Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 48

Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 5JÓMENN ATHU6ÍÐ: Skerpir athygli - eykur þol. RAUTT EÐALGINSENG Gagnlegar fermingargjafir. mm 'cssa inga 7^vt ac*ft ^cnAaía^ii átfijan. SEGLAGERÐIN Æ6 m Samtök sveítarfélaga á höfudborgarsvædinu Umsókn um skólavist grunnskólanema utan lögheimilissveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. • Umsón skal send til skólaskrifstofu eða skrifstofu þess sveitarfélags sem nemandi á lögheimili í fyrir 1. apríl vegna næsta skólaárs. • Þegar lögheimilissveitarfélag hefur samþykkt að greiða kostnað vegna nemanda í öóru sveitarfélagi skal það senda umsóknina til viðtökusveitarfélags eigi síðar en 15. apríl. • Hafni lögheimilissveitarfélag umsókninni skal sú niðurstaða tilkynnt forráðamönnum eigi síðar en 15. apríl. • Viðtökusveitarfélag skal tilkynna forráðamönnum nemenda og lögheimilis- sveitarfélagi sína niðurstöðu eigi síðar en 1. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skólaskrifstofum sveitarfélaganna. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar. Gildir fyrir eftirtalin sveitarfélög: Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Bessastaðahrepp, Kjalarneshrepp og Kjósarhrepp. Samtök sveitarfélga á höfuðborgarsvæðinu. IDAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Klo- oster mótinu í Ter Apel í Hollandi sem hófst um helgina. Hollendingurinn Loek Van Wely (2.645) var með hvítt, en Lettinn Aleksei Shirov (2.690), sem nú teflir fyrir Spán, hafði svart og átti leik: 28. - Rf4! 29. Rd6 (Hvítur tap- ar heilum hrók eftir 29. gxf4? — Dg4+ 30. Rg3 — Dxf3) 29. - Bg2! 30. Be4 - Dg4 31. Hd4 - Bxf3 32. Bxf3 - Rh3+ 33. Kg2 - Dxd4 34. Kxh3 —Bxe5 og svartur vann auðveldlega á liðsmuninum. Sex stórmeistarar tefla í Ter Apel. Auk þessara tveggja þeir Júsupov, And- ersson, Khalifman og Hiibner. Sviinn Ulf Anders- son byrjaði vel með sigri á Robert Hiibner. Um helg- ina: Skákþing íslands, keppni í áskorenda— og opnum flokki hefst á morg- un laugardag kl. 14 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni SVARTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ÉG var heppinn í dag. i t VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi tU föstudags Netfang: eUy@mbl.is Glerbyggingin við Iðnó hlíðinni. Uppl. í síma 588-4199. KONA hringdi í Velvakanda og hún er mjög óhress með að lesa um það að glerbyggingin við Iðnó verði rifm. Telur hún að það sé hnefahögg í andlit skattborgara að slíkt bruðl sé látið viðgangast. Þessi bygging er teiknuð af fagmönnum og henni finnst að það eigi að bera þessa ákvörðun undir Arkitektafélag íslands. Henni finnst að það eigi ekki að koma til greina að rífa þessa byggingu. Handtaska tapaðist SVÖRT hliðartaska með snyrtivörum og leður- hönskum tapaðist senni- lega á Kaffi Austur- stræti á laugardags- kvöld. Skilvís fínnandi vinsamlega hafi samband í síma 557-4443. Dýrahald Ryksugufiskur fæst gefins Góð þjónusta hjá Ingvari og Gylfa ÉG undirrituð keypti mér rúm hjá Ingvari og Gylfa hinn 16. mars. Ég vil þakka starfsfólki fyrir frábæra þjónustu, sérstaklega Elíasi. Aðra eins þjónustu hef ég ekki fengið. Ég ráðlegg fólki að versla þar því þetta fyrirtæki er til fyrir fyrirmyndar varðandi þjónustu. Hulda K. Vatnsdal. Tapað/fundið Vasaúr fannst VASAÚR í keðju fannst fyrir utan blokk í Stiga- RYKSUGUFISKUR fæst gefins. Fiskurinn er orðinn frekar stór og þarf að komast í stórt búr. Uppl. hjá Karenu í síma 550-1000 á daginn. Kettlingur fæst gefins FALLEGAN og hressan kettling vantar gott heimili. Uppl. í síma 565-3672 eða 555-0501. Hundaeigendur Þeir hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við dýraspítalann í Víðidal strax í síma 567-4020. Víkverji skrifar... EKKIALLS fyrir löngu var aust- asta hluta Hafnarstrætis lok- að fyrir umferð annarra en strætis- vagna og leigubifreiða. Sett var upp skilti við hornið á Pósthússtræti og Hafnarstræti, sem gaf þetta til kynna. Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa ráðstöfun og einn daginn var skiltið horfið og kaupmenn við götuna mótmæltu. Skiltið hefur ekki verið sett upp á ný og nú er öllum fijálst að aka þama um. En umferðarljósin á gatnamót- um Hafnarstrætis og Kalkofnsveg- ar eða við Lækjartorg takmarka mjög umferð. Græna ljósið, sem hleypir þessari umferð áfram, log- ar svo stutt, að aðeins örfáir bílar komast í senn yfir gatnamótin og það án tillits til þess hve umferð er þung úr öðrum áttum yfir gatna- mótin. Getur verið að menn séu viljandi að tefja umferðina úr Hafnarstræti eftir að skiltið var tekið niður? xxx UMFERÐARUÓS eru afar hentug aðferð til þess að stýra umferð og víða í borginni hefur verið komið upp ljósum, sem hafa innbyggða skynjara. Ljósin skynja, þegar bíll nálgast gatna- mótin og breyta þá yfir í grænt umsvifalaust, ef engin önnur um- ferð er. Þetta er einkar hentugt á næturnar, þegar lítil umferð er enda ástæðulaust að láta fólk bíða mínút- um saman eftir grænu ljósi. Slík ljós eru t.d. á gatnamótum Síðu- múla og Ármúla og eru til mikillar fyrirmyndar. Engu slíku er að heilsa á gatna- mótum Listabrautar og Kringlunn- ar. Þar eru ljós sem ekkert tillit taka til umferðarinnar og skipta sér með sama hraða allan sólarhring- inn, sama hvort umferð er mikil eða engin. Þeir, sem aka suður Kringlu og ætla að beygja austur Listabraut geta þurft að bíða í langan tíma unz græna ljósið kemur. Á stundum sjá menn fólk aka af stað á rauðu, orðið úrkula vonar um að græna ljósið kvikni og telja menn ugglaust að um bilun sé að ræða í ljósabúnað- inum. Slík ljós, sem ekkert tillit taka til umferðarþungans, eru ekki tæki til þess að ýta undir virðingu fyrir lögum og rétti. í raun er það bráðnauðsynlegt að skynjara verði komið á þessi ljós, svo að ekki sé viljandi verið að reyna á þolrifín í vegfarendum. xxx VRÓPUBÚI, kunningi Vík- veija, sem flutzt hefur til Is- lands og var í fyrsta sinni að kynn- ast íslenzkum verkfallsaðgerðum, ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar honum var sagt, að nú væri að skella á Dagsbrúnar- verkfall og mjólk yrði ófáanleg. Hann neitaði í fyrstu að trúa slíku, mjólk hlyti að vera til handa börnum - annað væri „barbarismi" eins og hann orðaði það. Hvernig getur eitt verkalýðsfélag beitt sér gegn því að ungviðið á Islandi fái jafnnauð- synlegan drykk og mjólk? Þetta verkalýðsfélag er gjörsamlega veruleikafirrt, sagði þessi Evrópu- búi. í raun er þetta hveiju orði sann- ara hjá manninum. Hvers á íslenzkt ungviði að gjalda? Hvernig getur eitt verkalýðsfélag, þótt í kjarabar- áttu sé, beitt sér gegn börnum og tekið af þeim mjólkina? Eitt sinn sagði Guðmundur J. Guðmundsson frá því er hann tók mjólkurflösku af ungu bami, sem var að koma til borgarinnar með mjólk og ætlaði að gefa ömmu sinni. Þetta var í verkfallinu árið 1955 og Guðmund- ur gerði sér lítið fyrir og hellti mjólkinni niður fýrir framan barnið. Síðar varð bamið framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands og enn síðar ráðherra. Guð- mundur telur að þar hafi hann gert hina mestu skyssu. Leitt er að Dagsbrúnarmenn hafa öllu gleymt og ekkert lært.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.