Morgunblaðið - 22.03.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAG UR 22. MARZ 1997 21
Aukin framleiðsla
og lækkað verð
á svínakjöti
GÍFURLEGAR breytingar hafa orð-
ið í svínaræktun á Islandi undanfar-
in ár, að sögn Kristins Gylfa Jóns-
sonar, formanns Svínaræktarfélags
íslands. Hann ræddi
þróun og horfur bú-
greinarinnar á hádegis-
verðarfundi sl. miðviku-
dag í tilefni af mark-
aðsátaki í sölu á svína-
kjöti sem nýlega er haf-
ið.
Kristinn Gylfi segir
framleiðslu svínakjöts
hafa nær fjórfaldast á
tæpum tuttugu árum en
verð á svínakjöti hefur
lækkað nánast um
helming á um tíu árum.
„Árið 1979 var fram-
leiðslan um 1.000 tonn
en um 3.7Ö0 tonn árið
1996. Framboð hefur á
tímum verið meira en
eftirspurn en verðlækkunin hefur
haft í för með sér að neysla hefur
aukist um 8 kg á mann síðastliðin
tíu ár.“
í samanburði við aðrar kjötvörur
hafa svínaafurðir náð hvað mestri
söluaukningu hér á landi undanfarin
ár, að sögn Kristins Gylfa en hlut-
deild svínakjöts á markaði hefur
aukist úr 10% árið 1984 í um 23%
í fyrra. „Skýringin er að hluta til
betri ræktun sem hefur meðal ann-
ars haft í för með sér að fituinni-
hald svínakjöts hefur
minnkað á síðustu
árum og stenst það nú
fyllilega samanburð
við margar aðrar kjöt-
tegundir.
Svínabændur eru
því bjartsýnir á fram-
tíðina, við vonum að
neysla svínakjöts haldi
áfram að aukast og
líkist meira því sem
gerist í nágrannalönd-
unum en í fyrra var
neysla á mann í Dan-
mörku um 65 kg en
14 kg hér á landi.“
Markaðsátak svína-
bænda hófst með út-
gáfu bæklings um
svínakjöt sem ber heitið Steikja,
sjóða, grilla og borða. Bæklingurinn
fæst í matvöruverslunum og kostar
um 150 krónur en í honum er að
finna ýmsan fróðleik um svínakjöt,
m.a. leiðbeiningar um geymslu,
hreinlæti, meðferð og matreiðslu.
í bæklingnum er einnig fjöldi
uppskrifta og hér fylgir ein þeirra.
Uppskrift af ofnsteik er að
finna í nýjum bæklingi.
Ofnsteik
____________1-2 kg kjöt__________
___________salt og pipar_________
_________krydd eftir smekk_______
Bragðbætið kjötið með salti, pipar
og öðru kryddi eftir smekk.
Leggið kjötið í litla steikarskúffu.
Setjið ofnskúffuna með kjötinu í
miðhæð inn í kaldan ofn.
Stillið ofninn á 180 gráður. Taflan
sýnir æskilegan steikingartíma.
Pakkið kjötinu inn í álpappir og
látið hvfla í 20 mín.
Heildarsteikingartími Ofnsteiking
Beinlaus svínahryggur 1 'A
Bein- og fitulaus hnakki 1 'A-2
Purulaus rifjasteik 1SA
Upprúllað slag 2
Upprúlluð bógsteik 1-1'A
Kristinn Gylfi
Jónsson
Spilliefnagjald til varnar umhverfi
Olíuúrgangur er stærsti
spilliefnaflokkurinn
ÝMIS efni geta valdið mengun ef
ekki er rétt staðið að eyðingu
þeirra. Sérstök nefnd hefur sam-
kvæmt lögum um spilliefnagjald
verið starfandi síðan í haust.
Nefndin er skipuð af umhverfísráð-
herra. Að sögn Þuríðar Jónsdóttur
sem á sæti í nefndinni er hlutverk
hennar að finna út hvernig hægt
er að skapa skilyrði fýrir söfnun,
móttöku, meðhöndlun og viðunandi
endumýtingu eða eyðingu spilli-
efna.
700 tonnum af rafgeymum
fargað árlega
„Spilliefnagjald er lagt á vörur
sem geta orðið að spilliefnum. Það
á að standa undir óhjákvæmilegum
kostnaði af móttöku spilliefna,
meðhöndlun þeirra, flutningi til
eyðingarstöðva, endumýtingu og
eyðingu. Þann 15. mars tók gjald-
skráin gildi og byrjað er þegar að
leggja gjald á rafgeyma við tollaf-
greiðslu. Lagðar em 26 krónur á
hvert kfló af rafgeymum með sýru
og 36,4 krónur á kíló geymis án
sýru. Gjaldið skal greiða af inn-
fluttum vömm við tollafgreiðslu
en innlendum framleiðendum ber
að standa skil á gjaldinu til spilli-
efnanefndar.
Þuríður segir að um 900 tonn
af rafgeymum séu flutt til landsins
árlega og þar af fari um 650 tonn
til endurnýjunar á þeim rafgeym-
um sem fyrir eru. „Við teljum ekki
ólíklegt að álykta að um 700 tonn
af rafgeymum komi til förgunar
árlega."
Þessar vörur eru gjaldskyldar
Gjaldskyldar vörur eru eftirfar-
andi: Olíuvörur, lífræn leysiefni,
klórbundin efnasambönd, málning
og litarefni og rafhlöður og raf-
geymar. Þá verður spilliefnagjald
lagt á ljósmyndavörur eins og
framköllunarvökva og fíxera svo
og ýmsar aðrar kemískar efnavör-
ur. Þá bendir Þuríður á að sam-
kvæmt tillögum spilliefnanefndar
sé ráðherra heimilt í reglugerð að
undanþiggja einstakar vörur gjald-
skyldu. „Það á til dæmis við í þeim
tilvikum þegar fyrirtæki geta sýnt
fram á að þau eyði sjálf efnum á
fullkomlega viðunandi hátt.“
Söfnunarstöðvar um land allt
„Suma verkþætti þurfum við að
bjóða út og meiningin er að hver
flokkur standi undir sér kostnaðar-
lega. Söfnunarstöðvar eru komnar
um land allt og í raun ótrúlegt
hvað fólk er í auknum mæli farið
að hugsa um umhverfí sitt á þess-
um nótum."
Þuríður segir að næsta verkefni
nefndarinnar sé að huga að söfnun
og eyðingu kemískra vara og þá
vara í ljósmynda- og prentiðnaði.
„Framköllunarvökvar og fixerar
blandast mikið í notkun og skila
sér því oft í meira magni sem
spilliefni en upphaflega varan.
Þetta hefur í för með sér meiri
kostnað við meðhöndlun. Vökvinn
er eimaður til að minnka umfangið
áður en þessi spilliefni eru send
utan til eyðingar. Rafhlöður eru
einnig á listanum og það þarf að
flokka þær. Rafhlöður eru ekki vel
merktar og það er því töluverð
vinna fólgin í að finna út hvernig
á að flokka þær. Við höfum orðið
vör við þýskar rafhlöður á mark-
aðnum sem merktar eru með
grænu epli og þær eru umhverfis-
vænar eða að minnsta kosti hafa
þær minnst mengandi áhrif á um-
hverfíð. Um 80% af rafhlöðum má
urða en 20% þarf að meðhöndla á
sérstakan hátt og senda til útlanda
til eyðingar.“
Olíuúrgangur
Þuríður segir að áætlað sé að
allt að 4.000-5.000 tonn á ári falli
til af úrgangsolíu. „Olíunni er
brennt í Sementsverksmiðjunni og
þannig er hún „endurnýtt“. Olíufé-
lögin hafa hingað til séð um rekst-
ur söfnunarkerfis úrgangsolíunn-
ar, meðferð og flutning hennar
með góðum árangri." Þuríður
bendir á að um 99% af þeim vörum
sem falli undir gildissvið laganna
sé olía. Olíuúrgangur er því talinn
vera rúmlega 50% spilliefna sem
falla til hér á landi.
- En hvernig geta neytendur
stuðlað að því að draga úr magni
spilliefna ?
„Neytendur geta keypt um-
hverfísvæna vöru þegar því er við
komið eins og þessar grænu raf-
hlöður sem ég minntist á.
Ef fólk hefur það að leiðarljósi
að kaupa sem umhverfísvænsta
vöru kemur það af sjálfu sér að
minna verður um varning sem
flokkast undir spilliefni."
Nýtt
Mjúkís með
myntuog
súkkulaðisósu
KJÖRÍS hefur sett á markað nýja
bragðtegund í Mjúkís-línuna. Þetta
er myntuís með súkkulaðisósu og
bitum. ísinn verður seldur í eins
lítra umbúðum. Þetta er sjöunda
bragðtegundin en fyrir eru á mark-
aðnum vanillu-, súkkulaði-, núgg-
at-, karamellu-, pekanhnetu-, hesli-
hnetu- og jarðarbeijamjúkís.
Tómatar og agúrkur hækka í verði
Tollar og fhitnings-
kostnaður orsökin
INNFLUTTIR tómatar og agúrkur
koma til með að hækka í verði um
og eftir páska.
„íslenskir grænmetisbændur
anna engan veginn eftirspum um
þessar mundir og því erum við enn
að flytja grænmeti til landsins“, seg-
ir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón-
usi. „Við eigum enn nokkuð af er-
lendu grænmeti svo hækkunin kem-
ur ekki fram strax hjá okkur,“ segir
hann. „Varan hækkar á mánudaginn
í tolli. Við það bætist að sökum verk-
fallsins þarf að fljúga með allt græn-
meti til landsins og þá bætast 50
krónur við hvert kíló.“
Kæra erlendir heildsaíar
landbúnaðarráðuneytið? '
Jón Ásgeir segir að töíuvert sé
til af íslenskum agúrkunt en lahg
vegur sé frá að innlend tómatafram-
leiðsla anni éftirspurn. Hann
furða sig á því að fulltrúar landbún-
aðarráðuneytisins leiti ekki áiits
smásala á hvort innlend framleiðsia
anni eftirspurn. „Við erúm aldrei
spurðir hvort framboð sé nægilegt
Ifyrir nokkru voru íslenskar gulræt-
ur orðnar það slæmar að þær komu
til okkar sem þriðji flokkur á verði
fyrsta flokks. Samt vorum við að
borga um 140 krónur í jöfnunar-
tolla. Það er auðvitað algjörlega
óviðunandi að ríkisvaldið skuli kom-
ast upp með að skattleggja fólk
með þessum hætti. Þetta er ský-
laust brot á GATT samningnum og
erlend heildsölufyrirtæki íhuga nú
að kæra íslendinga fyrir brot á
honum," segir hann.
Grátt tímabil
„Frá og með mánudegi þurfa inn-
flytjendur að borga 99 króna magn-
toll af tómötum og 15% verðtoll þar
ofan á,“ segir Olafur Friðriksson
deildarstjóri hjá Landbúnaðarráðu-
neytinu, „Verðtoliur á agúrkum fer
í 22,5% og magntollurinn í 148
krónur og frá og með 17. mars var
settur 7,5%.verðtollur á papriku og
99 króna magntollur.“
- Tfeltið þið ekki til smásala þeg-
ar þið eruð að kanna hvort íslensk
framleiðsla anni eftirspurn?
„Jú, víð* érúm''. bæði í góðu sam-
bandi við smásala og ihnflytjendur
og jafnvel neytendur líka sem
hririgja reglulega til okkar og láta
vita ef eitthvað er að. Við reynum
að leita upplýsinga sém víðast og
þvi meira sem berst af upplýsingum
þeim -mun auðveldara er að taka
ákvarðanir um gjöldin."
Ólafur segir þetta tímabil alltaf
vera grátt þegar innlend vara er
að verða búin og erlend vara að
koma á markaðinn.
„Við förum algjörlega eftir ís-
lenskum lögum. Til dæmis hefðum
við getað látið fulla vernd skella á
hinn 16. mars.
Lögin heimila okkur hinsvegar
svigrúm þannig að við getum gert
þetta í þrepum til að hægt sé að
draga úr sveiflum sem annars
myndu skapast.“
Hverfafundur |||
‘ með borgarstjóra ^
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum í
Túnum,
Holtum,
Norðurmýri
og Hlíðum
í Ráðhúsinu mánudaginn 24. mars kl. 20.00.
Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða
um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku
fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp
teikningar af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.