Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 6

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugmálayfirvöld í Þýskalandi bera til baka frétt í Bild um skort á flugöryggi Enginn svartur listi yfir erlend flugfélög ÞÝSK flugmálayfirvöld hafa borið til baka fréttir sem fram komu í þýska dagblaðinu Bild-Zeitung í gær um að öryggi sé ábótavant hjá tíu flugfélög- um og þau séu á svörtum lista, eng- inn slíkur listi sé til. Voru íslensku flugfélögin Atlanta og Flugleiðir nefnd á þessum lista, einnig ítalska félagið Alitalia og nokkur félög í Austur-Evrópu. Byggðust upplýs- ingar blaðsins á niðurstöðum athug- ana þýska loftferðaeftirlitsins en í yfirlýsingu þess í gær er sagt að þess- ar niðurstöður gefi alls ekki ástæðu til að úrskurða almennt um gæði og öryggi þess flugfélags sem í hlut á. Flugleiðir munu skoða þann mögu- leika að höfða mái gegn Bild-Zeitung. Alls fljúga 53 erlend fiugfélög til Þýskalands og gera flugmálayfirvöld þar eins og víðar margs konar skyndiskoðanir og athuganir á skírt- einum, skýrslum og öðru er tengist flugrekstri þeirra. Niðurstöður slíkra athugana eru kynntar viðkomandi flugfélögum og flugmálayfirvöldum tii að gefa þeim tækifæri á að bæta úr því sem talið er ófullnægjandi. „Ef komist væri að niðurstöðu um flugöryggislega vankanta á flugvél einhvers flugfélags, myndi það leiða til flugbanns fyrir viðkomandi flug- vél. Ef slíkir flugöryggislegir van- kantar fyndust á öðrum flugvélum sama flugfélags myndi því félagi verða bannað að fljúga til Þýska- lands. Þær upplýsingar sem Bild- Zeitung byggir grein sína á eru ekki grundvöllur til aðgerða af því tagi sem að ofan er lýst,“ segir í yfirlýs- ingu þýskra loftferðayfirvalda. Hrein rangtúlkun Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að sami háttur sé hafður á hérlendis við eftirlit með flugfélög- um. Hann kvaðst í gær hafa rætt við flugmálastjóra Þýskalands og hafi hann harmað þennan frétta- flutning blaðsins enda sé hann hrein rangtúlkun en hann hefði valdið miklu ijaðrafoki í Þýskalandi í gær. „Þetta var í fréttum um aila Evr- ópu í morgun og hefur valdið okkur stórskaða," sagði Einar Sigurðsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði mál sem þetta valda álitshnekki þótt ekki væri neitt athugavert við flugrekstur eða flugöryggi félagsins. Einar sagði að sjónvarpmenn hefðu komið á flugvöllinn í Lúxemborg og tekið viðtal við stöðvarstjóra Flugleiða og nokkra farþega. „Það var vitnað í þessa frétt víða í Evrópu og við reyndum mæta því með okkar mönn- um erlendis. Fréttastofurnar voru famar að taka það upp með viðtölum við okkar fólk í Lúxemborg og einnig í gegnum Deutsche Press Abentur. Flugleiðir var eina flugfélagið sem haft var eftir í skeyti sem fréttastofan sendi út kl. 14 í gær,“ sagði Einar. Einar sagði að við venjubundna skoðun þýskra flugmálayfirvalda 5. mars, en slíkar skoðanir fara reglu- lega fram á hleðslu og öðrum atriðum flugrekenda, hefðu þýsk flugmálayf- irvöld gert athugasemd við frakt- hleðslu í einu af fjórum frakthólfum þotu í Hamborg. „Heildarþungi frakthleðslu í þessari tilteknu vél var vel innan hámarka en sú athugasemd var gerð við dreifingu fraktar í einu af fjórum hólfum, að þar hefði átt að dreifa eðlisþungum varningi meira í hólfinu." Einar sagði að í kjölfar athuga- semdanna hefði málið verið skoðað ofan í kjölinn og hert á reglum til að koma í veg fyrir að slíkt misræmi í hleðslu komi ekki fyrir aftur. „Við erum að koma þessum upplýsingum á framfæri erlendis, Flugleiðir hafa ekkert að fela í þessu og erum tilbún- ir að sýna þessi gögn hvenær sem er,“ sagði Einar ennfremur. „Þessu er stillt upp sem svörtum lista en þýsku flugmálayfirvöldin segja þetta ekki vera slíkan lista, heldur reglubundnar skoðanir sem gerðar séu á öllum flugfélögum og að oft séu þá gerðar einhverjar at- hugasemdir." Sagði Einar að þessi væri sú eina sem Flugleiðir hefðu fengið. Einar sagði að verkefni næstu vik- urnar yrði að koma á framfæri upp- lýsingum um málið því Bild hefði slitið ákveðin atriði óþyrmilega úr samhengi „Við höfum engar ákvarð- anir tekið um málsókn gegn Bild en við höfum heyrt af því að það séu vangaveltur í þá átt meðal annarra flugfélaga. Við munum sjálfsagt skoða þann möguleika. Okkur sýnist af frétt þýsku fréttastofunnar að flugmálayfirvöld í Þýskalandi séu að íhuga eitthvað svipað,“ sagði Einar. Engar athugasemdir við Atlanta Guðmundur Hafsteinsson, skrif- stofustjóri Atlanta, tjáði Morgun- blaðinu að engar athugasemdir um öryggismál félagsins hefðu borist frá þýskum flugmálayfirvöldum eins og gefið sé í skyn í frétt Bild-Zeitung. Segir hann skyndiskoðanir gerðar af og tii af þýska loftferðaeftirlitinu, þær hafi verið framkvæmdar um borð í flugvél Atlanta án þess að nokkrar athugasemdir hafi verið gerðar í kjölfarið. „Við vinnum eftir ströngustu regl- um og kröfum og íslensk flugmálayf- irvöld eru mjög virk í eftirliti sínu og hvorki Atlanta né önnur flugfélög hér myndu komast upp með að fara á svig við reglur,“ sagði Guðmundur. „Flugfélagið Atlanta hefur ætíð starf- að samkvæmt ýtrustu kröfum um flugöryggi undir yfírsýn og í góðu samstarfi við íslensk loftferðayfirvöld. Því harmar Atlanta ofangreinda frétt þar sem vegið er aivarlega og án nokk- urs tilefnis að félaginu og starfsemi þess,“ segir í yfirlýsingu frá Atlanta. Gróf og gáleysisleg einföldun „Bakgrunnur málsins er sá að dagblaðið Bild hefur sennilega undir höndum innanhússlista frá skrifstofu okkar í Frankfurt, en það er í raun ekkert hæft í þessu máli,“ sagði Joch- en Pieper, blaðafulltrúi þýskra flug- málayfirvalda. „Um er að ræða tíu aðskildar kannanir þar sem einhveiju var ábótavant en réttiæta hins vegar ekki að þessi flugfélög séu vænd um skort á öryggi með þessum hætti.“ Pieper fór hörðum orðum um umfjöllun Bild um málið og sagði að þetta væri ekki í eina skiptið sem vandræði hlytust af fréttaflutningi þess. „Þetta var gróf og ég myndi segja gáleysisleg einföldun, að nota afmarkað tilfelli til þess að mismuna fyrirtækjum með þessum hætti,“ sagði Pieper. Flugmálayfiivöld hafa sérstakt símanúmer sem borgarar geta hringt í og hefðu 100 flugfarþegar spurst fyrir um frétt Bild. Þeir hefðu allir fengið þau svör að ekki væri nokkur ástæða til að ætla að hætta væri á ferðum. „Varúð, ferðamenn“ ÞÝSKA dagblaðið Bild birti í gær frétt undir fyrir- sögninni „Oryggi ábótavant hjá 10 flugfélögum" og nefnir þar meðal annars íslensku flugfélögin Atl- anta og Flugleiðir. Fylgir frétt þýska blaðsins hér í íslenskri þýðingu: „Varúð, ferðamenn. Sá, sem nú er að bóka flug- far, ætti að hugsa sig um tvisvar áður en hann ákveður með hvaða flugfélagi hann vill fljúga. Tíu flugfélög eru um þessar mundir á „svörtum lista“ Flugumferðarstofnunar. Eftirlit á jörðu niðri leiddi í ljós stórvægilega meinbugi („major defici- encies") hjá Armenia Air, Belavia (Hvíta Rúss- landi), Aviolmpex (Makedóníu), Transaero (Rúss- landi), MIAT (Mongólíu), Crotaia Airlines, Lithuan- ian Airleines (Litháen), Flugleiðir, Atlanta (bæði frá Islandi). Á listanum („ramp check activities“) er öllum skorti á öryggi á tímabilinu október ’96 til mars ’97 gerð skil. Það gerist aðeins hjá fáum flugfélögum að engu sé ábótavant. Hjá flestum fundust minni meinbugir („minor deficiencies"), sem ekki hafa merkjanleg áhrif á flugöryggi.” Hröð gróðurframvinda í Surtsey Fleiri tegundir en í öðrum úteyjum 44 TEGUNDIR háplantna hafa fundist í Surtsey frá 1965, þar af níu frá hausti 1995. í mávavarpi sem tók að myndast á suðurhluta eyjarinnar um 1985, og hefur stækkað ár frá ári, hefur gróður- framvinda tekið stakkaskiptum vegna áhrifa áburðar og aðflutn- ings nýrra tegunda. Þetta kom fram í erindi Borgþórs Magnússon- ar á fundi sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Bændasamtök íslands stóðu fyrir í gær í tilefni af útkomu 10. heftis fræðiritsins Búvísinda sem tileinkað er dr. Sturlu Friðrikssyni. Rannsókn á gróðurframvindu í Surtsey var unnin af Borgþóri, Sigurði H. Magnússyni og Jóni Guðmundssyni. I erindi Borgþórs kom einnig fram að fjöldi plöntu- tegunda er nú orðinn meiri en í öðrum úteyjum Vestmannaeyja og í Surtsey finnast þrjár tegundir sem hafa ekki verið skráðar ann- ars staðar í eyjunum. Fyrstu tvo áratugina í sögu Surtseyjar námu tuttugu tegundir land þar og voru flestar þeirra strandplöntur og sandplöntur sem bárust einkum með sjó eða fuglum til eyjarinnar. Mikil aukning varð á iandnámi á þriðja áratugnum en þá fannst tuttugu og ein ný tegund og voru þær allar utan ein í varpi sílamávs og silfurmávs sem tók að myndast í eynni á því tímabili. Höfundar telja líklegt að mávarnir hafi borið flestar þessar tegundir til Surtseyjar en margar þeirra séu algengar í fuglabyggðum í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Pálmason, ritstjóri Búvísinda, t.h., afhenti Sturlu Friðrikssyni eintak af bókinni sem tileiknuð er Sturlu. Hætt við Síð- ustu freistingu Krists SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að hætta við sýningu bandarísku kvik- myndarinnar Síðasta freisting Krists eftir Martin Scorsese, sem átti að vera á dagskrá Sjónvarps í kvöld. Kvikmyndin, sem gerð var 1988, er byggð á bók gríska rithöfundarins Nikosar Kazantzakis, þess hins sama og ritaði um Grikkjann Zorba. Mynd- in vakti mikið umtal og deilur á sín- um tíma, og ásakanir heyrðust þess efnis að hún innihéldi guðlast. ----------♦--------- Skartgripum stolið BROTIST var inn í skartgripaverslun í Bankastræti í fyrrinótt og stolið skartgripum fyrir hundruð þúsunda króna. Einnig var brotist inn í verslunina Segul við Nýlendugötu og stolið raf- magnsvörum. Þá voru unnar skemmdir á hurðum og eilefu skápar brotnir upp í Vesturbæjarskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.