Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 57 SUMARBUSTAÐAEIGENDURNIR sem sóttu námskeiðið 15. mars sl. Myndin er tekin í gróðurskála Garðyrkjuskólans. Áhugasamir sumarbústaða- eigendur sækja námskeið GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í samvinnu við Land- græðslu og Skógrækt ríkisins bjóða upp á fjögur dags námskeið í skóg- og trjárækt fyrir sumarbú- staðaeigendur næstu vikurnar. Fyrsta námskeiðið var haldið laugardaginn 15. niars sl. fyrir 40 sum- arbústaðaeigendur. Sökum þess live þessi námskeið eru vel sótt hefur verið ákveðið að halda tvö til viðbótar í maí. Fyrra námskeiðið verður haldið í Félagsheim- ilinu Borg í Grímsnesi laugardaginn 17. maí og síðara námskeiðið í Félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Björn B. Jónsson, skógræktarráðunautur Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, og Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ur dagbók lögreglu 26. til 31. mars Annasamir páskar hjá lögreglu Iðnaðar- og efnistækni ESB kynnt KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópu- rannsókna og Iðntæknistofnun efna til kynningarfundar þar sem fjallað verður um styrki sem Evrópusam- bandið veitir til samvinnu í iðnaðar- og efnistækni, innan BRITE-EUR- AM rannsóknaáætlunarinnar. Styrkir þessir eru veittir til þróunar- verkefna, samstarfsneta, nýtingar á rannsóknaniðurstöðum til rann- sóknaþjálfunar og fleira. Einnig eru veittir styrkir til undirbúnings þátt- töku í rannsókna- og þróunarverk- efnum, einkum til lítilla og miðl- ungsstórra fyrirtækja. A fundinum verður sérstaklega fjallað um hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér þá möguleika sem standa til boða og farið yfir reynslu- sögu Stjörnu-Odda hf. Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja og þeim sem stunda rannsóknir og þróunarstarf. Fund- urinn verður haldinn á Iðntækni- stofnun 4. apríl kl. 9-11. Á fundinum mun Nick Hartely, sérfræðingur hjá framkvæmda- stjórn ESB, segja frá Iðnaðar- og efnistækniáætluninni og kynna styrkveitingar til samstarfsverk- efna. Ingóifur Þorbjörnsson, for- stöðumaður efnistæknideildar Iðn- tæknistofnunar, gerir grein fyrir þátttöku íslendinga í áætluninni og Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnu-Odda hf., segir frá reynslu sinni af umsóknum um áætlunina. Tónleikar í Borgarleik- húsinu STYRKTAR- og uppbyggingarsjóð- ur SÁÁ stendur nú fyrir jazz- og blúshátíð annað árið í röð í Borgar- leikhúsinu. í fyrra var haldin fyrsta landlæga jazz- og blúshátíðin. Nú er haldin önnur landlæga jazz- og blúshátíðin og verða haldnir tónleik- ar í Borgarleikhúsinu í kvöld, mið- vikudaginn 2. apríl kl. 21. Miðaverð er 1.200 kr. í fréttatilkynningu kemur fram að margir af fremstu tónlistar- mönnum landsins koma fram á þessum tónleikum. Þeir gefa allir vinnu sína og verður ágóðanum af tónleikunum varið til að greiða hluta af kostnaði við lifrarbólgu- og eyðnirannsóknir og bólusetning- ar gegn lifrarbólgu á sjúklingum sem koma á Vog. Fram koma: Arni Þór Sigmunds- son, Blúskompaníið, Einar Kristján Einarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Gísli Kr. Skúlason, Gulli Briem, Halldór Halldórsson, Jón Skuggi, Kormákur Geirharðsson, Berglind Björk, Bubbi, Eiríkur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Gunnlaugur Kristfinns- son, Jóhann Ásmundsson, KK, Kristinn Árna, Bjarni Ara, Ragnar Bjarnason, Sveinn Bjarki, Ruth Reginalds, Súkkat, Reynir Jónas- son, Ragnar Jónsson, Pálmi Gunn- arsson og Magnús Eiríksson. Fyrirlestrar um menntun til framtíðar DR. SUNITA Gandhi forstöðumað- ur Global Concept stofnunarinnar í New York flytur fyrirlestur mið- vikudaginn 2. apríl á vegum sam- takanna Heimilis og skóla í Hótel Sögu, þingstofu A, 2. hæð, kl. 20.30 og Rannsóknarstofnunar Kennara- háskóla Islands fimmtudaginn 3. apríl kl. 16.15 í stofu M-301. Fyrir- lestrarnir nefnast: Menntun til framtíðar. „I fyrirlestrunum mun Sunita fjalla um menntun barna út frá heildrænni sýn, þar sem tekist er á við breytta heimsmynd, aukið vit- undarsvið barna og það viðhorf að börnum er nauðsynlegt að öðlast þekkingu og skilning á þeim þáttum sem samfélag okkar byggist á. Til skýringar á máli sínu mun Sunita gera grein fyrir árangri City Mont- essori School í Luknow á Indlandi, en sá skóli hefur í áratugi stuðst við þessa leið í menntun," segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Dr. Sunita Gandhi hefur starfað til margra ára við Alþjóðabankann og tekist á við fjölda samfélagslegra verkefna á hans vegum. Hún hefur tekið sér árs leyfi frá störfum við bankann til að helga sig menntunarmálum. I þessu viðfangi leitar hún lausna i heildrænni, skapandi menntun sem á að auka skilning, þekkingu og víðsýni,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og eru ölium opnir. „Ihaldssemi“ í úrslitum mælskukeppni í JANÚAR sl. hófst undirbúningur fyrir mælskukeppni grunnskóla með því að nemendur úr 14 skólum í borginni hófu keppnina sem var með útsláttarfyrirkomulagi. Eftir harða og tvísýna keppni milli skól- anna í vetur er komið að stóru stundinni. Hagaskóli og Rimaskóli keppa til úrslita í kvöld, miðvikudags- kvöldið 2. apríl, í Ráðhúsi Reykja- víkur kl. 20. Umræðuefnið verður „Ihaldssemi“. Þessir sömu skólar lentu einnig í úrslitum í fyrra en þá sigraði Hagaskóli eftir skemmti- lega keppni. Hópþjálfun Gigtarfélagsins HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands hefst aftur núna strax eftir páska og er öllum velkomið að vera með. Reynslan sýnir að hreyfing og rétt þjálfun er gigtarfólki og í raun öllum afar mikilvæg, segir í fréttatilkynningu. Boðið er upp á nokkra hópa sem eru miserfiðir. Má þar nefna létta leikfimi, alhliða líkamsþjálfun, hrygggigtarhóp, vefjagigtarhóp og vatnsleikfimi. Markmiðið er að bjóða upp á leikfimi fyrir alla, líka fyrir þá sem lítið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags og fer fram í húsi GÍ að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sálfsbjargarlaug- inni í Hátúni. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5. PÁSKARNIR voru nokkuð anna- samir hjá lögreglunni. í dagbókinni um páskana eru 602 færslur. Af þeim eru 12 líkamsmeiðingar, 41 innbrot, 21 þjófnaður og 27 eigna- spjöll. Afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunar á almannafæri og vista þurfti 60 manns í fanga- geymslunum. I umferðarmálum ber hæst 37 tilkynnt umferðaróhöpp, auk þess sem 33 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 13 fyrir að nota ekki ökuljós i akstri, 2 fyrir að nota ekki stefnumerki þegar það átti við, 10 fyrir að leggja ólöglega, 20 fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis og 11 ökumenn og 4 far- þegar voru sektaðir fyrir að nota ekki bílbelti. Mörg óhöpp á skírdag Ellefu ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur, en þeir voru 10 um páskana í fyrra. Kvartanir vegna hávaða og ónæðis voru 50 talsins. Þar af voru 36 kvartanir vegna hávaða og ónæðis innan dyra. Skýrslur vegna eftirlits með veit- ingahúsum voru 7 talsins. Á páskum í fyrra, en þá voru þeir í byijun apríl, gerði vonskuveð- ur á skírdag. Þá varð ófært á mörg- um leiðum út úr borginni. Af 38 umferðaróhöppum urðu 28 þennan eina dag. Af 37 umferðaróhöppum nú urðu flest annan í páskum, en þá tók að snjóa eftir annars ágætt veður. Aðfaranótt skírdags þurftu lög- reglumenn að aka manni á slysa- deild eftir slagsmál í Lækjargötu. Þá var stúlku, sem hafði ristar- brotnað þar, einnig ekið á slysa- deild, sem og manni er hlotið hafði skurð á hnakka eftir átök á veit- ingahúsi. Á skírdagsmorgun var bifreið ekið á staur við Suðurlands- braut. Ökumaðurinn var grunaður um ölvunarakstur. Hann hlaut minniháttar bakmeiðsli og var því fluttur á slysadeild. Eftir hádegi varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið í Fellsmúla við Grensásveg. Öku- maðurinn ók hins vegar á brott eftir óhappið. Um var að ræða ljós- bláa Dodge Aries fólksbifreið á R-númeri. Stúlkan handarbrotnaði við_ óhappið. í innbrotunum var m.a. farið inn í 6 fyrirtæki og verslanir á Seltjarn- arnesi, söluturn við Hofsvallagötu, fyrirtæki við Smiðshöfða, Höfða- bakka og Skipholt, gistiheimilj við Flókagötu, pylsuvagn við Ána- naust, söluturn við Suðurströnd, sumarbústað við Hafravatnsveg, barnaheimili við Suðurlandsbraut, geymslur húss við Stíflusel, þvotta- hús við Asparfell, hús við Frosta- skjól, Fannarfell og Njálsgötu, veit- Vorhátíð Þýsk-íslenska á Suðurlandi ÞÝSK-íslenska vinafélagið á Suður- landi efnir til vorhátíðar í Hótel Selfossi laugardagskvöldið 5. apríl. Hefst hún með móttöku á vegum þýska sendiráðsins í Reykjavík og síðan stendur til boða hlaðborð. Fram kemur þjóðdansaflokkur frá Norður-Þýskalandi en í honum eru milli 10 og 20 dansarar. Hópurinn hefur sýnt listir sínar í mörgum löndum í Evrópu og einn- ig vestan hafs en stjórnandi hans er Birgitte Hildebrandt. Þegar líða tekur á kvöldið verður stiginn dans. ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri ingastað við Austurvöll, bifreiðar við Mýrarsel, Austurberg, Tungu- sel, Sólvallagötu, Dalaland, Búða- gerði, Starengi og Funahöfða. Líkamsmeiðingar á veitingahúsi Leit var gerð að 75 ára gömlum manni í nágrenni Mosfellsbæjar á skírdag. Hann skilaði sér heill á húfi klukkustund eftir að leit hófst. Kona datt utandyra í Ásunum. Tal- ið var að hún hefði fótbrotnað. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið. Veist var að manni í söluturni í Bergjunum. Hann hlaut minni- háttar meiðsli. Vitað er hveijir áttu þar hlut að máli. Um kvöldið kom upp eldur í potti á eldavél húss við Baldursgötu. Var búið að slökkva eldinn þegar lög- regla og slökkvilið komu á staðinn. Slökkviliðið sá um að reykræsta íbúðina. íbúum var ekki meint af reyknum. Barn lokaðist inni í herbergi húss við Hjarðarhaga föstudaginn langa. Lögreglumönnum tókst að opna og varð barnið frelsinu fegið. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild eftir slagsmál í Aðalstræti. Um kvöldið varð maður fyrir lík- amsmeiðingum á veitingahúsi við Laugaveg. Um miðnætti handtóku fótgang- andi lögreglumenn í eftirliti þijá pilta þar sem þeir voru að bijótast inn í bifreið við Dyngjuveg. Þeim tókst að handsama tvo þeirra. Þeir voru í framhaldi af skýrslugerð færðir til foreldra sinna, þar sem rætt var við þá um atburð næturinn- ar. íkveikja við skóla Bifreið var ekið á brúarstólpa við Reykjanesbraut á brú yfir Elliðaár. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild. Maður var handtekinn á veitinga- stað við Lækjargötu eftir slagsmál. Aka þurfti einum á slysadeild. Á páskadagsmorgun datt ölvaðut- maður af reiðhjóli á Bókhlöðustíg. Hann meiddist í andliti og var því fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið. Síðdegis var bifreið ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg. Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Síðdegis annan dag páska datt kona á hálku utan dyra við Neðsta- berg og meiddist á fæti. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Um kvöldið var kveikt í bréfarúllu bakatil við skóla í Breiðagerði. Lög- reglumenn slökktu eldinn og hlut- ust engar skemmdir af að þessu sinni. Á vettvangi fannst bensín- brúsi. Brotist hefur verið inn í skól- ann allnokkrum sinnum að undan- förnu. skyndihjálp sem hefst fimmtudag- inn 3. apríl kl. 19-23. Aðrir kennsludagar verða 7. og 8. apríl. Námskeiðið telst verða 16 kennslu- stundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Námskeiðið er öllum opið 15 ára og eldri. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á nám- skeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi Islands. Námskeiðs- gjald er_4.000 kr., skuldlausir félag- ar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verð- ur að ganga í félagið á staðnum. LEIÐRÉTT Halldór Hansen NAFN Halldórs Hansen misritaðisf í kynningu á grein sem hann birt í blaðinu á skírdag um söngkonunc Elly Ameling og er beðist velvirð- ingar á þeim mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.