Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 22

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 22
22 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ t*aá sem hug- unnn girnist ívar Páll brá sér í búðaráp og lét fallega hluti fanga augað. Hann komst að því að mjúkar línur virðast allsráðandi í hönnun og ekki laust vlð að hún minni á gamla tíma. Ljósmyndir tók Kristinn Ingvarsson. PACO-lamplnn frá Flos - Hannaður af Rodolfo Dordoni fæst í Casa Mörkinni 3 og kostar PAUL Smltti - Gleraugnaum- gjarðir hans minna um margt á sjötta áratuginn og fást íAuganu, Kringlunni. Efri umgjörðin erá 19.150 kr. og sólgleraugun kosta 15.700 kr. Draumurinn um hús DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns í DRAUMI sérhvers manns er hús; bústaður til langframa eða íverustaður um stundarsakir. Það getur verið opinber bygging eða persónulegt kúluhús, torfbær eða höll, fullbúið eða hálfkarað. Húsið er ímynd dreymandans og sýnir með tákni sínu eðli hans, sálrænan vöxt, geðslag og líkamlegt atgervi á hverjum tíma. Utlit og innviðir segja til um andlegt og líkamlegt ásigkomulag en húsgögn og munir um sálræna fyllingu, þó táknin geti skipt um ham og leikið önnur hlut- verk. Það sem gerist á efri hæðum og í risi má samsvara höfði, hálsi og efra brjóstsvæði þar sem draumar tengdir andlegum svið- um, hugmyndum, geði og sál ger- ast helst. I risinu er vegur vitund- arinnar breiðastur, varðaður upp- finningum og listrænum kennileit- um sem hvíslast frá ýmsum skons- um og vistarverum innsæis um vinnustofur skapandi krafta og geymslur sálrænna eiginleika í helg vé andlegrar forsjálni. Leiðin niður liggur um stiga eða lyftur sem segja mikið um lífsferð dreym- andans, en þaðan er farið um stof- ur og svefnherbergi þar sem draumar sambanda og tengsla við aðra opinberast og skynjun dreym- andans á honum sjálfum kristall- ast. Þar er spurningum um ást og kynlanganir svarað sem og lífspursmálum. Eldhús og búr sýna heilsu líkamans og almennt tíðar- far tilfinninga. Forstofur, dyr, hurðir og gluggar vísa til öryggis sjálfs og sálar en einnig afstöðu til annarra og sýnar á tilveruna. Kjallarinn er verustaður fornra minna; þar geta draummenn rakið ættir sínar og sögu, fitlað við bæld- ar kenndir og fiskað upp eiginleika til bættra samskipta innri og ytri manns. Draumurinn getur svo tek- ið sig til og snúið öllu þessu við og ruglað mann gjörsamlega í ríminu en fyrmefnd skipting er samt al- gengust. Draumar lesenda Draumurinn notar einskonar hjástíls (súrrealisma) klippitækni til að koma boðum sínum á fram- færi, það er að segja, hann bland- ar raunverulegum hlutum úr ólík- um áttum á þann hátt að útkoman verður óraunveruleg upplifun eða fjarstæðukennd en samt „raun- veruleg". Þetta er ekki ólíkt og í kvikmyndum þar sem nýjustu tölvutækni er beitt með teiknifor- ritum til að auka á skynhrif áhorf- andans og brengla raunveruleik- ann, sem dæmi má nefna mynd- irnar Mask og Casper. I eftirfar- andi draumum er svipuð tækni viðhöfð en áhrif fjölmiðla á draumalífið geta snúið á draum- svefninn í öflugum myndhrifum sínum og gert mönnum erfiðara um vik að greina kjarnann frá hisminu. Tyeir draumar „ísjaka“ Dreymt í október 1996. „Ég var óboðinn gestur í sæ- dýrasafni. Það var búið að loka safninu en ég fór samt að höfr- ungalauginni. Þar var bara einn höfrungur sem gaf frá sér venjuleg höfrungahljóð, samt skildi ég allt sem hann sagði. Ég stóð á bakkan- um í rauðum sundbol og svörtum strigaskóm, mér fannst ég vera 11 ára. Höfrungurinn bað mig um að bjarga sér en ég þorði ekki út í, þá hoppaði hann upp og kyssti mig (?) og ég fór í laugina og við syntum um og gerðum kúnstir. Þetta var óeðlilega gaman en þá kom örygg- isvörðurinn og dró mig upp úr. Hann var reiður og skammaði mig, en ég skildi hann illa, því hann tal- aði tungumál sem ég kannaðist ekki við. Þó vissi ég að það væri ís- lenska. Hann ætlaði að henda mér út en þá hoppaði höfrungurinn á mig og ég féll á stéttina og hruflaði hnén. Nú lá höfrungurinn á stétt- inni og það þurfti að koma honum út í vatnið, allt í einu varð ég gífur- lega sterk eins og Lína Langsokk- ur og bar hann út í laugina án þess að blása úr nös. Vörðurinn gapti og starði á mig en ég ætlaði ekki að fara.“ Dreymt í febrúar 1997. „Ég var heima hjá mér inni í herbergi, það var bankað á glugg- ann. Úti var lítill strákur sem í draumnum bjó á þriðju hæðinni. Hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað sér að losa leikfangabyssu sem hann hafði fest í snjónum, ég sagði já, og ég kæmi bráðum. Mamma kíkti út og við urðum báð- ar vitni að því sem við héldum að væri Ragnarök (tortíming al- heims). Við urðum skelfingu lostn- ar og hlupum inn í sjónvarpsher- bergi. Pabbi lá í sófanum, systir mín var þarna líka og við sögðum frá atburðunum. Pabbi var ekkert hræddur en ég sótti páfagaukinn minn og setti búrið á símastólinn. Þá var mér hugsað til drengsins með leikfangabyssuna og var viss um að hann væri dáinn. Eg fór út en sá hann ekki en tók eftir að flugvél hafði farið í gegnum blokk- ina við hliðina og mikil sprenging orðið (Ragnarökin?). Tveir blaða- menn með hatta sem á stóð „The Press“ stóðu fyrir neðan á bílaplaninu og spurðu um vitni, ég sagðist hafa séð þetta og þeir vildu tala við mig. Allt í einu hélt ég á tveim fjólubláum fjöðrum og hreyfi þær upp. Blaðamennimir biðja mig að hætta þessum fíflaskap og koma niður og svara nokkrum spurning- um en ég spurði á móti hvort allt fólkið væri dáið og þeir svöruðu játandi." Mynd/Kristján Kristjánsson IHUSI draums míns. Ráðning Fyrri draumur þinn „Isjaki“ er undir miklum áhrifum fjölmiðla, þar sem þú notar myndir úr sjón- varpsþáttum og kvikmyndum til að koma innri boðskap þínum á fram- færi, þetta gerir drauminn rugl- ingslegri til ráðningar. En á bak við tjöldin er draumurinn að tala um vissa erfiðleika sem þú átt í samskiptum (þú skildir varla ör- yggisvörðinn) við aðra, skilningi á eigin þörfum (sundbolurinn, skórn- ir og aldurinn) og tjáningarleið (höfrungamál). Þetta skapar tregðu til tjáskipta (þorðir ekki útí, í óleyfi) og bælingu sjálfsins. Draumurinn heldur svo áfram og gefur í skyn að eitthvað krefjandi (þú dettur á gangstéttina og hrufl- ar þig) þurfi að gerast til þess að þú takir á öllu þínu (sterk eins og Lína Langsokkur) og snúir fram- angreindu ferli við. Seinni draumurinn áréttar þann fyrri um vissa innri erfiðleika. Litli drengurinn er þinn Animus eða draummaður (hann bjó á þriðju hæð, hæð hjartans) og hann vill koma því á framfæri að bæling sál- arinnar leiði til innri tortímingar (tortímingar „innri“ alheims), hrapi andans (flugvélin sem fórst) og lífið verði eins og hjá „fugli í búri“. Drengurinn bað þig að hjál- pa sér að losa leikfangabyssu. sem sat föst í snjónum, það bendir til að erfiðleikarnir sem draumarnir tala um séu ekki eins erfiðir og sýnist, blaðamennirnir í draumnum ýta undir þetta sem bendir til að leið til losunar hafta sé opin tjáskipti (hreinsun/fólkið sem dó). Igrundir þú sjálfa þig og afstöðu þína til annarra, muni snjórinn í hjartanu bráðna, andinn taka flugið með trú á hið góða (fjólubláu fjaðrimar, fjólublátt er litur æðri tiúar) og bældar tilfinningar (fólkið sem dó) hverfa. Draumur „Glóu“ „Mig dreymdi að ég var að horfa á hægri hönd mína og sé að ég er með 7-8 fingur á hendinni. Aukafingurnir voru litlir eða van- skapaðir. Einn aukafingur var í lóf- anum ofarlega og tókst mér að ná honum af (mér fannst eitthvað óeðlilegt við þessa fingur og reyndi því að ná þeim af), því hann var laus og virtist ekki hafa fest rætur. Ég reyndi einnig að ná fingri af við þumalfingurinn en hann var pikk- fastur með ræturnar." Ráðning Draumurinn talar um að þér sé margt til lista lagt (aukafingurnir 7-8) og afkastageta þín sé mikil, en líka að þú vanmetir hæfileika þína (litlir fmgur og vanskapaðir) og getu til framkvæmda. Aukafingur- inn í iófanum og fingurinn við þum- alinn virðast skipta sköpum og gefa það í skyn að ræktir þú þessa vannærðu hæfileika (sem þú virðist þegar byrjuð á því fingurinn við þumalinn hafði fest rætur) verðir þú loðin um lófana í fleiri en einum skilningi.-------------------- •Þeir lesendur sem viljil fd drnumn sfnn birtn og ráðnn sendi þn mcð fullu nnfni, fæðingnrdcgi og ári ásnmt heimilinfnngi og dulnefni til birtingnr til: Drnumstnfir Morgunblnðið Kringlunni 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.