Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDlR/ÚTVARP - SJÓNVARP Ágúst undirbýr Dansinn ÁGÚST Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður, sem fékk vil- yrði sitt fyrir styrk úr Kvikmynda- sjóði íslands, frá úthlutun síðasta árs, til fram- leiðslu myndar- innar Dansinn, framlengt fram á vor, vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi Ágúst myndarinnar og Guðmundsson segir erfitt að finna um 75% fjármagns í íslenska kvikmynd erlendis, eins og honum og öðrum kvikmyndagerðarmönn- um er uppálagt að gera. Hann vonast þó til að það takist fyrir vorið því áætlað er að hefja tökur á myndinni í ágúst. Handritið að „Dansinum" er byggt á sögu hins þekkta færeyska rithöfundar Williams Heinesens og gerist í Færeyjum árið 1913. Hún segir frá brúðkaupsveislu árið 1913. Veðrið er frekar vont og skipsstrand við eyjuna verður síðan upphafið af mörgum sérkennileg- uny atburðum. Ágúst, sem hóf íslenska „kvik- myndavorið" með mynd sinni „Land og synir“ í febrúar 1980, er einnig leikstjóri að vinsælustu mynd íslensku kvikmyndasögunn- ar „Með allt á hreinu“ sem rúm- lega 100 þúsund manns sáu á sín- um tíma. Ný námskeið hefjast 25. februar TOPPITIL TAAR i. Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað könum, sem betjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar i viku, sjö vikur i senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. AAR n. amhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Tímar 3x í viku x í viku í 7 vikur. hefst 10 „Star Wars“ í hæstu hæðir AÐSÓKN iaríkjunum I BI0AÐS0KN Bandaríkjunum I BÍ0AÐS0KN Bandaríkjunum BI0AÐS) í Bandarí Titill Síðasta vika Alls 1. (i.jStarWars 1.498,0 m.kr. 21,4 m.$ 421,4 m.$ 2. (-.) Absolute Power 1.176,0 m.kr. 16,8 m.$ 16,8 m.$ 3. (2.) Dante's Peak 939,0 m.kr. 13,7 m.$ 36,3 m.$ 4. (-.) Vegas Vacation 896,0 m.kr. 12,8 m.$ 12,8 m.$ 5. (-.) Fools Rush In 679,0 m.kr. 9,7 m.$ 9,7m.$ 6. (-.) That Darn Cat 448,0 m.kr. 6,4 m.$ 6,4 m.$ 7. (4.) Jerry Maguire 364,0 m.kr. 5,2m.$ 127,7m.$ 8. (8.) The English Patient 322,0 m.kr. 4,6 m.$ 47,7 m.$ 9.(75.; Shine 245,0 m.kr. 3,5 m.$ 26,0 m.$ 10. (5.) Scream 161,0 mkr. 2,3 m.$ 79,1 m.$ MYND George Lucas, Stjörnstríð, heldur áfram fluginu í meiri hæðir en nokkur önnur mynd hefur kom- ist í áður eftir að greiddur að- gangseyrir á myndina nam 1.498 milljónum króna um síðustu helgi í Bandaríkjunum, en myndin situr nú sína þriðju viku í efsta sæti list- ans yfir mest sóttu myndir vestan- hafs. Myndin, sem hefur halað inn um 6.594 milljónir króna síðan hún var frumsýnd í endurgerðri útgáfu fyrir tæplega þremur vikum, er orðin tekjuhæsta mynd sögunnar með 27.898,8 milljónir króna í greiddan aðgangseyri. Nýjar myndir á lista eru alls fimm talsins og ein þeirra, pólitísk spennumynd Clint Eastwoods og Gene Hackmans, „Absolute Pow- ers“, fór beint í annað sæti listans með 1176 millónir króna í greiddan aðgangseyri. Eldíjallamyndin „Dantes Peak“ situr í þriðja sæti listans, féll um eitt sæti, frá því í síðustu viku, með 959 milljóna króna aðgangseyri. Óskarstilnefningar urðu sem vít- amínsprauta fyrir sumar af þeim myndum sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna nýverið og til dæmis situr myndin „Shine“ í níunda sæti listans, og „The Engl- ish Patient", sem útnefnd er til 12 Óskarsverðlauna, er í áttunda sæti. MYNDBÖND Grátur úr for- tíðinni Barnsgrátur (The Crying Child) _ Spcnnumynd ★ Leikstjóri og framleiðandi: Robert Lewis. Handrit: Rob Gilmer, byggt á skáldsögu eftir Barbara Michael. Kvikmyndataka: Stephen Lighthill. Aðalhlutverk: Mariel Hemingway, Finola Hughers, George DelHoyo, Kin Shriner. 90 mín. Bandarísk. MTE/CIC myndbönd 1997.Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Útgáfu- dagur 18. febrúar. MADELINE Jeffreys (Mariel Hemingway) verður fyrir miklu áfalli þegar hún missir fyrsta barn sitt í fæðingu. Með von um að vinna bug á sorg- inni ákveður hún EIGINMAÐUR Madeline telur í fyrstu að hún sé að tapa glórunni. að hverfa ásamt eiginmanni sínum (George DelHoyo) á gamalt fjöl- skyldusetur, sem staðsett er á af- skekktri eyju. Þar fer hún hins vegar að heyra ógnvekjandi grát barns sem hún sannfærist um að sé sitt eigið. Eiginmaðurinn telur í fyrstu að hún sé endanlega að tapa glórunni en þegar undarlegir og yfirnáttúrulegir atburðir fara að gerast í húsinu rennur upp fyr- ir honum og kunningjafólki þeirra hjóna að Madeline er ætlað að gera upp fortíð forfeðra sinna. Barnsgrátur fer allþokkalega af stað. Nokkur spenna myndast í kringum þá spurningu hvort Madeline sé að ganga af vitinu, heyra grát eigin barns eða í raun að skynja nærveru liðinna. Þegar hinar yfirnáttúrulegu skýringar taka yfirhöndina kemur brátt í ljós að hin eiginlega flétta er þegar allt kemur til alls veikburða og óljós. Hverfur þá spennan, sem upp hafði verið byggð, út í veður og vind. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.