Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 19 Aftökum fjölgar í heiminum Ákvörðun Helmuts Kohls um framboð misjafnlega tekið Stefnir í átök um kansl- araefni jafnaðarmanna Reuter. Kohl Lafontaine Schröder Genf. Reuter. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International sögðu í gær að rúmlega 4.200 fangar hefðu verið teknir af lífi í heiminum á síðasta ári og aftökunum hefði fjölgað verulega frá árinu áður. Flestar voru aftökumar í Kína, eða 3.500, og næst komu Úkraína með 169 aftökur, Rússland með a.m.k. 140, og íran um 110. Sam- kvæmt óstaðfestum upplýsingum vom 123 fangar teknir af lífi í Túrkmenístan. Amnesty sagði að aftökunum í heiminum hefði fjölgað um 30% frá árinu 1995 og dauðadómum úr 4.165 í 7.017. 45 aftökur í Bandaríkjunum Ályktun þar sem hvatt er til þess að dauðarefsingar verði afnumdar var samþykkt í atkvæðagreiðslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf á fímmtudag. Bandaríkin vom eina vestræna landið sem greiddi at- kvæði gegn ályktuninni. Amnesty sagði að 45 fangar hefðu verið teknir af lífí í Bandaríkj- unum á síðasta ári og að 3.150 bandarískir fangar biðu aftöku. Alþjóðaráð lögfræðinga (ICJ) hefur sakað bandaríska dómstóla um tilviljanakennda dauðadóma og misrétti gagnvart blökkumönnum. Blökkumenn vom 40% þeirra fanga, sem voru teknir af lífi í Bandaríkj- unum á árunum 1973-95, og 44% allra fanganna. Þeir eru hins vegar um 6% íbúa Bandaríkjanna. ÁKVÖRÐUN Helmuts Kohls, kansl- ara Þýskalands, um að sækjast eftir embættinu í fimmta sinn hefur vald- ið því, að hart er lagt að jafnaðar- mönnum að tilnefna sinn frambjóð- anda. Ýmsir franskir stjórnmála- menn hafa fagnað yfirlýsingu Kohls og segja hana góðar fréttir fyrir Evrópu og Frakkland. Samkvæmt skoðanakönnun er þó meirihluti Þjóðveija andvígur því, að Kohl verði í framboði enn einu sinni. Oskar Lafontaine, leiðtogi jafnað- armanna, og Gerhard Schröder, for- sætisráðherra Neðra Saxlands, þykja líklegastir sem kanslaraefni jafnaðarmanna en hvomgur þeirra hafði sagt neitt um tilkynningu Kohls þegar sólarhringur var liðinn frá henni. Gerðu þó fréttamenn harða hríð að þeim og framkvæmda- stjóra flokksins, Franz Muntefering, en hann svaraði því einu, að ákvörð- un um frambjóðanda gæti beðið flokksþings í apríl að ári. Búist er við valdabaráttu innan jafnaðarmannaflokksins vegna framboðsmálanna en Lafontaine, sem tapaði fyrir Kohl 1990, hefur traust fylgi í flokknum en þýska millistéttin hefur ímugust á honum. Er því öfugt farið með Schröder en hann á aftur undir högg að sækja meðal eigin flokksbræðra. Blendin ánægja Flokksbræður Kohls, kristilegir demókratar, CDU, hafa fagnað ákvörðun leiðtoga síns en ýmsir ungir menn í flokknum láta þó að því liggja, að persónulegur stuðning- ur þeirra við Kohl taki ekki til allra stefnumála hans. Sumir þessara „órólegu unglinga", frammámenn kristilegra demókrata í samband- slöndunum, sem hafa gagnrýnt Kohl fyrir að hika við nauðsynlegar um- bætur í skatta- og lífeyrismálum, sögðu, að fiokknum væri mikill vandi á höndum fyrir kosningamar á næsta ári. „Þær mega ekki verða til, að þess- um málum verði ýtt til hliðar. Jafn- vel í aðdraganda kosninga verða flokkar að ræða stefnumótun í brýn- ustu málunum," sagði Giinther Ott- inger, þingflokksformaður CDU í Baden-Wurttemberg, og Peter Miill- er, þingflokksformaður CDU í Saar, sagði, að nú yrði Kohl að veita flokknum meiri forystu og taka meiri þátt í umræðum um þær um- bætur, sem óhjákvæmilegar væru. Það besta og versta „Orrahríðin er byijuð“ var aðal- fyrirsögnin í Bild, stærsta dagblað- inu, en hrifningin var fremur lítil í öðrum fjölmiðlum. „Kohl vill halda áfram en hver vill Kohl?“ spurði Abendzeitung í Miinchen og í Ex- pæss í Köln var fyrirsögnin þessi: „Ó, þú feiti Kohl.“ Berliner Zeitung sagði ákvörðun Kohls það besta og það versta, sem fyrir CDU gat kom- ið. „Með Kohl getur flokkurinn gert sér vonir um kosningasigur og neytt jafnaðarmenn til róttækra breytinga en framboð hans mun hins vegar tefla enn fyrir umbótum, sem eru fyrir löngu orðnar tímabærar,“ sagði blaðið. Ýmsir franskir stjórnmálamenn og margir fjölmiðar fögnuðu ákvörð- un Kohls og sögðu hana tryggja þátttöku Þjóðveija í væntanlegu myntbandalagi og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hrósaði ákvörð- un hans í heillaóskaskeyti, sem hann sendi kanslaranum, en Kohl varð 67 ára í fyrradag. í skoðanakönnun, sem WDR-sjón- varpsstöðin lét gera eftir að Kohl hafði tilkynnt um ákvörðun sína, töldu 53%, að hann ætti ekki að fara fram aftur; 34% voru því hlynnt og 13% svöruðu ekki. Kváðust 40% telja, að framboð hans myndi skaða CDU í næstu kosningum en 37%, að það myndi auka sigurlíkur hans. Schröder efstur Þegar spurt var hveijum fólk treysti best til að stýra Þýskalandi á þessum erfíðu tímum, nefndu að- eins 25% Kohl en 31% Gerhard Schröder. Lafontaine nefndu 16%. Er spurt var um æskilegan fram- bjóðanda jafnaðarmanna nefndu 59% Schröder og 23% Lafontaine og hjá kjósendum jafnaðarmanna voru hlutföllin 60% á móti 30% Schröder í vil. í könnuninni var einnig spurt um fylgi flokkanna og fengu jafnaðar- menn 40%, CDU 35%, græningjar 12% og fijálsir demókratar 5%. CHEVROLET SUBURBAN Aðeins ein sýningarhelgí SYNUM BENSÍN 0G DÍSEL LAUGARDAG 0G SUNNUDAG KL14-17. KYNNUM EINNIG NYJAN CHEVROL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.