Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tekist á
um lögmæti
fundar
VERKFALLSVERÐIR Dags-
brúnar mættu í gær á starfs-
mannafund sem stjórnendur
Skeljungs hf. höfðu boðað með
þeim starfsmönnum fyrirtækis-
ins sem eru í Dagsbrún og verk-
falli. Ólafur Baldursson (t.v.) og
Bjarni Hjálmtýsson, fulltrúar
Dagsbrúnar, sögðu fundarboðun
ólögmæta þar sem ekki hafi ver-
ið leitað samþykkis Dagsbrúnar
og færðu forstjóra Skeljungs,
Kristni Björnssyni, skrifleg mót-
mæli þess efnis. Kristinn sagði
tilefni fundarins hafa verið að
skýra starfsmönnum frá efni
sérkjarasamnings sem skrifað
hafi verið undir og í gildi væri.
Verkfallsverðirnir fengu að
skýra frá afstöðu Dagsbrúnar á
fundinum sem annars var lokað-
ur öðrum en starfsmönnum.
Morgunblaðið/Ásdís
Skeljungur og Olís ræddu samningamál við starfsmenn sína í Dagsbrún
Bensínið er á þrotum
BENSÍN á bensínsjálfsölum á höf-
uðborgarsvæðinu er á þrotum og
sömu sögu er að segja af Suðumesj-
um og Suðurlandi. Bensín hefur
verið hamstrað síðustu daga og þess
vegna hefur það klárast á fáum
dögum. Stjómendur Skeljungs og
OIís héldu fund með starfsmönnum
sínum sem em í Dagsbrún til að
kynna þeim þá sérkjarasamninga
sem gerðir voru í upphafi vikunnar.
Birgðir klámðust á fyrstu bensín-
sjálfsölunum á miðvikudag og í gær
var bensín fáanlegt í fáum sjálfsöl-
um. Alls staðar þar sem eitthvað
var eftir var biðröð við sölustaðina.
Allmargir höfðu brúsa með sér og
dæmi var um að menn keyptu bens-
ín fyrir tugi þúsunda króna í einu.
Bensíni er dreift frá Reykjavík til
Suðumesja og um Suðurland. Á
þessu svæði öllu er bensín á þrotum
vegna þess að dreifíng liggur niðri
í verkfallinu. Birgðastöðin á Akra-
nesi sér um að dreifa bensíni um
Vesturland og þar er enn nóg bens-
ín. Ástandið annars staðar á landinu
er enn sem komið er með eðlilegum
hætti, en eldsneyti er ekki dreift frá
innflutningshöfninni í Reykjavík til
birgðastöðva á landsbyggðinni.
SVR ekur ekki á kvöldin
Stjórnendur SVR hafa ákveðið
að fækka ferðum vagnanna frá og
með mánudeginum 24. mars fái
fyrirtækið ekki afgreidda gasolíu.
Ákstur vagnanna verður með eðli-
legum hætti fram til kl. 19, en þá
verður akstri hætt. Þetta fyrir-
komulag verður viðhaft fram á mið-
vikudag, en um páskahátíðina verð-
ur ekið eftir sérstakri áætlun sem
kynnt verður í fjölmiðlum eftir helg-
ina.
Skeljungur og Olís með
starfsmannafundi
Olíufélögin Skeljungur og Olís
boðuðu starfsmenn sína, sem eru
í Dagsbrún, á fund í þeim tilgangi
að kynna þeim sérkjarasamninga
sem gerðir voru fyrr í þessari viku.
Verkfallsverðir Dagsbrúnar sögðu
þessa fundi lögbrot og vísuðu til
25. greinar vinnulöggjafarinnar
þar sem segir að sáttafund eða
samningafund megi ekki boða
nema með samþykki beggja samn-
ingsaðila.
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, vísaði þvi á bug að Skelj-
ungur væri að fremja lögbrot með
fundinum. Fulltrúum Dagsbrúnar
hafi sérstaklega verið boðið á fund-
inn, sem væri hvorki sáttafundur
né samningafundur. Tilgangur
fundarins væri að kynna efni
sérkjarasamnings Skeljungs og
Dagsbrúnar fyrir Dagsbrúnar-
mönnum sem vinna hjá fyrirtækinu,
en það væri sitt mat að starfsmenn
hefðu ekki fengið nægar upplýs-
ingar um innihald samningsins.
Kristinn fullyrti að allir starfs-
menn Skeljungs væru með yfir 70
þúsund krónur í laun á mánuði.
Sagði hann að sérkjarasamningur
hefði verið undirritaður af fulltrúum
beggja aðila. Hann væri í gildi því
að hann hefði ekki verið felldur í
atkvæðagreiðslu starfsmanna.
50-60 starfsmenn voru boðaðir á
fundinn og um 40 mættu.
Á fundarstað mættu einnig full-
trúar Dagsbrúnar sem lýstu
óánægju sinni með fundinn og
komu þeim sjónarmiðum á fram-
færi við forstjóra Skeljungs, að
hann væri að fremja lögbrot með
fundinum. Þeir fengu einnig að
ávarpa fundinn til að lýsa afstöðu
Dagsbrúnar.
Vakt við
olíudreifingarstöðvar
Verkfallsverðir Dagsbrúnar
höfðu í ýmsu að snúast í gær. Þeir
voru með vakt við olíudreifingarstöð
olíufélaganna í Örfirisey og einnig
var vakt við birgðastöð Skeljungs.
Bjarki Már Magnússon, hjá verk-
fallsstjórn Dagsbrúnar, sagði að
þetta væri gert vegna þeirrar yfír-
lýsingar forstjóra Skeljungs að
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
mætti keyra olíubíl og dreifa elds-
neyti á bensínstöðvar. Hann sagði
Dagsbrún ósammála þessu mati og
myndi sjá til þess að olíubílar fyrir-
tækisins yrðu ekki notaðir í verk-
falli.
Bjarki Már sagði að Dagsbrún
hefði einnig gert athugasemd við
vörudreifingu í smásöluverslanir
Olís. Eftir samtöl við stjórnendur
fyrirtækisins hefði dreifingu varn-
ingsins verið hætt. Bjarki Már sagði
hins vegar að enginn ágreiningur
hefði komið upp við stjórnendur
Olíufélagsins um framkvæmd verk-
fallsins og Jóhann Jónsson hjá Olíu-
félaginu sagði að það væri stefna
fyrirtækisins að forðast átök við
verkfallsmenn.
Enn berst talsverð mjólk til höf-
uðborgarsvæðisins, einkum frá Sel-
fossi. Bjarki Már sagði dæmi um
að mjólk hefði verið seld í smáversl-
unum í Reykjavík á 270 krónur lítr-
inn, en skráð smásöluverð á mjólk
er 68 krónur. Hann sagði að Dags-
brún hefði gert athugasemd við
þetta við Samkeppnisstofnun með
þeim rökum að lögbundið hámarks-
verð væri á mjólk og viðkomandi
verslun væri að bijóta gegn því.
Samkeppnisstofnun hefði hins veg-
ar ekki talið tilefni til viðbragða í
þessu máli.
Jón Ragnarsson um
sparakstur á tímum
bensínskorts
Hægt að
spara allt að
þrem lítrum
JÓN Ragnarsson bílasali og rall-
kappi segir að hægt sé að spara
allt að þrjá lítra af bensíni á hverja
ekna 100 km með því að fylgja
nokkrum einföldum reglum við
aksturinn. Jón hefur margoft
unnið sparaksturskeppni hérlend-
is. Hann segist sjálfur ekki stunda
sparakstur að jafnaði enda þyki
honum gaman að aka bílum og
sitt aksturslag sé ekki eldsneytis-
sparandi.
Jón segir að það fyrsta sem
menn verði að huga að sé að aka
strax af stað eftir að bíllinn hefur
verið ræstur. Margir bíða með að
aka af stað og láta bílvélina hitna
en Jón segir að með því að aka
samstundis af stað komist menn
nokkra kílómetra leið sem annars
færi í að hita upp vélina. Áríð-
andi sé að draga fljótlega úr inn-
soginu á bílnum ef það er ekki
sjálfvirkt. Varast skuli að gefa
bílnum snögglega inn og aka
ávallt þannig að vélin sé á hægum
snúningi.
Þegar ekið er niður brekkur eða
halla sé hægt að spara eldsneyti
með því að setja bílinn í hlutlaus-
an gír og láta hann renna sem
lengst. Hægt er að gera það hvort
sem menn eru á sjálfskiptum bíl
eða beinskiptum.
Drepa þarf
strax á vélinni
Þegar komið er á áfangastað
skiptir máli að drepa strax á vél-
inni. Ekki mælir hann með því
að drepið sé á vélinni við umferð-
arljós eða þegar numið er staðar
stutta stund því bensínnotkun við
að ræsa bílvélina aftur getur orð-
ið meiri en sparnaðurinn af því
að drepa á henni.
Jón segir að notkun ljósabúnað-
ar, miðstöðvar, hljómtækja og
annars slíks búnaðar í bílnum
auki álag á rafkerfi hans og þar
með eldsneytisnotkunina. Þess
vegna skal t.d. nota afturrúðuhit-
ara sem minnst sem og miðstöð,
rúðuþurrkur og fleira án þess þó
að hætta skapist í akstri. En fyrst
og fremst fari það eftir aksturs-
laginu hvort markmiðið að spara
eldsneyti næst. Allar snöggar og
miklar hraðabreytingar þýða
aukna eldsneytiseyðslu en jafn og
löglegur hraði dragi úr henni.
Þrýst á um hækkun vöru og þjónustu segja Neytendasamtökin
Tilkynnt allt að 10%
hækkun á brauði
JÓHANNES Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segist hafa upplýsingar um
að mörg fyrirtæki séu að skoða
tillögur um hækkun á verði vöru
og þjónustu. Hann segist hafna
rökum fyrirtækjanna fyrir hækk-
unum. Komi þær til framkvæmda
kalli það á viðbrögð Neytendasam-
takanna. Brauð hefur hækkað í
verði um 10%.
„Það virðast margir vera að
hugleiða hækkanir. Því er borið
við að laun hækki vegna nýrra
kjarasamninga. Það fínnst okkur
vera mjög á skjön við yfirlýsingar
framkvæmdastjóra VSÍ, sem hef-
ur lýst því yfír að launahækkanir
í kjarasamningum sem undirritað-
ir hafa verið að undanförnu séu
með þeim hætti að fyrirtækin þoli
þær án þess að þeim sé velt út í
verðlagið.
Fyrirtækin eru einnig að bera
fyrir sig að pund og dollari hafí
hækkað í verði. Ég minni hins
vegar á þá staðreynd að önnur
Evrópumynt en pund hefur lækkað
í verði. Við sjáum þær lækkanir
aftur á móti ekki í vöruverðinu.
Ég vil einnig minna á þá stað-
reynd að vörugjald var lækkað í
fyrra og núna 1. febrúar. Neytend-
ur hafa lítið orðið varir við þær
lækkanir. Það varð t.d. örlítil
lækkun á vörugjöldum á gos-
drykkjum, en því hefði verið svar-
að með hækkun," sagði Jóhannes.
Jóhannes sagði að þessar
vangaveltur um hækkanir kölluðu
á viðbrögð Neytendasamtakanna.
Samtökin hefðu verið í viðræðum
við ASÍ um aðhald í verðlagsmál-
um.
Stærstu framleiðendur
hækka verð
Stærstu brauðframleiðendur á
höfuðborgarsvæðinu, Myllan og
Samsölubakarí, hafa tekið ákvörð-
un um að hækka verð á brauði
um 10% og önnur framleiðsla bak-
aríanna hækkar einnig. Myllan
hækkaði sína framleiðslu í gær
og Samsölubakarí hækkar hjá sér
nk. þriðjudag.
Jóhann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samsölubakarís,
sagði að ástæða hækkunarinnar
væri hækkun á aðföngum, hráefni
og þjónustu og launahækkanir í
nýjum kjarasamningum. Auk þess
hefði verið mjög mikil samkeppni
á brauðmarkaðinum og framleið-
endur lækkað verð meira en for-
sendur hefðu verið fyrir. Tap hefði
verið á rekstri Samsölubakarís á
síðasta ári. Jóhann sagði að Sam-
sölubakarí, eins og fleiri fyrirtæki
í matvælaiðnaði, væri með tiltölu-
lega hátt hlutfall starfsmanna í
lægri kannti launastigans. Það
væri því ljóst að launakostnaður
fyrirtækisins myndi hækka um
meira en þau 5%, sem talað er um
að laun hækki almennt um á þessu
ári.
Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar, nefndi
sömu forsendur fyrir hækkunun-
um. Hann sagði að Eimskip hefði
verið að tilkynna Myllunni um
hækkun á farmgjöldum og plast-
umbúðir hefðu einnig hækkað ný-
lega. Kolbeinn sagði að lítilsháttar
tap hefði verið á rekstri Myllunnar
á síðasta ári. Myllan hefði verið
með tilboð á brauðum og ætlað
sér að mæta þeim með hagræð-
ingu í rekstri. Það hefði hins veg-
ar komið í ljós að það var ekki
forsenda fyrir þessari verðlagn-
ingu og þess vegna hefði þurft að
koma til verðbreytinga í haust.
Hann sagðist eiga von á að önnur
bakarí breyttu einnig verði hjá sér
í kjölfarið.