Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Island hefur ekki staðfest fjögurra ára alþjóðlegan efnavopnasáttmála
Gæti haft áhrif á
íslenzkan efnaiðnað
ÍSLAND hefur enn ekki staðfest
alþjóðlegan sáttmála um bann við
framleiðslu, geymslu og notkun
efnavopna, sem gengur í gildi 29.
aprfl næstkomandi. Morgunblað-
inu er kunnugt um að málið hefur
verið til meðferðar í utanríkisráðu-
neytinu um tveggja ára skeið, en
ekki eru horfur á að það fái þing-
lega meðferð á yfirstandandi Al-
þingi og verður það því væntan-
lega að bíða næsta þings.
Ríki, sem ekki hafa staðfest
efnavopnasáttmálann, geta orðið
fyrir því að aðildarríki hans leggi
hömlur á viðskipti með efni, sem
hægt er að nota til framleiðslu
efnavopna. Mörg þessara efna eru
jafnframt notuð í venjulegum
efnaiðnaði og gætu hömlur á sölu
þeirra til íslands því haft áhrif á
hann.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hollustuvemd ríkisins er sennilegt
að einhver þeirra efna, sem til-
greind eru í viðaukum við efna-
vopnasáttmálann, séu notuð hér á
landi, ýmist í efnaiðnaði eða í t.d.
skordýraeitri og öðrum innfluttum
efnum. Morgunblaðið hefur fengið
staðfest að a.m.k. tvö efni, sem
eru á listanum, eru notuð við fram-
leiðslu í íslenzkum efnaverksmiðj-
um.
Undirritun fyrir rúmum
fjórum árum
ísland undirritaði efnavopna-
sáttmálann 13. janúar 1993, sama
dag og hann var lagður fram til
undirritunar. Síðan hafa 70 ríki
bæði undirritað og staðfest sátt-
málann, þar á meðal mörg smá-
ríki. Fiji-eyjar voru þannig fyrsta
ríkið, sem staðfesti hann. Öll ríki
Atlantshafsbandalagsins nema
Tyrkland, Lúxemborg, ísland og
Bandaríkin hafa staðfest samning-
inn og öll ríki Evrópska efnahags-
svæðisins nema Island og Lúxem-
borg. Bandaríkin hafa verið undir
miklum alþjóðlegum þrýstingi að
staðfesta sáttmálann og hafa sam-
tök efnaiðnaðarins þar í landi
(CMA) jafnframt hvatt til staðfest-
ingar hans. Talið er að meirihluti
sé fyrir staðfestingu sáttmálans á
Bandaríkjaþingi.
Jón Egill Egilsson, skrifstofu-
stjóri alþjóðaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, segir að undanfarið
hafí verið reynt að hraða undir-
búningi fyrir þinglega meðferð
efnavopnasáttmálans. Þó sé ekki
víst að hægt verði að staðfesta
hann fyrr en á næsta Alþingi.
Fyrsta ráðstefna aðildarríkja
Stofnunarinnar um bann við efna-
vopnum (OPCW), sem sett verður
á fót um leið og efnavopnasáttmál-
inn tekur gildi, verður haldin í
Haag í Hollandi 6. maí næstkom-
andi og munu utanríkisráðherrar
margra aðildarríkja sitja hana. Jón
Egill segir að ísland muni eiga
fulltrúa á ráðstefnunni, sem sé
einnig opin þeim ríkjum, sem að-
eins hafi undirritað sáttmálann.
Þá hafi ísland þegar greitt gjald
fyrir aðild að stofnuninni.
Morgunblaðið/Golli
Handteknir eftir
mikinn eltingarleik
TVEIR menn um þrítugt voru
handteknir síðdegis í gær eftir
að hafa neitað tilmælum lög-
reglu um að stöðva ökutæki
sitt og vegna glæfraaksturs í
kjölfarið. Þeir liggja undir
grun um meðhöndlun fíkni-
efna.
Upphaf málsins var með
þeim hætti að árvökulir lög-
reglumenn urðu varir við öku-
mann sem þeir töldu víst að
væri án ökuréttinda og ætluðu
að hafa tal af honum. Maðurinn
stöðvaði ekki för sína og upp-
hófst mikill eltingarleikur, sem
barst frá Hverfisgötu upp á
Laugaveg, gegnum Þingholt og
eftir Snorrabraut og vestur á
Hringbraut, þar sem náðist
loks að stöðva för mannanna.
Neituðu að koma út
Lögreglan hafði áður komið
upp vegartálma, en öku-
manninum tókst að smeygja
bifreiðinni á milli lögreglubíla
þegar lögreglumenn ætluðu að
hafa tal af honum, upp á gang-
stétt og áfram. Þegar búið var
að króa bílinn af á móts við
Landspítala, eftir um tuttugu
mínútna langa eftirför, neitaði
ökumaðurinn að ræða við lög-
reglu og læsti að sér, þannig
að nauðsynlegt reyndist að
bijóta rúðu í bifreiðinni til að
ná honum og farþega út.
Mennirnir liggja undir grun
um fíkniefnamisferli og var
efnt til húsleitar í kjölfarið í
gærkvöldi, en nokkuð er síðan
heimild fyrir húsleitinni barst.
Annar maðurinn er ekki búsett-
ur í Reykjavík, en hefur komið
við sögu lögreglu fyrir að flytja
fíkniefni til Vestfjarða. Talið
er að mennirnir hafi verið að
koma frá húsi þar sem fíkni-
efni hafa verið notuð og þeim
dreift þaðan.
Ökumaðurinn neitaði að
veita leyfi fyrir leit í bifreið-
inni, og var ætlunin að fá dóms-
úrskurð um leitarheimild hið
fyrsta, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu, enda grunur um
að þar sé fíkniefni að finna.
Skylduaðild
að lífeyrissjóðum
Kært til
mannrétt-
indanefndar
MÁL sem varðar skylduaðild að líf-
eyrissjóðum hefur verið kært til
mannréttindanefndar Evrópu.
Nefndin metur hvort mál er tækt til
meðferðar fyrir mannréttindadóm-
stólnum og talsverður tími getur lið-
ið þar til niðurstaða varðandi það
liggur fyrir.
Málið varðar starfsmenn trésmiðju
sem voru skyldaðir til að greiða til
lífeyrissjóðs síns stéttarfélags, sem
er Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Þeir
vildu greiða til Fijálsa lífeyrissjóðs-
ins, en töpuðu málinu bæði í héraði
og fyrir Hæstarétti sl. haust. í
Hæstarétti féllu atkvæði þijú gegn
tveimur. í sératkvæðum var visað til
þess að skylduaðild að lffeyrissjóðum
fæli í sér skerðingu á félagafrelsi.
Biðlistar í heiibrigðiskerfinu
Leyfilegt að
leita lækninga
í EES-ríkjum?
HUGSANLEGT er að samkvæmt
reglum EES sé íslenskum sjúklingum
heimilt að leita sér lækninga í öðrum
ríkjum Efnahagssvæðisins, verði bið
eftir aðgerð óbærilega löng hér á
landi. Þetta kom fram í máli Rann-
veigar Guðmundsdóttur, Þingflokki
jafnaðarmanna, í umræðum um bið-
lista í heilbrigðiskerfinu á Alþingi í
gær.
I samtali við Morgunblaðið segir
Rannveig að þessi möguleiki hafi
komið til umræðu í nefndum og
stofnunum sem fjalla um heilbrigð-
ismál. „Ég er ekki að mæla með því
að þetta sé gert, en ef svarið er já-
kvætt, er komin enn meiri pressa á
að stytta biðlistana í heilbrigðiskerf-
inu.“
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra segir að ekki sé útilokað
að þessi réttur sé til staðar, en að
málið verði kannað á næstu dögum.
Hún benti þó á að í nágrannalönd-
unum væru biðlistar víða lengri en
hér. „Við gerum allar þær aðgerðir
sem við getum hér á landi. Það hef-
ur ekki verið eftirspurn eftir því að
fara til útlanda í aðgerðir, enda vill
fólk yfírleitt bíða eftir sínum lækni.“
Við umræðumar á Alþingi í gær
gagnrýndu stjómarandstæðingar
ráðherrann fyrir að gera of lítið úr
því vandamáli sem biðlistamir væm.
Bent var á að vafasamt væri að nokk-
ur sparnaður væri í því að láta fólk
bíða, meðal annars vegna þess að
þá bættist við lyfjakostnaður og að-
gerðimar yrðu erfiðari þegar loks
kæmi að þeim.
Heilbrigðisráðherra sagði að
vandamálið væri flóknara en svo að
það dygði að veita aukið fjármagn
til ákveðinna málaflokka. Hún sagði
að mikið hefði verið gert til að kanna
biðlistana og leita lausna.
Vandað um
við eld-
spýtnaþjófa
MÓÐIR kom með tvo syni sína
og vin þeirra á fund lögreglu
í Breiðholtsstöð á fímmtudag,
en upp hafði komist að dreng-
irnir höfðu hnuplað nokkrum
pökkum af eldspýtnastokkum
í Hagkaupi nokkru áður.
Eldfærin höfðu þeir notað til
að kveikja eld í mannlausri
vöruskemmu sem þeir höfðu
komist inn í.
Drengirnir fengu föðurlega
umvöndun lögreglu þess efnis
að hvorki mætti taka þá hluti
sem aðrir eiga né leika með
eldspýtur, og voru að henni
lokinni að sögn harðákveðnir í
að endurtaka ekki slíka óknytti.
Eldspýtnaþjófarnir eru 4 ára
og 6 ára gamlir og gera menn
sér vonir um að afbrotaferii
þeirra sé þar með lokið, sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglu.
13 árabraust
8 sinnum inn
ÁTTA innbrot og skemmdar-
verk í Breiðholtsskóla eru upp-
lýst og hefur stór hluti þýfísins
komist til skila, í kjölfar þess
að lögreglan hafði hendur í
hári tveggja unglinga á fjór-
tánda aldúrsári í gær.
Piltarnir voru með tölvu í
farteskinu þegar lögreglan
hafði afskipti af þeim og færði
á lögreglustöð til skýrslutöku.
í kjölfarið var gerð húsleit þar
sem tvær tölvur til viðbótar
fundust, myndbandstökuvél og
fleiri stolnir munir.
Annar piltanna hafði brotist
átta sinnum inn í skólann, en
hinn var nýliði á þessu sviði,
samkvæmt uppiýsingum frá
lögreglu. Þeir gengust við inn-
brotunum og voru að skýrslu-
töku lokinni sóttir af foreldrum
sínum.
Munum úr
sögu lögreglu
skilað
MAÐUR kom á fund lögreglu-
manna í Breiðholtsstöð á
fímmtudag og skilaði þýfí frá
innbroti í Árbæjarsafn í ágúst
á seinasta ári, en þá var stolið
ýmsum munum úr minjasafni
lögreglu.
Viðkomandi aðili mun hafa
verið viðriðinn innbrotið og skil-
aði hann hluta þýfísins, þar á
meðal gömlum handjámum, en
meira mun vera að finna hjá
sökunaut hans sem búsettur er
erlendis, samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu.
Vita menn um hvem er að
ræða, og gera sér vonir um að
hægt sé að endurheimta allt það
sem var stolið á sínum tíma.
Kærðir fyrir
að nota ekki
belti
UM 30 ökumenn í Reykjavík
vom kærðir á seinasta sólar-
hring fyrir að nota ekki bílbelti,
og hafa hlutfallslega jafnmargir
ökumenn verið kærðir fyrir
sömu vanrækslu í næstu sveit-
arfélögum, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu.
Lögreglan fylgist nú sérstak-
lega með bflbeltanotkun öku-
manna og farþega, og mun það
átak standa yfír fram yfír
páska. Þeir ökumenn og farþeg-
ar, sem ekki nota bflbelti, eins
og lögboðið er, sæta kæm.