Morgunblaðið - 05.04.1997, Blaðsíða 61
f
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 61
MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP
* MYNDBÖND
Góður húmor
Stóra blöffið
(The Great White Hype)___
Gamanmynd
★ ★
Framleiðandi: 20th Century Fox
Leikstjóri: Reginald Hudlin. Hand-
ritshöfundur: Tony Hendra og Ron
Shelton. Kvikmyndataka: Ron
Garcia. Tónlist: Marcus Miller. Að-
alhlutverk: Samuel L. Jackson, Jeff
Goldblum, Peter Berg og Damon
Wayans. 99 mín. Bandaríkin. 20th
Cent. Fox/Skífan 1996.
Útgáfudagur: 24. mars.
SÉRA Fred Sultan er umboðs-
maður svartra hnefaleikara, og ger-
ir hvað sem er til að komast yfir
meiri peninga. Þegar áhuginn á
íþróttinni dvínar grefur hann upp
eina hvíta manninn sem hefur sigr-
að þungavigtarmeistarann. Nú
hefst mikil auglýsingaherferð, og
allir bíða spenntir eftir leiknum.
Astæðan fyrir því að svona stór
nöfn fengust til
að leika í þessari
mynd, er eflaust
að húmorinn er
góður, og hand-
ritið hefur lík-
lega verið mjög
skemmtilegt af-
lestrar. Hins
vegar vantar
sterkari áherslur
í leikstjórnina,
þannig að Jackson og Goldblum ná
því varla að verða sannfærandi per-
sónur. Fíflagangur á köflum eyði-
leggur einnig fyrir annars góðum
efniviði. Þetta er grínmynd með
ádeilutóni á trúgirni og dýrkun
Kanans á allt sem er „showbiz",
og dýrkun stjarnanna á eigin stór-
fengleika. Hér er ekkert nýtt á ferð-
inni, en myndin er fín afþreying ef
maður er í skapi til að líta fram
hjá ýmsum göllum.
Hildur Loftsdóttir.
Anthony Edwards
færir út kvíamar
ANTHONY
Edwards, sem
sjónvarpsáhorf-
endur þekkja scm
lækninn Mark Gre-
ene í Bráðavakt-
inni, hefur stofnað
eigið framleiðslu-
fyrirtæki. Fyrir-
tækið heitir Aviat-
or en Edwards
segir nafnið til-
komið vegna mik-
ils flugáhuga.
Hann stendur ekki
einn að fyrirtæk-
inu og hefur sér til
halds og trausts
ANTHONY Ed-
wards ætlar að leik-
stýra og leika í „Us
Belongs to You“.
æskuvininn Dante
Di Loreto sem er
framleiðandi.
Fyrsta verkefni
þeirra félaga er
rómantíska gaman-
myndin „Us
Belongs to You“.
Edwards ætlar að
leikstýra myndinni
auk þess að leika
aðalhlutverkið á
móti Jenny Sea-
grove. Sögusvið
myndarinnar er
London og eiga
tökur að hefjast í
júní.
Fúlmennið
Harrelson
►WOODY
Harrelson
og Elisa-
beth Shue
ætla að
leiða saman
hesta sína í
sakamála-
myndinni
„Palmetto“.
Hún segir
frá góðum
manni sem ákveður að
verða illmenni.
Michael Rapaport og
Chloe Sevigny ætla einnig
að fara með hlutverk í
myndinni. Það er Castle
Rock kvikmyndafyrirtækið
sem framleiðir myndina.
WOODY
Harrelson
iimim
íslensk list
falleg gjöf og vinsæl
Gallerí
MÍÐAR§§
SKAKT
Skólavörðustíg l6a
Sími 561 4090
MYNDBOND
SÍÐUSTU VIKU
Eyðandinn
(Eraser) k ★ 'h
Sporhundar
(Bloodhounds) k
Glœpur aldarinnar
(Crime ofthe Century) ★ ★ ★ 'A
Próteus
(Proteus) k
Svaka skvisa 2
(Red Blooded 2) k 'h
Bardagakempan 2
(Shootfighter 2) k
Ást og skuggar
(OfLove and Shadows) ★ ★
Stolt Celtic - liðsins
(Ceitic Pride) ★ ★ 'h
Töfrandl fegurð
(Stealing Beauty) kkk
Eyja Dr. Moreau
(The Island ofDr. Moreau) k 'h
I hefndarhug
(Heaven’s Prisoner) ★'A
Skriftunln
(Le Confessionai) kkkk
Margfaldur
(Multiplicity)’k k 'h
Hættuleg ðst
(Sleeping With Danger) k
Draumar og brimbretti
(Blue Juice)-k k
Draumurlnn um Broadway
(Manhattan Merengue)
I nunnuklaustri
(Changing Habits) ★ ★
Morðstund
(A Time to Kill)-k ★ ★
Ibúð Joe
(Joe’s Apartment) 'k'h
Alaska
(Alaska) ★ ★
Tryggingasvlndl
(Escape CIause)-k k 'h
Drðpskrukkan
(The KillingJar)k 'h
Ellismellir
enn á ferð
WALTER Matt-
hau og Jack
Lemmon eru að
undirbúa fram-
hald af „The Odd
Couple". í fram-
haldinu ferðast
þeir saman I
brúðkaup bama
sinna. Ellismell-
imir tveir hafa
ekki gefið upp
JACK
Lemmon
hvort þriðja „Grumpy Old Men“
myndin er væntanleg.
LAUGARDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVAINIIMA
ROBIN Williams - hófstillingin uppmáluð.
Grafalvarlegur grínisti
ROBIN Wiiliams er lygilega ólíkur Robin Williams í Njóttu lífsins (Seize
The Day, 1986, Stöð 2 ►21.00), sem byggð er á ágætri sögu Nóbelshöf-
undarins Sauls Bellow. Hann leikur þar Tommy Wilhelm, miðaldra mann
sem misst hefur líf sitt í vaskinn og leitar hjálpar vel stæðs föður síns
og braskara eins. í þessu erfíða hlutverki tekst Williams að forðast yfír-
spenntan persónulegan leikstíl sinn og nær trúlega sínum besta árangri
bæði fyrr og síðar í hnitmiðaðri, innlifaðri túlkun. Aðrir leikarar eru líka
afar sterkir, Joseph Wiseman sem kaldlyndur faðir, Jerry Stiller sem
svindlarinn, svo dæmi séu tekin. Vönduð mynd, vel leikin og vel gerð, sem
af einhveijum ástæðum hefur ekki farið mikið fyrir, trúlega þeim að hún
er framleidd utan við Hollywood-kerfið. Leikstjóri Fielder Cook. kkk'h
Laugardagur
Sjónvarpið ►21.40 Óskarsverð-
launað handrit Bos Goldman leikur
sér meistaralega með það sem er
sannsögulegt og það sem er bara
sögulegt í myndinni Melvin og
Howard (Melvin andHoward,
1980), um hugsanlegan fund hvers-
dagsmannsins Melvins Dummar og
auðmannsins Howard Hughes. Tví-
ræð og meinhæðin sýn á amerískt
þjóðfélag undir öruggri stjórn Jon-
athans Demme. Aðalhlutverk Jason
Robards, Paul LeMat og Mary Ste-
enburgen, sem sýnir bráðskemmti-
legan - og Óskarsverðlaunaðan -
leik. ★ ★ ★
Sjónvarpið ►23.15 Synir Kötu
ElderfSons ofKate Eld-
er, 1965).Þokkalegur en ekki frum-
legur vestri um fjóra kúreka undir
forystu Johns Wayne að hefna
móður sinnar. Henry Hathaway
leikstjóri skilar bærilegri skemmt-
un. ★ ★ 'h
Stöð 2 ► 15.00 Gamla góða fjöl-
skyldutíkin Lassie lifír góðu lífí í
Lassí (Lassie, 1994), prýðilega
heppnaðri og fallegri afþreyingu
fyrir alla aldurshópa. Leikstjóri
DanielPetrie. kkk
Stöð2 ►21.00-Sjáumfjölluní
ramma.
Stöð 2 ►22.40 Michael Caine
gerði það gott á 7. áratugnum í
hlutverki hins svala njósnara Harr-
ys Palmer í þremur myndum byggð-
um á sögum Lens Deighton; sú
fyrsta og besta var The Ipcress
File. Nú hefur verið gerð tilraun til
að blása lífí í stirðnaðan leikferil
Caines með því að vekja Palmer
aftur til lífsins. í Lestin til Peking
(Bullet to Beijing, 1995) er Palmer,
rétt eins og Caine, á lausum kili
eftir lok kalda stríðsins en býðst
nýtt verkefni, í Rússlandi. Mér er
með öllu ókunnugt um árangurinn
af þessari endurreisn þeirra beggja.
Leikstjóri er George Mihalka.
Stöð 2 ►00.20 Aldingarðurinn
góði hefur breytt um svip í framtíð-
arhasarnum Hin nýja Eden (New
Eden, 1994), því myndin gerist á
róstusamri fangaplánetu þar sem
hinir vondu og hinir góðu berast á
banaspjótum. Stephen Baldwin og
Lisa Bonet eru Adam og Eva fram-
tíðarinnar og sé hún í þeirra hönd-
um lýst mér ekki á blikuna. ★ 'h
Sýn ►21.00 Engar umsagnir
finnast um sjónvarpsmyndina í fót-
spor Flynns (In LikeFlynn, 1985)
um starfskonu bókaútgáfu sem er
sjálf einn af metsöluhöfundum
hennar undir dulnefni.
Árni Þórarínsson.
Vilt þú gerast SKIPTINEMI
í ÞÝSKALANDI næsta skólaár?
Nánari upplýsingar á skrifstofu
AFS á íslandi, Laugavegi 26,
sími 552 5450.
• Vilt þú öðlast dýrmæta
reynslu sem endist þér
ævilangt?
• Vilt þú auka þekkingu
þína, sjálfstraust og
víðsýni?
Nokkur sæti laus til Þýskalands,
Bandaríkjanna og S-Ameríku með
brottför í ágúst. Ef þú ert 16-18 ára,
hafðu þá samband eftir helgi og
fáðu nánari upplýsingar.
AfS Á ÍSL4NDI
Alþjóðleg fræðsla og samskipti.