Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 20

Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 ERLEINIT MORGUNBLAÐIÐ Játningar á banabeði um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar Sjúklegt hatur á sænsku samfélagi og yfirvöldum Christer Pettersson sagður einn af fjórum mönnum, sem stóðu að morðinu LARS Tingström, kunnur afbrota- maður í Svíþjóð, kallaður „Sprengjumaðurinn“, skýrði lög- fræðingi sínum frá því á banabeði fyrir fjórum árum hver hefði myrt Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, og nokkum veginn hvar morðvopnið væri að finna. Sagði lögfræðingurinn, Pelle Svensson, að Christer Pettersson, sem var sakaður um morðið á Palme en sýknaður, hefði verið einn af fjórum mönnum, sem stóðu að morðinu, en Tingström hefði lagt á ráðin um það. Ástæðan var hatur á yfirvöld- unum og sænsku samfélagi og meðal annars vegna þess, að fyrr- verandi unnusta hans hafði tekið saman við saksóknara, sem rann- sakað hafði mál hans. Svensson segist viss um, að þessi gögn, sem hann hefur nú afhent Palme-nefndinni, muni verða til að upplýsa málið. „Það var Lars Ting- ström, sem skipaði fýrir um morð- ið, en að því komu fjórir menn. Tveir þeirra eru enn á lífí,“ sagði Svensson. Sagði hann, að Ting- ström hefði lagt svo fyrir áður en hann dó, að „morðinginn fengi 10 ár eftir morðið til að koma skikkan á sitt líf“ en ef hann gerði það ekki, skyldi lögreglan upplýst um málið. Notuðu dulmál Svensson vildi ekki segja það hreint út, að Pettersson væri morð- inginn, aðeins, að hann hefði verið einn af fjórum, sem að því stóðu. Hann kvaðst hins vegar hafa afhent lögreglunni nokkurs konar dulmál eða lykilorð, sem Tingström hefði notað í samskiptum sínum við morð- ingjann. Fyndust þessi lykilorð eða væru kannski fundin, þá myndi það verða til að styrkja frásögn Ting- ströms, sem hann kvaðst vera viss um, að væri rétt. Nafni Lars Tingströms hefur áður skotið upp í rannsókninni á Palme-morðinu en ljóst er, að hann framdi það ekki sjálfur þar sem í febrúar 1986 var hann farinn að afplána lífstíðardóm í fangelsi í Nörrköping. Var hann dæmdur fyr- ir að hafa sprengt upp einbýlishús í Nacka 1982 og orðið 18 ára göml- um manni að bana. Var hann einn- ig grunaður um að hafa staðið fyr- LARS Tingström eða „Sprengjumaðurinn“. ir sprengingu á skattstofu í Söder í Stokkhólmi 1983, sem varð 63 ára gamalli konu að bana, og fyrir tilraun til að sprengja hjá sýsluemb- ættinu í Nacka sama ár. Tók saman við unnustu Tingströms Ekki tókst að sanna þessi tvö síðastnefndu mál á Tingström en áður hafði hann verið dæmdur fyrir að hafa sent bréfsprengju til fyrr- verandi félaga síns. Ákærandinn í því máli var Sigurd Dencker, eig- andi einbýlishússins, sem Ting- ström sprengdi í Nacka 1982. Tingström hataði hann, ekki vegna málareksturins, heldur vegna þess, að meðan á honum stóð tók Denck- er saman við fyrrverandi unnustu Tingströms, fertuga ljósmyndafyr- irsætu. Tingström og ljósmyndafyrirsæt- an höfðu búið saman í sjö ár en voru nýskilin þegar þetta gerðist. Fylltist hann sjúklegri afbrýðisemi TVÆR sænskar lögreglukonur við grafreit Olofs Palme. Steinn- inn á leiði hans vegur eitt tonn og var sóttur til eyjarinnar Farö. CHRISTEk Pettersson og teikning, sem gerð var af hugsan- legum morð- ingja Palme. og hatri á Dencker og sænskum yfirvöldum og fannst sem samband þeirra saksóknarans og unnustunn- ar fyrrverandi væri svik og niður- læging, sem hann gæti ekki sætt sig við. Lagði hann sérstakt hatur á Olof Palme sem persónugerving samfélagsins. Tingström afplánaði dóminn fyrir bréfsprengjuna í Kumla, rammger- asta fangelsi í Svíþjóð, og þar sagði hann nokkrum samföngum sínum, meðal annarra Christer Pettersson, frá því hvemig Dencker hefði leikið sig. í augum fanga hafði Dencker gerst sekur um mesta glæp, sem hugsast gat — að samrekkja konu fanga. Ætlaði að myrða konunginn Tingström og Pettersson urðu vinir, jafnt innan fangelsismúranna sem utan, og þegar Tingström losn- aði sprengdi hann upp einbýlishús Denckers með fyrrnefndum afleið- ingum. Fyrir það var hann svo dæmdur í lífstíðarfangelsi 1985 og lést úr krabbameini 1993. Áður en Tingström fór í fangelsi í síðasta sinn var Pettersson lífvörð- ur hans og lærði að fara með skot- vopn í kjallaranum á heimil Ting- ströms. Þar lagði hann á ráðin um að hefna sín á samfélaginu og upp- haflega átti að myrða Karl Gústaf Svíakonung fyrst með sprengju. Tingström sagði Svensson, að Pett- ersson hefði hafnað því þar sem það væri „of sóðalegt". Betra væri að gera það augliti til auglitis. Af þessu varð þó ekki því að fyrir tilviljun gekk morðinginn fram á Olof Palme þegar þau hjónin voru að koma úr kvikmyndahúsi. Eftir það var konungshjónanna gætt svo vel, að þar komst enginn nærri. Fjórmenningamir gengu þó svo langt að fylgja eftir og njósna um konunginn á ferðum hans erlendis. •Heimildir: Dagens Nyheter, Aftenposten, Reuter. Eitt ár liðið frá upphafi kúariðufársins Neytendavemd bætt Brussel. Reuter. ÁR VAR liðið í gær frá því Stephen Dorrell, heilbrigðisráðherra Bretlands, viðurkenndi í þingræðu að tengsl kynnu að vera á milli kúa- riðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóms í mönnum. Sú yfírlýsing hleypti af stað miklu fári í Evrópu og varð Evrópusambandinu tilefni til að banna allan útflutning brezks nautakjöts. Á þessum tímamótum reyndi Emma Bonino, framkvæmdastjómarmaður ESB, sem nú hefur verið falið að hafa yfírumsjón með heilbrigði matvæla, að sannfæra Evrópuþingið um að fram- kvæmdastjómin ætlaði að grípa til raunhæfra aðgerða til að hindra að sagan endurtæki sig og að neytendum gæti stafað hætta af matvöru. Bonino lofaði meðal annars að setja á stofn sérstaka vísindanefnd til að kanna áhrif erfða- efnisbreyttra matvæla á menn. Hún sagðist jafn- framt hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun landbúnaðarráðherra ESB-ríkja fyrr í vikunni, en þeir ákváðu að skjóta uppmnamerkingum á nautakjöti á frest fram til ársins 2000. Bonino lofaði skýrslu um heilbrigði matvæla í næsta mánuði og ráðstefnu um sömu mál í september. Kostnaðurinn 420 milljarðar Síðastliðinn áratug hafa komið upp 178.000 tilfelli af kúariðu í Evrópusambandinu og Sviss. Þar af voru 172.000 í Bret- landi. Næstflest tilfelli voru í Sviss, 230, og l85 tilfelli uppgötvuðust á írlandi. Gert er ráð fyrir að kostn- aður við aðgerðir ESB til að beijast gegn sjúkdómnum og bætur til bænda fyrir nautgripi, sem þeir hafa orð- ið að slátra, nemi um 420 milljörðum króna á þremur árum. Bretar hafa þegar slátrað 1,3 milljónum fullorðinna nautgripa og í þessari viku var byijað að slátra 100.000 í viðbót. Bjórdósabann Dana í hættu? BANN danskra stjórnvalda við sölu á bjór og gosdrykkjum í áldósum kann að vera í hættu. Framkvæmdasljórn Evrópusambands- ins hefur sent Dönum rökstutt álit um að dósabannið brjóti gegn tilskipun ESB um umbúðir og sé í raun viðskiptahindrun. Dan- ir tejja hins vegar að um umhverfisvemdar- mál sé að ræða og að auðveldara sé að endur- vinna gler en ál, auk þess sem meiri hætta sé á að áldósum sé ekki skilað til endurvinnslu, heldur fleygt á víðavangi. Framleiðendur bjórs og gosdrykkja í öðmm ESB-ríkj- um hafa lengi kvartað undan banni Dana. Framkvæmda- stjórnin segir í fréttatilkynn- ingu að í umbúðatilskipuninni sé reynt að finna meðalveg á milli frjálsra viðskipta og umhverfisveradar. Bann Dana gangi hins vegar of langt í átt til umhverfis- sjónarmiða, á kostnað viðskiptahagsmuna. EVRÓPAj Hwang áfram á Filipps- eyjum HWANG Jang-yop, landflótta hugmyndafræðingur norður- kóreska kommúnistaflokksins, sem fluttur var úr sendiráði Suður-Kóreu í Peking til Filippseyja fyrr í vikunni, mun að sögn suður-kóreskra emb- ættismanna dvelja á Filippseyj- um að minnsta kosti fram yfír næstu mánaðamót. Þetta hafi Kínveijar og S-Kóreumenn komið sér saman um. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, sagði i fyrradag að Hwang gæti dvalið þar „aðeins eins lengi og nauðsyn krefði og eins stutt og mögulegt er.“ Dvalar- stað Hwangs er haldið leynd- um af ótta við launmorðingja. Nýr forsætis- ráðherra Armeníu LEVON Ter- Petrosjan skipaði í gær Robert Koc- haijan nýjan forsætisráð- herra Armen- íu. Kochaijan er leiðtogi hins einhliða yfirlýsta lýðveldis í Nagorno- Karabach-héraði, sem form- lega er hluti nágrannaríkisins Aserbajdsjans, en meirihluti íbúa þar eru Armenar. Þeir háðu blóðuga baráttu fyrir sjálfstæði frá Aserbajdsjan 1988-1994, og studdi Armenía hana af krafti, óformlega þó. Skipun Kochaijans er líkleg til að hleypa illu blóði í Asera, sem stefna að því að endurheimta héraðið. Mótmæli í Ósló HÓPUR umhverfisvernarsinna víða að úr heiminum efndu í gær til háværra mótmæla fyrir utan norska Stórþingið til að fordæma áætlanir norskra stjómvalda um að auka losun gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings. Sögðu mótmæl- endurnir Noreg vera að „hæða“ alþjóðlegar tilraunir til að koma á samkomulagi um að minnka losun slíkra efna út í andrúmsloftið. Veitir Sam- stöðu tiltal WLODZIMIERZ Cimocewicz, forsætisráðherra Póllands, hélt því opnu í gær, að til greina kæmi að grípa til sérstakra ráðstafana til að bjarga 2.000 störfum, sem til stendur að leggja niður með gjaldþroti skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk (Danzig), en sakaði jafnframt verkalýðsfélagið Samstöðu um að stuðla að upplausnarástandi með þeim aðgerðum, sem það hefur grip- ið til í viðleitni sinni til að bjarga skipasmíðastöðinni. Verkalýðsfélagið efndi í fyrra- dag til mótmælaaðgerða sem náðu til alls Póllands. Lögregla þurfti að beita valdi til að fjar- lægja mótmælendur, sem ráð- ist höfðu til inngöngu í ráðu- neyti í Varsjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.