Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 47

Morgunblaðið - 05.04.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 47 Alþjóðleg próf í spænsku HÚSFYLLIR var á skógræktarfundinum. „Hin samhæfða alúð“ ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin föstudaginn 9. maí nk. í fyrsta skipti á íslandi. Spænskudeild Háskóla Íslands annast framkvæmd prófanna á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófín á Spáni. Próf- in verða haldin í Háskóla íslands og fer innritun fram hjá nemenda- skrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rann út 4. apríl. Prófað verður á tveimur þyngd- arstigum: „Certificado inicial de Fugla- skoðun í Arnarnes- vogi EFNT verður til fuglaskoðun- ar í Arnarnesvogi milli kl. 13 og 15 sunnudaginn 6. apríl nk. Reyndir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar við bryggj- una hjá skipasmíðastöð Stál- víkur og einnig verður gengið inn í vogsbotninn en við ós Arnarneslækjar er oft fjöl- breytt fuglalíf sem og á vogin- um öllum. espanol“ og „Diploma básico de espanol". Miðað er við að nemend- ur er lagt hafa stund á spænsku í menntaskóla í eitt og hálft ár ráði við „Certificado inicial de espanol" en til að ráða við „Diploma básico de espanol“ þarf minnst að hafa lokið áföngum 600 eða 700 í menntaskóla, hafa dval- ið í spænskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafa lagt stund á spænsku á háskólastigi. „Diploma superior de espanol" er erfiðasta prófið og verður ekki haldið fyrr en í nóvember næst- komandi. Til að ná því stigi er nauðsynlegt að hafa B.A. próf í spænsku eða samsvarandi tungu- málakunnáttu, þekkingu á menn- ingu Spánar og geta ráðið við flókna texta, framsetningu og orð- færi. Markmiðið með þessum prófum í spænsku er að setja greininni alþjóðleg viðmið. Nemendum jafnt í menntaskóla sem háskóla býðst framvegis að þreyta prófin tvisvar á ári og þannig vita menntaskóla- kennarar og háskólakennarar ná- kvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð. Alþjóðlegar kannanir um hæfni og færni nem- enda munu því ekki koma spænskukennurum á óvart í fram- tíðinni auk þess sem niðurstöður prófanna segja til um það starf sem fram fer í skólunum. NÆRRI 300 gestir komu saman á annan fræðslufund fundaraðar Skógræktarfélaganna og Búnað- arbankans nýlega. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Aðalerindi kvöldsins flutti Björn Jónsson, fyrrverandi skólasljóri Hagaskólans, um ræktun á jörð sinni í Landbroti í V-Skaftafellssýslu. Þar kom fram að þrátt fyrir afar erfið skilyrði, næðing og þurran og ófijóan jarðveg hefur honum tekist að rækta fallegan skóg. Lykilorð Björns að settu marki eru: „Hin samhæfða alúð“. Hún felur í sér fjóra grundvallar- þætti. Eyða verður grasi úr næsta nágrenni plöntunnar í upphafi. Setja verður mikinn húsdýraáburð með plöntunni, skýla henni í upphafi og gefa henni síðan Blákornsáburð í nesti. Með því að leggja þessa alúð í ræktunarstarfið hefur hon- um tekist það ómögulega á jörð- inni og sýndi hann myndir af átta ára gömlum grenitijám sem náð höfðu nærri tveggja metra hæð. Aðalatriði er hins vegar að undanskilja engan þátt í upp- byggingu ræktunarinnar. Til dæmis er ekki hægt að sleppa húsdýraáburðinum þó hinum þáttunum sé sinnt. Þannig verður alúðin í ræktunarstarfinu að vera samhæfð, eins og Björn kallaði það, til að ná góðum ár- angri. Einnig komu fram tón- listarmaðurinn Guðni Franzon sem lék á klarinett og skógar- hljóðfæri frá Ástralíu sem nefn- ist didgeridoo og Arnór Snorra- son skógfræðingur fjallaði um tijátegundaval í skógrækt. Næsti fundur verður haldinn 15. apríl þar sem Jóhann Páls- son, garðyrkjusljóri í Reykjavík, fjallar um ræktun á viði. Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnu- daga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 6. apríl verður sýnd finnska teiknimyndin „Vár i Mum- indalen". Sýndar verða þrjár teiknimyndir um múmínálfana. Vorið er komið og vinir okkar eru að vakna til lífs- ins á ný. í Múmíndalnum sofa nefni- lega allir yfir vetrartímann í heila þijá mánuði. Og ævintýrin bíða þeirra. Fylgst er með þeim þegar þeir finna töfrahattinn ásamt nýj- ustu uppfinningu þeirra. Myndirnar eru byggðar á sögu eftir Tove Jansson. Myndin er 64 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. ----» ♦ ♦---- Hverju breyta börnin í hjóna- bandinu? DR. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráð- gjafi, ætlar að ræða um efnið: Hveiju breyta börnin í hjónaband- inu? á fundi í hjónastarfi Neskirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 20.30. Dr. Sigrún hefur starfað að fjöl- skyldufræðslu og ráðgjöf í heil- brigðisþjónustunni um 20 ára skeið. Hún er dósent við félagsvísinda- deild Háskóla íslands en rekur auk þess sína eigin stofu samhliða kennslunni. Fundurinn er haldinn í safnaðar- heimili Neskirkju og er öllum opinn. Þeir sem eru nýlega orðnir foreldrar eru sérstaklega velkomnir, segir í fréttatilkynningu. NORÐLENDINGAR ÆVINTYRIÐ HELDUR AFRAM Œ iBore/%int»íé 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.