Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 32

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 32
32 LAUGARDAGUR 5. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 33 •. JlltfgtiiiÞlafrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PRENTARAFELAG ALDARGAMALT SUNNUDAGINN 4. apríl 1897 stofnuðu 12 prentarar Hið íslenzka prentarafélag í þeim tilgangi „að efla og styrkja samheldni meðal prentara á íslandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prent- smiðjueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfir í iðn vorri, og að svo miklu leyti sem hægt er að tryggja velmegun vora í framtíðinni". Hið íslenzka prent- arafélag, en arftaki þess er Félag bókagerðarmanna, varð þvi 100 ára í gær. Prentlist á íslandi á sér langa sögu. Um 1530 flutti Jón Arason biskup á Hólum inn til landsins prentsmiðju frá Þýzkalandi, upphafslandi prentlistar í heiminum, þar sem Jóhannes Guthenberg hafði um hálfri öld áður fund- ið aðferð til að prenta bækur með lausaletri í pressu. Með henni kom til landsins fyrsti íslenzki prentarinn, séra Jón Matthíasson, sem nefndur var hinn sænski. 1534 kom út latnesk handbók fyrir presta, elzta rit, sem vitað er að prentað hafi verið á Islandi. Stéttarvitund efldist mjög á síðari hluta síðustu aldar og þar kom að slík hreyfing barst til Islands. Prentarar voru meðal þeirra, sem fyrstir stofnuðu stéttarfélag og voru löngum í forystu meðal starfsstétta í kjarabaráttu. Þeir stóðu fast á kröfum sínum og voru t.d. fyrstir til að fá viðurkenndan 8 stunda vinnudag. Gífurleg tæknibylting hefur orðið í prentlist, handsetn- ing er nú svo til horfin og þunglamalegar blýsetningavél- ar. Tölvuöldin hefur algjörlega umbylt prentlistinni á svo skömmum tíma, að enn eru fjölmargir prentarar að störfum, sem í raun lærðu upphaflega allt aðra iðn. Meðan á þessum byltingatímum stóð, fjölgaði félögum bókagerðarmanna, unz þau sameinuðust að nýju í núver- andi samtökum þeirra, Félagi bókagerðarmanna, árið 1980. Fullyrða má, að prentarar hafa tekið mjög skynsam- lega á hinni miklu tölvubyltingu, sem gjörbreytt hefur þeirra daglegu störfum. Þeir hafa þróast með breyting- unum og tileinkað sér nýja tækni í stað þess að streit- ast gegn framþróuninni. Fyrir það eiga þeir mikið lof skilið. Morgunblaðið, sem í áratugi hefur haft í þjónustu sinni hundruð prentara, óskar þeim til hamingju með afmælið og óskar þeim alls hins bezta á nýrri öld fram- fara í prentiðnaði. MANNRÉTTINDABROT í RÚSSLANDI SKÝRSLA mannréttindasamtakanna Amnesty Int- ernational um pyntingar í Rússlandi varpar skugga á viðleitni stjórnar Jeltsíns forseta til að gera Rússland að lýðræðis- og réttarríki. Þegar Rússland fékk aðild að Evrópuráðinu í janúar á síðasta ári skuldbundu rússnesk stjórnvöld sig til að gerast aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu, sem bannar m.a. pyntingar. Skýrsla Amnesty International sýnir hins vegar að lítið hefur orðið um efndir. Fjöldi manna er enn beittur grimmilegum pyntingum í fangels- um Rússlands, í gæzluvarðhaldi hjá lögreglu og í hernum. Aðstæður í rússneskum fangelsum eru sömuleiðis svo slæmar að Amnesty segir það „jafngilda pyntingum". Samtökin greina frá því að fangar hafi látizt vegna þrengsla, súrefnisleysis og skorts á hreinlæti. Það segir sína sögu að eftir að rússnesk stjórnvöld hættu aftökum vegna skuldbindinga sinna gagnvart Evrópuráðinu, báðu sumir dauðadæmdir sakamenn um að fá að deyja frekar en að þurfa að þola fangelsisvist. Skýrsla Amnesty hlýtur að verða tilefni harðrar gagn- rýni á vettvangi Evrópuráðsins og á þingi þess, þar sem margir fulltrúar höfðu á sínum tíma efasemdir um að Rússland væri í stakk búið til að uppfylla þær skuldbind- ingar, sem fylgja aðild að ráðinu. Vonandi tekst að nota ráðið sem tæki til að þrýsta á Rússa að gera hreint fyrir sínum dyrum hið snarasta. Vilji Rússland láta líta á sig sem evrópskt lýðræðisríki verða stjórnvöld að grípa í taumana og axla ábyrgð á ástandi mannréttindamála í landinu. Nýleg skipulagstillaga um tvöföldun Reykjanesbrautar Urriðakots-/" Hafnárfj Urridakotsvatn Setþerg \ Vatnshjíð Iðja o g rafiðnaðarmenn hjá RARIK felldu samninga Niðurstaðan kem- ur forystumönn- um ekki á óvart KJARASAMNINGUR Raf- iðnaðarsambandsins og Ráfmagnsveitu ríkisins var felldur með miklum meirihluta, en almenni samningur RSI við vinnuveitendur og samningur við rafiðnaðarmenn hjá ríkinu voru samþykktir með 80% atkvæða. Kjara- samningar Iðju við vinnuveitendur voru felldir alls staðar á landinu nema í Hveragerði og Sauðárkróki. Yfir 72% þeirra sem greiddu atkvæði hjá Iðju í Reykjavík sögðu nei. Rúmlega 50% þátttaka var í at- kvæðagreiðslunni hjá Iðju í Reykja- vík. 212 eða 27,3% sögðu já, en nei sögðu 561 eða 72,3%. 3 seðlar voru auðir. Samningarnir voru sömuleiðis felldir á Akureyri og hjá 12 af 14 deildum í verkalýðsfélögum úti um allt land. Aðeins Iðjufélagar hjá Boð- anum í Hveragerði og Öldunni á Sauðarkróki samþykktu samninginn. „Þetta er niðurstaða sem ég átti von á. Eftir að við sömdum fór af stað atburðarás sem var með þeim hætti að ég gat varla ímyndað mér annað en að þetta yrði fellt. Það sem skipti sköpum var fundur í stóru samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar sem felldi samning sem var sambærilegur okkar samningi. Samningurinn sem félögin undirrit- uðu viku síðar var með nokkuð hærri tölum og öðrum samningstíma og því þótti mér einsýnt að þetta yrði fellt hjá okkur,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. Guðmundur sagði að samninga- menn Iðju hefðu átt fund með vinnu- veitendum í fyrradag og ekki væri útilokað að frá nýjum samningi yrði gengið á fundinum. Það lægju fyrir drög að samningi sem hann hefði fengið grænt ljós á að undirrita hjá samninganefnd félagsins. Samnings- drögin gerðu ráð fyrir að gildistíminn yrði til ársins 2000, en ekki 1999 eins og fyrri samningur. Þá gerðu þau ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hefðu samið um. Breytingar á vinnutíma yrðu háðar samþykki starfsmanna á hveijum ---------- vinnustað fyrir sig. Vinnuveitendur viðbúnir Þórarinn sagði að sér kæmi ekki á óvart að ................ samningurinn við Iðju hefði verið felld- ur. „Eftir að samningar voru gerðir við VMSÍ, sem voru gerðir til ársins 2000, hálfu ári lengra en Iðjusamning- urinn og með hærri launabreytingum, Fundur hjá Dagsbrún og Framsókn skipti sköpum voru brostnar forsendur fyrir Iðju- samningnum. Þegar hann var gerður benti allt til þess að VMSI og fleiri félög ófaglærðra myndu ekki vilja semja lengra en til haustsins 1999. Þegar það breyttist og samið var um meiri bækkanir var eðlilegt af hálfu Iðju, að hafna þessari samningsniður- stöðu. Við höfum því þegar tekið upp viðræður um breyttan samning og ég vænti þess að við getum leitt það til niðurstöðu í fyrramálið." Þórarinn sagði að það hvarflaði ekki að sér að þessi niðurstaða hefði áhrif á atkvæðagreiðslur um aðra kjarasamninga sem nú eru að hefjast. Ágreiningur um ferða- og fataskiptagjald 128 greiddu atkvæði um samning --------- Rafiðnaðarsambandsins við RARIK eða 93% þeirra sem voru á kjörskrá. 39 eða 30,4% sögðu já, 86 nei eða 67,2% og 3 seðlar voru auðir eða ógildir. ' Atkvæði voru talin um tvo aðra samninga RSÍ í gær. 518 greiddu atkvæði um almennan samn- ing RSÍ við VSÍ og Vinnumálasam- bandið, en 1.263 voru á kjörskrá. 418 sögðu já eða 80% og 95 nei eða 19%. ■ Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, formaður Iðju, og Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, bera saman bækur sínar í samningastappinu. 5 skiluðu auðu. 72 greiddu atkvæði um samning RSÍ við fjármálaráðu- neytið, en 140 voru á kjörskrá. 57 sögðu já eða 80% og 15 nei eða 20%. Við gerð kjarasamnings RSI við RARIK voru gerðar talsverðar breyt- ingar á launakerfinu og dagvinnu- taxti hækkaður um tæplega 30%. Færð voru inn í dagvinnulaun hluti af starfsaldurs- og stjórnunarálögum. Einnig var fært inn í dagvinnutaxta svokallað ferða- og fataskiptagjald. Meðaltals upphafshækkun var liðlega 5% en hún var yfir 13% hjá þeim launalægstu hjá fyrirtækinu. Samskonar breyting var gerð á öllum fastlaunakerfum í kjarasamn- ingum Rafiðnaðarsambandsins. Hjá öðrum en RARIK hefur ferða- og fataskiptagjald verið greitt út með launum en hjá RARIK hefur vinnu- vikan verið stytt sem því nemur. Við . kynningu á samningnum kom í ljós að mjög skiptar skoðanir voru meðal starfsmanna á því hvernig ætti að túlka breytingar á tímaskrifum vegna þess að ferða- og fataskiptagjaldið var fært inn í dagvinnutaxtann og gat haft veruleg áhrif á hver raun- veruleg launahækkun yrði. Kom það til vegna þess að útfærslan var mjög mismunandi á starfssvæðum RARIK. Samninganefndir RSÍ og VSÍ hitt- ast á morgun til að ræða þessa stöðu. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl, sagði að ágreiningur væri um mjög afmarkað mál sem snerti ferða- og fata- skiptagjald. Hann sagðist telja góðar líkur á að menn myndu komast að samkomulagi um málið á morgun og verkfalli yrði þar með frestað. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, var ekki eins bjartsýnn á að deilan leystist fljótt. Mjög þung orð hefðu fallið um málið á síðustu dögum. Hann sagði að úrslit atkvæðagreiðslu um al- menna samninginn og samninginn við ríkið hefðu verið eins og hann bjóst við. Hann benti á að RARIK- samningurinn og samningurinn við ríkið væru eins, en þeir hefðu verið túlkaðir með mismunandi hætti og það hefði ráðið úrslitum í atkvæða- greiðslunni. Atkvæðagreiðslur um aðra samninga að hefjast Mjög mismunandi er hvernig félög- in standa að atkvæðagreiðslu um nýgerða samninga. Sum félög eru með opinn kjörfund þar sem félags- menn koma og greiða atkvæði. Önnur eru með póstatkvæðagreiðslu þar sem atkvæðaseðill er sendur til félags- manns og hann sér síðan um að koma honum til skila. Ef um póstatkvæðagreiðslu er að ræða skiptir þátttaka í atkvæða- greiðslunni ekki máli varðandi niður- stöðuna. Ef atkvæði eru greidd á kjör- fundi eða félagsfundi verða a.m.k. 20% félagsmanna að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Ef þetta lágmark næst ekki telst samningurinn sam- þykktur óháð því hvað margir sögðu já eða nei. Atkvæði eru greidd í hveiju félagi fyrir sig í flestum félögum. Samkvæmt vinnulöggjöfinni eiga samningsaðilar að koma sér saman um tilhögun at- kvæðagi-eiðslu. Vinnuveitendur ósk- uðu eftir því að hvert landssamband léti telja atkvæði úr einum potti, en þau höfnuðu því. Atkvæði um samning Samiðnar við ríkið og Reykjavíkurborg verða þó talin úr einum potti. Dagsbrún og Framsókn láta greiða atkvæði á kjör- fundi. Það sama á við um Hlíf í Hafnarfirði og Viðrædur þegar hafnar um breyttan samning FRÚ Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Svanur Jóhannesson, heið- ursfélagi Félags bókagerðarmanna, Sæmundur Árnason, formað- ur FBM, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. „Ekkert er göfugra en gott handverk“ Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur. Eining á Akureyri og Verka- lýðsfélag Húsavíkur viðhafa hins veg- ar póstatkvæðagreiðslu. Það sama á við um Félag jámiðnaðarmanna. BOKAGERÐARMENN fögnuðu í gær hundrað ára afmæli samtaka sinna með veglegri afmælishátíð í Borgarleikhúsinu. í kvöld verð- ur hátíðarkvöldverður og dans- leikur á Hótel Sögu. Dagana 22.-29. apríl nk. verður haldin prentminjasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í samvinnu við Ár- bæjarsafn, síðar á árinu verður gefið út frímerki í tilefni afmælis- ins og sitthvað fleira hafa bóka- gerðarmenn á prjónunum. Svanur Jóhannesson, nýkjörinn heiðursfélagi Félags bókagerðar- manna, afhenti forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni nýút- komið afmælisrit og stéttartal bókagerðarmanna í 400 ár. Stétt- artalið, sem Þorsteinn Jónsson ættfræðingur tók saman, er í tveimur bindum og hefur að geyma æviskrár 2.200 bókagerð- armanna. Höfundur afmælisrits- ins, sem ber nafnið „Samtök bókagerðarmanna í 100 ár,“ er Ingi Rúnar Eðvarðsson félags- fræðingur. Bækurnar eru gefnar út af forlaginu Þjóðsögu og prentaðar í Odda. Forsetinn þakkaði gjöfina sem hann sagði að færi beint í bók- hlöðuna á Bessastöðum, sem hefði að geyma fjölmarga dýrgripi sem félagsmenn hafa unnið að. Þá afhenti Georg Páll Skúlason, varaformaður Félags bóka- gerðarmanna, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarsljóra afmælisritið og stéttartalið. Borg- arstjóri minnti á að menningar- saga borgarinnar væri samofin v sögu prentara og raunar iðnaðar- manna almennt og um leið og hún þakkaði framlag bókagerðar- manna til sögu Reykjavíkurborg- ar sagði hún að sér þætti ekkert göfugra en gott handverk. Sem tákn um liðna tíma færði Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, bóka- gerðarmönnum áletraða blýstöng og þakkaði traust og gott sam- starf félaganna í hundrað ár, en Blaðamannafélagið fagnar ein- mitt aldarafmæli í lok þessa árs. Sæmundur Árnason, formaður Félags bókagerðarmanna, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera geysilega ánægður með af- mælishátíðina og það hversu margir sáu sér fært að mæta í Borgarleikhúsið. „Mér þykir dá- lítið merkilegt og skenimtilegt hvað það eru mikil ættartengsl í röðum bókagerðarmanna, hér sér maður feður, syni og dætur, tengdadætur og jafnvel barna- börn, sem öll starfa í faginu,“ sagði Sæmundur. Hann kvaðst sannfærður um að félagið ætti eftir að breyta um nafn í samræmi við breytta tíma í faginu. „Ég myndi telja eðlilegt að í framtíðinni yrði til einhvers konar fjölmiðlasamband, þar sem í væru blaðamenn, teiknarar, hönnuðir og hreinlega allir þeir sem vinna við prentmiðlana. Ég tel að það sé verkefni næstu hund- rað ára að stuðla að slíku sam- bandi.“ Vegagerð og Garðabær um lagningu Reykjanesbrautar eða gerð Ofanbyggðarvegar EIRÍKUR Bjarnason, bæjar- verkfræðingur í Garðabæ, segir að bæjarstjóm Garð- arbæjar leggist gegn því að Reykjanesbraut verði lögð sem Ofanbyggðarvegur í Hafnarfirði með- fram Urriðakotsvatni eða í gegnum önnur viðkvæm útivistarsvæði. „Við sjáum ekki að Reykjanesbrautin sé eitthvað verr sett í gegnum Hafn- arfjörð en í gegnum Reykjavík, Kópa- vog eða Garðabæ. Hún skiptir alls staðar byggð, það eru ekkert aðrar aðstæður í Hafnarfirði en í hinum bæjarfélögunum," segir hann. Eiríkur segir að sjónarmið Garðbæ- inga séu fyrst og fremst þau að úti- vistarsvæði verði ekki eyðilögð með Ofanbyggðarveginum og einnig hitt að sá vegur muni fá sáralitla umferð vegna þess að umferð á leið suður úr endi mestöll í Hafnarfirði. „Það er ekki gert ráð fyrir nema 7.500 bíla sólarhringsumferð sunnan Hafn- arfjarðar í fullbyggðu höfuðborgar- svæðinu þannig að 30.000 bíla um- ferð er að langmestu leyti til Hafnar- fjarðar. í reiknilíkani umferðar, sem hefur verið keyrt fyrir höfuðborgar- svæðið, fær þessi svokallaði Ofan- byggðarvegur sáralitla umferð," segir Eiríkur Bjarnason. Fjallvegur eða jarðgöng Hann sagði að teiknaður hefði ver- ið vegur ofan byggðar upp í um það bil 80 metra hæð, sem væri sama hæð og Breiðholtið lægi í. Þá væri bara upplandið fyrir ofan með ótak- mörkuðu fóðri til að skafa ofan I veginn á veturna. Á hinn bóginn hefðu heyrst hugmyndir um að gera 6-800 metra jarðgöng. Sá veguryrði betri en margfalt dýrari „og hann fer í gegnum byggt svæði í Hafnarfirði, ef ég man rétt.“ Eiríkur sagði að nú væri vinna við endurskoðun aðalskipulags Garða- bæjar á lokastigi. Þar væri því ekki haidið opnu að í Ofanbyggðarveginn væri ráðist. „Hins vegar er spurning hvort Skipulgsstjórn ríkisins setur einhvern fyrirvara.“ Morgunblaðið/Ásdís BEKKURINN var þétt setinn í Borgarleikhúsinu á afmælishátíð Félags bókagerðarmanna í gær. Aldarafmæli samtaka bókagerðarmanna Fjallvegnr eða jarðgöng annars eina lausnin? Bæjarverkfræðingur í Garðabæ segir að það séu ekki aðrar aðstæður í Hafnarfírði en í öðrum sveitarfélögum þar sem Reykjanes- brautin skiptir byggð. Talsmaður Vegagerð- arinnar segir að Vegagerðin geti ekki horft upp á að tvö sveitarfélög staðfesti aðalskipu- lag þar sem vegir standast ekki á. „Vandinn í þéttbýlissveitarfélögum er sá að menn eru alltaf að skipu- leggja ofan í samgönguæðamar og svo vakna menn upp við vondan draum að samgönguæðarnar tmfla byggðina," sagði Eiríkur. „Þess vegna er áríðandi að menn geri sér grein fyrir því löngu áður hvar sam- gönguæðarnar eiga að vera og haga skipulaginu með tilliti til þess.“ Guðmundur Arason, forstöðumað- ur umhverfis- og skipulagsmála hjá Vegagerðinni, sagði að Vegagerðin teldi að áfram þyrfti að liggja stofn- braut frá Garðabæ suður á Suðurnes. Urriðakotsvatn „Hafnfirðingar hafa verið í hálfgerðum vand- ræðum með þessa stefnu Vegagerðarinnar og þeir settu fram skipulagstillögu Vegirnir verða settir í umhverfismat fyrir nokkrum árum þar sem þeir gerðu ráð fyrir að þessi stofnbraut lægi ofan byggðar í Hafnarfirði. Þetta þýðir þá að hún þyrfti helst að koma niður með Urriðakotsvatni en Vega- gerðin mótmælti á þeirri forsendu að það yrði ekki séð hvar stofnbraut gæti komið annars staðar en á núver- andi stað.“ Guðmundur sagði að segja mætti að sú staða væri enn uppi en undan- farið hefði Vegagerðin unnið að því með tæknimönnum Hafnaríjarðar- bæjar að koma þessum vegi á núver- andi stað í stofnbrautarhorf svo að unnt yrði að keyra þar um með 80 km/klst hraða um mislæg gatnamót svo að þeir sem væru á leið eftir Reykjanesbraut suður á Suðurnes þyrftu hvergi að stöðva. Eins og fram hefur - komð í Morgunblaðinu gerir hin nýja aðalskipulagstillaga Hafnaríjarðarbæjar, sem kallað hefur á mótmæli íbúa í Setbergshverfi, ráð Flóðahjalli Syftiholt N % Skipulagstillaga sem gerð var fyrir nokkrum árum gerir ráð fyrir stofnbraut sem liggur ofan byggðar í Hafnarfirði fyrir að þrjú hús og bensínstöð Esso við Lækjargötu þurfí að víkja fyrir tvöfaldri Reykjanesbraut með mis- lægum gatnamótum og miðeyju, en Guðmundur kvaðst telja að umhverfi annarra bygginga í hverfinu ætti ekki að versna mikið. „Að vísu aukum við umferðarhraðann og því fylgir út af fyrir sig svolítið meiri umferðar- hávaði en í staðinn losna menn við bið á ljósum og loftmengun af því.“ Vegir sem standast ekki á Guðmundur sagði að Vegagerðin hefði þó ekki endanlega fallið frá hug- myndum um Ofanbyggðarveg „en við getum ekki horft upp á að tvö sveitar- félög staðfesti hvort sitt skipulagið og vegimir standist ekki á á bæjarmörk- um. Það er eiginlega svo einfalt. Garðabær stefnir að því að leggja fram skipulag þar sem stofnvegurinn liggur þar sem núverandi Reykjanesbraut liggjir og inn í Hafnarfjörð við Kapla- krika. Meðan Hafnfírðingar sam- þykkja ekki að þessi vegur verði stofn- braut hlýtur Ofanbyggðarvegur að vera uppi á borðinu." Guðmundur sagði að ef Hafnfirð- ingar samþykktu þær tillögur sem nú væm fram komnar um að Reykja- nesbraut verði stofnbraut verði Of- anbyggðavegurinn ekki byggður nema sem tengibraut. Ákvörðun um framkvæmdir á þess- um stað væri þó langt undan og sú hönnunarvinna sem nú hefði verið innt af hendi væri til að sýna mönnum hvað þetta gæti haft í för með sér fremur en það að fyrir lægju tillögur að mannvirkjum. Hins vegar gætu liðið innan við 10 ár þar til farið yrði að breyta núverandi vegi sem liggur I brekkunni við Kirkjugarð Hafnfírð- inga en þar er hljóðvistarástandið verst, að sögn Guðmundar, „og miklu verra en í þessu nýja hverfí." Um það hvað gerist ef Hafnfírðing- ar samþykkja enn ekki Reykjanes- braut sem stofnbraut sagði Guð- mundur Arason að þá gæti það gerst að báðir vegirnir - Ofanbyggðarveg- urinn og vegurinn samkvæmt skipu- lagstillögunni - yrðu settir í umhverf- ismat og þá yrði væntanlega annarri hvorri leiðinni hafnað. „Þá er spum- ingin hvort yrði talið þyngra á metun- um hagsmunir þessara íbúa, sem að mínu mati versnar ekki ástandið hjá yfírleitt, eða náttúruverndarsjónarm- ---------- ið við Urriðakotsvatn." Guðmundur sagði að þótt Urriðakotsvatn lægi: Garðabæ hefði fólk sem býr í Hafnarfirði mikil ítök þar og því væri ekki víst að verndun Urriðakotsvatns yrði ein- göngu mál Garðbæinga ef þar að kæmi. Brautin skipt- ir ails staðar byggðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.