Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 79. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter SVEIT palestínskra lögreglumanna sækir fram undir grjótregni þjóðbræðra sinna er hún freistaði þess að stöðva hatrammar óeirðir í Hebron, sem kostuðu þrjá Palestínumenn lífið í gær. 40.000 krónur fyrir að leg-gja skrjóðnum Malaga. Morgunblaðið. YFIRVÖLD á Spáni hafa gripið til aðgerða til að flýta fyrir end- urnýjun bílaflota landsmanna. Hver sá sem leggur bíl sem er tíu ára eða eldri og kaupir nýjan fær 40.000 króna greiðslu frá ríkinu. Ákvörðun þessi var kynnt um helgina og hafa reglurnar nýju þegar öðlast gildi. Svo mun verða um ótiltekinn tíma. Á Spáni eru nú í notkun meira en fimm miiljón- ir bifreiða tíu ára og eldri og von- ast yfirvöld til þess að 300.000 eigendur gamalla bíla ákveði í ár að þiggja greiðsluna og leggja skrjóðnum gamla og trausta. Með þessu móti vilja stjórnvöld greiða fyrir endurnýjun bílaflota Spánverja sem er nokkuð við ald- ur. Rúmlega 14 milljónir ökutækja eru í eigu Spánverja og er hlut- fall aldurhniginna ökutækja því óvenju hátt. Fjórði hver bíll er 15 ára og eldri og meðalaldurinn átta og hálft ár. Fleira hangir þó á spýtunni. Bílaiðnaðurinn er mikilvæg at- vinnugrein á Spáni, tíunda hvert starf tengist henni með einum eða öðrum hætti og um 20% af út- flutningstekjunum er afiað með framleiðslu ökutækja. Ákvörðunin tengist einnig umhverfisvernd. Clinton telur að koma megi viðræðum aftur af stað Washington, Hebron. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að „þokkalegar líkur" væru á að koma friðarviðræð- um ísraela og Palestínumanna af stað á ný. Sagði forsetinn það undir ábyrgðartilfinningu deiluaðila komið hvert framhaldið yrði og kvaðst hann telja ótímabært að tala um að Bandaríkjamenn sneru upp á hendur þeirra. Clinton vísaði á bug kenningum þess efnis að Bandaríkjastjórn væri að glata þeim tökum sem hún hefði haft á ísraelum. Sögðu frétta- skýrendur að misheppnuð tilraun Clintons til að knýja Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, til eftirgjafar í deilunni um íbúðarbygg- ingar í Jerúsalem, í fyrradag endur- speglaði veikleika í utanríkisstefnu forsetans. Ótti hans-við að móðga öflug hagsmunasamtök auðmanna í Bandaríkjunum, sem tekið hafa af- stöðu með ísraelum, hafí komið í veg fyrir að hann beitti Netanyahu þeim þrýstingi, sem nauðsynlegur væri talinn til þess að bijótast út úr þeirri kreppu sem friðarumleitan- ir fyrir botni Miðjarðarhafs væru í. Yves Doutriaux, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, sagði að aðildarríki Evrópusam- bandsins (ESB) hefðu ákveðið í gær, að leggja til við Bandaríkja- stjórn, að hafið yrði sameiginlegt frumkvæði ESB og Bandaríkjanna að því að höggva á hnútinn í deilum ísraela og Palestínumanna og koma friðarviðræðum þeirra aftur af stað. Fái heiðursorður ísraelskir hermenn og landnemar felldu þijá Palestínumenn í hörðum og blóðugum átökum á Vesturbakk- anum í gær. Hermt var að landnem- ar hefðu farið inn í raðir ísraelskra hermanna og skotið af vélbyssum á stóran hóp palestínskra mótmæl- enda, sem héldu uppi gijótkasti á hermennina. Palestínskir og ísraelskir leiðtog- ar deildu hart um atburðina í gær. ísraelskur rabbíni, Moshe Bleicher, sagði að veita ætti hveijum þeim heiðursorðu sem svaraði árásum araba með því að drepa þá. Annar rabbíi, Elitsur Segel, sagði í gær í grein í tímariti útlægs ísraelsks sértrúarsafnaðar, að réttlætanlegt væri að „ísraelar fórnuðu sér fyrir Guð sinn“ með því að hefja sjálfs- morðsárásir gegn Palestínumönn- um. Ísraelskur þingmaður krafðist opinberrar rannsóknar á þessum ummælum og sagði að hér væri mælt með sömu meðulum og palest- ínsku öfga- og hryðjuverkasamtök- in Hamas hefðu tileinkað sér. Ringulreið á ítalska þinginu í Albaníumálmu Prodi segir æru Itala að veði Róm. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, skoraði í gær á stjórnmála- flokkana í landinu að styðja þátt- töku ítala í fjölþjóðaherliði í Alban- íu og sagði, að „æra þjóðarinnar væri að veði“. Mikill ágreiningur er um málið innan samsteypu- stjórnarinnar og helsti stjómarand- stöðuflokkurinn, Frelsisbandalag Silvios Berlusconis, er andvígur því. Stjórn Prodis fór auðveldlega með sigur af hólmi er greidd voru atkvæði um málið í öldungadeild- inni í gær þar sem stjórnin hefur meirihluta. Hlaut tillagan 154 at- kvæði gegn 119 en tveir þingmenn sátu hjá. Útlitið um framgang málsins í fulltrúadeildinni, sem greiðir atkvæði í dag, er hins vegar verra fyrir stjórnina. Þar hefur Kommúnísk endurreisn, sem styður annars stjórnina, oddaaðstöðu og ætlar að greiða atkvæði gegn því. Prodi hafði reitt sig á stuðning Frelsisbandalagsins en það hefur einnig ákveðið að segja nei við til- lögu stjórnarinnar um ítalska her- liðið. Berlusconi, leiðtogi Frelsis- bandalagsins, segir raunar, að flokkurinn styðji þátttöku Itala í Albaníuleiðangrinum en hins vegar vilji hann, að tillaga sín um málið verði samþykkt en hún hlaut ekki stuðning. Prodi í vanda Verði tillaga stjórnarinnar um herliðið felld yrði það svo mikill álitshnekkir fyrir stjórnina og Prodi, að líklega neyddist hann til að segja af sér og hinn kosturinn, að styðja tillögu stjórnarandstöð- unnar, er heldur ekki góður. Það væri í sjálfu sér ekki minni niður- læging. Prodi minnti þingmenn á það í gær, að allra augu væru nú á Itölum og því væri nú tekist á um sæmd eða skömm allrar þjóðarinnar. Hamilton fyrir valinu Knutsford. Reuter. FLOKKSFÉLAG breska íhalds- flokksins í kjördæminu Tatton í norðvesturhluta Englands valdi í gærkvöldi Neil Hamilton, fyrrver- andi ráðherra, sem frambjóðanda fiokksins í kjördæminu í kosningun- um 1. maí nk. Hlaut hann 182 at- kvæði gegn 100. Hart hafði verið lagt að Hamilton að sækjast ekki eftir áframhaldandi þingmennsku vegna ásakana um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir að bera uppi fyrirspurnir á þingi. Hefur hann þráfaldlega sagst sak- laus af áburðinum. Um helgina sótti einn kunnasti fréttamaður Bretlands, Martin Bell, að honum og tilkynnti þingframboð í Tatton í nafni siðsemi yrði Hamil- ton í framboði. Sjónvarpsstöðin Sky sagði í gærkvöldi að hann hefði skipt um skoðun og ákveðið að bjóða sig fram óháð hefðbundnum stjórn- málum. Sky sagðist ennfremur hafa heimildir fyrir því að óánægðir flokksfélagar Hamiltons í Tatton íhuguðu að efna til klofningsfram- boðs í þingkosningunum. ------«--------- Dýrgripir til sýnis GESTIR í Louvre-listaverka- safninu í París skoða hluta 987 málverka, teikninga og högg- mynda sem sýnd voru opinber- lega í fyrsta sinn eftir stríð i gær. Hersveitir nasista tóku listaverkin traustataki í Frakk- landi í stríðinu. NEIL Hamilton (t.h.) og Mart- in Bell hittust og skiptust á skoðunum á útifundi þess síð- arnefnda í Knutsford í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.