Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 25 LISTIR Voltaire meðtrukki TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Verk eftir Smetana, Bemstein og Mendelssohn. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Lev Markiz. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Háskólabíói, finuntudaginn 20. marz kl. 20. „BLÁU“ tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í gær stóðu óvenjumikið undir nafni, því meist- ari Bernstein átti heil þrjú atriði á dagskrá, þar sem sérstaklega hið fyrsta, úr söngleiknum On the Town (1944), fetaði í fótspor Gershwins með blöndu af Gamla- heimshljómkviðu og Nýjaheims- jassi. Og það sem meira var: spilað með sveiflu. í það heila fjölbreytt og skemmtilegt prógramm, sem hefði kannski dregið að fleiri gesti en raun varð á, hefði dagskráin verið gerð opinber fyrir fram. En það kvað víst hinsvegar prinsipp að láta ekkert uppi fyrr en á sjálf- um hólminum um viðfangsefnin í þessari sérstæðu tónleikaröð, þar sem Jónas Ingimundarson kynnir og „tekur sýni“ af tónlistinni. Hér var allt kynnt á staðnum, tónskrá aðeins útbýtt að leikslokum, og því ekki á vísan að róa með aðsókn, sem heldur var dræmari í þetta sinn en sl. nóvember. Þetta var í annað skipti að und- irr. fór á bláa tónleika í vetur, og verður að segjast eftir tveggja tón- leika reynslu, að „konseptið" er gott; n.k. „skólatónleikar" fyrir alla aldursflokka í senn, og athuga- semdir, kynningar og sýnatökur Jónasar vel valdar og ígrundaðar - burtséð kannski frá einu: kynnir- inn mætti stundum vera ögn létt- ari í framkomu og leyfa þeim húm- or sem hann er kunnur fyrir undir afslappaðri kringumstæðum að njóta sín aðeins meira. Eins og hjá Bernstein í Young Peoples Conc- erts, sællar minningar! Leikurinn hófst með rómantískri hermitónlist, þegar hljómsveitin flutti hina óslítandi og sífersku Moldá eftir Smetana með hlaup- andi kynningum Jónasar ofan í tónlistina: „Uppsprettan" - „Þjóð- lagastef" - „Kankvís polki“ (þjóð- ardans Bæheimsbúa) - „Slæðu- dans vatnadísa í tunglskini“ - „Söngur Moldár“ - „Boðaföll“ - „Áin breiðir úr sér við Prag“ - Morgunblaðið/ Stefán Ólafsson LEIKENDUR, Hólmgrímur Elís Bragason og Vilborg Þórhallsdóttlr. Á sama tíma að ári LEIKFÉLAG Hornafjarðar frum- sýnir leikritið Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade laugardaginn 22. mars. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir og leikendur þau Hólmgrímur Elís Bragason og Vil- borg Þórhallsdóttir. 20 ár eru síðan Guðrún leikstýrði hér eystra, þegar leikfélagið setti Skírn á svið. Leik- félag Hornafjarðar er 35 ára gam- alt og á að baki yfír 60 uppfærslur auk þess að koma nálægt ijölmörg- um menningarviðburðum öðrum. Þar ber hæst götuleikhúsið sem er árviss viðburður á Humarhátíð Hornfirðinga. LEIKENDUR og leikstjóri: Jóna Guðrún Jónsdóttir, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg RÚSSNESK-HOLLENZKI hljómsveitarstjórinn Lev Markiz að loknum tónleikunum í gærkvöldi. „Hverfur í faðm Elbufljóts“. Rúss- nesk-hollenzki hljómsveitarstjór- inn Lev Markiz, sem í seinni tíð er m.a. kunnur af upptökum sínum á Schnittke fyrir BIS, mótaði þessa vatnamúsík Tékka fagurlega, þó að polkinn væri e.t.v. ekki eins fjaðurmagnaður og maður átti von á. Town (eða Time?) Square atriðið úr On the Town var spilað með furðu mikilli innlifun í amerísku swing-boppi af virðulegri evrópskri mörgæsasveit að vera, klarínett Sigurðar I. Snorrasonar dró bláan seim í anda Goodmans, og Ásgeir Steingrímsson „growlaði" á tromp- etið eins og hann hefði aldrei gert annað. „Leynigesturinn" reyndist vera Sigrún Hjálmtýsdóttir, og söng hún hina makalausu fjögurra stíla aríu Kúnígúndu, „Glitter And Be Gay“ úr Candide eftir sama höfund með trompi, sem sennilega enginn hérlendur sópran getur leikið henni eftir, þó að eitt eða tvö smá-augnablik jöðruðu við að fara út úr „synki,“ eins og sagt er á hljóðversmáli. Það eina sem maður saknaði var aðeins lengri bil milli síðustu fjögurra hátóna söngvarans í lokin - fermöturnar á generalpásunum þar á milli hefðu þannig getað orðið dramatískari - en annars var arían næstum því yfirgengilega glæsilega sungin. Hljómsveitin og stjómandinn gerðu gott betra í næsta atriði, forleik Bernsteins að Candide (Birtingi Voltaires), einhveijum flottasta hljómsveitarforleik í leik- hússögu 20. aldar, þar sem Bern- stein, auk þess að kynna megin- stef söngleiksins, eys úr botnlausri hljómsveitarstjóraþekkingu sinni á tónbókmenntunum. Þar er sannarlega hægt að finna sittlítið af hveiju (m.a.s. stutta tilvitnun í Carmina Burana), en allt snilldarvel saman tengt. Þetta er alls ekki auðvelt viðfangsefni, jafnvel ekki fyrir þrautreyndustu hljóm- sveitir, en SÍ lék með ná- kvæmni og „trukki“ sem maður á ekki alltaf að venj- ast og hefði komið vandlát- um hljómplötuupptöku- stjóra til að æpa: „Stendur!" ítalska sinfónía Mend- elssohns, þess er lézt fyrir réttum 150 árum, var síðust á dagskrá. Eftir sérkynn- ingu á helztu stefjum hljóm- kviðunnar dró Jónas sig í hlé og leyfði spilurum og stjórn- anda að flytja verkið í heild án frekari orða. Fyrsti þáttur var hugsanlega ívið í það hraðasta, eins og heyra matti stöku sinni af nærri því felmtri slegnum fyrstu fiðlum, þegar kontrapunktsvíra- virkið varð hvað fyrirferðarmest, en önnur tempó voru mjög sann- færandi. II. þáttur (sagður innblás- inn af helgigöngu presta suður á Ítalíu) hélt fullri virðingu án þess að verða daufur, og flautnablástur- inn var sætur eins og Drottins huggunarorð. Menúettinn leið hjá með ljúfsáru brosi, og loka-salta- rellóið naut góðs af góðri upphitun mannskaparins, sem fékk að vinna fyrir kaupi sínu á hnitmiðaðri fleygiferð sem eitt samtaka sindr- andi eldflugnager. Ríkarður Ö. Pálsson Síðasta sýning Trúðaskólans SÍÐASTA sýning á Trúðaskólan- um verður sunnudaginn 23. mars kl. 14. Trúðaskólinn er eftir Fredrich Karl Waechter. Þýðing og aðlögun er verk Gísla Rúnars Jónssonar eft- ir enskri útfærslu Kens Campbells. Trúðaskólinn var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byij- un nóvember og hefur leikritið ver- ið sýnt allar helgar síðan. „Leikritið er á ýmsan hátt afar merkileg dæmisaga um kennslu og lærdóm og ekki síður um tengsl nemenda og kennara og lýsir sömu- leiðis tengslum gamanleiks, stjórn- leysis og kjánaskapar," segir í kynningu. Ferðast um skáldverk SÍÐASTA bókmenntakynningin sem Norræna húsið stendur fyrir að þessu sinni verður laugardaginn 22. mars kl. 16. íslenskar bók- menntir eru á dagskrá og er þetta í fyrsta skipti sem þær eru kynntar sérstaklega á þessum hefðbundnu kynningum. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur hefur tekið að sér að fjalla um bókaútgáfuna á íslandi 1996. Kynningin er einkum ætluð þeim Norðurlandabúum sem hafa áhuga NÚ STANDA yfír æfíngar leikrit- inu Vinnukonurnar eftir franska leikritahöfundinn Jean Genet í Kaffíleikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Melkorka Tekla Olafs- dóttir og leikendur Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Þýðandi er Vigdís Finnbogadóttir ásamt leikstjóra. í kynningu segir: „Vinnukon- urnar var frumsýnt í París árið 1947 og hefur ásamt öðrum verk- um Genet haft mikil áhrif á hug- myndir manna um leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar. Fjölmargir leikstjórar hafa tekist á við verkið á að fræðast um íslenskar nútíma- bókmenntir. „í fyrirlestrinum verður ferðast um skáldverk síðasta árs í leit að táknum, en ekki stórmerkjum. Bók- menntaárið 1996 á Íslandi einkenn- ist af „ferðabókum“ í þeim skilningi að ferðast er í sögu og rúmi; farið til útlanda í leit að íslandi, farið í söguna í leit að samtímanum, farið hamförum eða á barinn,“ segir i kynningu. Þeir rithöfundar sem verða kynntir sérstaklega eru Gyrðir El- íasson, Hallgrímur Helgason, Krist- ín Ómarsdóttir og Vigdís Gríms- dóttir og lesa þau úr verkum sínum á skandinavísku. Aðgangur að bókakynningunni er ókeypis. Síðasta sýning á Kennarar óskast SÍÐASTA sýning á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Kennarar óskast, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá liðnu hausti verður í kvöld, föstudags- kvöld.. Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnars- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Éyjólfsson og Harpa Arnar- dóttir. Lýsingu hannar Páll Ragnarsson, höfundur leikmyndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. og farið mjög ólíkar leiðir í túlkun á því enda afar margbrotið verk og hægt að skoða það frá ýmsum sjónarhornum. Leikritið hefur einu sinni áður verið sett upp á Islandi, hjá Grímu árið 1963.“ Verkið fjallar um mannleg sam- skipti á öllum tímum. í verkinu takast á þrjár konur, en átök þeirra vísa að sögn Kaffileikfólks til valdabaráttu eins og hún birtist m.a. innan fjölskyldna, á milli elskenda, á milli húsbænda og hjúa, og svo í ólíkum myndum úti í samfélaginu. Frumsýning í Kaffileikhúsinu verður í byijun apríl. Söng- bræður í suðurferð KARLAKÓRINN Söngbræð- ur úr Borgarfírði heldur tvenna tónleika laugardaginn 22. mars. Hina fyrri kl. 15 í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hina síðari kl. 21 í sal Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, FÍH, Rauðagerði 27 í Reykja- vík. Kórinn hyggur á strand- högg á írlandi um páskana og eru tónleikarnir á laugar- daginn liður í undirbúningi fararinnar. Kórinn hefur haldið tón- leika vítt og breitt um Vestur- land. Stjórnandi kórsins er Jerzy Tosik Warszawiak, kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, áður prófessor við Tónlistarakademíu Krak- ár-borgar í Póllandi. Hann hefur stórnað kórnum und- anfarin þijú ár. Undirleikari kórsins er Clive Pollard, tón- skáld, sérmenntaður undir- leikari og kennari við Tónlist- arskóla Borgarfjarðar. Auk kórsöngs verða kvart- ett, tríó, dúett og einsöngur einnig á dagskránni, að ógleymdum samleik á fiðlu og píanó sem þau Ewa og Jerzy Tosik-Warszawiak sjá um. Einsöngvarar með kórn- um verða Theodóra Þorsteins- dóttir sópran, Snorri Hjálm- arsson tenór og Gunnar Örn Guðmundsson bassi. Theo- dóra hefur af og til sungið með Söngbræðrum en hún er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og söngkennari við skólann. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg í Aust- urríki og á Ítalíu. Snorri er bóndi á Syðstu-Fossum og Gunnar Örn dýralæknir. Þeir eru í Söngbræðrum og stunda söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Vinnukonurnar í Kaffileikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.