Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 11

Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 11 FRÉTTIR RUT Hólmarsdóttir var að koma frá Hveragerði og Selfossi með um 20 lítra af mjólk. GUÐMUNDUR Stefánsson hafði í nógu að snúast i bensínaf- greiðslu á Litlu kaffistofunni. Gestkvæmt í Litlu kaffistofunni á Sandskeiði vegna verkfallsins Sótti mjólk austur og tók bensín í bakaleiðinni íbúar höfuðborgar- svæðisins reyna nú margir að forðast mjólkur- og bensínskort vegna verkfalls. Blaða- maður og ljósmyndari hittu fólk sem var að birgja sig upp í gær. FRÁ því að verkfall bensínaf- greiðslumanna skall á hefur verið óvenju gestkvæmt í Litlu kaffistof- unni á Sandskeiði þar sem gestir og gangandi geta keypt veitingar og bensín. Litla kaffistofan er í tæplega 20 km fjarlægð frá Reykjavík en tilheyrir Ölfushreppi. Kaffistofan er þess vegna opin í verkfallinu og í fyrirtækinu starfa ekki aðrir en Stefán Þormar Guð- mundsson eigandi fyrirtækisins, eiginkona hans og börn. „Eg var að athuga birgðirnar og við eigum rúmlega 5.000 lítra í öðrum tankinum og um 2.000 lítra í hinum,“ sagði Guðmundur Stefánsson bensínafgreiðslumaður Litiu kaffistofunnar þegar blaða- maður og ljósmyndari Morgun- blaðsins tóku hann tali skömmu fyrir hádegi í gær. Guðmundur sagði að þessar birgðir myndu ekki endast lengi en höfuðborgarbúar hafa hópast á staðinn til að birgja sig upp af bensíni í verkfallinu. Með 6 plastbrúsa í skottinu 7.000 lítrar af bensíni duga til að fylla 175 fólksbíla með galtóma 40 lítra tanka en sú tala veitir litla vísbendingu um fjölda þeirra sem fá afgreiðslu í Litlu kaffistofunni, því þangað koma margir til að birgja sig upp og taka með sér brúsa. Meðal þeirra sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins hittu á staðnum í gær var Pálmi Gestsson leikari. Hann var búinn að fylla tankinn og var auk þess með sex 25 lítra plastbrúsa fulla af bensíni í skottinu. „Maður verður að eiga bensín fyrir páskatúrinn,“ sagði Pálmi en sagði óráðið hvert halda skyldi um ij páskana. Hann sagðist aðspurður 6 ekki hafa hamstrað mjójkurvörur. • „Þetta er mitt eina hamstur,“ sagði -I hann. - Verður verkfall, mjólkurskort- - ur og bensínskortur til umfjöllunar hjá Spaugstofunni í sjónvarpinu á laugardaginn? „Að sjálfsögðu,“ PÁLMI Gestsson var búinn að fylla á tankinn og setja um 150 lítra af bensíni á 6 plastbrúsa sem hann hafði í skottinu. STEFÁN Þormar Guðmundsson afgreiðir í bensínsölunni á Litlu kaffistofunni, þar sem viðskiptavinum er boðið upp á kaffibolla og að líta í blöðin meðan dælt er á tankinn. Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Þorsteinsdóttir fyllti á tankinn úr sjálfsala í gær. segir Pálmi, „og ég hugsa að það verði líka spáð í þessa samninga- menn sem skrifuðu undir um dag- inn og felldu samninginn sjálfir um kvöldið." Litla kaffistofan er opin alla daga ársins nema jóladag frá klukkan 6.45-22. Það er sérstakt að taka bensín þar því viðskipta- vinum er boðið upp á kaffibolla meðan dælt er á tankinn. Stefán Þormar Guðmundsson hefur rekið staðinn frá 1993. Hann segir að auk þess að selja bensín og veitingar sé fyrirtækið hálfgerð símstöð því óteljandi símtöl berist á hvetjum degi frá fólki sem sé að spyija um hvort enn sé til bens- ín og hvernig færðin sé yfir Hellis- heiði; hvort það sé óhætt að skreppa yfir til að ná í mjólk. Stefán Þormar sagðist ekki treysta sér til að spá um hvernig viðskiptin mundu þróast næstu daga eftir að bensínið verður geng- ið til þurrðar. „Við höfum opið hér á meðan við eigum bakkelsi," sagði Stefán en sagðist einnig vera að íhuga möguleika á því að kaupa dísilolíu úr birgðatanki Olíudreif- ingar í Þorlákshöfn. „Við tilheyrum Ölfushreppi og við getum ekki verið að bijóta neitt þótt við fáum senda olíu frá Þorlákshöfn," sagði hann. Bensín- birgðir er hins vegar ekki að finna fyrr en austur á Höfn í Horna- firði. „Við munum ekki fara út í að sækja bensín þangað," sagði Stefán Þormar. Guðmundur sonur Stefáns sagði að þau keyptu sína mjólk frá Mjólk- urbúi Flóamanna en ekkert um- fram það sem þyrfti í reksturinn. Með 20 lítra af mjólk Rut Hólmarsdóttir býr í Hafnar- firði en var að koma vestur yfir fjall og renndi í hlað á Litlu kaffi- stofunni til að taka bensín á bílinn sinn á leiðinni heim. í bílnum var hún með 20 lítra af mjólk. „Ég fór fyrst í Hveragerði og svo á Selfoss á eina 4-5 staði til að kaupa mjólk. Það var skammtað og ég tók það sem ég gat og fékk 20 lítra," sagði Rut. Hún sagðist vera að kaupa alla þessa 20 lítra til eigin heimil- is. „Ég þarf að eiga mjólk. Ég á tvær stelpur sem þykir Cheerios gott,“ sagði Rut. Sjálfsalar farnir að tæmast Biðraðir hafa myndast við bens- ínsjálfsala á bensínstöðvum á höf- uðborgarsvæðinu og í fyrrakvöld fóru fyrstu dælurnar að tæmast. I bensínstöð Skeljungs við Miklu- braut var enn til bensín á nokkrum dælum um hádegisleytið í gær og fjöldi fólks var þar að athafna sig. Margrét Þorsteinsdóttir var að fylla á bílinn sinn en rennslið úr dælunni var orðið tregt og greini- legt að síðustu droparnir voru á leið á tankinn hjá Margréti. Hún sagðist aka minna þessa dagana en venjulega. Ástæðan er hins veg- ar ekki verkfallið heldur er hún komin í frí úr vinnu fram yfir páska. Sigríður Magnúsdóttir var hins vegar að fylla á tankinn á jeppan- um sínum en sagðist svo ætla að leggja bílnum í þar næstu viku. „Eg ætla til Akureyrar um pásk- ana og ætla að spara bensínið þangað til ég fer norður," sagði hún. Nýr prestur á ísafirði •SKÚLI S. Ólafsson, guð- fræðingur, var kjörinn aðstoð- arprestur í ísafjarðarpresta- kalli á fundi kjörmanna sóknanna þriggja, Hnífsdals, ísafjarðar og Súðavík- ur 18. þ.m. Tveir um- sækjendur voru um stöðuna. Skúli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands í fyrra eftir að hafa stundað nám bæði við guðfræðideildina hér og Kaup- mannahafnarháskóla og Prestaháskólann danska. Kona Skúla Sigurðar er Sig- ríður Björk Guðjónsdóttir sem skipuð var skattstjóri Vestfjarðaumdæmis síðasta haust. Mun Sigríður vera eina konan í hópi skattstjóranna. Utanríkisráð- herra vill við- ræður við Pal estínumenn ÍSRAELSSTJÓRN er með ný- iegum ákvörðunum sínum um byggingu íbúðarhverfis fyrir gyðinga í austurhluta Jerúsal- ems orðin einn helsti þrándur í götu friðarumleitana í Mið- Austurlöndum og er nú talin hætta á því að þær stöðvist algjörlega, að því er segir í. fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Þá segir í fréttatilkynning- unni að utanríkisráðherra ít- reki andstöðu sína við þessar framkvæmdir ísraelsmanna og hvetji til þess að þeim verði hætt án tafar. Þess í stað verði aftur teknar upp viðræður við Palestínumenn um frekari friðarumleitanir í samræmi við Óslóarsamkomulagið frá 1993 og aðra samninga sem fylgt hafa í kjölfarið. Flugstöð Leifs Eiríkssonar Nýtt gjald á bílastæðum FRÁ og með næstu mánaða- mótum verður tekin upp gjald- skylda á afmörkuðum bifreiða- stæðum norðan og vestan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og mun bílastæðisgjald fyrir hvern sólarhring verða 250 krónur. Þá verður einnig óheimilt að leggja bifreiðum lengur en í þijá tíma samfleytt á afmörk- uðum svæðum fyrir framan aðalinngang flugstöðvarinnar, en þar er á hinn bóginn ókeyp- is að leggja. Skýrsla um flug- rekstrarmarkaðinn Væntanleg innan fárra vikna SKÝRSLA Samkeppnisstofn- unar um flugrekstrarmarkað- inn verður væntanlega gefin út innan fán-a vikna en að sögn Georgs Ólafssonar, for- stjóra Samkeppnisstofnunar, verður Flugleiðum gefinn kost- ur á að tjá sig um hana þegar gengið hefur verið frá henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.