Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 44

Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR -I- Valgerður Guð- • mundsdóttir fæddist á Valdalæk á Vatnsnesi 14. maí 1913. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur M. Eiríksson og Þórdís Jónsdóttir á Valdalæk. Systkini Valgerðar á lífi eru Ögn, Ari, Hólm- fríður og Þórarinn en Sigurbjörg og Steinunn létust ungar. Sonur Valgerðar er Eggert Ó. Levy, giftur Álfhildi Páls- dóttur og eru þau búsett á Hvammstanga. Útför Valgerðar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. Nú þegar komin er kveðjustund langar okkur að minnast ömmu í nokkrum orðum. Þegar við vorum krakkar bjó amma um tíma hjá foreldrum okkar og áttum við því mikið samneyti við hana. Hún reyndist okkur og vinum okkar ætíð vel og alltaf var gott að koma heim og fá heitar kleinur og annað góðgæti sem hún bar á borð fyrir okkur. Amma var listamaður í höndun- um og prýða hannyrðir hennar heimili okkar og annarra. Hún heklaði og pijónaði dúka og rúm- teppi, saumaði út púða og myndir að ógleymdum öllum pijónaflíkun- um. Höfum við og bömin okkar fengið að njóta þess óspart sem hún hefur pijónað. Aldrei vantaði sokka eða vettlinga og á leikskól- um barnanna þekktust tvíbönduðu vettlingarnir úr og alltaf vitað hvaða barn ætti þá þó ómerktir væru. Amma var mikill dýravinur og þegar hún bjó í Lindarbrekku áttu hestarnir það til að banka á hurðina til að fá brauð og gekk það jafnvel svo langt að læsa þurfti, svo þeir kæmu bara ekki inn. Einnig naut hún þess að fýlgjast með lömbunum á vorin. Þegar aldurinn færðist yfír og heilsunni hrakaði fluttist amma á deild fyrir aldraða á Sjúkrahúsi Hvammstanga. Þar naut hún góðrar aðhlynningar alla tíð og er það ljúft að þakka. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valdís, Páll og fjölskyldur. Mig langar að minnast nokkrum orðum Valgerðar Guðmundsdóttur sem verður jarðsungin frá Hvamm- stangakirkju í dag. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að komast ungur að árum í sveit að Harastöðum í Vestuhópi. Þar bjuggu Valgerður og Sigurbjörn Guðmundsson frá Syðri-Þverá. Fyrst í stað var erfitt fyrir ung- an dreng úr Reykjavík að sætta sig við lífið í sveitinni en Valgerður og Sigurbjöm sáu til þess að það breyttist fljótlega enda varð raunin sú að á næstu árum, þegar vor- aði, var maður orðinn viðþolslaus að komast norður aftur. Var ekki laust við að foreldrum mínum þætti stundum vera fullmikið dekrað við mig í sveitinni. Valgerður stjómaði heimilishald- inu á Harastöðum af festu og reglu- semi, ásamt því sem hún tók fullan þátt í bústörfunum. Hún var fær hannyrðakona og man ég eftir því að mér fannst með ólíkindum hvað hún gat töfrað úr pijónavélinni sem hún átti. Matseldin hjá heni var frábær - helst man ég eftir að illa gengi að fá mig til að borða hrær- ing og súrmat, þó að Sigurbjöm gerði ítrekaðar tilraunir til þess. Valgerður hugsaði ætíð vel um okkur strákana sem dvöldum sum- arlangt á Harastöðum og þrátt fýrir að oft gengi mikið á, sá Val- gerður til þess að hlutimir fæm ekki úr böndunum. Eftir andlát Sigurbjöms flutti Valgerður til Hvammstanga og bjó þar lengst af í Lindarbrekku en síðustu árin dvaldist hún á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til Valgerðar enda var hún gestrisin. í slíkum heimsóknum sýndi hún mér oft myndir af sonar- börnum sínum og bömum þeirra og mátti glögglega finna hve stolt hún var af þeim. Þegar ég lít til baka, minnist ég þess tíma sem ég dvaldi á Hara- stöðum, með þakklæti í hugá, þakklæti fýrir að hafa fengið að kynnast lífinu í sveitinni og dvelja hjá svo góðu fólki, slíkt var og er ómetanlegt. Að lokum.vil ég þakka Valgerði fyrir allar góðu stundirnar og það ástríki sem hún sýndi mér. Blessuð sé minning hennar. Eggert syni hennar og fjöl- skyldu sendi ég samúðarkveðjur. Júlíus Guðmundsson. VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HRAFNHILD UR SVEINSDÓTTIR + Hrafnhildur Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. mars 1943. Hún lést á Landspítalanum 1. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. í dag hefði Hrefna vinkona orð- ið 54 ára og langar mig að minn- ast hennar í örfáum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kynntumst 16 ára gamlar í Vestmannaeyjum er við fórum á vertíð. Strax tókst með okkur mik- il vinátta sem hélst alla tíð fram á síðasta dag. Hún kom og heim- sótti mig norður í sveitina eftir að vertíðinni lauk, og eftir að ég eign- aðist mitt heimili á Húsavík kom hún og dvaldi hjá mér þar. Það var alltaf svo gaman að hitta Hrefnu, hún var alltaf svo hress og kát. Þegar ég brá mér í borgina, reyndi ég alltaf að hitta Hrefnu eða a.m.k. að heyra í henni. Við höfðum báðar gaman af að fara út að dansa og fórum við oft sam- an. Ég man þegar hún bjó á Skóla- vörðustígnum og oft var komið við þar, og skverað sig til á dansi- ball. Hún var svo heppin að eign- ast_ Árna Guðmannsson sem lífs- förunaut og heimsótti ég þau fyrst í Sigtúnið er þau voru að byija að búa. Eins var yndislegt að heimsækja þau Árna og Hrefnu í Fögrubrekkuna, en þar bjuggu þau ásamt fjórum dætrum sínum, sem nú eru að byija að tínast að heiman til að stofna sitt eigið heimili. Hrefna hafði mjög gaman af útilegum og oft kom fjölskyldan. norður með tjaldvagninn og alltaf var komið við hjá okkur á Húsa- vík. Eftir að ég flutti í höfuðborg- ina tókust með okkur enn nánari kynni. Það leið ekki sú vika að við sæjumst ekki og heyrðumst og svo eftir að veikindin tóku sig upp aft- ur höfðum við samband daglega. Við vorum svo ákveðnar i því að við ættum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman í þessu lífi að ekki væri kominn tími fýrir flutn- inga strax. Við vorum alltaf að plana eitt- hvað skemmtilegt og alltaf átti Hrefna frumkvæðið þó hún væri sárþjáð. Við ætluðum á Vestfirðina á komandi sumri í nýja tjaldvagnin- um og á árshátíð í byijun mars og þar fram eftir götunum. Ég gleymi ekki síðustu heim- sókninni hennar til mín á þrettánd- anum. Hún hafði ekki þrek til að koma, en kom samt. Elsku vinkona! Viku áður en þú fóst sástu sjálfa þig sveiflast í hvítum kjól með rauða tösku niður í bæ. Alltaf var stutt í grínið. Átta klukkutímum áður en kallið kom hélt ég í höndina á þér, þú varst svo sterk þegar þú sagðist biðja að heilsa öllum. Ég veit að þú hefur fengið góða heimkomu og nú getur þú sveiflast um í hvítum kjól með rauða tösku og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Minningin um góða vinkonu mun varðveitast í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Elsku Ámi, Signý, Dagný, Sól- ey, Hafdís og fjölskylda, við Jói biðjum Guð að styrkja ykkur og gefa ykkur gott líf. Gréta Sigfúsdóttir. + Hulda Erla Ólafsdóttir fæddist í Ólafsvík 9. desember 1941. Hún lést 18. mars síðastliðinn á krabbameinsdeild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Ólafur Björn Bjarnason, f. 5.8. 1906, d. 5.3. 1973, og Laufey Þor- grimsdóttir, f. 17.12.1911, d. 5.11. 1992. Ólafur Björn og Laufey eignuð- ust fimm börn, þau eru Lára, f. 20.9. 1931, Ingunn, f. 2.4. 1933, d. 16.2. 1986, Sigrún, f. Að elska sina móður og segja henni það að gera það í hljóði eða koma þvi á blað. (Rúnar ívarsson) 24.9. 1936, Hulda, f. 9.12. 1941, d. 18.3. 1997, Hilmar, f. 30.3. 1950, og fósturdóttir þeirra Sólveig Jóhannes- dóttir, f. 31.1.1943. Hulda giftist Baldri Jónssyni en þau skildu. Fóstur- sonur þeirra er Baldur Baldursson. Einnig eignaðist hún eina dóttur, Hjördísi Björns- dóttur. Hulda Erla verð- ur jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þetta ljóð kemur upp í huga minn þegar ég minnist mágkonu minnar og vinkonu í dag. Dallý eins og hún var ætíð kölluð meðal vina bjó mestalla tíð í Ólafsvík. Ég kynntist henni þegar ég kom fyrst til Ólafsvíkur 1966 og urðum við mjög góðir vinir. Dallý veiktist fyrir nokkrum árum og háði mikla baráttu við sjúkdóminn. Þótt hún væri oft mikið veik var ávallt stutt í brosið og hláturinn. Eftir að við Solla fluttumst til Reykjavíkur hélst mjög gott sam- band á milli. í okkar fyölmörgu samtölum og heimsóknum var mjög áberandi væntumþykjan sem hún bar til barna sinna og frænd- fólks. ÖIl þau skipti sem ég heim- sótti hana á spítalann spurði hún frétta af skyldfólki sínu en þannig var Dallý. Elsku Hjördís, Balli og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku vinkona, hvíl í friði. Ó, elsku besti faðir, sem yfir öllu skín, tak burt allar kvalir er hún gengur til þín. ívar Steindórsson og fjölskylda. Við fylgjum til hinstu hvílu elskulegri frænku minni Dallý. Margs er að minnast á þessari stund. Aðeins tvennt er öruggt í lífínu, maður fæðist og maður deyr. Þann tíma sem lífið varir safnar maður minningum. Þær minningar sem helst koma upp í huga mér eru fjölskylduferðalag að Mývatni, heimsóknirnar í sveit- ina, Hafnarfjörðinn og Ólafsvík. Þær stundir gáfu mér mikið. Elsku Hjördís, Balli, Anna, Auð- ur og aðrir aðstandendur, minning- in um góða konu lifir í hjörtum okkar. Eins og stjarna skínandi birtist minning um þig, þú varst oft brosandi. Með söknuði kveðj- um við. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Rúnar, Sigrún og Alla Rún. + Björgvina Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1949. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. mars síðastliðinn. Hún var yngst sex barna Magnúsar Gísiasonar og Ást- rósar Guðmunds- dóttur. Eftirlifandi eig- inmaður Björgvinu er Hannes Gunn- arsson. Þau eign- uðust einn son, Gunnar ísberg, f. 20.8. 1979. Útför Björgvinu fór fram frá Fossvogskapellu 21. mars. í dag verður jarðsett yngsta systir mín Björgvina Magnúsdóttir. Við söknum ótrúlegrar glað- værðar hennar sem ég undraðist oft, svo erfitt sem hlutskipti henn- ar var. Hannes maður hennar hefur árum saman verið mikill sjúklingur og hefur hún annast hann af slíku trygglyndi og alúð að mér hefur stundum þótt óskiljanlegt hvemig hún komst í gegnum það. Samband hennar og Gunnars var mjög gott og hefur sjálfsagt verið driffyoðrin að því að láta hlutina ganga. Þar sem starfsvettvangur henn- ar var í mörg ár eingöngu innan veggja heimilisins voru tækifærin ekki mörg til að kynnast nýju fólki. En hún átti nokkra trygga vini sem mátu hana og þóttu vænt um hana. Samband hennar við okkur syst- urnar var mjög gott og við glödd- umst alltaf þegar hún gat verið með okkur ásamt Gunnari. En það gerðist við ýmis tækifæri ef hún átti heimangengt. Bugga var 15 árum yngri en ég og var mér kærkomin dúkka á þeim árum, sérstak- lega þar sem hinar yngri systur mínar voru að mér fannst orðnar fullsjálfstæðar fyrir það hlutverk. 8. febrúar síðastlið- inn komum við syst- umar saman ásamt fjölskyldum okkar og skemmtum okkur á þann hátt sem við gerðum alltaf þegar eitthvað stóð til. Bugga og Gunnar voru þar eins og oftast undir slík- um kringumstæðum. Bugga var glöð og skemmtileg og enginn hugsaði um dauðann, en þetta var réttum mánuði áður en hún veikt- ist og viku seinna var hún öll. Of sjaldan hugsum við um að sýna kærleika okkar gagnvart öðr- um í verki á meðan þeir lifa, ef við gerðum það yrði kannske ekki eins erfítt að syrgja. Stórt skarð er enn höggvið í þennan systkinahóp. Hún er þriðja systkini okkar sem deyr á tæpum sex árum og öll í kringum fimm- tugt. Bugga var mjög falleg og vinsæl ung kona og hefur sjálfsagt eins og við öll gerum ætlað sér léttbær- ara hlutskipti. En því ræður eng- inn. Blessuð sé minning Buggu. Erla Magnúsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 20. mars. Jónína Gðmundsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Hólmfriður Jóna Kramer, Raymond Kramer, barnabörn og barnabamabörn. HULDA ERLA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRGVINA MAGNÚSDÓTTIR i 1 j j i CJ l 0 < V í i ( i ( < ( I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.