Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 21 ' i I STUTT 1 Sáttatónn í Tyrkjum TYRKNESKA stjórnin lýsti í gær yfir því að hún bæri fullt traust til þýska réttarkerfisins. Skeytin hafa gengið á milli tyrkneskra og þýskra stjórn- valda að undanförnu vegna íkveikja í húsum tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi, sem Tyrkir segja til marks um ekki sé gripið til aðgerða gegn vax- andi andúð á Tyrkjum. Þjóð- veijar hafa vísað þessu á bug, og segja að flest bendi til þess að síðasta íkveikjan á heimili Tyrkja í Þýskalandi hafi verið verk heimilisföðurins. Afnema um- deild lög PERÚSKA þingið samþykkti á fimmtudag, með yfirgnæf- andi meirihluta, að fella úr gildi lög frá árinu 1924 sem kveða á um að nauðgari kemst hjá refsingu, kvænist hann fómarlambinu. Lét þingið und- an þrýstingi ýmissa kvenna- samtaka sem kröfðust þess að hin úreltu lög yrðu felld úr gildi, þar sem nauðgarar neyddu fórnarlömb sín oft til að giftast sér, svo að þeir kæmust hjá refsingu. Ritskoðun af- létt í Serbíu SERBNESKA stjórnin kynnti í gær fmmvarp til laga, sem hún segir að taka eigi gildi í maí og aflétti þeim hömlum sem verið hafi á tjáningar- frelsi fjölmiðla. Serbneska stjórnarandstaðan hefur þrýst mjög á um að ritskoðun verði aflétt, sem verður væntanlega raunin, verði lögin samþykkt óbreytt. Hvatt til kjarnorku- vopnabanns FUNDUR samtaka óháðra ríkja (NAM) hófst í Nýju De- hli í gær, en hann sækja full- trúar yfir 100 þjóða. Hvatti utanríkisráðherra Indlands, Inder Kumar Gujral, fulltrú- ana til að hvetja kjarnorku- veldin fimm til að eyða öllum kjarnorkuvopnum þeirra. Ind- veijar eru hins vegar eina rík- ið sem neitar að undirrita sátt- mála um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Eiturlyfja- smyglari hálshöggvinn JÓRDANI var í gær hálshögg- vinn í Saudi-Arabíu fyrir að smygla heróíni til landsins. Er hann 20. maðurinn sem Saudi- Arabar hafa líflátið á árinu fyrir eiturlyíjasmygl. Góð aðókn á stíðssýningu YFIR 90.000 manns hafa séð sýningu í Miinchen um stríðs- glæpi Þjóðverja í heimsstyij- öldinni síðari. Er ástæðan fyr- ir góðri aðsókn talin hörð mótmæli nýnasista og annarra sem telja rangt farið með i sögulegar staðreyndir. Á sýn- ingunni kemur fram að ekki aðeins nasistar, heldur einnig * óbreyttir þýskir hermenn voru sekir um stríðsglæpi. ERLENT Verkalýðsfélög á Spáni snúast gegn meintum „árásum“ sljórnvalda Aðgerðir til varn- ar menntakerfinu Mala^a. Morgunblaðið. TVO stærstu verkalýðsfélög Spán- ar hafa ákveðið að hefja aðgerðir til að veija menntakerfið gegn því sem þau telja vera „aðför“ stjómar Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra landsins. Verkalýðsfélögin tvö, UGT og CCOO, eru hin langstærstu í land- inu en einnig munu taka þátt í aðgerðum þessum landssamtök námsmanna og Landssamband foreldra skólabarna. Félögin tvö hafa löngum tengst stjórnarand- stöðunni á Spáni, kommúnistum og Sósíalistaflokknum, PSOE, sem hélt um stjórnartaumana frá 1982 allt þar til í fyrra er hægri menn mynduðu stjórn eftir nauman sigur í þingkosningum. Þrengt að ríkisskólunum Verkalýðsfélögin boða til að- gerðanna til að veija ríkisrekna menntakerfið gegn meintum „árásum" stjórnvalda. Talsmenn þessara tveggja landssambanda segja að hægri menn hygli einka- reknum skólum á kostnað hinna ríkisreknu í þeim tilgangi að koma hinum síðarnefndu á kaldan klaka þannig að þeir geti ekki tryggt nemendum menntun í sama gæða- flokki og þeir sem eru í einkaeigu. Af þessum sökum séu einkaskólar t.a.m. teknir fram yfir hina ríkisre- knu þegar fjármunum sé úthlutað. í þessum tilgangi hefur verið boðað til mótmælaverkfalls þann 24. þessa mánaðar í þeim tíu héruðum Spánar sem lúta stjórn menntamálaráðuneytisins í Madrid. Fimm héruð, þ.ám. Ba- skaland, Katalónía og Andalúsía, sem njóta meiri sjálfstjómar, hafa sjálf umsjón með menntakerfínu og þurfa því ekki að taka við fyrir- mælum frá miðstjórninni í Madrid. í þessum héruðum verður hins vegar boðað til fjöldafunda og mótmælaganga. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar nái hámarki 17. maí þegar verka- lýðsfélögin hyggjast efna til mót- mælagöngu um Madrid. ÍSLANDSþÚSUND ÁB í fyrsta siim d ísiandi hefur horfiim heiimif forfedraana, sem sóttu björ^ í bó ó opmim ófaskipum, vefid kvikmYudaduf. Vélsíjórafélag íslands og Sparisjóður vélstjóra hvetja fólktil að koma og sjó hverju vélvœðingin hefur komið til leiðarí íslenskum sjóvarútvegi. Myiid fyrir alki fjölskYldimo. Handrit, klipping og stjórn. Erlendur Sveinsson. Kvikmyndataka: Sig. Sverrir Pólsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Hljóð: Þórarinn Guðnason, Sigfús Guðmundsson. Þulur: Vilhelm G Kristinsson. Leikendur: Gunnar Leósson, Jarþrúður Ölafsdóttir o.fl. Framleiðandi: Kvikmyndaverstöðin. Umsagnir gagnrýnenda: .Fróðleg, óhrifamikil og vel gerð mynd, sem lýsir ekki bara horfnum vinnubrögðum heldur arfleifð okkar.' *** ÓHT Rós 2, 26. 3. 97 „Þegar horft er ó þessa óhugaverðu, góðu kvikmynd, þó skilur maður betur þegar gamla fölkið segir að Itfsbaróttan hafi verið ólíkl harðari óður fyrr. fslands þúsund ór er gefandi kvikmynd fyrir alla þó sem óhuga hafo ó lífi forfeðra okkar. Það er hverjum íslendingi hollt að sjð islands þúsund ðr, myndin Sýningartími: 60 mín. snertir þjóðarsólina, hún sýnir inn I horfinn heim sem oft var hœttulegur en lífsnauosynlegur í harðbýlu landi." HK DV, 26. 3. '97 .Rcetur þjóðar. Islands þúsund ór er ekki aðeins fróðleg og merkileg heimild, heldur nostrar smekkmaðurinn Erlendur við alla þœtti, störa sem smða. Erlendur er starfinu vaxinn eins og óður hefur sannast. Tœknilega er Islands þúsund ór ógœtlega unnin og Sigurður Sverrir skrósetur af listfengi, ekki síst örveröld órabótsins í tröllslegu umhverfi.' SV Mbl., 25.3. '97. Áii í ötíjurð Eftir hlé er 4. hluti Verstöðvarinnar íslands endursýndur en nú í nýju samhengi. Handrit, stjórn: Erlendur Sveinsson. Kvikmyndataka, klipping: Sig. Sverrir Pólsson. Sýningartími: 70 mln. sýriin^txr! Hoskólobíó lau^arclcx^ sunnucla^ k). 14:30, Myndirnar verða sýndar ófram. Fylgist vel með bíóauglýsingum Morgunblaðsins. Heimildarmyndirnar íslands þúsund ór og Ár í útgerð sýna glöggt forsendur nýsköpunarinnar, þegar vélaraflið tók við hlutverki óra og segla. 4 Vélstjórafélag Íslands 1$ SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA kosta þessa auglýsingu Leikin heimildarmynd um sjósókn fyrri alda. Sjálfstœttframhald Verstöðvarinnar íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.