Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 57

Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 57 SUMARBUSTAÐAEIGENDURNIR sem sóttu námskeiðið 15. mars sl. Myndin er tekin í gróðurskála Garðyrkjuskólans. Áhugasamir sumarbústaða- eigendur sækja námskeið GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í samvinnu við Land- græðslu og Skógrækt ríkisins bjóða upp á fjögur dags námskeið í skóg- og trjárækt fyrir sumarbú- staðaeigendur næstu vikurnar. Fyrsta námskeiðið var haldið laugardaginn 15. niars sl. fyrir 40 sum- arbústaðaeigendur. Sökum þess live þessi námskeið eru vel sótt hefur verið ákveðið að halda tvö til viðbótar í maí. Fyrra námskeiðið verður haldið í Félagsheim- ilinu Borg í Grímsnesi laugardaginn 17. maí og síðara námskeiðið í Félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Björn B. Jónsson, skógræktarráðunautur Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, og Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ur dagbók lögreglu 26. til 31. mars Annasamir páskar hjá lögreglu Iðnaðar- og efnistækni ESB kynnt KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópu- rannsókna og Iðntæknistofnun efna til kynningarfundar þar sem fjallað verður um styrki sem Evrópusam- bandið veitir til samvinnu í iðnaðar- og efnistækni, innan BRITE-EUR- AM rannsóknaáætlunarinnar. Styrkir þessir eru veittir til þróunar- verkefna, samstarfsneta, nýtingar á rannsóknaniðurstöðum til rann- sóknaþjálfunar og fleira. Einnig eru veittir styrkir til undirbúnings þátt- töku í rannsókna- og þróunarverk- efnum, einkum til lítilla og miðl- ungsstórra fyrirtækja. A fundinum verður sérstaklega fjallað um hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér þá möguleika sem standa til boða og farið yfir reynslu- sögu Stjörnu-Odda hf. Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja og þeim sem stunda rannsóknir og þróunarstarf. Fund- urinn verður haldinn á Iðntækni- stofnun 4. apríl kl. 9-11. Á fundinum mun Nick Hartely, sérfræðingur hjá framkvæmda- stjórn ESB, segja frá Iðnaðar- og efnistækniáætluninni og kynna styrkveitingar til samstarfsverk- efna. Ingóifur Þorbjörnsson, for- stöðumaður efnistæknideildar Iðn- tæknistofnunar, gerir grein fyrir þátttöku íslendinga í áætluninni og Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnu-Odda hf., segir frá reynslu sinni af umsóknum um áætlunina. Tónleikar í Borgarleik- húsinu STYRKTAR- og uppbyggingarsjóð- ur SÁÁ stendur nú fyrir jazz- og blúshátíð annað árið í röð í Borgar- leikhúsinu. í fyrra var haldin fyrsta landlæga jazz- og blúshátíðin. Nú er haldin önnur landlæga jazz- og blúshátíðin og verða haldnir tónleik- ar í Borgarleikhúsinu í kvöld, mið- vikudaginn 2. apríl kl. 21. Miðaverð er 1.200 kr. í fréttatilkynningu kemur fram að margir af fremstu tónlistar- mönnum landsins koma fram á þessum tónleikum. Þeir gefa allir vinnu sína og verður ágóðanum af tónleikunum varið til að greiða hluta af kostnaði við lifrarbólgu- og eyðnirannsóknir og bólusetning- ar gegn lifrarbólgu á sjúklingum sem koma á Vog. Fram koma: Arni Þór Sigmunds- son, Blúskompaníið, Einar Kristján Einarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Gísli Kr. Skúlason, Gulli Briem, Halldór Halldórsson, Jón Skuggi, Kormákur Geirharðsson, Berglind Björk, Bubbi, Eiríkur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Gunnlaugur Kristfinns- son, Jóhann Ásmundsson, KK, Kristinn Árna, Bjarni Ara, Ragnar Bjarnason, Sveinn Bjarki, Ruth Reginalds, Súkkat, Reynir Jónas- son, Ragnar Jónsson, Pálmi Gunn- arsson og Magnús Eiríksson. Fyrirlestrar um menntun til framtíðar DR. SUNITA Gandhi forstöðumað- ur Global Concept stofnunarinnar í New York flytur fyrirlestur mið- vikudaginn 2. apríl á vegum sam- takanna Heimilis og skóla í Hótel Sögu, þingstofu A, 2. hæð, kl. 20.30 og Rannsóknarstofnunar Kennara- háskóla Islands fimmtudaginn 3. apríl kl. 16.15 í stofu M-301. Fyrir- lestrarnir nefnast: Menntun til framtíðar. „I fyrirlestrunum mun Sunita fjalla um menntun barna út frá heildrænni sýn, þar sem tekist er á við breytta heimsmynd, aukið vit- undarsvið barna og það viðhorf að börnum er nauðsynlegt að öðlast þekkingu og skilning á þeim þáttum sem samfélag okkar byggist á. Til skýringar á máli sínu mun Sunita gera grein fyrir árangri City Mont- essori School í Luknow á Indlandi, en sá skóli hefur í áratugi stuðst við þessa leið í menntun," segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Dr. Sunita Gandhi hefur starfað til margra ára við Alþjóðabankann og tekist á við fjölda samfélagslegra verkefna á hans vegum. Hún hefur tekið sér árs leyfi frá störfum við bankann til að helga sig menntunarmálum. I þessu viðfangi leitar hún lausna i heildrænni, skapandi menntun sem á að auka skilning, þekkingu og víðsýni,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og eru ölium opnir. „Ihaldssemi“ í úrslitum mælskukeppni í JANÚAR sl. hófst undirbúningur fyrir mælskukeppni grunnskóla með því að nemendur úr 14 skólum í borginni hófu keppnina sem var með útsláttarfyrirkomulagi. Eftir harða og tvísýna keppni milli skól- anna í vetur er komið að stóru stundinni. Hagaskóli og Rimaskóli keppa til úrslita í kvöld, miðvikudags- kvöldið 2. apríl, í Ráðhúsi Reykja- víkur kl. 20. Umræðuefnið verður „Ihaldssemi“. Þessir sömu skólar lentu einnig í úrslitum í fyrra en þá sigraði Hagaskóli eftir skemmti- lega keppni. Hópþjálfun Gigtarfélagsins HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands hefst aftur núna strax eftir páska og er öllum velkomið að vera með. Reynslan sýnir að hreyfing og rétt þjálfun er gigtarfólki og í raun öllum afar mikilvæg, segir í fréttatilkynningu. Boðið er upp á nokkra hópa sem eru miserfiðir. Má þar nefna létta leikfimi, alhliða líkamsþjálfun, hrygggigtarhóp, vefjagigtarhóp og vatnsleikfimi. Markmiðið er að bjóða upp á leikfimi fyrir alla, líka fyrir þá sem lítið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags og fer fram í húsi GÍ að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sálfsbjargarlaug- inni í Hátúni. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5. PÁSKARNIR voru nokkuð anna- samir hjá lögreglunni. í dagbókinni um páskana eru 602 færslur. Af þeim eru 12 líkamsmeiðingar, 41 innbrot, 21 þjófnaður og 27 eigna- spjöll. Afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunar á almannafæri og vista þurfti 60 manns í fanga- geymslunum. I umferðarmálum ber hæst 37 tilkynnt umferðaróhöpp, auk þess sem 33 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 13 fyrir að nota ekki ökuljós i akstri, 2 fyrir að nota ekki stefnumerki þegar það átti við, 10 fyrir að leggja ólöglega, 20 fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis og 11 ökumenn og 4 far- þegar voru sektaðir fyrir að nota ekki bílbelti. Mörg óhöpp á skírdag Ellefu ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur, en þeir voru 10 um páskana í fyrra. Kvartanir vegna hávaða og ónæðis voru 50 talsins. Þar af voru 36 kvartanir vegna hávaða og ónæðis innan dyra. Skýrslur vegna eftirlits með veit- ingahúsum voru 7 talsins. Á páskum í fyrra, en þá voru þeir í byijun apríl, gerði vonskuveð- ur á skírdag. Þá varð ófært á mörg- um leiðum út úr borginni. Af 38 umferðaróhöppum urðu 28 þennan eina dag. Af 37 umferðaróhöppum nú urðu flest annan í páskum, en þá tók að snjóa eftir annars ágætt veður. Aðfaranótt skírdags þurftu lög- reglumenn að aka manni á slysa- deild eftir slagsmál í Lækjargötu. Þá var stúlku, sem hafði ristar- brotnað þar, einnig ekið á slysa- deild, sem og manni er hlotið hafði skurð á hnakka eftir átök á veit- ingahúsi. Á skírdagsmorgun var bifreið ekið á staur við Suðurlands- braut. Ökumaðurinn var grunaður um ölvunarakstur. Hann hlaut minniháttar bakmeiðsli og var því fluttur á slysadeild. Eftir hádegi varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið í Fellsmúla við Grensásveg. Öku- maðurinn ók hins vegar á brott eftir óhappið. Um var að ræða ljós- bláa Dodge Aries fólksbifreið á R-númeri. Stúlkan handarbrotnaði við_ óhappið. í innbrotunum var m.a. farið inn í 6 fyrirtæki og verslanir á Seltjarn- arnesi, söluturn við Hofsvallagötu, fyrirtæki við Smiðshöfða, Höfða- bakka og Skipholt, gistiheimilj við Flókagötu, pylsuvagn við Ána- naust, söluturn við Suðurströnd, sumarbústað við Hafravatnsveg, barnaheimili við Suðurlandsbraut, geymslur húss við Stíflusel, þvotta- hús við Asparfell, hús við Frosta- skjól, Fannarfell og Njálsgötu, veit- Vorhátíð Þýsk-íslenska á Suðurlandi ÞÝSK-íslenska vinafélagið á Suður- landi efnir til vorhátíðar í Hótel Selfossi laugardagskvöldið 5. apríl. Hefst hún með móttöku á vegum þýska sendiráðsins í Reykjavík og síðan stendur til boða hlaðborð. Fram kemur þjóðdansaflokkur frá Norður-Þýskalandi en í honum eru milli 10 og 20 dansarar. Hópurinn hefur sýnt listir sínar í mörgum löndum í Evrópu og einn- ig vestan hafs en stjórnandi hans er Birgitte Hildebrandt. Þegar líða tekur á kvöldið verður stiginn dans. ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri ingastað við Austurvöll, bifreiðar við Mýrarsel, Austurberg, Tungu- sel, Sólvallagötu, Dalaland, Búða- gerði, Starengi og Funahöfða. Líkamsmeiðingar á veitingahúsi Leit var gerð að 75 ára gömlum manni í nágrenni Mosfellsbæjar á skírdag. Hann skilaði sér heill á húfi klukkustund eftir að leit hófst. Kona datt utandyra í Ásunum. Tal- ið var að hún hefði fótbrotnað. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið. Veist var að manni í söluturni í Bergjunum. Hann hlaut minni- háttar meiðsli. Vitað er hveijir áttu þar hlut að máli. Um kvöldið kom upp eldur í potti á eldavél húss við Baldursgötu. Var búið að slökkva eldinn þegar lög- regla og slökkvilið komu á staðinn. Slökkviliðið sá um að reykræsta íbúðina. íbúum var ekki meint af reyknum. Barn lokaðist inni í herbergi húss við Hjarðarhaga föstudaginn langa. Lögreglumönnum tókst að opna og varð barnið frelsinu fegið. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild eftir slagsmál í Aðalstræti. Um kvöldið varð maður fyrir lík- amsmeiðingum á veitingahúsi við Laugaveg. Um miðnætti handtóku fótgang- andi lögreglumenn í eftirliti þijá pilta þar sem þeir voru að bijótast inn í bifreið við Dyngjuveg. Þeim tókst að handsama tvo þeirra. Þeir voru í framhaldi af skýrslugerð færðir til foreldra sinna, þar sem rætt var við þá um atburð næturinn- ar. íkveikja við skóla Bifreið var ekið á brúarstólpa við Reykjanesbraut á brú yfir Elliðaár. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild. Maður var handtekinn á veitinga- stað við Lækjargötu eftir slagsmál. Aka þurfti einum á slysadeild. Á páskadagsmorgun datt ölvaðut- maður af reiðhjóli á Bókhlöðustíg. Hann meiddist í andliti og var því fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið. Síðdegis var bifreið ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg. Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Síðdegis annan dag páska datt kona á hálku utan dyra við Neðsta- berg og meiddist á fæti. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Um kvöldið var kveikt í bréfarúllu bakatil við skóla í Breiðagerði. Lög- reglumenn slökktu eldinn og hlut- ust engar skemmdir af að þessu sinni. Á vettvangi fannst bensín- brúsi. Brotist hefur verið inn í skól- ann allnokkrum sinnum að undan- förnu. skyndihjálp sem hefst fimmtudag- inn 3. apríl kl. 19-23. Aðrir kennsludagar verða 7. og 8. apríl. Námskeiðið telst verða 16 kennslu- stundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Námskeiðið er öllum opið 15 ára og eldri. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á nám- skeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi Islands. Námskeiðs- gjald er_4.000 kr., skuldlausir félag- ar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verð- ur að ganga í félagið á staðnum. LEIÐRÉTT Halldór Hansen NAFN Halldórs Hansen misritaðisf í kynningu á grein sem hann birt í blaðinu á skírdag um söngkonunc Elly Ameling og er beðist velvirð- ingar á þeim mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.