir,
Páll Árnason, Dóróthea Friðriksdóttir,
Þuríður Halldórsdóttir
og systkinabörn.
\ t
Móðir okkar,
GUÐLAUG LOFTSDÓTTIR,
Strönd,
Meðallandi,
er lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 15. febrúar, verður
jarðsett frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 22. febrúar
kl. 14.00.
Sætaferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.30.
Loftur Runólfsson,
Guðlaug Runólfsdóttir,
Gunnar Runólfsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
FANNÝ AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 22. febrúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Kristinn Herjólfsson, Sjöfn Hólm Magnúsdóttir,
Herdi's Ósk Herjólfsdóttir, Jóhann Sævar Símonarson,
Viðar Norðfjörð Sigurðsson.
t
Ástkær systir mín,
LILJA BJARNADÓTTIR,
Mundakoti,
Eyrarbakka,
Verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Jóhannes Bjarnason.
t
Elskulegur bróðir okkar,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
áður Lyngbergi,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 21. febrúar
kl. 13.30.
Systkini hins látna.
SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Sigríður Krist-
ín Kristjáns-
dóttir (Siddý) var
fædd á Akranesi
7. janúar 1939.
Hún lést á heimili
sínu, Birkihæð 2 í
Garðabæ, 8. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dóm-
kirkjunni 14. febr-
úar.
Ég kynntist Sigríði,
eða Siddý eins og hún
var ávallt nefnd,
fyrsta daginn sem ég
hóf skólagöngu í barnaskólanum á
Akranesi haustið 1946. Mér er sá
dagur í fersku minni. Ég tók strax
eftir prúðbúinni, fallegri stúlku á
stærð við mig. Hún var eitthvað svo
aðlaðandi og fijálsleg í allri fram-
komu. Það var eitthvað við hana sem
kom mér til að hugsa sem svo: Þessa
stúlku væri gott að eiga að vinkonu.
Það atvikaðist einhvern veginn
þannig að við Siddý settumst hlið
við hlið í fyrstu kennslustundinni í
barnaskólanum. Líklega hefur okkur
fallið svona vel að sitja saman og
líkað það vel hvorri við aðra, að við
sátum saman öll árin okkar í barna-
skólanum. Ekki minnist ég þess, að
óánægju hafi nokkurn tíma gætt
okkar á milli. Sú vinátta sem þarna
hófst óx og styrktist með árunum
og hélst alla tíð.
Þessar minningar koma fyrst í
hugann er ég minnist vinkonu
minnar, Sigríðar Kristjánsdóttur, sem
lést 8. þ.m. Það er gott að geta litið
til baka og rifjað upp ánægjulegar
stundir sem maður átti með látunum
vini, þegar söknuður og eftirsjá vilja
gagntaka hugann vegna þess að hinn
látni vinur er horfinn á braut. Það
er svo margt sem við áttum eftir að
gera saman, margt sem við áttum
eftir að tala um. En nú er það orðið
of seint. Slíkar myndir koma í hug-
ann við sviplegt fráfall góðs vinar.
Það er einmitt þá sem það kemur svo
berlega I ljós, hve minningarnar eru
dýrmætar. Þess vegna er til þeirra
leitað í harmi og sorg.
Líklega gerir maður sér þá fyrst
fyllilega grein fyrir því, hve dýrmætt
það er að hafa átt góðan vin, þegar
vinurinn er horfínn sjónum okkar.
Já, þær eru margar minningarnar
sem tengdar eru Siddý vinkonu
minni. Þær eru ógleymanlegar
stundirnar sem við áttum saman
heima hjá henni. Hvort sem við vor-
um að læra undir skól-
ann, leika okkur eða bara
spjalla saman. Eða þá að
við spiluðum vist við for-
eldra hennar, en heimili
hennar var mér alltaf
opið. Það var mikið
myndarheimili, rómað
fyrir smekkvísi og hrein-
læti. Fólkið hennar var
svo vingjamlegt og við-
mótsþýtt. Maður var
ávallt velkominn, hvernig
sem á stóð.
Sem börn og unglingar
áttum við margt sameig-
inlegt. Við sungum sam-
an og spiluðum á gítar á
skólaskemmtunum, æfðum leikrit og
dansa. Fyrir utan alla útileikina sem
við tókum þátt í með öðrum krökkum
á Akranesi.
Eftir að við fluttumst frá Akra-
nesi skrifuðumst við á og fylgdumst
alla tíð hvor með annarri. Seinna
þegar við vorum báðar sestar að í
Reykjavík vorum við saman í sauma-
klúbbi ásamt öðrum konum frá
Akranesi.
Alltaf, hvort sem var í skóla eða
við leik, þá var Siddý þessi góði fé-
lagi, sem aldrei skipti skapi. Eg man
ekki til þess að okkur hafi nokkurn
tíma orðið sundurorða. Hún var þessi
fágaða stúlka, sem kom oft fram
eins og fullorðin væri, að því er varð-
ar stillingu í framkomu við aðra.
Hún var afar falleg, það var eftir
henni tekið. Það gerði einnig hið
rólega fas og glaðlega viðmót.
Siddý var glæsileg kona, það var
eitthvað tigið og háleitt við hana.
Hún var afar myndarleg í öllum sín-
um verkum, afkastamikil og vand-
virk við allt sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún var mjög listræn í sér,
mikil hannyrðakona og fyrirmyndar
húsmóðir. Heimili hennar bar vitni
fáguðum smekk hennar og skipu-
lagsgáfu.
En fyrst og fremst var hún hinn
trausti vinur og góði félagi; var
ætíð boðin og búin til að rétta hjálp-
arhönd og leggja góðu málefni lið.
Það er dýrmætt að hafa átt þess
kost að kynnast slíkri konu og hafa
átt hana að vini. Minningamar um
Siddý, skólasystur mína og vinkonu,
munu iifa um ókomin ár. Því þær
minningar bera með sér birtu og
fegurð frá stúlku, sem sjálf var ljós
á vegi samferðamanna sinna.
Eiginmanni hennar, syni, tengda-
dóttur og ömmubörnum bið ég bless-
unar Guðs. Megi almáttugur Guð
láta bjartar minningar um góða
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR JÓNSSON,
húsasmíðameistari,
Seljahlíð,
áður til heimilis að Rauðagerði 10,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Steinunn I. Guðmundsdóttir,
María Kristmundsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson,
Magnea Kristmundsdóttir, Skúli Halldórsson,
Helga Kristmundsdóttir,
Guðmundur Kristmundsson, Þórunn Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Miðhrauni,
Ljósheimum 11,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Þórólfur Ágústsson frá Stykkishólmi,
Erla Þórólfsdóttir,
Ágúst Magni Þórólfsson,
Rannveig Ásdis Gunnlaugsdóttir,
Valgerður Kristjánsdóttir
og barnabörn.
konu, ástríka móður og ömmu lýsa
upp hug og hjarta þeirra sem stóðu
henni næst og hrekja á braut sorg
og söknuð. Guð blessi ástvini hennar
nú og alla tíð.
Sigrún I. Halldórsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Okkar kæra vinkona, Sigríður
Kristjánsdóttir, Siddý, eins og hún
var alltaf kölluð, er látin eftir stutta
en erfiða veikindabaráttu. Það er
tæpt ár síðan hún kenndi sér meins
og gekk undir aðgerð sem tókst
vel. Það var því mikið áfall þegar í
ljós kom að sjúkdómurinn hafði tek-
ið sig upp aftur.
Við kynntumst Siddý fyrir tæpum
fjörutíu árum í gegnum skátahreyf-
inguna en þar störfuðum við allar á
þeim árum. Tvær af okkur voru sam-
tíma Siddý í skóla í Englandi og
þegar dvölinni þar lauk og heim var
komið stofnuðum við sjö saman
saumaklúbb. Við höfum haldið sam-
an óslitið fram á þennan dag. Það
var okkur mikið áfall árið 1990,
þegar Alma Magnúsdóttir, ein úr
hópnum, lést langt um aldur fram á
fimmtugsafmælisdegi sínum, eftir
stutta sjúkdómslegu. Og enn er
höggvið stórt skarð í litla hópinn
okkar þegar Siddý er nú burt kölluð
frá okkur.
Siddý var glæsileg kona og geisl-
aði frá henni góðvild og hlýju, þann-
ig að fólk laðaðist að henni. Ekkert
mannlegt var henni óviðkomandi
eins og sést af störfum hennar að
líknarmálum. Alltaf var Siddý kát
og glöð, jákvæð og sannur vinur
enda heilsteyptur persónuleiki.
Minnumst við margra ánægju-
stunda, hvort sem var í sauma-
klúbbnum sjálfum, ferðalögum eða
veislum. Við munum geyma dýr-
mætar minningar um Siddý í hjört-
um okkar. Það verður erfitt að hugsa
sér saumaklúbbana án hennar og
ferðirnar okkar út á land verða ekki
þær sömu. Það er ekki hægt að
minnast Siddýjar án þess að nefna
Jón Otta. Þau voru einstaklega sam-
hent og elskuleg hjón, og nutum við
gestrisni þeirra í ríkum mæli á fal-
legu heimili þeirra í Garðabæ og í
sumarbústaðnum við Langá. Siddý
bar mikla umhyggju fyrir einkasyni
sínum Sigurði og fjölskyldu hans og
hlakkaði mikið til að fá þriðja barna-
barnið.
Við og makar okkar erum Guði
þakklátar fyrir allar þær ánægju-
stundir sem við fengum að njóta
með Siddý.
Elsku Jón Otti, Sigurður, Guðný,
Jón Otti og Pálmar, við biðjum Guð
að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg
og vottum ykkur innilegnstu samúð
okkar.
Megi elskuleg vinkona okkar hvíla
í friði, og við kveðjum hana með
kvöldsöng kvenskáta:
Sofnar drótt,
nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt
hvildu rótt.
Guð er nær.
Elísabet, Halla, Kristín,
Ólöf og Sigurveig.
Sigríður Kristjánsdóttir, ein mín
besta vinkona, er látin, langt um
aldur fram. Þessi ótíðindi bárust
okkur hjónum til eyrna um hádegis-
bil laugardaginn 8. febrúar sl. eða
stuttu eftir að hún skildi við. Hún
var 58 ára gömul. Við hittum hana
fyrir réttum þremur vikum í vina-
hópi, glaða og hressa, og áttum síst
von á því, að hún væri að yfírgefa
þetta jarðlíf.
Siddý, eins og hún var alltaf köll-
uð frá barnsaldri, var mér og ekki
síður eiginkonu minni ákaflega kær.
Því tókum við, eins og svo margir
aðrir sem höfðum kynnst þessari
mannkostakonu, andiátsfregninni
afar illa, þar sem við trúðum því
staðfastlega að henni tækist að sigr-
ast á þessum sjúkdómi sem gerði
vart við sig í febrúar á sl. ári. Að
minnsta kosti benti flest til þess, að