Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 47 Alþjóðleg próf í spænsku HÚSFYLLIR var á skógræktarfundinum. „Hin samhæfða alúð“ ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin föstudaginn 9. maí nk. í fyrsta skipti á íslandi. Spænskudeild Háskóla Íslands annast framkvæmd prófanna á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófín á Spáni. Próf- in verða haldin í Háskóla íslands og fer innritun fram hjá nemenda- skrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rann út 4. apríl. Prófað verður á tveimur þyngd- arstigum: „Certificado inicial de Fugla- skoðun í Arnarnes- vogi EFNT verður til fuglaskoðun- ar í Arnarnesvogi milli kl. 13 og 15 sunnudaginn 6. apríl nk. Reyndir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar við bryggj- una hjá skipasmíðastöð Stál- víkur og einnig verður gengið inn í vogsbotninn en við ós Arnarneslækjar er oft fjöl- breytt fuglalíf sem og á vogin- um öllum. espanol“ og „Diploma básico de espanol". Miðað er við að nemend- ur er lagt hafa stund á spænsku í menntaskóla í eitt og hálft ár ráði við „Certificado inicial de espanol" en til að ráða við „Diploma básico de espanol“ þarf minnst að hafa lokið áföngum 600 eða 700 í menntaskóla, hafa dval- ið í spænskumælandi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafa lagt stund á spænsku á háskólastigi. „Diploma superior de espanol" er erfiðasta prófið og verður ekki haldið fyrr en í nóvember næst- komandi. Til að ná því stigi er nauðsynlegt að hafa B.A. próf í spænsku eða samsvarandi tungu- málakunnáttu, þekkingu á menn- ingu Spánar og geta ráðið við flókna texta, framsetningu og orð- færi. Markmiðið með þessum prófum í spænsku er að setja greininni alþjóðleg viðmið. Nemendum jafnt í menntaskóla sem háskóla býðst framvegis að þreyta prófin tvisvar á ári og þannig vita menntaskóla- kennarar og háskólakennarar ná- kvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð. Alþjóðlegar kannanir um hæfni og færni nem- enda munu því ekki koma spænskukennurum á óvart í fram- tíðinni auk þess sem niðurstöður prófanna segja til um það starf sem fram fer í skólunum. NÆRRI 300 gestir komu saman á annan fræðslufund fundaraðar Skógræktarfélaganna og Búnað- arbankans nýlega. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Aðalerindi kvöldsins flutti Björn Jónsson, fyrrverandi skólasljóri Hagaskólans, um ræktun á jörð sinni í Landbroti í V-Skaftafellssýslu. Þar kom fram að þrátt fyrir afar erfið skilyrði, næðing og þurran og ófijóan jarðveg hefur honum tekist að rækta fallegan skóg. Lykilorð Björns að settu marki eru: „Hin samhæfða alúð“. Hún felur í sér fjóra grundvallar- þætti. Eyða verður grasi úr næsta nágrenni plöntunnar í upphafi. Setja verður mikinn húsdýraáburð með plöntunni, skýla henni í upphafi og gefa henni síðan Blákornsáburð í nesti. Með því að leggja þessa alúð í ræktunarstarfið hefur hon- um tekist það ómögulega á jörð- inni og sýndi hann myndir af átta ára gömlum grenitijám sem náð höfðu nærri tveggja metra hæð. Aðalatriði er hins vegar að undanskilja engan þátt í upp- byggingu ræktunarinnar. Til dæmis er ekki hægt að sleppa húsdýraáburðinum þó hinum þáttunum sé sinnt. Þannig verður alúðin í ræktunarstarfinu að vera samhæfð, eins og Björn kallaði það, til að ná góðum ár- angri. Einnig komu fram tón- listarmaðurinn Guðni Franzon sem lék á klarinett og skógar- hljóðfæri frá Ástralíu sem nefn- ist didgeridoo og Arnór Snorra- son skógfræðingur fjallaði um tijátegundaval í skógrækt. Næsti fundur verður haldinn 15. apríl þar sem Jóhann Páls- son, garðyrkjusljóri í Reykjavík, fjallar um ræktun á viði. Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnu- daga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 6. apríl verður sýnd finnska teiknimyndin „Vár i Mum- indalen". Sýndar verða þrjár teiknimyndir um múmínálfana. Vorið er komið og vinir okkar eru að vakna til lífs- ins á ný. í Múmíndalnum sofa nefni- lega allir yfir vetrartímann í heila þijá mánuði. Og ævintýrin bíða þeirra. Fylgst er með þeim þegar þeir finna töfrahattinn ásamt nýj- ustu uppfinningu þeirra. Myndirnar eru byggðar á sögu eftir Tove Jansson. Myndin er 64 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. ----» ♦ ♦---- Hverju breyta börnin í hjóna- bandinu? DR. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráð- gjafi, ætlar að ræða um efnið: Hveiju breyta börnin í hjónaband- inu? á fundi í hjónastarfi Neskirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 20.30. Dr. Sigrún hefur starfað að fjöl- skyldufræðslu og ráðgjöf í heil- brigðisþjónustunni um 20 ára skeið. Hún er dósent við félagsvísinda- deild Háskóla íslands en rekur auk þess sína eigin stofu samhliða kennslunni. Fundurinn er haldinn í safnaðar- heimili Neskirkju og er öllum opinn. Þeir sem eru nýlega orðnir foreldrar eru sérstaklega velkomnir, segir í fréttatilkynningu. NORÐLENDINGAR ÆVINTYRIÐ HELDUR AFRAM Œ iBore/%int»íé 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.