Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Hugsar Reykjavík óvart illa um bömin sín? STÉTTARFÉLAG sálfræðinga á Islandi hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi athugasemd: Það fer varla fram hjá þeim for- eldrum sem eiga börn á skólaaldri og leita eftir sálfræðiaðstoð fyrir þau að biðin getur orðið löng. A sama tíma og fólk gerist meðvit- aðra um mikilvægi þess að grípa fljótt inn í náms-, tilfinninga- eða hegðunarvanda barna sinna lengj- ast biðlistar hjá þeim aðilum sem veita viðeigandi aðstoð. Eftirspurn eftir aðstoð sálfræðinga við skólana hér á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár en á sama tíma hefur sálfræðingum við skólana fækkað. Dæmi eru um að bíða þurfi mánuðum saman eftir aðstoð hjá stærstu sálfræðideild skóla á Islandi - Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Ef fram heldur sem horfir munu æ fleiri skólabörn í Reykjavík fara varhluta af þeirri aðstoð sem Lög um Grunnskóla kveða á um. Nú er öllum ljóst að skólasálfræð- ingar einir og sér leysa ekki vanda skólabarna í Reykjavík. Það var því kærkomið innlegg í þessa umræðu þegar Gerður G. Óskarsdóttir, Fræðslustjóri Reykjavíkur, gerði grein fyrir auknu mikilvægi á sam- vinnu námsráðgjafa og skólasál- fræðinga í grein sem birtist hér í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. mars sl. Þessir tveir faghópar hafa unnið vel saman innan skóla borg- arinnar undanfarin ár og sú sam- vinna fer vaxandi. Faghópar úr röðum kennara og heilbrigðisstétta eru ómissandi þáttur í þessari sam- vinnu og hlutverk skólasálfræðinga felst því einnig í að halda utanum samvinnu ólíkra aðila _sem sinna skólabörnum í vanda. í greininni segir Gerður að erfitt sé að fá sál- fræðinga til starfa við Fræðslumið- stöð og segir ástæðurnar vera lág laun sem rekja megi til slæmra kjarasamninga sálfræðinga á Is- landi. Gerður óskar þess jafnframt að sálfræðingum takist að semja um betri laun í komandi kjarasamn- ingum svo þeir fáist til að starfa við Fræðslumiðstöð. Það er öllum kunnugt að sálfræð- ingar hér á landi eru mjög illa laun- aðir og margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir hefja störf á ís- landi eftir langt og dýrt háskólanám erlendis. En það vita kannski færri að engir sálfræðingar eru jafn iila launaðir og þeir sem starfa við ákveðnar stofnanir Reykjavíkur- borgar. Og einmitt í þessu efni verða útskýringar Gerðar á sál- fræðingaskorti ótrúverðugar. Gerð- ur kennir slæmum kjarasamningum um lág laun og hefur þar vissulega rétt fyrir sér. En hún gleymir að geta þess að kjarasamningar eru einungis samningar um lágmarks- laun og að borgarstofnun eins og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er í raun í sjálfsvald sett að bjóða sál- fræðingum mannsæmandi laun og gera starf við stofnunina eftirsókn- arvert. Eftir yfirfærslu Grunnskólans til sveitarfélaganna hlutu stofnanir eins og hin nýstofnaða Fræðslu- Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleði? VINALÍNAN 561 6464*800 6464 í*)!) öll kvöld 20-23 miðstöð sjálfstæðan fjárhag og forgangsraða því fé sínu eftir eigin mati á þjónustuþörf skólanna. Mat á þjónustuþörf fer fram í samvinnu við skólastjórnendur sem ávallt hafa kunnað að meta þjónustu sál- fræðideildar skóla. Sálfræðingar sem sinna þjónustu við skóla borg- arinnar hafa á undanförnum árum gert ítrekaðar tilraunir til að fá kjör sín bætt, en án árangurs: Bæði á tímum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis og nú eftir Stéttarfélag sálfræð- inga segir, að Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur sé frj álst að gera vel við starfsfólk sitt. að Fræðslumiðstöð tók til starfa hafa starfsmenn þessara stofnana tekið ábyrgð á þjónustu við skóla- börn borgarinnar. En bersýnilega hafa þáverandi og núverandi vinnuveitendur ekki kunnað að meta þessa starfskrafta sem skyldi. Afleiðingarnar eru kunnar: sáífræðingum við Reykjavíkur- skóla fækkar og nýir fást ekki til starfa. í yfirstandandi kjaraviðræðum við Stéttarfélag sálfræðinga hafa ríki og borg ekki sýnt nein merki um samningsvilja heldur dregið við- ræður á langinn með fálæti og und- anfærslum. Það er því gott að Fræðslustjóri Reykjavíkur skuli vekja athygli á afleiðingum slæmra launakjara og styðja þar með við bakið á sálfræðiþjónustu við skóla borgarinnar. En að sama skapi er slæmt að Fræðsiustjóri skuli fara með rangfærslur og heimfæra skort á sálfræðingum við skólana einfarið uppá slæma kjarasamninga; Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er eins og áður sagði frjálst að gera vel við starfsfólk sitt. Þessu til árétting- ar má geta þess að þau sveitarfélög úti á landi sem vildu á annað borð leggja áherslu á góða sálfræðiþjón- ustu, eftir yfirfærslu Grunnskólans, buðu sálfræðingum launakjör sem eru 40-80% betri en þau sem miða við lægstu taxta kjarasamninga, þá taxta sem látnir eru gilda við ýmsar ríkis- og borgarstofnanir eins og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Með þessu áframhaldi og undir þessum launakjörum sálfræðinga - hjá Fræðslumiðstöð sem ætlar sér forystuhlutverk á sviði skólamála á íslandi - er hætta á að sálfræði- þjónusta við börn í vanda versni hér í höfuðborginni umfram það sem komið er. Vantar þig mjólk? Líttu þá við í Griffli um helgina. Kaupir þú fyrir 1.500.- kr. eða meira átt þú kost á 2 lítrum af mjólk í kaupbæti, á meðan birgðir endast. Þú getur notað tækifærið og nýtt þér eitthvert af þeim 50 fermingartilboðum sem nú eru í gangi í Griffli. Og það er ekki allt, því í ofanálag fylgir áletrun hverjum keyptum PARKER penna. SJÁUMST í GRIFFLI UM HELGINA. Opið laugardag 10-16 & sunnudag 12-16. Síðumúli 35 *.SÍmi 533 1010 Sér u.m sírie

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.