Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Norðurlöndin kynnt í Mýrdal Fjölbrautaskóli Suðurnesja Morgunblaðið/Jónas Erlendsson NEMENDUR Ketilsstaðaskóla stóðu fyrir kynningu á Norðurlöndunum á árlegum fræðsludegi í skólanum. Fagradal - nemendur og kennar- ar Ketilsstaðaskóla í Mýrdal voru með fræðsludag fyrir skömmu. Að þessu sinni voru Norðurlönd- in tekin fyrir. Ketilsstaðakóli er með fá- mennustu skólum landsins, nem- endur eru alls fjórtán, á aldrinum sex til tólf ára. Skólinn hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir fræðslu- og menningardegi einu sinni á vetri þar sem nemendur hafa undirbúið og flutt efni sem tengist heimabyggð þeirra beint eða óbeint. Norðurlöndin voru verkefni þessa árs. Gjaldeyrinum skilað með hraði „Skólinn þarf að vera virk stofnun í sínu samfélagi. Oftast eru það aðeins nemendurnir sem njóta þess sem fram fer inni í skólastofunum. Þessu viljum við Vinna nemenda nýtist um- hverfinu breyta því þessi vinna nýtist for- eldrunum og umhverfinu. Nem- endurnir fá svo ýmsa fræðslu hjá foreldrum og öðrum gestum sem koma,“ segir Kolbrún Hjörleifs- dóttir skólastjóri. Hún segir að þegar nemendur fóru að vinna að verkefninu hafi þeir fundið ótrúlega margt sem tengist Norðurlöndunum. Þegar kannað var vöruframboð í kaupfélaginu í Vík kom í Ijóst að mikið af vör- um er frá Danmörku en ekkert frá Færeyjum svo dæmi sé tekið. A fræðsludeginum var sér bás frá hverju Norðurlandanna með vörum og ýmsum upplýsingum sem tengjast landinu. Börnin sjá um kynninguna. A fræðsludeginum voru bömin með dagskrá, tónlist og upplestur og einnig mat sem tengist Norð- urlöndunum. Þar var til dæmis gefíð smakk af færeyskum fiski- bollum, Knetti, en í þeim er m.a. tólg. Gjaideyrir var fenginn að láni í bankanum í Vík en á þriðju- dag varð að skila dönskum krón- unum með hraði því búið var að selja þær en því höfðu banka- mennirair alis ekki átt von á. Morgunblaðið/Kristinn Bendiktsson NEMENDUR starfsbrautarinnar í tölvuveri við ritvinnslunám. Braut fyrir fatl- aða nýtur velvilja Grindavík - Starfsbraut fyrir fatl- aða eða nemendur með sérþarfir tók til starfa í bytjun árs í fjölbrauta- skóla Suðurnesja og sækja hana 8 nemendur á aldrinum 18-25 ára. Að sögn Magna Hjálmarssonar kenn- ara, stjórnanda brautarinnar, gengur brautin mjög vel og nýtur áhuga og velvilja hjá stjórnendum skólans, kennurum, bæjaryfirvöldum og ekki síst öðrum nemendum skólans sem hafa tekið hinum nýju skólasystkin- um sínum mjög vel. „Brautin er hugsuð fyrir nemend- ur með sérþarfír í námi. Þar sem námið er einstaklingsmiðað er þó ekkert sem mælir gegn því að aðrir fái inngöngu óski þeir eftir því. Námsskipulag miðar þannig að því að koma til móts við þarfír hvers og eins. Skilyrði er að nemendi sé áhugasamur og óski sjálfur inngöngu í skólann," sagði Magni og bætti við að einnig væri félagsleg fæmi nauð- synleg og að nemandinn ætlaði út á almennan vinnumarkað og hefði til þess burði að ráða við að minnsta kosti hálfsdags vinnu. Bóklegt og verklegt nám Starfsbrautin er byggð upp sem þriggja anna nám. Á fyrstu önn skipt- ist námið milli bóklegra og verklegra námsgreina, og fylgir því svonefnt vinnustaðanám. Kennd er íslenska, stærðfræði, heilbrigðisfrseði, rit- vinnsla, samfélagsfræði, smíði, saum- ur, myndlist, líkamsrækt og mat- reiðsla. Kennari og nemandi fínna sameig- inlega út hvaða atvinna henti nem- andanum og í samvinnu við Svæðis- skrifstofu fatlaða er fundinn vinnu- staður sem tekur við nemandanum undir lok annarinnar. Á annarri önninni fer vinna og nám saman og er nemandinn í vinnu fyrri hluta dags en fer síðan í skólann og lýkur deginum þar. Lokaönnin er uppbyggð með svipuðum hætti og sú fyrsta en mikil áhersla verður lögð á að fínna nemandanum starf við hæfí. Forvamir gegn vímuefnum í Eyjum Vestmannaeyjum - Forvarnardeild SÁÁ hefur hrundið af stað svoköll- uðu sveitarfélagaverkefni, sem miðar að því að koma á sem víðtækustu forvamarstarfí í fímm sveitarfélög- um víða um land, sem nái til sem flestra þátta sem haft geta áhrif á vímuefnaneyslu unglinga. Með verkefninu eru settar í gang víðtækar forvamir sem beinast að bömum, unglingum, foreldrum, skól- um, tómstundastarfi, heilsugæslu, barnavemd, löggæslu, kirkju og al- menningi. Sveitarfélögin fímm eru Vest- mannaeyjar, Akranes, Húsavik, Eg- ilsstaðir og Mosfellsbær. Verkefnið hófst í Eyjum fyrir skömmu. Markmið sveitarfélagaverkefnis- ins er að sveitarfélögin marki sér heildstæða stefnu í forvömum, sem taki til margra þátta. Við undirbún- ing verkefnisins hefur m.a. verið unnið að þýðingu, staðfærslu og samningu fræðsluefnis og námskeið undirbúin. Forkönnun er síðan gerð af Félagsvísindastofnun Háskólans þar sem ýmsir þættir er tengst geta vímuefnaneyslu eru kannaðir, m.a. útbreiðsla neyslu, tíðni neyslu, magn, skólaárangur, tíðni afbrota, líðan í skóla, tómstundaiðkun og ýmislegt fleira. Námstefna verður haldin í sveitar- félögunum með fulltrúum þeirra stofnana og samtaka sem koma að málefnum unglinga. Starfið verður kynnt á almennum borgarafundi og námskeið haldin fyrir kennara og starfsfólk skóla, leiðtoga í æskulýðs- og íþróttastarfí og foreldra. íþrótta- mót verða undir fororðinu íþróttir gegn vímu og þemavika haldin í grunnskólunum til að vinna að for- vömum. Þá verður efnt til auglýs- ingaherferðar í fjölmiðlum innan sveitarfélaganna. Við lok verkefnisins mun Félagsvís- indastofnun Háskólans gera könnun þar sem sömu þættir verða athugaðir og í forkönnuninni við upphaf verk- efnisins. Á grundvelli könnunarinnar verður síðan gerð framtíðaráætlun um forvamir í sveitarfélaginu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GESTIR á námstefnu Forvaraadeildar SÁÁ í Eyjum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson UNNIÐ við framkvæmdir við matvöruverslunina. Byggt fyrir 807 millj. Vogum - Á Keflavíkurflugvelli standa yfír framkvæmdir við mat- vöruverslun Varnarliðsins fyrir 807 milljónir króna. Hluta þeirra er lokið en það er bygging vöruskemmu ásamt skrifstofum og hefur verslunin flutt til bráðabirgða í það húsnæði eða á meðan miklar endurbætur fara fram á húsnæði hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Frið- þóri Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðs- ins, eru verklok áætluð í júlí. íslensk- ir aðalverktakar byggja og ýmsir undirverktakar koma þar að t.d. Dverghamar sf., Félag Vatnsvirkja, Rafmagnsdeildin o.fl. Bömin nýta „lifandi“ msl Egilsstöðum - Leikskólinn Tjarn- arland á Egilsstöðum fékk gefins tvo safnkassa til þess að selja í lífrænan úrgang. Starfsfólk og böm hafa verið að flokka sorp, þannig að allur lífrænn úrgangur hefur verið aðskilinn frá öðru sorpi síðan í sumar. Síðan voru þessir kassar afhentir og kannað hversu mikið lífræna sorpið er sem kemur frá leikskólanum. Verkefnið er liður í umhverfis- verkefni Egilsstaðabæjar. Börnin eru mjög meðvituð um flokkunina enda hafa þau tekið þátt í henni frá upphafi. Aðspurð svöruðu þau í einum kór að það væri „lifandi" rusl sem færi í þessa kassa. Kass- arnir eru smíðaðir hjá Hamra- landi á Egilsstöðum. Til stcndur að fara út í markvissa framleiðslu á þeim og veita fólki upplýsingar um flokkun og meðferð lífræns úrgangs, í samvinnu við Sorpsam- lag Mið-héraðs. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HELGI Halldórsson bæjarstjóri Egilsstaða afhendir leikskóla- börnum safnkassa. I I t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.