Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristján
KÓRINN er samsettur úr fimm kórum í Eyjafirði, samtals um 150 manns, en hljómsveitina
skipa um 60 hljóðfæraleikarar.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór flytja Carmina Burana
Spennandi og
skemmtilegt verkefni
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Norður-
lands flytur Carmina Burana eftir
Carl Orff ásamt um 150 manna kór
og einsöngvurum í íþróttaskemm-
unni á Akureyri næstkomandi mið-
vikudagskvöld. Einsöngvarar verða
þau Amdís Halla Ásgeirsdóttir, sópr-
an, og Michael Jón Clarke, sem syng-
ur tenór og baritón. Stjómandi _ á
tónleikunum er Guðmundur Óli
Gunnarsson aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Að þessu sinni er hljómsveitin skipuð
um 60 hljóðfæraleikurum.
Fimm kórar í einn
Hinn fjölmenni kór, sem tekur
þátt í tónleikunum, er samsettur úr
fimm kórum af Eyjafjarðarsvæðinu,
Fjölskyldudag-
ur vélsleðafólks
á Súlumýrum
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði
í samvinnu við Hjálparsveit skáta
á Akureyri efnir á morgun, sunnu-
daginn 23. mars til fjölskyldudags
fyrir vélsleðafólk á Súlumýrum ofan
Ákureyrar.
Safnast verður saman eftir há-
degið og þeir sem vilja fá far á sleða
eða láta draga sig á skíðum geta
mætt sunnan við öskuhaugana milli
kl. 13 og 14. Meistarakokkar Greif-
ans grilla pylsur frá kl. 14 til 15.
Skorað er á allt vélsleðafólk að
mæta með alla fjölskylduna og eiga
saman skemmtilegan dag.
GISTIÐ A BÖKKUM
LAXÁRí SUÐUR
ÞINGEYJA RSÝSLIJ
I þinghúsinu Hraunbæ, Aöaldal ? S-Þingryjarsýslu er
boðiö upp á gistingu allt árib. Húsiö stendur í skógar-
lundi á bakka laxár í Aöaldal.
- Rúmgóö 2ja manna herbergi m/handlaug.
- Góö snyrtiaöstaöa.
- Rúmgóö setu-/boröstofa.
- Veilingar et pantaö er íyrirfram.
- Cldunaraöslaöa.
- leiktæki lyrir börn.
- Sala veiöilcyfa í Vestmannsvatn, Kringluvatn og
Langavatní og efsta hluta Uxár neöan stíllu.
Vlö erum miösvreöis á Noröausturfandi
Akureyri 1 klst. Húsavík 20 mín. Mývatn 30 rnín.
Ásbyrgi Lklst. Dettifoss 2 klst. Vaglaskóg 30 min.
Gctum sótt gcsli aö gotnamólum vit> Tjöm í veg fyrir
áu’tlun (sérteyli) Akureyrí • Húsavík.
Þingliúsié HrauiJjæ
Aðaklol • 641 Húsavik
Srmi: 464-3695 • Fax: 464-3S95
en þeir eru Kirkjukór Grenivíkur-
kirkju, stjómandi Björg Sigurbjöms-
dóttir, Kór Dalvíkurkirkju, stjómandi
Hlín Torfadóttir, Kór Laufáss- og
Svalbarðssókna, stjórnandi Hjörtur
Steinbergsson, Kór Tónlistarskólans
á Akureyri, stjómandi Michael Jón
Clarke, og Samkór Svarfdæla,
stjómandi Rósa Kristín Baldursdótt-
ir. Um frumraun margra kórfélaga
á þessu sviði er að ræða, en æfingar
hafa gengið mjög vel og kórfélagar
staðið sig með prýði að sögn Micha-
els Jóns Clarke.
Arndís Halla Ásgeirsdóttir hóf
söngnám við Tónlistarskóla FÍH árið
1989 en færði sig yfír í Söngskólann
árið 1991 og lauk þaðan 8. stigi þrem-
ur árum síðar. Hún stundaði fram-
haldsnám við Listaháskólann í Berlín
og hefur lokið fyrrihlutaprófi með
hæstu mögulega einkunn. Amdís
Halla hélt tónleika hér á landi um
jólin ásamt Jónasi Ingimundarsyni
píanóleikara og hlaut lof gagnrýn-
enda. Hún hefur tekið þátt í uppfærsl-
um bæði hér heima og í Berlín.
Michael Jón Clarke hefur starfað
við tónlistarkennslu á Akureyri, bæði
sem söng- og fiðlukennari. Hann hef-
ur einnig stjórnað hljómsveitum og
kórum og er stofnandi og stjómandi
Kórs Tónlistarskólans á Akureyri sem
er einn af kórunum sem fram koma
á tónleikunum. Michael Jón Clarke
hefur víða komið fram sem einsöngv-
ari, m.a. í uppfærslu íslensku óper-
unnar á Carmina Burana.
Verk sem allir þekkja
„Þetta er verk sem nánast allir
þekkja, brot úr verkinu eru gjaman
notuð í kvikmyndum og auglýsingum.
Ég er ekki frá því að Carmina Bur-
ana sé eitt vinsælasta verk nútímans
fyrir kór og hljómsveit," sagði Micha-
el Jón. „Það er óskaplega mikil gleði
kringum þetta verk, mikið spaug, það
er gert grín að fjölmörgu, prestastétt-
inni, fylliríum og ástamálum svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Michael Jón sagði Carmina Burana
mjög spennandi og skemmtilegt verk-
efni að fást við. Hann syngur tvö ein-
söngshlutverk sem bæði spanna vítt
raddsvið. „Þetta er töluvert átak,
krefjandi hlutverk en það á einnig
við um einsöngskvenhlutverkið."
Carl Orff lauk við að semja Carm-
ina Burana árið 1936 og var verkið
frumflutt í Frankfurt ári síðar við
mikinn fögnuð áheyrenda. Verkið er
samið við veraldleg ljóð sem fundust
í handriti frá 13. öld. Ljóðin eru á
iatínu og miðaldaþýsku og lýsir text-
inn hugleiðingum og upplifunum
munka og flökkustúdenta á helstu
áhugamálum sínum, dansi, drykkju
og fögrum konum, en einnig bregður
fyrir hástemmdum ljóðrænum tilþrif-
um og gamanvísum inn á milli.
Rússnesk stemmning
Á tónleikunum á miðvikudaginn
verða einnig flutt kröftug rússnesk
stemmningsstykki, tónleikamir hefj-
ast á Hátíðarforleik eftir Shost-
akovich, þáttur úr svítunni Rómeó
og Júlíu eftir Prokofiev, þáttur úr
Eldfuglinum eftir Stravinsky og
Sverðdansinn eftir Khachaturian.
Tónleikarnir verða sem fyrr segir
í íþróttaskemmunni næstkomandi
miðvikudag, þeir hefjast kl. 20.30.
Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð
Jónasar.
Hlutafjárútboð Samheija hófst í gær
Margir hafa hug
á hlutabréfunum
HLUTAFJÁRÚTBOÐ Samheija
hf. hófst í gær. Að sögn Sigurðar
Sigurgeirssonar forstöðumanns
Landsbréfa á Akureyri, hafa við-
tökur verið mjög góðar um allt
Iand. Til sölu eru hlutabréf að nafn-
virði 45 milljónir króna á genginu
9,0.
„Við höfum verið að taka við
áskriftarblöðum frá útibúunum en
þar sem úrvinnsla er ekki hafin,
get ég ekki sagt til um á þessari
stundu hversu margir hafa skráð
sig fyrir hlutabréfum né fyrir hve
hárri upphæð. Við erum hins vegar
mjög ánægðir með viðtökumar,"
sagði Sigurður.
Allir eiga sömu möguleika
Hlutaijárútboðið stendur fram til
kl. 16 nk. miðvikudag og allir þeir
sem skrá sig fyrir hlut á þeim tíma
eiga sömu möguleika. Hver og einn
hefur rétt til að skrá sig fyrir hluta-
fé að hámarki 100 þúsund krónur
að nafnverði en lágmarksupphæð
er 1.000 krónur að nafnverði. Verði
eftirspum meiri en sem nemur heild-
arfjárhæð þess hlutafjár sem í boði
er skerðist hlutur hvers og eins.
Löggæsluyfirvöld á Akureyri
Auka þarf viðbún-
að vegna útihátíðar
LÖGGÆSLUYFIRVÖLD á Akureyri
munu hafa mun meiri viðbúnað en
áður verði hátíðin „Halló Akureyri"
haldin um næstu verslunarmanna-
helgi. Þetta kom fram í máli Bjöms
Jósefs Arnviðarsonar sýslumanns í
erindi sem hann hélt á ráðstefnu um
áfengis- og vímuefnanotkun ungl-
inga á Akureyri í vikunni. Ráðstefn-
an var haldin að fmmkvæði bæjaryf-
irvalda á Akureyri í samstarfi við
SÁÁ, heilbrigðisdeild Háskólans á
Akureyri og heilbrigðisráðuneytisins.
Kveikjan að henni var sú umræða
sem varð í kjölfar útihátíða um síð-
ustu verslunarmannahelgi og þá
einkum „Halló Akureyri".
Meiri kröfur
Bjöm Jósef sagði að framvegis
yrði litið svo á að um útihátíð væri
að ræða, en það hefði í för með sér
að strangari kröfur verða gerðar til
mótshaldara varðandi skipulagningu.
„Það hefur ekki verið litið á þessa
samkomu sem útihátíð, það er mein-
ið,“ sagði Bjöm Jósef.
Mun fleiri löggæslumenn munu
verða að störfum og þeir sem að
hátíðinni standa verða krafðir um
þann auknakostnað sem því fylgir.
Aukin löggæsla yfir liðna verslunar-
mannahelgi kostaði um 1,5 milljónir
króna. Sætti mótshaldarar sig ekki
við það verður leyfi ekki gefið fyrir
hátíðinni. Þá mun unglingum yngri
en 16 ára sem ekki eru í fylgd með
foreldrum eða forráðamönnum ekki
verða leyft að tjalda á tjaldstæðum
bæjarins. Einnig verður gerð sú
krafa til mótshaldara að takmarkan-
ir og skilmálar lögreglu komi fram
í auglýsingum vegna hátíðarinnar.
Þarf viðhorfsbreytingu
Sýslumaður sagði það umhugsun-
arefni að fjöldi 14-15 ára unglinga
hefði sótt samkomuna „Halló Akur-
eyri“ um síðustu verslunarmanna-
helgi án fylgdar foreldra. Það væri
umhugsunarefni að foreldrar hleyptu
bömum sínum á slíkar samkomur,
fólk ætti að vita að þeim hefði fylgt
mikil áfengisneysla. „Það þarf að
koma til viðhorfsbreyting hjá foreldr-
um, en hennar er ekki að vænta
þegar börn á þessum aldri eru send
á svona samkomur."
SKIPULAGSUPPDRÁTTUR af svæðinu norðan Torfunefs-
bryggju. Nýi grjótgarðurinn gengur í átt að gömlu bryggjunni
og flotbryggjan verður þar innan við. Vestan við skýli Slysavarna-
félagsins er svo gert ráð fyrir bílaumferð að flotbryggjunni.
Farþegabryg’gja við
Torfunef tilbúin í vor
HAFNASAMLAG Norðurlands hef-
ur boðið út dýpkun, byggingu gijót-
garðs og landveggs fyrir farþega-
bryggju við Torfunef á Akureyri.
Efnismagn í garðinn, sem verður
40 metra langur, er áætlað 1.900
rúmmetrar. Þá verður dýpkað innan
garðsins niður á þriggja metra dýpi.
Samkvæmt útboðsgögnum skal
verkinu lokið fyrir 10. maí nk.
Einnig koma gatna- og umhverf-
isdeildir bæjarins að framkvæmdum
á svæðinu, varðandi gatnagerð og
gerð göngustíga og gróðursetningar.
Stjórn Hafnasamlags Norður-
lands samþykkti fyrir skömmu að
taka tilboði Króla ehf. í Kópavogi í
flotbryggju. Bryggjan er 5x20
metrar að stærð og er m.a. hugsuð
fyrir farþegabáta skemmtiferða-
skipa.
Kostnaður við kaupin á bryggj-
unni og vegna framkvæmda á svæð-
inu er áætlaður um 9 milljónir
króna. Stefnt er að því að fram-
kvæmdum verði lokið fyrir 10. júní
nk. en fyrsta skemmtiferðaskip
sumarsins er væntanlegt 11. júní.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Ferm-
ingarguðsþjónustur kl. 10.30 og
13.30 á Pálmasunnudag. Altaris-
ganga kl. 19.30 mánudaginn 24.
mars. Mömmumorgunn í safnað-
arheimili frá kl. 10 til 12.
GLERÁRKIRKJA: Ferming-
armessur kl. 10.30 og 13.30 á
morgun, pálmasunnudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun,
almenn samkoma kl. 20. Heim-
ilasamband kl. 16 á mánudag.
Allir hjartanlega velkomnir.
HVITASUNNUIRKJAN: Al-
menn samkoma, Stella Sverris-
dóttir prédikar. Samkomustjóri
Bjami Hjaltason. Mikill og fjöl-
breyttur söngur. Bænastund á
mánudags-, miðvikudags-, og
föstudagsmorgnum kl. 6-7.
Vonarlínan, sími 462 1210, sím-
svari allan sólarhringinn með orð
úr ritningunni sem gefa huggun
og von.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30. á
morgun. Almenn samkoma á
Sjónarhæð kl. 17. Ástjarnar-
fundur kl. 18 á mánudag á
Sjónarhæð.
HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14 á morgun,
pálmasunnudag. Fermingarbörn
aðstoða, börn borin til skírnar.
Foreldrar fermingarbarna eru
hvattir til þátttöku ásamt börn-
um sínum. Helgistund í Mið-
hvammi kl. 16. Lesið úr Passíu-
sálmunum.