Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 05.04.1997, Síða 41
t MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. APRÍL1997 41 maður heldur heilsu og ástvinum sínum.“ Þetta sagði Steini við mig seint um kvöld, réttri viku áður en hann kvaddi okkur og þennan heim. Hafði hann nokkrum dögum áður fengið að vita að hann væri á för- um. Hann lét ekki bugast heldur var staðráðinn í að standa sig eins og hann hafði alla tíð gert. Fátt er hollara ungum manni á alstirndri síðvetrarnóttinni, þegar á daginn má greina hjartslátt vorsins í geislum sólarinnar, en að ræða við föður sinn um dauðann. Ég vildi að ég hefði fengið tæki- færi til að kynnast Steina lengur en þau fjögur ár sem við Heiðrún erum búin að vera saman. Reyndar bjóst ég allan tímann við því að svo yrði því Steini var ekkert gamal- menni með staf þótt hann væri kom- inn á þennan aldur. Þvert á móti var hann mjög hraustur og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðlífínu. Alltaf var Steini mér mjög góður og tók mér eins og syni sínum. Ég geymi minninguna um hann í hjarta mínu. „Hann laut yfir lindina, las það sem speglað- ist í gárunum. Og degi tók að halla og dagur tók að hljóðna, eólan dúrar, aftanskin í lundi. Meðan kliður dagsins í kveldsins friði eyddist og niður lagsins í eldsins iði deyddist rétti hann mér höndina, benti til sólar og saung." (Úr Únglinginum í skóginum. 1925, Halldór Laxness). Jóhann Grétarsson. Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri og gjaldkeri Verkalýðsfélagsins Boðans, lést þann 23. mars síðastliðinn, á sjötug- asta og fyrsta aldursári. Þorsteinn, eða Steini eins og við oftast kölluðum hann, var kosinn gjaldkeri stéttarfélagsins á aðal- fundi árið 1971. Hann gegndi þessu starfi allt til ársins 1995 eða í 24 ár. Þorsteinn lét af störfum vegna vanheilsu árið 1995. Hann var í hlutastarfi til ársins 1977, en fór þá í fullt starf hjá Boðanum. Ekki var nú svo vel að verkalýðs- félagið ætti húsnæði fyrstu árin og voru stjómarfundir haldnir á heim- ili Þorsteins, eins var hann með skrifstofu- og bókhaldsaðstöðu heima hjá sér, svo sem margir muna. Má nærri geta að mikið mæddi því á heimili þeirra hjóna, þar sem margir áttu erindi við Þor- stein og vísast ekki allir komið á skrifstofutíma. En ávallt var okkur vel tekið og ekki síður af hálfu eig- inkonu Þorsteins, Jónu Eiríksdóttur, sem oft þurfti að hafa heitt á könn- unni, hafí hún þökk fyrir. Það er svo ekki fyrr en árið 1985, sem Boðinn kaupir eigið húsnæði í Austurmörk 2, Hveragerði, og flutt- ist þá öll starfsemi þangað. Það var mikið lán fyrir félagið að Þorsteinn valdist í þetta starf hjá verkalýðsfé- laginu, því hann var samviskusamur með afbrigðum og ákaflega trúr í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Til dætnis vom ófáar ferðimar sem farnar voru til Þorlákshafnar, þar sem vom útborgaðar atvinnu- leysisbætur og var það til fleiri ára sem Þorsteinn og fleiri stjórnarmenn fóm á milli og oft í misjöfnum veð- rum yfír vetrartímann. Þá kom oft berlega í ljós hversu varkár og traustur Þorsteinn var, ekki mátti skakka degi ef annað var hægt. Þorsteinn mátti aldrei vamm sitt vita í neinu máli og hefði hann ekki nægar upplýsingar hætti hann ekki fyrr en allt var komið á hreint. Þor- steinn var ákveðinn og fastur fyrir og skipti ógjarnan um skoðun nema sterk rök lægju fyrir. En hann gat líka slegið á létta strengi og brá þá fyrir glettnis- glampa í augunum. Ekki fór það fram hjá okkur að Þorsteinn var mikill fjölskyldumaður og birtist þar eðlislæg umhyggja hans fyrir því sem hann bar ábyrgð á. En þótt í mörgu væri að snúast og heilsan farin að bila var hann fyrst og fremst gjaldkerinn sem vakinn og sofinn bar hag félagsins fyrir bijósti, enda sá hann þessi 24 ár félagið eflast og dafna, ekki síst fyrir hans eigin tilstilli. Við sem minnumst Þorsteins hér fátæklegum orðum þökkum honum gott samstarf og vitum að sá sem er trúr hefur gott veganesti til hinstu farar. Eiginkonu, dætrum, tengdason- um og öðrum ástvinum, sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðjur, Stjóm verkalýðsfélagsins Boð- ans, Hveragerði, Þorlákshöfn. MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR + Margrét Andr- ésdóttir fæddist á Stokkseyri 8. maí 1914. Hún lést á heimili sínu hinn 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Ingi- mundarson og Jón- ína Jónsdóttir. Hún átti sex systkini og eru þau öll látin nema Lóa Andrés- dóttir sem býr á Stokkseyri. Utför Margrétar fer fram frá Stokks- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Magga frænka, við munum aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við áttum með þér, þær munum við ætíð geyma í hjarta okkar til minningar um þig. Þau voru yndisleg árin á Stokkseyri þegar við systurnar áttum heima í Hellukoti og styttum okkur stundir með því að læra að spila vist, prjóna og reikna í huganum en þú varst heimsins besti hugarreikningskenn- ari því þolinmæði þín og þraut- seigja var engu lík. Þú varst heldur engri Iík og oft getum við hlegið að því þegar hún mamma sagði okkur söguna af því þegar hún ætlaði að láta þig bölva en þú hafðir ákveðið að segja aldrei neitt blótsyrði og við það stóðstu þótt hún Ester þín léti þig segja Hanci í koti eins hratt og þú gætir, en aldrei klikkaðir þú. Við munum sakna þinna þéttu og kær- leiksríku faðmlaga en þau voru eintök og enginn getur faðmað okkur eins og þú gerðir. Elsku besta frænka. Takk fyrir allt. Ester, Jónína og Lóa Björk. Elsku Magga mín, þú varst alltaf svo góð við mig og vildir mér það allra besta. Þú varst lítið ljós í hjarta mínu, nú hefur þetta ljós dofnað en það mun samt aldrei hverfa. Minningin um þig varir að eilífu. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, elsku frænka. Ester Inga. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist á Blesastöð- um á Skeiðum 17. desember 1914. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Blesa- stöðum, Guðmund- ur Magnússon, bóndi og kennari, f. 11.5. 1878, d. 20.10. 1972, og Kristín Jónsdóttir, húsfreyja, f. 16.5. 1886, d. 2.9.1971. Systkini Guð- rúnar eru Jón, f. 14.3. 1911; Magnús, f. 17.9. 1912; Her- mann, f. 23.8. 1913, d. 18.10. 1980; Elín, f. 10.1. 1916; Helga, f. 17.5. 1917; Þorbjörg, f. 1.7. 1918; Magnea, f. 20.7. 1919; Ingigerður, f. 1.2. 1921; stúlka, f. 10.2. 1922, d. sama dag; Ósk- ar, f. 1.7. 1923, d. 1925; Svan- laug, f. 8.7. 1924; Ingibjörg, f. 2.9. 1925; Hrefna, f. 5.7. 1927, og Óskar, f. 5.5. 1929. Hálfsyst- ir Guðrúnar, samfeðra, er Laufey, f. 20.3. 1920. Guðrún giftist árið 1938 Bjarna Tómassyni, f. 17.6.1915, d. 26.8. 1993, frá Helludal í Biskupstungum. Börn þeirra Sú hugsun hefur leitað mjög á mig á liðnum vikum hve gott það er að fá að sofna að kvöldi eftir erfiðan dag. Svo sannarlega hlýtur það að hafa verið tengdamóður minni léttir að fá að sofna hinum hinsta svefni eftir veikindi og aðra erfiðleika síðustu ára. En þótt líf hennar hafí sennilega sjaldnast ver- ið neinn dans á rósum hljóta það þó að vera hinar jákvæðu stundir sem við geymum í minningunni. Þótt Guðrún hafí búið á dvalar- heimilum síðustu æviárin var það ávallt Hveragerði sem átti hug hennar allan, enda voru þau hjón meðal fyrstu íbúa þar. Þau byggðu sér hús að Breiðumörk 5 og þar bjuggu þau í rétta hálfa öld, rækt- uðu sinn garð og ólu upp 11 börn. Það var fyrir rúmum tuttugu árum sem ég kom fyrst á Breiðumörkina og var strax boðinn velkominn inn á þetta stóra heimili. Mér varð fljótt ljóst að þetta var ekkert venjulegt heimili, í mínum augum var það oft líkara fjölmennum samkomustað. Enda bömin og bamabömin mörg og var augljóst að þau áttu öll at- hvarf á Breiðumörkinni, oft ásamt vinum og kunningjum. Var oft þétt setið við eldhúsborðið, borð sem þó var með þeim stærri sem ég hef séð á heimilum. Hlýtur stundum að hafa verið þröngt í búi, því ótelj- andi vom þær ferðirnar sem ein- hver var sendur út í búð með pen- ingaseðil til þess að kaupa eitthvað sem vantaði þegar að borðinu höfðu bæst fáeinir matargestir. Öllum þjónaði Guðrún með jafnaðargeði og minnist ég þess aldrei að hún hafi skipt skapi hvað sem á gekk Ég held að hún hafí alltaf litið á fjölmenni sem sjálfsagðan hlut, enda alin upp í stórum systkinahópi á Blesastöðum á Skeiðum. Raunar eru systur hennar svo margar að mér hafa ekki dugað tuttugu ár til þess að átta mig á þeim öllum eða læra að þekkja þær í sundur. En það veit ég að systur hennar allar, bræður, mágar og mágkonur hafa stutt hana dyggilega á erfiðum stundum á liðnum áram. I lok þessara fátæklegu minning- arorða vil ég þakka öllum þeim sem sem reynst hafa tengdamóður minni vel á liðnum áram og votta ég öllum ættingjum hennar og vin- um mína innilegustu samúð. Jónas Helgason. í dag kveð ég með virðingu tengdamóur mína, Guðrúnu Guð- eru Tómas, f. 14.1. 1939, d. 13.3. 1996; Óskar, f. 7.3. 1940, d. 31.12. 1961; Guð- mundur, f. 2.2. 1942; Kristín, f. 29.6. 1943, d. 15.10. 1993; Steinunn, f. 20.3. 1945, maki Ingi Sæmundsson; Hafsteinn, f. 20.8. 1950, maki Anna Valdís Steingríms- dóttir; Hildur, f. 15.6. 1953; Birgir f. 15.6. 1953; Guð- rún, f. 14.7. 1955, maki Jónas Helgason; Kolbrún, f. 12.7. 1958, maki Morten Ott- esen, og Björk, f. 12.7. 1958, maki Siguijón Stefán Björns- son. Barnabörnin eru 18 og langömmubörnin eru orðin 10. Guðrún og Bjarni bjuggu í Breiðumörk 5 í Hveragerði frá árinu 1943 allt til þess er Bjarni lést árið 1993. Þá fluttist Guð- rún á dvalarheimilið á Blesa- stöðum og síðan á Hrafnistu í Reykjavík. Með húsmóðurstörf- um sinnti Guðrún ýmsum störf- um í Hveragerði. Utför Guðrúnar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mundsdóttur, sem lést 22. mars sl. eftir langan, erfiðan og fómfúsan æviferil. Elsku Gunna mín. Lífíð var þér ekki auðvelt, þú varðst fyrir mörg- um áföllum, en þú varst ekki sú manngerð sem kvartaðir. Sérhver endir er upphaf að einhveiju nýju og ég trúi því að þetta upphaf hjá þér núna verði auðveldara. Þegar ég kynntist syni þínum fyrir tuttugu og tveimur áram og hann fór að segja mér frá fjölskyldu sinni, að þau væra ellefu systkinin, einn bróðir hans hefði dáið tvítugur og að þijú af systkinum hans væru þroskaheft, þá átti ég ekki auðvelt með að setja mig í hans spor eða skilja hvernig þú stóðst undir þessu. Ég sem ólst svo til upp með einum bróður og fannst stundum nóg. Þegar ég svo fór að kynnast þér, Gunna mín, þá komst ég að því þvílík hetja þú varst. Ég veit að það er ekki síður hjartakvöl okkar en hamingja sem byggir upp íjölskyldu eða vináttu og þannig hefur mér fundist það vera með okkur. Ég hef stundum velt fyrir mér þegar það er verið að heiðra menn fyrir störf sín að hvunndagshetjhur eins og þú, Gunna mín, ættuð það frekar skilið. Fyrir tæpum þremur áram varð ég fyrir miklu áfalli, þá gafst þú mér mikið en vissir ekki til að þú gæfír neitt, gjöf sem er betri en allar aðrar og það er hugrekki. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku Gunna mín, ég þakka þér samfylgdina. Minninguna um góða og hugrakka konu mun ég ég ætíð varðveita. Þín, tengdadóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Að fæðast — lifa — deyja. Þessi áfangaskipti jarðneskrar tilvistar okkar fáum við engu ráðið um. Við vitum fullvel að eitt sinn skal hver deyja. Engu að síður kveinkum við okkur, þegar að dauðinn sjálfur kveður dyra og hrífur brott ein- hvern sem stendur okkur nær og okkur þykir vænt um. Svo er nú, þegar nýtt skarð er höggvið með fráfalli Guðrúnar Guðmundsdóttur. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Gunnu frænku. Hún var trúuð kona og sannur vinur sem alltaf var hægt að leita til bæði í gleði og sorg. Gunna var ávallt ung í anda og gaf mikið af sér þrátt fyrir mikla erfíð- leika sem hún varð fyrir á lífsleið- inni. Nú er þessum erfíðleikum í jarðnesku lífí hennar lokið og hún mun núna fara til æðri heimkynna, þar sem ástvinir hennar munu taka á móti henni. Elsku Gunna, ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gafst mér í þessu lífi. Ég vil kveðja þig með eftirfar- andi ljóði Davíðs Stefánssonar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir blessun bama þinna og bráðum kemur eilift vor. Kæru frændsystkini og vinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum al- góðan guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Bryndís Jónsdóttir og fjölskylda. ‘1r Lífíð hefst og lífið endar. Börn fæðast og eitt sinn verða allir menn að deyja. Þá er komið að kveðjustund, elsku amma okkar í Hveragerði, og margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Þó svo að við kæmum ekki oft í Breiðumörkina höfðum við ávallt gaman af návist þinni og hlýju. Við kynntumst þér sem sterkri manneskju hvað sem bjátaði á. Margur í dag mætti taka þig til fyrirmyndar í lífskapphlaupi nútímans. f Breiðumörkinni var alltaf líf og fjör og alltaf fullt af fólki og þá sérstaklega um slátur- helgina og fengum við þá oft að gista hjá þér. Á seinni áram fluttir þú nær okkur á Hrafnistu og þá sáum við þig oftar. Elsku amma, nú færð þú að hvíla í friði við hlið eiginmanns þíns og bama þinna. En allra síðast viljum við kveðja þig með versi sem þú kenndir börn- um og barnabörnum þínum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) '**•' Blessuð sé minning hennar. Óskar Bjarni og Birna Ósk. Serfræðingai i blomaskrevtinuuni við öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA. Skolavorouslig 12. i horni Bergslaðastrælis simi 551 ‘>»90

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.